Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 9

Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 B 9 Nýjar bækur * Islenskt gijót ÚT ER komin bókin íslenskt gijót eftir Hjálmar R. Bárðarson. f upp- hafi bókarinnar er lýst fjölbreyttu formi hraunrennslis, hvernig eldgos undir snjó og jökli haga sér og hvernig gjóska verður að mó- bergi. Þá taka við lýsingar í máli og myndum á því hvernig fagrar steindir verða til, gersemar eins og geislasteinar og skrautsteinar í dýrlegum litum, jaspís, agat, ametyst, ópall og furðu- legustu ævintýramyndir, sem til dæmis má sjá í mosaagati. í síðari hluta bókarinnar er svo fjallað um þær nytjar, sem lands- menn hafa haft af gijóti til forna og fram á þennan dag. Að lokum er rætt um náttúrusteina og álfa- byggðir. I bókinni eru 288 bls. með 480 ljósmyndum, teikningum og kortum, þar af eru 370 litmyndir, auk megin- texta og ítarlegs myndatexta. Útgefandi bókarinnar er Hjálrnar R. Bárðarson. Dreifingu annast ís- lensk bókadreifing hf. Verð bókar- innar er 6.890 kr.. Þáttur 01- afs Grétars ÞÁTTUR nefnist ljóðakver eftir Ólaf Grétar Gunnsteinsson. í kverinu eru átján ljóð. Eitt ljóðanna nefnist Stúlkan sem ég elska: Stúlkan sem ég elska og sem elskar mig kemur ekki, er mér sagt, fyrr en eftir 2000 ár. Gætirðu beðið hana þar sem hún liggur nakin uppí rúmi eftir hádeg- isheimsókn að horfa tvisvar, sjái hún fugl á grein því það gæti verið ég. Útgefandi er Gjöll. Þáttur er 23 síður og kostar 500 kr. Haustlitir Ivars Björnssonar ÚT ER komin ljóðabók eftir ívar Björnsson frá Steðja, fyrrverandi íslenskukennara við Verzlunarskóla íslands. Nefnist hún I haustlitum og dregur nafn af titilljóðinu.. í haustlitum er 92 blaðsíður að stærð og hefur að geyma 93 ljóð. Þau eru fjöl- breytt að formi, þótt flest séu þau stuðluð og rímuð, stundum er rími sleppt en stuðlum haldið og nokkur ljóð eru nýtískuleg að formi. „Að efni til eru ljóðin ekki síður fjölþætt, þótt mest sé fjallað um mannleg örlög, blíð og stríð, um unað og ást ellegar andhverfu þeirra. Einnig verður iandið og náttúra þess drjúgur efniviður í mörgum ljóð- anna. Þótt sum þeirra séu þrungin alvöru, er grunnt á gamanseminni í öðrum og ósjaldan er komið á óvart í kvæðislok," segir í kynningu. Bókin er gefin út á kostnað höf- undar og annast hann sjálfur dreif- ingu hennar og sölu. Kápumynd er líka höfundaríns og er hún táknræn fyrir bókarheiti og titilljóð. Offsetfjöl- ritun hf. sá um prentun og bókband. Ólafur Grétar Gunnsteinsson BÓKMENNTIR Ljóö KLINK eftir Braga Ólafsson. Bjartur, 1995 - 64 bls. 1.595 krónur. í ÞESSARI fjórðu ljóðabók sinni heldur Bragi Ölafsson áfram að byggja við ljóðheiminn sem lesendur hans þekkja orðið vel. Hann skiptir 45 ljóðum bókarinnar í tvo hluta. í þeim fyrri er ljóðmælandinn meira heima við; hlustar á bíl aka hjá, hler- ar orðið garður úr munni nágrannans og skiptir um sængurföt. I seinni hlutanum er meira um landkönnun og víða komið við. Fjallið Hekla horf- ir á ljóðmælanda þar sem hann ekur upp á þjóðveginn í átt frá Skriðu- felli og þegar hann nálægast Hjálp- arfoss gerir hann sér grein fyrir því „að landslag getur vel orðið dapur- legra/ en allar þær hugsanir/ sem maður hugsar fram að því“ (45). Annars staðar er fylgst með erlendu vélhjólafólki við Gullfoss, bréf sent „frá heimsþingi esperantista", reykt með sígarettuþjófi í Granada, og rætt við eistlenskan ferðalang í mestu vinsemd. í fyrri hluta eru nokkur prósaljóð og tekst skáldinu best upp í tveimur þeirra; Kom Jesus vær vor gæst, þar sem Kristur á stofumynd ljóð- mælandans tekur að trufla norska borðhaldið í myndinni, og í mynd- rænni og glettinni frásögn af rithöf- undi í Kilir sem „ákveður að nú sé rétti tíminn til að gefa viðtal“(32). Af ljóðunum má nefna Snjó, þar sem ljóðmælandinn er heima hjá sér, Hinarraun- verulegu borgir löngu vaknaður, það snjóar og tónlist á kas- settu ber hann til New York. Þá hringir síminn og flytur fréttir af slæmum veikindum skyldmennis. Hugsan- imar hvarfla þá að snjónum í öskutunnu nágrannans, snjónum í Esjunni og snjónum í New York; símþringing- in hefur raskað degin- ,um: Ég er löngu vaknaður. Nú þegar vorið bíður handan við homið og símhringingin er hljóðn- uð fyrir löngu er langt í að ég sofni. (20) Annað ágætt ljóð er Á meðan hún stekkur. Þar stekkur stúlka yfír grind- verk, á flótta undan foreldrunum, og skáldinu tekst afar vel að ftysta augnablikið og segja frá högum stúlk- unnar á meðan hún hangir í loftinu. En í of mörgum Ijóðum fyrri hluta, eins og Hátíðleikanum, Konungi tímans, Haustmyrkrinu og Klukkun- um, kviknar ekki þetta líf; þau vantar þann styrk mynda og máls sem er í betri kvæðum skáldsins. Seinni hlutinn er styttri og þéttari og ljóð- in yfirleitt sterkari. Dæmi um það em Ein- tal og Borgir, en í þeim birtist næm tilfinning fyrir landinu í bland við hugrenningar ljóðmæ- landans. I síðamefnda kvæðinu er hann við Gullfoss og fylgist með hópi vélhjólafólks frá erlendum borgum. At- hyglin beinist að konu sem yfirfer hjól sitt og er: „Svo föl að ég fer strax/ að ímynda mér hana dána; liggja kyrra með sand/ fyrir svæfil, í svörtu leðri/ með opin augun/ mót ókunnu landi“ (47). Síðan er eins og eldingu ljósti niður í líf hans, eitthvað stórfenglegt gerist: ... Og hópurinn hverfur út í óbyggðimar þar sem hinar raunverulegu borgir taka við. Fri heimsþingi esperantista hefur síðustu misserin verið á vömm fólks sem heyrt hefur skáldið lesa það upp. Sett upp í bréfformi og sagt frá tólfta heimsþinginu en svo er sú skýring rifin niður og ljóðmælandinn örvæntir Bragi Ólafsson um að ná ekki sambandi við móttak- anda bréfsins:..þú veist:/ að lokum munum við bæði deyja, og það eina/ sem skilur okkur að/ er prentsmiðjan vestanmegin við húsið mitt/ bamale- ikvöllurinn,/ Klapparstígurinn,/ mið- bærinn eins og hann leggur sig,/ ökuleiðin að Seltjamamesi og/ Atl- antshafið..." (53). Hann er ekki viss um að kveðjan berist á því skeiði ævinnar sem hann kysi, en biður um að þegar hún kemur inn um bréfalúg- una: „skaltu leggja hana á eldhús- borðið og slétta/ úr henni. Eins og sjómaðurinn sléttir úr seglinu/ eftir að hann velur sér ákvörðunarstað.." Strax í fyrstu ljóðabók sinni, Drag- súgi, 1986, kom Bragi fram með mótaðan og persónulegan ljóðstíl. Röddin er gjaman heimsmanns, ferðalangs, sem rekst milli staða og lýsir því sem hann upplifir i skýmm myndum er sýna atvik og hluti í óvæntu ljósi. Þegar allt gengur upp em myndir Braga fmmlegar og kraft- miklar. í bókum sínum hefur hann náð að vinna sig áfram innan þessar- ar aðferðar, komið með ýmis tilbrigði og styrkt frásagnarþáttinn í ljóðun- um. Klink er ójafnasta bók Braga til þessa. Hið sérkennilega orðfar, þetta sérstaka hik sem einkennir skáldskap hans og stíllinn megna ekki að kveikja mikið líf í sumum ljóða bókarinnar. Sú hugsun hvarflar að manni að kom- ið sé að vissum skilum hjá skáldinu, að hann sé að verða búinn að full- vinna þennan sérstæða stíl sinn. En þótt Klink sé ójafnasta bók Braga, þá geymir hún þó nokkur Ijóð sem telja má til þess besta sem hann hef- ur sent frá sér. Einar Falur Ingólfsson Isbjörn og rennilás „ÞESSI bók er töluvert frá- brugðin síðustu bók minni, Stokkseyri, sem kom út í fyrra. Sú bók var frekar lág- stemmd og kyrrlát en þessi er á hinn bóginn frekar há- vær. Þetta er meiri ádeilubók og byggist á viðhorfi og hug- myndum í stað áþreifanlegra hluta á borð við sjávarþorp og fjöru,“ segir Isak Harðar- son en áttunda Ijóðabók hans, Hvítur ísbjörn, kom út fyrir skemmstu. _ Að sögn Isaks eru ljóðin í bókinni frá ólíkum tímum og öll eldri en ljóðin sem Stokks- eyri hefur að geyma. Þá hafi sum þeirra birst áður, þar á meðal Slý sem gefið var út á bók fyrir tíu árum. ísak skiptir bókinni i þrjá hluta: Svartan ísbjörn, Glefs- andi rennilás! og Hvítan ís- björn. „Ljóðin í fyrsta hlutanum eru dálítið svört — fjalla um efann, óttann og til- gangsleysið. í síð- asta hlutanum er ísbjörninn síðan orðinn hvítur og ljóðin fjalla þá um vonina, trúna og tilganginn." Isak segir að ljóðin í miðhlut- anum séu afrakst- ur hugflæðis og komi því hvert úr sinni áttinni. Þau stingi því að vissu leyti i stúf en vinni engu að síður með hinum hlutunum. Hann hafi hins vegar séð ástæðu til að láta þau fljóta með. „Þegar ég fór að safna þess- um ljóðum saman kom það mér dálít- ið á óvart hvað samhengið er sterkt og hvað þau vinna vel saman. Sennilega stafar þetta af því að mað- ur er alltaf að skrifa um sömu hlutina, þótt maður geri það með ólík- um hætti. Kannski breytist maður heldur ekki svo mikið á átta eða tíu árum,“ segir Isak Harðarson. Úr ljóðinu Maður án höfundar: Langt inni í manninum: Lífið — og maðurinn ekki höfundur þess. Enn standa kerúbarnir vörð við hliðið og lífið er hulið loga hins sveip- anda sverðs sem rökkuraugu þola ekki að sjá. í myrkrinu slær maðurinn saman hugsunum að gleðja sig við neistana sem minna hann á eitthvað sem hann man ekki lengur hvað var . . . Hátt yfir manninum: Manns- smiðurinn — og bíður og þráir og fylgist með honum, meðan maðurinn hrapar glóandi órói niður himininn, dreginn helþungri byrði sinni mannsstyttunni gullslegnu sjálfsmyndinni misheppnuðu: „Hinn fullkomni eilífi maður án höfundar" BOKMENNTIR Skáldsaga ÁVOXTUR EFASEMDA eftir eijó. 234 bls. Útg. eijó. Prentun: Oddi hf. 1995. UNDIRRITAÐUR veit ekki hver eijó er. Hitt má af bók hans ráða að hann sé einyrki í ritstörfunum. Hann gefur bók sína út sjálfur. Próf- arkalestri er ábótavant. Málvillur koma allvíða fyrir; geta eins verið prentvillur, að minnsta kosti sumar hverjar. Handrit hefði mátt laga með góðra manna hjálp. Textinn kemur víða fyrir sjónir sem uppkast. Endur- tekningar eru of margar. Allt getur það til galla talist. Eigi að síður er ljóst að eijó hefur sitthvað til brunns að bera. Hug- kvæmur er hann og mælskur. íhug- anir hans um lífið og tilveruna eru víða athyglisverðar. Innskotskaflar, sem hann kallar dagbók, fela í sér dijúgan skammt af hagnýtri líf- speki. Og einsemd nútímamannsins, sem lifir í hugarheimi og nýtur að- eins lauslegra fjölskyldutengsla, en talar þeim mun meira við köttinn sinn, er mætavel lýst. Og kötturinn! Hann er enginn venjulegur köttur. Þvert á móti er hann spekingur að viti, eins konar Sókrates. Hann hugs- ar út yfir gröf og dauða; næstum út fyrir rúm og tíma. Kattarspeki Maður, kona ogköttur sína tjáir hann ýmist með því að birta orð sín á tölvuskjá eða í hátal- ara hljómflutnings- tækja. Ræða sú, sem hann heldur yfir eig- anda sínum seint í sög- unni, má kallast úttekt á lífi nútímamannsins. Margt er þar vel mælt. Hæpnara er að ræðan sú rúmist með góðu móti í skáldverki. Allt um það er kötturinn gerður að örlagavaldi. Eigandinn er svo grunnhygginn að skýra öðrum frá uppátækjum kisa síns. Er það óðara reiknað eigandanum til ofskynjana og fyrir þá glópsku verður hann að gjalda. Þegar kisa greyinu sleppir er per- sónusköpunin tæpast nógu trúverð- ug. Spennan, sem reynt er að magna upp, er kannski áhugaverð en aldrei beint spennandi. Hlutverk það; sem kötturinn gegnir í sög- unni, breytir henni með köflum í heimspekirit- gerð. Víða er fetað eftir útjaðri veruleikans. Svo valt sem það reynist að fylgja slóð raunveru- leikans er hitt þó tor- veldara að svífa hátt i hæðum hins yfirskilvit- lega. Samtölin, sem alla jafna skulu fela í sér dijúgan hluta mannlýs- ingar, eru ekki heldur nógu lifandi. Þar á eijó flest ólært. Þegar elsk- huginn í sögunni hefur, svo dæmi sé tekið, notið sinnar heittelskuðu í bólinu og kyss- ir hana kært þakkar hún pent og dömulega fyrir kossinn með þessum orðum: »Takk fyrir.. . Nú verð ég að komast á salernið.« Hvort er höfundurinn þarna að skemmta lesandanum vísvitandi eða hittir svona á það óvart? Það skal ósagt látið. Hitt er víst að mörg hver samtölin nytu sín betur ef höf- undurinn rifí utan af þeim umbúðirn- ar — ef svo má segja, léti persónurn- ar tala mælt mál, komast betur að orði, segja færri orð en áhrifameiri. Þrátt fyrir allt hafði undirritaður gaman af að lesa bók þessa. Tilfinn- ing sú, sem að baki henni liggur, kemst til skila. Borgarlífsmyndin er ósvikin svo langt sem hún nær. Og ádrepa kattarins, þar sem hann kryf- ur innihaldssnautt líf samtíðar sinnar, sjónvarpskynslóðarinnar, er vissulega réttmæt. Hitt er óráðnara hvað útkoma bók- arinnar færir höfundi. Kröfurnar geta verið harðar en eru þó fyrst og fremst duttlungum. háðar. Jafnvel frumleg sköpunargleði skilar manni skammt áleiðis ef hún hefur ekki réttu áhrifin á þá sem áhrif hafa. Sumir hafa gam- an af að reiða til höggs ef einhver liggur vel við höggi. Oft er einblínt á gallana en þagað um hitt sem vel hefur tekist. Verstir eru flóðkraftar þagnarinnar. Þetta er sagt vegna þess að Ávöxtur efasemda á hvorki skilið rangtúlkun né tómlæti þó margt megi að henni finna. Kápumynd hefur höfundur gert. Er hún í góðu samræmi við andblæ sögunnar; túlkar sem sé hugrenning- ar söguhetjunnar sem lifir í dálítið svona fjólubláum draumaheimi. Og er þar að auki myndlistarmaður. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.