Morgunblaðið - 17.11.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 17.11.1995, Síða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • plo rgimMaft I5> Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 17. nóvember 1995 Blað D Dregið úr vatnstjónum TJÓN af völdum vatnsleka í íbúðarhúsum eru tíð hérlendis á hveiju ári. Talið er að kostnað- ur vegna þeirra nemi allt að einum milljarði króna á ári. Hægt væri að draga umtalsvert úr þessum tjónum með betra eftirliti. / 4 ► Samræmd vinnubrög fasteignasala FÉLAG fasteignasala hefur haft forgöngu um hönnun ým- issa eyðublaða til að koma á stöðluðum vinnubrögum við sölu fasteigna. Sveinn Skúlason framkvæmdasljóri félagsins segir frá helstu þáttum starf- seminnar. / 22 ► Grófartorg fær and- litslyftingu NÝTT skipulag hefur verið teiknað fyrir Grófartorg í Reykjavík en það er reiturinn sem markast af Grófínni í vestri, Tryggvagötu, Hafnarstræti og Naustum í austri. Arki- tektamir á Verkstæði 3, þau Elín Kjartansdóttir, Haraldur Örn Jónsson og Helga Bene- diktsdóttir unnu samkeppni um Ingólfstorg sem klætt var í nýjan búning í fyrra og í framhaldi af því tóku þau Grófartorgið fyrir. Hugmyndin er að loka vesturenda torgsins með því að reisa u-Iaga hús við Gróf- ina. Með þessum aðgerðum má búast við meiri umferð gangandi fólks. / 16 ► Synjanir húsbréfa- lána orðnar tvöfalt fleiri en í fyrra Á ÞESSU ári hefur verið synjað 304 umsóknum um lán í húsbréfa- kerfinu, þ.e, út október mánuð en allt árið í fyrra var lánum synjað í 159 skipti og því um næstum tvö- foldun synjana að ræða. í fyrra var þó lánsumsóknum hafnað tímabundið 351 sinni en þær teknar til greina endumýjað- ar og lagfærðar og því voru synj- anir alls 159. Á þessu ári hefur lánsumsókn- um verið hafnað í hverjum mánuði allt fi*á 16 og 17 í september og október og uppí 58 þegar mest var í maí. Varð raunar mikið stökk á synjunum mánuðina mars til júní, 46 í mars, 51 í apríl, 58 í maí og 38 í júní. Helsta skýringin á fjölgun synj- ana í þessum Á mánuðum er breyt- ing sem gerð var á vinnureglum hjá Húsnæðisstofnun ríksins. Var umsóknum þá hafnað strax ef ljóst var að í þær vantaði gögn í stað þess að áður var oft reynt að hafa samband við umsækjendur og gefa þeim kost á að bæta úr. Einnig var nokkuð um að greiðslumat væri ekki nógu vel unnið, svo sem að greiðslubyrði væri orðin of há og að staðfestingar vantaði fyrir bankalánum. Alls komu 5.837 umsóknir um húsbréfalán í fyrra og er hlutfall af lánum sem hafnað var það ár því 2,7%. í ár er hlutfallið orðið 7,4% en í lok október voru komnar inn 4.106 umsóknir og 304 hafði verið hafnað. Hefur því nærri tvöfalt fleiri umsóknum verið hafnað í ár eða 91% fleiri. Fjöldi lánsumsókna hefur verið nokkuð sveiflukenndur frá einum mánuði til annars á þessu ári eða frá 309 í apríl og uppí 490 í maí. Synjanir í húsbréfakerfinu 1994-95 Fjöldi 60 1994, allt árið 159 1994, jan.- okt. 123 1995, jan.-okt. 304 á eldhúsið ástoíuna • á baðhcibergið áinnréttingaroghúsgöga ískraut á panel á glupga og liuihir þúsimd litatóna auðveld í notkun áferðarfalleg slitþolin og auðþrifin akiílinálning og lakk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.