Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hve lengi getur hlu tabréfa verð haldið áfram að hækka? Fjármál á fimmtudegi Viðskipti með íslensk hlutabréf hafa verið afar lífleg á árínu 1996 og verðið hefur þegar hækkað um ríflega fjórðung. Sigurð- ur B. Stefánsson segir spurningar um áframhaldið bæði áleitnar og spennandi. Verð á hlutabréfum á ís- landi er nú í marsmánuði 1996 orðið tvöfalt hærra en það var í janúar 1994 fyrir rétt liðlega tveimur árum. Arið 1994 hækkaði hlutabréfaverð um nálægt 21%, árið 1995 um 35% og á tæplega þremur mánuðum ársins 1996 hefur orðið 27% hækk- un (sjá efstu myndina til vinstri). Það er því von að fólk spyrji hve lengi hlutabréfaverðið geti haldið áfram að hækka, eða hvort nokkurt vit geti verið í því að kaupa hluta- bréf þegar þau eru orðin svona dýr. Væri ekki nær fyrir þá sem eiga hlutabréf núna að huga fremur að því að selja þau eða a.m.k. hluta af þeim fremur en að kaupa meira? íslensk hlutabréf hafa tvöfaldast í verði síðan í janúar 1994 Tvöföldun á hlutabréfaverði á aðeins um 27 mánuðum hlýtur að leiða af sér að framundan sé a.m.k. minni hækkun en síðustu misserin. Þó líta margir þannig á að líklegra sé að hlutabréf haldi enn áfram að hækka fram eftir árinu en hægar en áður. Afkoma næstum allra fyr- irtækja á hlutabréfamarkaði var góð á árinu 1995 og í mörgum til- vikum heldur betri en reiknað hafði verið með. Á árinu 1996 eru enn horfur á góðri afkomu og ætti hún ekki að þurfa að vera iakari en árið 1995 nema eitthvað óvænt gerist. Hafa verður í huga að verð á hlutabréfum var afbrigðilega lágt í ársbyijun 1994. Verð á hlutabréf- um í Flugleiðum hf. og í Islands- banka hf., svo að dæmi séu tekin af tveimur stórum fyrirtækjum með samtals um milljarð króna í hagnað hvort árið 1994 og 1995, svaraði til að eignir þeirra væru aðeins metnar á liðlega hálfvirði á mark- aðnum. Þar og í ótal öðrum fyrir- tækjum voru því mikil tækifæri til hækkunar. . M.v. núverandi markaðsvirði nlutabréfa er verðmæti Eimskipafé- lagsins um 12,8 ma.kr., markaðs- virði Flugleiða er um 5,5 ma.kr., íslandsbanka hf. um 6,1 ma.kr. og Granda hf. um 4,1 ma.kr., _______ svo að dæmi séu tekin af nokkrum stórum fyrir- tækjum. Heildarverðmæti allra hlutabréfa á markaði í Reykjavík er 75 til 80 ma.kr. en þá er átt við öll skráð hlutabréf á —— Verðbréfaþingi íslands og hlutabréf þeirra félaga sem ganga kaupum '~Ög sölum að staðaldri á Opna til- boðsmarkaðnum. í ársbyrjun 1994 nam markaðsverðmæti hlutabréfa sömu félaga um 35 ma.kr. Hefðbundinn skali ýkir hækkun því hærri sem vísitalan verður Efsta myndin til vinstri sýnir vísi- tölu hlutabréfaverðs á íslandi á hefðbundnu línuriti og virðist hækk- unin gífurleg árin 1995 og 1996. En betra er að gæta sín á skala slíkra mynda sem ýkir hækkunina eftir því sem verð verður hærra. Þannig þarf t.d. 33% hækkun til að hækka vísitölu úr 600 í 800 (þ.e. um 200 stig) en þegar vísitalan hefur náð 1.000 stigum leiðir 33% hækkun til 333 stiga hækkunar. Til að leiðrétta fyrir þessum áhrif- um er vísitalan sýnd á hlutfallsleg- um skala (lógaritmaskala) á mynd- inni fyrir neðan. Þar sést hækkunin í öðru ljósi og þótt verðið sé engu að síður tvöfalt hærra nú en það var í ársbyijun 1994 ætti hlutfalls- legi skalinn að draga úr ótta manna á því að snögg eða óvænt lækkun sé framundan. Hvort verð á hlutabréfum heldur áfram að hækka ræðst þó engan veginn af fortíðinni heldur af horf- unum í efnahagsmálum og rekstri og afkomu fyrirtækja á næstunni. Meðal mikilvægustu stærða sem hafa áhrif á hlutabréfaverð eru al- menn framleiðsluaukning og tekju- aukning í landinu. Þær stærðir hafa bein áhrif á almenna eftirspurn (neyslu og fjárfestingu). Vextir hafa einnig að jafnaði afar rík áhrif á þróun á hlutabréfamarkaði. Lækkandi vextir hafa bein áhrif til að létta fjármagnskostnað og bæta afkomu fyrirtækja en lágir vextir gera einnig hlutabréf að meira spennandi kosti fyrir fjárfesta en skuldabréf. Fjörkippur kom í þjóðarbú- skapinn á síðastliðnu hausti Árið 1996 er spáð um 3% fram- leiðsluaukningu á íslandi en í samanburði var hagvöxtur „aðeins“ 2% árið 1995 en 3,5% árið 1994. í nýútkomnum Hagvísum Þjóðhags- stofnunar (22. mars 1996) er þann- ig komist að orði að fjörkippur hafi komið í íslenskt efnahagslíf á síð- astliðnu hausti. Einkaneysla virðist. hafa verið 6,5% meiri síðustu fjóra mánuði ársins 1995 en sömu mán- uði fyrra árs og velta í smásölu- verslun var um 4% meiri (sjá efstu mynd til hægri). Þá segir í Hagvís- _________ um: „Ýmislegt bendir til að hægt hafi aftur á vextinum að undanfömu, þótt ekki liggi fyrir um það óyggjandi upplýs- ingar enn. Mikilvægt er því að fylgjast vel með ’ vísbendingum á þessum vettvangi á næstunni." Á verðbréfamarkaði í viðskipta- löndunum eru ijölmargar stærðir, svokallaðir hagvísar, sem beitt er til að skyggnast inn í framtíðina til að ráða í þá þætti sem hafa áhrif til hækkunar og lækkunar á verði hlutabréfa og skuldabréfa. I Bandaríkjunum eru t.d. til framvís- andi hagvísar (e. forward eða lead- ing indicators) af nokkrum tegund- um. Formlega skilgreiningin á Tvöföldun á hluta- bréfaverði á um 27 mánuðum.. Hlutabréfaverð á íslandi 1991-96 Vísitala 1987=100 2000 1 1991 1992 1993 Hlutfallsleg breyting (log kvarði) 1000 Fjárfesting í Bandaríkjunum Verðbólga í Bandaríkjunum er nú 5,2% 0 5 10 20 30% Ávöxtun I i ZIZ Gull i..l............U IL- Áhætta, staðálfrávik í % 800___Nýskráning bifreiða á Islandi 1991-1996 Breyting í fjölda frá sama mánuði fyrra árs , ■Illlllllllll Ríjtisvíxiar | Smásöluvelta á íslandi 1991-19S 1 Hlutfallsleg (%) breyting >6 % | — 6 | 4 2 1 0 1 | -2 1 j -4 j -6 1 -ft .10 1 1991 1992 1993 1994 1995 m. 'I Atvinnuhúsnæði; i------‘------1 i Nýir markaðir I ............— \ Löng ríkisskuldabréf ....:.:!□ ...“T S & P 500 ' Hlutabréf □ — Hlutabréf Skammtímavextir í Bandaríkjunum 1989-95 „leading indicators" er hagvísar sem eru best til þess fallnir að gefa til kynna að hápunkti eða lág- punkti í hagsveiflunni verði náð á næstunni, t.d. eftir þijá mánuði eða svo. Á meðal þessara hagvísa eru breyting á fjölda lausra starfa, nýt- ing framleiðslugetu og hagnaður fyrirtækja ásamt ýmsum öðrum. Þessar stærðir eru síðan vegnar saman á ákveðinn hátt en á liðnum árum og áratugum hafa menn fund- ið út af reynslu að tiltekin breyting verður á þessum stærðum nokkru áður en hápunkti eða lágpunkti er náð í hagsveiflunni. Bæði hápunkt- ur og lágpunktur hafa að jafnaði gagnger og fyrirsegjanleg áhrif á markaðsvexti og hlutabréfaverð og þar með á ávöxtun þessara verð- bréfa. Framvísandi hagvísar lítt reyndir á íslenskum verðbréfamarkaði Á íslandi er ekki mikil reynsla fyrir hendi af beitingu framvísandi hagvísa enda formlegur markaður fyrir skuldabréf eða hlutabréf nýr af nálinni hér. í Hagvísum Þjóð- hagsstofnunar hefur verið safnað saman hagstærðum sem í senn eru teknar saman mánaðarlega og tald- ar eru hafa nokkurt forsagnargildi um hagþróun. Ein stærðanna í Hagvísum ÞHS er nýskráning bif- reiða. Á súluriti í hægra dálki í myndaramma er sýnd fjölgun eða fækkun nýskráninga í hveijum mánuði í samanburði við sama mánuð fyrra árs. Nýskráningar eru viss vísbending um efnahag heimil- anna og jafnvel viðhorf einstaklinga til framtíðar þar sem ákvörðun um kaup á nýrri bifreið hefur að jafn- aði umtalsverð áhrif á fjárhaginn. Eins og myndin sýnir hefur nýskráningum fjölgað næstum samfellt síðan um mitt árið 1994 en þá ber þess að geta að innflutn- ingur bifreiða minnkaði mikið sam- dráttarárin 1992 og 1993. Nýskráningar bifreiða eru án efa mikilvægur hagvísir fyrir bílaversl- un í landinu en á ljármálamarkaði hafa þær líklega lítið forsagnargildi einar sér. Sem hluti af safni hag- vísa segja þær þó sína sögu og eru jafnan forvitnilegar fyrir bílaáhuga- menn. Hagsveiflan er eðlilegur þáttur í þjóðarbúskap V esturlandabúa Eins og áður var vikið að er breyting á landsframleiðslu eða hagvöxtur einn mikilvægasti hag- vísirinn. Hagvöxtur sveiflast að jafnaði til um langtímameðaltal sitt en hagsveiflan í iðnvæddum ríkjum hefur á síðustu áratugum að jafn- aði tekið sex til tíu ár. Afar mikils virði er að geta áttað sig á því hvar hvert ríki er statt í hagsveifl- unni. Fjárfesting og ávöxtun fjár- muna felur í sér að ráða verður í breytingar á verði skuldabréfa og hlutabréfa langt fram í tímann. Þótt engar tvær hagsveiflur séu eins er mikill stuðningur að því að sjá hvaða hluti hverrar sveiflu er að baki. Neðsta myndin á síðunni sýnir breytingar á iðnað- arframleiðslu í Bandaríkj- unum síðan 1989 ásamt skammtímavöxtum á markaði þar. Af hægri hluta myndarinnar sést að full ijögur ár eru liðin síðan framleiðsla tók að aukast eftir síðasta samdráttar- skeið. í glænýrri bók sinni, „The Future of Capitalism, How Today’s Ec- onomic Forces Will Shape To- morrow’s World“ fjallar læster Thurow prófessor í viðskipta- og hagfræði í MIT m.a. um hagsveifl- una. „Hagsveiflan er jafneðlilegur hluti af kapitalísku hagkerfi og jarðskjálftar eru til að losa um spennu í jarðskorpunni," segir Thurow. Síðan rekur hann hvernig hagsveiflan getur átt sér orsakir hvort sem er í skyndilegum breyt- ingum. í ytri stærðum (t.d. sam- drætti í hernaðarútgjöldum í stríðs- lok eða skyndilegri hækkun á olíu- verði) eða í innbyrðis venslum og ákvörðunum í þjóðarbúskapnum sjálfum. Hvers vegna verður hlutabréfaverð stundum ótrúlega hátt? Ekki leikur vafi á því að fyrr- nefndu áhrifin hafa haft afar rík áhrif á hagsveiflur á íslandi á síð- ustu áratugum, ekki síst breytingar á fiskafla eða fiskverði á útflutn- ingsmarkaði. Af þeim ástæðum þarf að gefa ytri stærðum og hag- þróun í nágrannalöndunum nánar gætur. Verðþróun á útflutnings- markaði sem er nátengd hagsveiflu viðskiptalandanna er án efa einn af framvisandi hagvísum hér á landi. í „The Future of Capitalism“ fjallar Lester Thurow einnig um' fjármálakreppur en fræðilega séð ætti það fyrirbæri ekki að geta verið til í kapitalismanum fremur en atvinnuleysi að sögn höfundar. Spurningin er ekki, segir Thurow, „hvers vegna hrundi hlutabréfaverðið eða fasteignaverðið?“ held- ur„hvernig í ósköpunum gat verðið yfirleitt orðið svona hátt?“ Sem dæmi mætti taka markaðsverðmæti hlutabréfa í Jap- an árið 1990 rétt áður en kom til hrunsins en til að greiða fyrir einn hlut í fyrirtæki þar þurfti þá 100 ára tekjur af honum (hér á íslandi þarf nú um 17-18 ára tekjur til að greiða fyrir einn hlut). „Hvernig gátu ijárfestar sem að öðru jöfnu teljast skynsamir menn farið að því að sjá ekki að hlutabréf- in voru orðin alltof dýr?“ spyr Líklegt að hlutabréf beri hærri ávöxtun en skuldabréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.