Morgunblaðið - 04.02.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.02.1996, Qupperneq 1
MARGIR huga væntanlega að skattframtalinu sínu nú um helgina og næstu daga en á föstudag rennur út sá frestur sem einstaklingar hafa til að telja fram til skatts. Um leið og talið er fram til skatts gefst tækifæri sem margir nota til að fara ítar- lega yfir öll sín fjármál, skuld- ir, tekjur og útgjöld. Að lok- inni þeirri vinnu eru menn í stakk búnir til þess að taka ákvarðanir um ráðstafanir í sínum málum og setja sér fjár- hagsleg markmið fyrir fram- tíðina. í þetta blað geta þeir sem hyggjast leggja í þessa vinnu um helgina sótt sér fróðleik og svör við ýmsum þeim spurningum sem vakna þegar legið er yfir framtalinu. Jafnframt er ítarleg um- fjöllunum lífeyrissparnað. Gerður er samanburður á hin- um hefðbundnu lífeyrissjóð- um og þeim séreignarsjóðum sem reknir eru í tengslum við verðbréfafyrirtæki en þeim sjóðum hefur vaxið mjög fisk- ur um hrygg undanfarin ár. Loks er hugað að stöðu neytendamála í landinu og einnig að þeim möguleikum sem fólk hefur á að sækja sér ráðgjöf og leiðbeiningar um fjármái sín, hvort sem um er að ræða þá sem eiga í veruleg- um greiðsluerfiðleikum eða fólk sem vill ná betri árangri í fjármálum sinum og jafnvel hefja reglulegan sparnað. JKotsmiUiihtí^ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 Fiármal Sp fjölskylduniuar Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna • Hvað hefur óheppileg eignasamsetning í för með sér • Vaxtabæturnar vefjast fyrir mörgum • Urskurðarnefndir um ágreining við fj ármálafyrirtæki Gotl skipulag og reglulegur sparnaður í einum pakka Settu sparnaðinn á kortið og láttu hann verða hluta af mánaðarlegum útgjöldum. Það er auðveldara að byrja að spara en þú heldur. Með einu símtali eða faxi til okkar í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, geturðu byijað að spara með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Við sendum þér möppuna Sparnað heimilisins - handbók áskrifandans sem þú notar undir allt sem tengist fjármálum þínum, hvort sem það eru regluleg útgjöld eða sparnaður. Vaxtur sparnaðar hjá Þór og Björgu frá því þau húfu áskrift að sparískírteinum ríkissjóðs. 1.215.000 Sparnaðurinn verður sérstaklega ánægjulegur þegar hann er jafn eðlilegur og annað sem þú greiðir um hver mánaðamót. Þú skipuleggur fjármál þín og sparar um leið, eignast peninga sem þú veist að hefðu annars farið í eyðslu. Fylgdu fordæmi Þórs og Bjargar. Það er ekki eftir neinu að bíða. Eitt símtal í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og þú byrjar að spara. Hringdu núna, síminn er 562 6040. HeimiUsbóklmld 1996 'S*T NOV I>» S j iVMI.US 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068. Áskriftarsíminn8006575 Opinn allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.