Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 B 3 IÞROTTIR KNATTSPYRNA Cantona enn í aðalhlutverki Frakkinn Eric Cantona var í gærkvöldi enn einu sinni í aðal- hlutverki hjá Manchester United. Þá gerði hann eitt mark og lagði upp annað í 2:0 sigri United gegn Southampton í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Cantona skoraði skömmu eftir hlé og Lee Sharpe átti síðasta orðið eftir gagn- sókn á lokamínútunni við mikinn fögnuð liðlega 45.000 áhorfenda á Old Trafford. Þrátt fyrir góðan sigur varð United að hafa mikið fyrir honum. Eitt mark Southampton var dæmt af og Peter Schmeichel hafði nóg að gera í marki heimamanna. Southampton sigraði United í bikarúrslitum 1976 og í aukaleik í fjórðu umferð fyrir fjórum árum en Únited hefur ekki tapað bikarleik á heimavelli síðan. Þegar liðin mætt- ust í deildarleik í nóvember sem leið gerði United þrjú mörk á fyrstu níu mínútunum í 4:1 sigri og svo virtist sem liðið ætlaði sér að endur- taka leikinn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af viðureigninni komst Cantona á auðan sjó og skaut fram- hjá Dave Beasant í markinu en varnarmaðurinn Ken Monkou náði að bjarga á línu. Andy Cole komst í kjörið marktækifæri en skaut beint á Beasant, einn gegn einum. Hann fékk annað tækifæri en allt fór á sama veg. Southampton sótti í sig veðrið og Schmeichel mátti hafa sig allan við. Á 43. mínútu skoraði Neil Shipperley með skalla en markið var dæmt af vegna brots hans. Örfáum mínútum síðar var Cantona á ferðinni eftir sendingu frá Ryan Giggs. Mark Walters var nálægt því að jafna en Daninn í marki United var réttur maður á réttum stað. Sharpe gerði síðan vonir gest- anna að engu áður en yfír lauk. Manchester United, sem hefur leikið til úrslita undanfarin tvö ár, mætir Wimbledon eða Chelsea í undanúrslitum bikarkeppninnar og í hinum undanúrslitaleiknum mætir Nottingham Forest eða Aston Villa Liverpool eða Leeds. Leikirnir fara fram 31. mars. Fögnuður Reuter HANDKNATTLEIKUR LEIKMENN Manchester United fögnuðu ákaft þegar Frakkinn Eric Cantona kom liöinu á bragð- Ið gegn Southampton á Old Trafford í gœrkvöldi. Hér þyrpast þeir að kappanum sem lagði upp annað marklð og átti stóran þátt í að Unlted er komlð í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. Stjömumenn úrklóm Aftureldingar Stjarnan reið ekki feit- um hesti frá viðureign- unum við Aftureldingu í vetur, tapaði báðum deild- arleikjunum Steinþór Guðbjartsson skrifar Góður SIOURÐUR BJarnason lók mjög vel fyrir Stjörnuna, einkum í sóknarlelknum. Hann var með 100% skotnýt- Ingu í fyrrl hálfleik og gerði þá fjögur mörk með langskot- um og eltt eftir gegnumbrot. í selnnl hálf leik gerðl hann tvö mörk með langskotum og eitt eftlr gegnumbrot. Á myndinni reynir Þorkell Guð- brandsson að stöðva Sigurð án árangurs en Konráð Olav- son, sem átti einnig mjög góðan leik, fylgist með. Morgunblaðið/Árni Sœberg og heima- leik í bikar- keppninni, en sneri dæminu rækilega við í fyrstu rimmu liðanna í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Heimamenn fóru á kostum í fyrri hálfleik, voru fjórum mörkum yfir í hléi, 16:12, og brunuðu á sömu ferð fram í miðjan seinni hálf- leik en slökuðu á eftir að hafa náð mest 10 marka forystu. Úrslit urðu 31:25 og haldi liðin uppteknum hætti að Varmá annað kvöld er ljóst að Stjarnan á greiða leið í undanúrslit. Jafnræði var með liðun- um fyrstu 20 mínúturnar en þegar Axel Stefánsson fór f mark Stjörnumanna urðu kaflaskipti. Á skömm- um tíma varði hann þrjú langskot, samherjar hans nýttu sóknirnar í kjölfarið og Stjarnan náði forystu sem Aftureldingu tókst ekki að vinna upp. Afturelding lék að mörgu leyti vel í fyrri hálf- leik en með agaðri leik má ætla að liðið hefði getað gert betur en raun varð á. Fimm sinnum missti það boltann klaufalega og var refsað með marki í hvert sinn, fjórum sinnum í kjöl- far hraðaupphlaups og einu sinni eftir gegnum- brot. Aðal góðra liða er að nýta sér mistök mótherj- anna og Stjarnan beitti þeirri list af snilld í gær- kvöldi. Annars var liðið yf- irvegað og sóknarleikurinn hraður, markviss og skemmtilegur þar sem Sig- urður Bjarnason, Konráð Olavson og Dimitri Filippov voru í aðalhlutverkum. Jón Þórðarson var óragur í hægra horninu og gerði góða hluti í seinni hálfleik. Undir lokin settust lykil- menn á bekkinn að loknu góðu dagsverki og yngri og óreyndari menn luku leikn- um. Afturelding hefur ekki getað stillt upp sterkasta liði í vetur vegna meiðsla og vissulega veikir það lið- ið. Engu að síður virðist sem það eigi að geta gert betur en í gærkvöldi. Til dæmis var markvarslan ekki góð fyrr en Sebastían Alexandersson fór að verja undir lokin en það var allt- of seint. I öðru lagi var varnarleikurinn mjög góður og árangursríkur þegar varnarmennirnir komu vel út á móti mótherjunum en breytingar á varnarleiknum skiluðu ekki sama árangri. Eins og oft vill verða gekk sóknin betur þegar vörnin small saman en þó sóknar- nýtingin hafi í sjálfu sér ekki verið slæm vógu mis- tökin þungt. Urslitakeppnin í handknattleik Setfoss Fyrstu leikir liðanna í 8-liða úrslitum íslandsmótsins, leiknir mánudaginn 11.mars1996 SÓKNARNÝTMG Mörk Soknii 15 28 16 24 3 7 % Mörk Soknir % 54 F.h 16 29 55 67 S.h 15 24 63 43 Framl. 1 6 17 34 59 58 Alls 32 59 54 13 Langskot 10 8 Gegnumbrot 3 1 Hraðaupphlaup 7 5 Hom 4 3 Lfna 5 4 Vftf ¦ 3 - Valur Mörk Sóknir % Grótta Mðrk Sóknir % Stjaman Mðrk Soknir % Afturelding Mðrk Soknir % 14 25 56 F.h 9 37 &h 13 45 Alls 22 25 30 55 36 11 30 43 25 55 40 10 Langskot 4 4 Gegnumbrot 6 7 Hraðaupphlaup 2 3 Hom \ . 1 Lfna 5 0 m 4 16 21 76 F.h 12 20 60 15- 26 58 S.h 13 26 50 31 47 66 Alls 25 46 54 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Hom Lfna VW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.