Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • pló tgtlll|*lftfeife Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 23. febrúar 1996 Blað D Ráðgjöf um hámarksverð GREIÐSLUMATIÐ er fyrst og fremst ráðgjöf um hámarks- verð, segir Grétar J. Guð- mundsson í þættinum Markað- urinn. Þar fjallar hann fjallar um ranghugmyndir varðandi greiðslumatið, sem erfitt hafi reynzt að leiðrétta. / 2 ► Úrbætur í lagnamálum VATNSSKAÐAR af völdum bil- aðra lagna hérlendis eru taldir nema einum milljarði króna á ári, segir Sigurður Grétar Guð- mundsson í þættinum Lagna- fréttir. Það er því ekki undar- legt, þótt reynt sé að fínna leið- ir til úrbóta. / 26 ► Ú T T E K T Hafnfirzk hraunbyggð BIJIÐ er að skipuleggja nýtt byggingasvæði fyr- ir sunnan Hvaleyrarholt í Hafnarfirði. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar og standa vonir til, að lóðaúthlut- un þar geti hafízt í ágúst. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir blandaðri byggð sérbýlis- húsa, alls 92 íbúðum. Svæðið afmarkast af Reykjanesbraut í suðaustri, golfvallarsvæðinu á Hvaleyri til vesturs og norðvesturs og í norðaustri af grænu svæði fyr- ir neðan byggðina í Hvaleyrar- holti. Hraunið setur mikið svip- mót á skipulagið, en hraun- hella þekur mest allt svæðið og gefur því mjög sérstætt yf- irbragð. Hraunið verður látið halda sér og byggðin á að falla sem bezt að því. Allt kapp verður lagt á að skapa „Hafn- firzka byggð í hrauni.“ í viðtalsgrein hér í blaðinu í dag við höfunda skipulagsins, þau Pálmar Kristmundsson, arkitekt og Ragnhildi Skarp- héðinsdóttur, landslagsarki- tekt, er fjallað um þetta sér- stæða byggingasvæði. — Við viljum varðveita hraunhellu- landslagið, sem þarna er svo áberandi, enda býður það upp á margvíslega mögulcika, seg- ir Pálmar. — Hraunið á að vera sterkur umhverfisþáttur í lífi þess fólks, sem þarna mun búa. — Það byggingasvæði er vandfundið, sem býr yfir jafn mikilli fjölbreytni frá náttúr- unnar hendi sem Hvaleyrar- hraunið og útivistargildi svæð- isins fer ekki á milli mála, seg- ir Ragnhildur Skarphéðins- dóttir. / 16 ► Mikil aukning í húsbréfaumsóknum byggingaraðila AUKNING varð á umsóknum um skuldabréfaskipti í húsbréfakerfmu í öllum lánaflokkum í janúar nema endurbótum samanborið við janúar 1995. Athygli vekur mjög mikil aukning á umsóknum vegna ný- bygginga byggingaraðila, sem er ótvírætt merki um, að byggingar- aðilarnir hyggja á meiri umsvif á þessu ári en í fyrra. Töluverð aukn- ing varð einnig í umsóknum vegna nýbygginga einstaklinga. Frá þessu er skýrt í nýútkomnu fréttabréfi frá húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins. Samdrátt- ur varð hins vegar í janúar í af- greiðslum í flestum lánaflokkum, bæði hvað varðar fjölda sam- þykktra skuldabréfaskipta og upp- hæðir. Þetta má m. a. rekja til þess að skipt var um húsbréfaflokk, en um miðjan janúar sl. voru gefin út ný húsbréf, þar á meðal í fyrsta sinn til 15 ára og 40 ára, auk hefðbundins lánstíma frá því áður, sem er 25 ár. í fyrra varð töluverð fækkun í heild á innkomnum umsóknum um skuldabréfaskipti í öllum lánaflokk- um samanborið við árið þar á undan, sem var ótvfrætt merki um minni umsvif á fasteignamarkaðinum. Vanskil fasteignaveðbréfa 3ja mánaða og eldri voru um 800 millj. kr. í janúarlok, sem svarar til 1,09% af höfuðstól fasteignaveðbréfa. Vanskil, 3ja mánaða og eldri, lækk- uðu um 100 millj. kr. frá mánuðinum á undan. Ef vanskilin eru borin saman við sama tíma á sl. ári, hafa þau lækkað um rúmar 50 millj. kr. þrátt fyrir það að heildarútgáfan hafi aukizt um tæpa 12 milljarða kr. á tímabil- inu. Bætt efnahagsástand, aukin að- stoð við skuldara með skuldbreyt- ingum á vanskilum og skilvirkari innheimta á allt sinn þátt í því að draga úr vanskilum fasteignaveð- bréfa, segir í fréttabréfinu. fgreiðslur í húsbréfakerfinu janúar 1996 ‘eyting frá janúar 1995 j Innkomnar umsóknir Notað húsnæði_______________ Endurbætur------------------ Nýbyggingar einstaklinga Nýbyggingar byggingaraðila Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi Breyting janúar 1996/1995 17,84% -16,67% 35,85% 375,00% 2,37% Notað húsnæði - upphæðir -21,18% Endurbætur - fjöldi -13.33% Endurbætur - upphæðir -22,59% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi -38,46% Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir -47,15% Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi Nýbvqqinqar byqqinqaraðila - upphæðir -79,41% -79,97% Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð -38,00% Útgefin húsbréf Reiknað verð 9,30% Kostir Fasteignalána Skandia • Lánstími allt að 25 ár. • Hagstæð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. • Stuttur svartími á umsókn. Dœnti uni mánadarlegar ajborganir af1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \Lxtin%) 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 11.600 9.000 7.100 7,5 í 1.900 9.300 7.4'X) 8,0 12.100 9.500 7.700 Miðað cr við jafngrciðslulán. *Auk vcröbóta Si'iu/ii iwi umsókn eóa fáðu nánari upplýsingar hjá ráógjöfum Skantlia. Skandia FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ SKANDIA HF. . LAUGAVEGI 170 105 REYKJAVlK, SfMI 5B 19 700, FAX 55 26 177 Skandia býður þér sveigjanleg lánskjör efþú þarft að skuld- breyta eða stœkka við þig Fyrir Itverja eru Fasteignalán Skandia? Fasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór- ( Reykjavikursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: • Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega liátt lán í húsbréfakerfmu. • Þá sem vilja breyta óhagsUeðum eldri eða styttri lánum. • Þásemeigalitiðveðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.