Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 29.. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ EIGENDUR og starfsmenn hinnar nýju fasteignasölu Bifrastar að Vegmúla 2. F.v. Pálmi Almarsson, Guðmundur Björn Steinþórs- son, Sigfús Almarsson. Ný fasteigna- sala - Bifröst Um þessar mundir er að taka til starfa ný fasteignasala í Reykjavík. Það er fasteignasalan Bifröst að Vegmúla 2. I samtali við fasteignablað Morgunblaðsins sagði Pálmi Almarsson að eigend- ur hinnar nýju fasteignasölu væru þrír. „Ásamt mér eru eigendur Guðmundur Bjöm Steinþórsson, löggiltur fasteignasali, og Sigfús Almarsson sölumaður." Pálmi sagði ennfremur að til stæði í framtíðinni að tveir löggilt- ir fasteignasalar yrðu starfandi hjá Bifröst. „Við teljum það mikið öryggi fyrir viðskiptavini okkar,“ sagði Pálmi. „Fasteignasala okkar er í nýju og glæsilegu húsnæði sem er innréttað sérstaklega sem fast- eignasala. Öll vinnuaðstaða og mótttaka er mjög góð. Við höfum hugsað okkur að fara með við- skiptavinum okkar og skoða stærri eignir sem þeir hafa áhuga á. Við munum leggja áherslu bæði á íbúðarhúsnæði og atvinnuhús- næði. Tveir okkar hafa unnið um árabil við fasteignasölu og höfum við því aflað okkur mikillar þekk- ingar og reynslu á því sviði.“ En er ekki erfitt að koma á fót nýrri fasteignasolu meðan fast- eignamarkaðurinn er ekki líflegri en virðist vera? „Við munum vitaskuld eiga við sama vanda að stríða og aðrar fasteignasölur. Það er að nóg framboð af eignum en kaupendur virðast vera eitthvað hikandi, sem að vísu er óþarfi eins og staðan er í dag. Fasteignamarkaðurinn er í reynd í dag kaupendamarkaður, þ.e. að segja, verð á fasteignum er mjög hagstætt um þessar mundir. Vandamálið sem við eig- um við að glíma er hringlandahátt- ur stjórnvalda varðandi lánafyrir- greiðslu. Reynsla mín af fast- eignamarkaðinum er sú að alls konar yfirlýsingar, sem á einhvern hátt snerta fasteignaviðskipti, hafa slæm áhrif á markaðinn. Hvaða áhrif telur þú að væntan- leg breyting á húsbréfakerfinu muni hafa á fasteignamarkaðinn? „Ég tel að þeir sem hafa þegar tekið ákvörðun um að kaupa sína fyrstu eign eða skipta um hús- næði eigi að nota tækifærið núna og kaupa, þar sem verð á eignum er hagstætt. En maður gerir sér ekki grein fyrir því í fljótu bragði hvaða áhrif lenging lánstíma hús- bréfa hafi á markaðsverðið. En þó má vel ímynda sér að lengri lán þýði eitthvað hærri afföll af hús- bréfum sem aftur getur leitt til þess að fasteignaverð hækki. Þetta eru að vísu vangaveltur þar sem maður hefur ekki enn séð útfærslur á þessum nýju hug- myndum." Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L Landsbanki íslands Banki atlra landstnanna m LANDSBRÉF HF. Löggilt veröbréfafyrirtœki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. Lóðir fá viður- kenningu Blönduósi. Morgunbladið. Fegrunarnefnd Blönduóss afhenti á dögunum viðurkenningar fyr- ir snyrtilegar lóðir. Að þessu sinni hlutu viðurkenningu húseignin Ár- braut 7 og Upplýsingamiðstöð ferða- mála í Brautarhvammi. Á Árbraut 7 býr Sigursteinn Guð- mundsson og hlaut hann viðurkenn- ingu fyrir snyrtilega og vel hirta lóð. Aðstandendur húsnæðis Upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála í Brautar- hvammi fengu viðurkenningu fyrir einstaklega velheppnaða endurbygg- ingu gamals húss í snyrtilegu um- hverfí. Páll Þórðarson, fulltrúi Kaup- félags Húnvetninga, veitti viður- kenningu móttöku fyrir hönd rekstraraðila upplýsingamiðstöðvar. Einbýli í Viðjugerði Til sölu er hjá fasteignasölunni Stakfelli einbýlishús við Viðju- gerði 10 skammt frá Borgarspítala. Að sögn Gísla Sigurbjörnssonar er þetta hús hátt í þijú hundruð fer- metrar og teiknað af Kjartani Sveins- syni. Það er byggt árið 1974. „Hús þetta er á tveimur hæðum, með tvöföldum innbyggðum bílskúr," sagði Gísli einnig. „Lóðin er falleg og vel ræktuð og útsýni er bæði vítt og gott. Á neðri hæð eru þrjú her- bergi, stórt hol og snyrting auk bíl- skúranna. Uppi eru stórar og falleg- ar stofur, rúmgott eldhús með góðu þvottahúsi. Svefnálma með þremur svefnherbergjum og góðu baðher- bergi. Sett er á húsið 23 millj. kr. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson VIÐURKENNINGARHAFAR ásamt bæjarstjóranum á Blönduósi. Einbýlishús við Skipasund Til sölu er hjá fasteignasölunni Framtíðinni einbýlishúsið Skipasund 78. Að sögn Hauks Geirs hjá Framtíðinni er þetta hús á tveimur hæðum úr timbri á steyptum kjallara og mikið endur- byggt. „Það var reist árið 1959 en byggt við það og endurbætt árið 1980,“ sagði Haukur. „Eign þessari, sem er á vinsæl- um og eftirsóttum stað, fylgir inn- byggður steinsteyptur bílskúr," sagði Haukur ennfremur. „Þegar komið er inn í húsið er komið inn í anddyri og úr því er dúklagður stigi upp í hol og samliggjandi stof- ur, þar sem gert er ráð fyrir arni. Útgangur er úr stofu út í fallegan garð sem snýr í suður. Góð lofthæð er í stofunum og eldhúsinu. Opið er inn í eldhús úr stofu, innrétting- ar eru hvítar og úr beyki, AEG- Vatnsholt 10, efri sérhæð í þessu húsi, er til sölu hjá Eignamiðlun- inni og á að kosta um 15 millj. kr. Virðuleg sérhæð viðVatnsholt Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. Til sölu er hjá Eignamiðluninni efri sérhæð í húsinu nr. 10 við Vatnsholt. Að sögn Sverris Kristinssonar hjá Eignamiðluninni er hér um að ræða mjög virðulega sérhæð á þessum eftirsótta stað. „Mikil eftirspurn hefur verið eftir íbúðum í þessu hverfi en lítið fram- boð,“ sagði Sverrir Hann gat þess ennfremur að hús þetta stæði á friðsælum stað innst I botnlanga. „Aðkoman að húsinu er því mjög góð. Það var byggt árið 1964, en 1980 var byggt við það,“ sagði Sverrir. „Bætt var við hæðina góðu vinnu- herbergi („stúdíói"). Á því er loft- gluggi og er því sérlega góð birta í herberginu. Þetta herbergi býður upp á ýmsa nýtingarmöguleika. Hæðin er um 230 fermetrar og skiptist þannig: Þijár samliggjandi stofur, stór vinnustofa („stúdíó"), §ögur svefnherbergi, eldhús, bað- herbergi, snyrting, þvottahús, geymslur o.fl. Stofurnar eru mjög rúmgóðar og þar er fallegur arinn. Gengið er út á stórar suðursvalir úr s'tofum. Baðherbergið er glæsi- legt, nýstandsett. Það er flísalagt tæki eru í eldhúsinu og lagt fyrir uppþvottavél. Eldhúsið tengist borðstofu. Einnig er á hæðinni hjónaherbergi. Spónaparket er á gólfí og útgangur úr herberginu á svalir sem snúa í suðvestur. Lítið vinnuherbergi er inn af hjónaher- bergi. Einnig má nefna nýtt og glæsilegt baðherbergi. Neðri hæð- in skiptist í hol, þvottahús með útgangi á lóð, geymslur, þtjú góð herbergi með innbyggðum skáp- um, nýtt baðherbergi með sturtu. Baðherbergin eru bæði mjög vönd- uð og flísalögð. Nýlegt gler er í gluggum. Flatarmál hússins er alls um 223,8 fermetrar. Ásett verð er 13,9 millj. kr. Áhvílandi eru lán, rösklega fjórar millj. kr. Skipti á þriggja til fjögurrra herbergja íbúð í sama hverfi koma til greina.“ í hólf og gólf og þar er bæði baðk- ar og sturta. Svefnherbergin eru öll parket- lögð og skápar eru í tveimur þeirra, en miklir skápar eru einnig í svefnálmu. Eldhúsið er mjög rúmgott og með stórum borðkrók. Góður innbyggður bílskúr tilheyrir íbúðinni. Þessu húsi hefur verið mjög vel við haldið. Nefna mætti að allar hita- og kaldavatnslagnir eru nýjar, nýtt gler er í öllum gluggum og þak hússins hefur verið endurnýjað. Húsið var einnig málað fyrir nokkrum árum. Sami eigandi hefur verið að efri hæðinni frá upphafi og hefur hann lagt sig fram við að halda íbúðinni og hús- inu vel við. í kringum húsið er fallegur gróðinn garður í góðri rækt. Hann er sameiginlegur með efri og neðri sérhæðinni. I raun er garðurinn það eina sem sérhæðirnar nota sameijginlega. Að öðru leyti er allt sér. Asett verð á efri sérhæðina er 15 millj. kr. en áhvílandi er um 1,5 milljón kr. í húsbréfum. Skipti á minni eign koma vel til greina.“ Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 7 Almenna fasteignasalan bls. 7 Ás bls. 28 Ásbyrgi bls. 10 Berg bls. 28 Bifröst bls 11 Borgareign bls. 21 Borgir bls.26 Brú bls. 4 Eignamiðlun ' -. bls. 16 og 17 Eignasalan bls. 9 °Q 10 Fasteignamarkaður bls. 27 Fasteignamiðlun bls. 1 1 Fasteignamiðstöðin bls. 15 Finnbogi Kristjánss. bls- 10 Fjárfesting bls. 12 Fold bls. 3 Framtíðin bls. 7 Garður bls. 9 Gimli bls. 8 Hátun bls. 25 Hóll bis. 20 -21 Hraunhamar bls. 22 Húsakaup bls. 5 Húsvangur bls. 18 Kjöreign bls. 4 oq13 Laufás bls. 4 óðai masm bls. 17 Sef bls. 27 Skeifan bls. 19 Stakfell bls- 26 Valhöll bls. 6 Þingholt bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.