Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 B 5 VIÐSKIPTI komið glæta, eins og til dæmis 1991 þegar verðið hækkaði á ein- staka uppboðum, en hún hefur slokknað jafnharðan," segir Björg- vin. Verður að fara að skila hagnaði Björgvin skuldsetti sig við upp- bygginguna og síðan hafa þau verið að velta skuldunum á undan sér. „Við gátum ekki hætt því þá hefðum við farið beint á hausinn. Skútan hefur verið á hægri niður- leið og ekki hægt að stökkva af,“ segir Björgvin þegar þeirri spurn- ingu er velt upp af hveiju þau hættu ekki. Ein skuldbreytingin tók við af annarri. Stofnlánadeild hefur síðan frestað afborgunum af loðdýralánum 'og fellt niður vexti, allt þar til á síðasta ári. „Nú er komið að því að greiða skuldirn- ar,“ segir Björgvin og segir að ekki verði undan því vikist lengur. Búið skuldar nú um 15 milljónir kr. og er ljóst aö greiðslubyrðin verður mikil á þessu ári og þeim næstu. í ár þurfa þau til dæmis að greiða tæplega 800 þúsund til Stofnlánadeildar. „Það er Ijóst að ef við eigum að geta borgað niður lánin þá verð- ur reksturinn að fara að skila ein- hveiju. Sem betur fer er útlitið gott,“ segir Björgvin. „Við töluðum um það, hjónin, fyrir ári að ef þessi búgrein yrði ekki farin að bera sig æftir tvö ár þýddi ekkert að standa lengur í þessu. Ekki er endalaust hægt að reka fyrirtæki undir núll- inu, það kemur að því að banka- stofnanir setja manni stólinn fyrir dyrnar. Síðan er liðið eitt ár og allt á uppleið,“ bætir hann við. Mikil eftirspurn Margt hefur verið að breytast til batnaðar á skinnamörkuðunum og er meðbyr á nánast öllum svið- um eftir langvarandi offramboð og erfiðleika. Skinnaframleiðslan hef- ur dregist mjög saman vegna lé- legrar afkomu framleið- enda, pelsar eru að kom- ast aftur í tísku og minna ber á andróðri grænfriðunga. Sala á skinnavörum hefur auk- ist, meðal annars vegna kuldanna í Evrópu í vetur. Einnig hafa nýir skinnamarkaðir opnast, til dæmis í Suður-Kóreu, Kína og Rússlandi. Fyrir nokkrum árum t óttuðust vestrænir framleiðendur mikið framboð skinna frá Rúss- : landi en af því varð ekki. Nú kaupa Rússar mikið af skinnum og sér- staklega virðast þeir sækjast eftir stórum högnaskinnum því þeir geta látið eitt skinn duga í sínar frægu loðhúfur. Nú er svo komið að í fyrsta skipti í átta ár er eftir- spurn eftir loðskinnum meiri en framboðið. Við þessi markaðsskilyrði hefur skinnaverðið hækkað verulega síð- ustu á loðskinna- uppboðum. Rúna og Björgvin hafa haft tekjur af skólaakstri og litlu sauðijárbúi sem þau hafa viðhaldið á Torfastöðum II. Það hefur nægt þeim til framfærslu og gert þeim kleift að þreyja þorrann og góuna á meðan margir aðrir loðdýraræktendur hafa gefist upp. Björgvin segir að 220 loðdýrabú hafi verið í landinu þegar mest var en þau hafi farið niður í 72 á botni öldudalsins. Á þessu tímabili hættu því tvö af hveijum þremur búum og hafa eig- endurnir og skyldul- ið þeirra víða farið illa út úr rekstrin- um. Björgvin segir að nú sé hafinn rekstur að nýju á nokkrum búum, þau séu orðin 80 yfir landið, og búast megi við að fleiri fylgi í kjölfarið. Tekið við verðlaunum Minkabúið Torfastöðum II sóp- aði að sér verðlaun- um á loðskinnasýningu sem haldin var á Hótel Sögu á dögunum. Rúna þurfti að fara níu sinnum upp til að taka við verðlaunum. Samkeppnin var á vegum Loðdýra- ræktarfélags Suður- lands og Sambands ís- lenskra loðdýrarækt- enda (SÍL). Veitt voru verðlaun fyrir bestu skinnin í fjórum litaaf- brigðum í mink og einn- ig fyrir bestu skinnaverkunina. Torfastaðir unnu fyrstu verðlaun fyrir skinnaverkun, bæði hjá Sunn: lendingum og í landskeppninni. í sunnlensku samkeppninni áttu Rúna og Björgvin bestu skinnin í þremur litaafbrigðum og urðu í öðru sæti í fjórða litnum. Hjá SÍL fengu þau fyrstu verðlaun fyrir eitt litarafbrigði og þriðju verðlaun fyrir tvö. Þau fengu því verðlaun í öllum flokkum hjá Loðdýrarækt- arfélagi Suðurlands og öllum nema einum hjá SIL. „Þetta er viss hvatning og sýnir okkur að við erum á réttri leið í búskapnum. Óneitanlega gera svona viðurkenningar starfið skemmtilegra og létta aðeins á manni brúnina í skammdeginu," segir Rúna um þýðingu verðlaun- anna fyrir þau. Umhirðan mikilvæg „Við höfum getað sinnt okkar búi eins og nauðsynlegt er,“ segir Rúna þegar þau eru spurð að því hvaða aðferðir þau noti til að fram- leiða skinn í fremstu röð hér á landi. Þau segja að margir loðdýra- bændur hafi neyðst til að sækja fulla vinnu utan bús og þar með farið að vanrækja dýrin. Það komi mjög mikið niður á rekstrinum. „Þessi búgrein er mjög vandasöm og þarf alla manns athygli. Dýrun- um þarf að líða vel. Við sáum fljót- lega að ef við sinntum búinu ekki nógu vel þá varð afraksturinn enn rýrari en hann þó hefur verið. Kynbótastarfið er einnig mikilvægt og við höfum reynt að vinna skipu- lega að því,“ segir Björgvin. Hann segir að íslenskir minka- bændur séu enn dálítið á eftir þeim dönsku í skinnagæðum. Hins vegar hafi Islendingar feng- ið gott verð fyrir sína framleiðslu á uppboð- um og það byggist á því hvað skinnin eru stór. Björgvin segir að þegar verðið hækkar eins og nú er að gerast skipti gæð- in meira máli en áður. Því sé mikilvægt að flytja inn kynbótadýr til þess að fá nýtt blóð í stofninn og bæta gæðin. Björgvin vill ekki gera mikið úr verð- laununum sem þau fengu á Hótel Sögu, segir að saman- burðurinn sé ekki allt- af raunhæfur. Til dæmis hafi ekki nema 30 bændur tekið þátt í sýningunni og mis- jafnt hvað þeir hafi getað valið sýningar- skinn úr stórum hluta framleiðslunnar. Þannig selji sumir skinnin fyrir milli- göngu fleiri en eins útflytjenda. „Það eru gæða- skinn á öllum búum, það er bara að finna þau. Menn eru hins vegar misjafnlega langt á veg komnir á hinum ýmsu sviðum loðdýraræktarinnar. Sumir gera allt sjálf- ir, allt frá því að blanda fóður til þess að verka skinnin og jafnvel selja. Þeir sem eru með eigin verk- un eins og við standa betur að vígi. Ég tel að þeir bændur sem ekki koma nálægt verkun skinnanna missi af ákaf- lega mikilvægum hlekk í framleiðsluferlinu," segir hann. Skilar sér ríkulega „Við reynum að gera eins vel og við getum við búreksturinn, enda sjáum við að sú aukafyrir- höfn sem við höfum lagt á okkur hefur skilað sér ríkulega til baka,“ segir Rúna. Þau segja að oft hafi verið niðurdrepandi að standa í þessum rekstri, sérstaklega verstu árin þegar þau höfðu engin laun en juku samt skuldirnar í bankan- um. Þau segja að sá stuðningur sem loðdýraræktin hefur fengið, meðal annars með því að Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins hefur niðurgreitt fóðrið, hafi hjálpað þeim að lifa. Torfastaðabúið kaupir minka- fóðrið hjá Fóðurstöð Suðurlands á Selfossi. Björgvin segir að 85% hráefnisins sé slátur- og fiskúr- gangur. Ef þessi úrgangur væri ekki nýttur til skinnaframleiðslu þyrfti að urða hann með tilheyr- andi kostnaði. íhuga stækkun Nú sjá þau ekki eftir því að hafa þraukað. „Við erum bjartsýn á góða afkomu næstu ár. Nú er jafnvel svo komið að það er bjart- ara framundan í loðdýraræktinni en sauðfjárræktinni þar sem kvót- inn hefur verið skorinn niður á hveiju ári. Menn voru farnir að líkja sauðíjárræktinni við loðdýra- ræktina, að sjálfsögðu í niðrandi tón, en nú sýnist okkur loðdýra- ræktin ætla að hafa betur,“ segir Björgvin. Á Torfastöðum eru um 700 minkalæður og reikna Björgvin og Rúna með að framleiða liðlega 3.500 skinn á árinu. Fækkuðu þau fénu í haust í samræmi við fækk- unartilboð stjórnvalda og segist Björgvin vera að athuga möguleika á stækkun minkabúsins, fjölga læðunum upp í 1.000 og framleiða 5.000 skinn á ári. Til þess þyrfti að stækka minkaskálann. Skemmtileg búgrein Björgvin segir að lagt hafi ver- ið að þeim að fækka fénu eða hætta sauðfjárbúskap þegar þau byijuðu í loðdýraræktinni. „Ég neitaði því, vildi hafa þessa bak- tryggingu ef illa færi. Það hefur komið sér vel og þó að miklir erfið- leikar séu í sauðfjárræktinni hefur hún haldið okkur gangandi,“ segir hann. Minkarnir eru grimmir og bíta þegar þeir geta þannig að ekki myndast neitt persónu- legt samband milli manns og dýrs. Rúna segir að ljósu minkamir séu heldur gæfari en þeir brúnu og svörtu en þó sé ekki nein leið að spekja dýrin, drápseðlið sé svo ríkt í þeim. Hún segir einkennilegt að fylgjast með hvolpunum, þeir breytist úr ljúfum hvolpum í villi- dýr á örfáum dögum. Rúna segir samt að skemmtilegt sé að vinna við þessa búgrein, sér- staklega þegar menn sjá einhvern árangur erfiðis síns. Þá þurfi ekki að elta minkana út um alla móa eins og kindurnar. Gátum ekki hætt nema fara beint á hausinn RÚNA og Björgvin höfðu varla við að taka á móti á verðlaunum á skinnasýningunni á Hótel Sögu því Torfastaðabúið fékk verðlaun í flestum flokkum. Sauðfjár- ræktin hefur haldiö okkur gangandi Skjóta þarf traustari stoðum undir hugbúnaðarframleiðslu og menningariðnað Lánakerfí iðnaðar sinni kvikmyndagerð OF MIKILL greinarmunur á atvinnugreinum og of rótgróin skipting á milli þeirra hafa gert mörg- um atvinnugreinum erfitt um vik við að eflast og dafna. Mikilvægt er að gefa greinum eins og hug- búnaðarframleiðslu og menningar- iðnaði aukinn gaum og skjóta traustari stoðum undir þær. Til dæmis þarf lánakerfi iðnaðarins í auknum mæli að taka mið af kvik- myndagerð sem arðvænlegri fram- leiðslu. Þetta kom fram í erindi Björns Bjarnasonar, menntamála- ráðherra, á iðnþingi fyrir skömmu. í erindi Björns kom fram að þær tvær nýju iðngreinar sem snúa helst að honum sem menntamála- ráðherra eru hugbúnaðariðnaður eða upplýsingatækni og hins veg- ar menningariðnaður. Hann sagði að góð menntun væri grunnurinn að því að blómlegar atvinnugrein- ar dafni, hvort sem það væri á vettvangi iðnaðarins eða annars staðar. í umfjöllun um hugbúnaðariðn- aðinn gat Björn þess að hann hefði staðið meira á eigin fótum en margar aðrar iðngreinar hérlendis. Hann sagði að erfitt væri að mæla umfang greinarinnar m.a. vegna þess að mikil hugbúnaðarvinna færi fram án þess að hún væri seld eða mæld á annan hátt og tók tölvudeildir ríkisstofnana sem dæmi. Um 1.000 ársverk í tónlist Björn sagði að einnig mætti líta á menningariðnaðinn sem atvinnu- grein og væri blómlegt um að lit- ast á mörgum sviðum hans. T.d. skapaði tónlistariðnaðurinn 750- 1.000 ársverk þegar allt væri talið og í fáum ef nokkrum samfélögum á stærð við okkar væri liststarf- semi jafn öflug og hér. Kvikmyndaiðnaðurinn hefur verulega sótt í sig veðrið hér á landi. Björn sagði að nauðsynlegt væri að tryggja hinum mikla fjölda ungs fólks, sem stundað hefði nám í kvikmyndagerð, viðunandi starfs- umhverfi og tækifæri hérlendis. Deilt hefði verið um hvernig ætti að skilgreina þessa atvinnugrein og innan ESB hefði t.d. verið ágreiningur um það hvort líta bæri á hana sem iðnað eða þjóð- lega listsköpun og viðleitni til að viðhalda og efla menningu ein- stakra þjóða. Gífurleg aukning á sjónvarpsefni „Ef tekið er mið af framkvæmd styrkjastefnu ESB er þar líklega fremur litið á kvikmyndagerð sem iðnað en menningarstarf. Áætlað er að útsendum klukkustundum í sjónvarpi í Evrópu fjölgi úr einni milljón í 3,5 milljónir klukkustunda fram að aldamótum. Talið er að sjái Evrópubúar um að framleiða allt það efni þýði það um 1,8 milljóriir nýrra starfa. Engin ástæða er til að ætla að við Islend- ingar getum ekki átt okkar skerf í væntanlegri framleiðsluaukingu. Til þess að svo megi verða þarf að skjóta traustari stoðum undir atvinnugreinina. Það er til dæmis unnt með því að lánakerfi iðnaðar- ins taki í auknum mæli mið af kvikmyndagerð sem arðvænlegri framleiðslu.“ Of mikill greinarmunur á at- vinnuvegum og rótgróin atvinnu- greinaskipting hér á landi hefur gert mörgum nýjum atvinnugrein- um erfitt um vik að sögn Björns. Hefðbundnu atvinnuvegaráðu- neytin hafi barist ötullega fyrir þeim greinum sem undir þau falla, eins og sjávarútvegi, landbúnaði og gamalgrónum iðnaði, en aðrar atvinnugreinar fallið í skuggann. Hann sagði að segja mætti að markaðurinn væri mettaður fyrir margar af hinum hefðbundnu iðn- greinum, m.a. vegna þess að aukin tækni hefði skilað meiri afköstum. í stað þess að beijast gegn þróun- inni væri nauðsynlegt að nýta tæknina til frekari uppbyggingar og atvinnusköpunar. Sérmenntun á sviði upplýsingatækni bætt Björn sagði að náin samvinna yrði að vera á milli menntakerfis og atvinnulífs við þróun nýs náms þannig að nemendur væru sem best búnir þegar þeir kæmu út. í atvinnulífið. Til dæmis væri mjög mikilvægt að bæta sénnenntun á sviði upplýsingatækni og um það væru tillögur í upplýsingastefnu ráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.