Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 B 7 VIÐSKIPTI FRAMTÍÐARSYN ehf. hefur sent frá sér bókina „Lykiltöl- ur“. Bókin fjallar um hvernig unnt er á einfaldan hátt að nýta sér fjárhagslegar kenni- tölur úr rekstri til markmiðs- setningar og eftirlits. í bókinni eru faglegar stjórnunaraðferð- ir gerðar aðgengilegar og hag- nýtar fyrir hinn almenna stjórnanda í atvinnulífinu, að því er segir í frétt frá útgef- anda. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að auðvelda sljórnendum að nýta sér upp- lýsingatæknina á markvissan hátt til greiningar á afkomu fyrirtækja, til stefnumótunar, markmiðssetningar og áætl- anagerðar. Dagbók Nýbók um fjár- kennitölur Með bókinni fylgja tveir disklingar og á þeim eru tölvu- líkön í Microsoft Excel sem reikna allar helstu kennitölur og birta fjárhagslegar upplýs- ingar á myndrænu formi. Ein- ungis þarf að slá inn örfáar rekstrar- og efnahagsstærðir og síðan sjá líkönin um alla úrvinnslu. Líkönin nýtast því vel fyrir öll fyrirtæki m.a. til að skoða rekstraráætlanir og meta hvort þær skila nægilegri arðsemi, skerði greiðsluhæfi eða hvort fjármunir skili sér vel til tekjumyndunar o.s.frv. Höfundar bókarinnar, þeir Gunnar Páll Þórisson við- skiptafræðingur og Björn Gunnar Karlsson rafmagns- og tölvunarfræðingur, bjóða upp á námskeið í notkun Excel-tölvu- líkansins. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Framtíð- arsýn ehf. í síma 511-6622. Verð bókarinnar og tölvulík- ananna er kr. 7.600. Hægt er að velja um PC útgáfu eða Macintosh í Excel 5.0. Sááfund sem finnur —góða aðstöðu! SCANDIC LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og síma 50 50 160 Námstefna um léttefni í skipasmíði •NÁMSTEFNA um ný léttefni í skipasmíðum verður haldin föstudag- inn 19. apríl nk. í Reykjavík. Nám- stefnan er studd af Norræna iðnað- arsjóðnum og er ætluð skipasmið- um, hönnuðum, útgerðarstjórum, fagfólki í málm- og plastiðnaði og öðrum þeim er fást við efnistækni í byggingarefnum. Meðal fyrirlesara verður Karl-Axel Olsson, prófessor við Tækniháskólann í Stokkhólmi, sem fjallar um sögulegan og fræði- legan bakgrunn léttefna. Olsson er einn helsti sérfræðingur Norður-Evr- ópu um plast-málm samsetninga; Brian Hayman, sérfræðingur við Det norske Veritas í Osló, sem ræðir um ný efni út frá öryggis- og reglugerðarsjónarmiðum; Þá mun Sven-Erik Hellbratt, framkvæmda- stjóri við Karlskrona-skjpasmíða- stöðina, ræða um byggingu skipa úr samsetningum; Niels Mathiesen, framkvæmdastjóri _ Mathis-skipa- smíðastöðvarinnar í Álaborg, fjallar síðan um reynslu lítillar skipasmíða- stöðvar. Námstefnan fer fram á ensku og verður haldin á Hótel Sögu föstud. 19. apríl frá kl. 9 til 18. Skráning fer fram hjá Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands. Námskeið vegna matvælasýningar •NÁMSKEIÐ og upplýsingafundur vegna matvælasýningarinnar í Smáranum, Matur ’95 verður haldið fimmtudaginn 28. mars kl. 15.00- 17.00 í íþróttahúsi Breiðabliks, Dalsmára 5 í Kópavogsdal, þar sem sýningin verður haldin. Dagskrá námskeiðsins: Kl. 15.00. A. Fagsýningin Matur '96 - Dagskrá sýningardagana. B. Hagnýtar upplýs- ingar og góð ráð fyrir sýningaraðila. C. Þáttur um heilbrigðismál. D. Starfsreglur á sýningunni. E. Það sem þarf að hafa í huga: - fyrir sýningu - meðan á sýningunni stendur - eft- ir sýningu. F. Sýnd verða myndbönd frá fyrri sýningum - umræður. G. Dagskrárlok kl. 17.00. Stafræn sam- skiptamiðstöð •SÍMVIRKINN/Símtæki ehf. hafa gefið út 30 síðna kynningarbækiing um stafræna samskiptamiðstöð, Nitsuko Venus, sem er til sölu hjá fyrirtækinu. I bæklingnum er fjaliað ýtarlega um kosti og nýtingarmögu- leika miðstöðvarinnar, stækkunar- möguleika og tengingar við tölvur og almenna símkerfíð. Nýjungar í sam- skiptatækni •ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands gengst fyrir kynn- ingu á nýjungum í samskiptatækni 2.-3. apríl kl. 8:30 til 12:30. Leiðbein- endur verða Einar H. Reynis, raf- eindavirkjameistari og Magnús Hauksson, rafmagnsverkfræðingur frá Pósti og síma. Önnur kynslóð Oracle hönnunar- og þróunarverkfæra Gartner Group, ADM. Research Note C-ORA-1143, 1995: „Við teljum að Oracle haldi forystu sinni á sviði þróunarverkfæra á komandi árum ORACL ® Enabling the Information Age1 Ef þú vilt vita meira um Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eða fá tækifæri til að prófa hugbúnaðinn án endurgjalds í takmarkaðan tíma, hringdu þá strax í síma 561-8131 og pantaðu ókeypis geisladisk til reynslu. Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eru að fullu samþætt Oracle7, sem er útbreiddasti gagnagrunnsmiðlari heims með 44% markaðshlutdeild. Nú bjóðum við þessi þrjú verkfæri saman með 40% afslætti. TEYMI Borgartúni 2 4, 105 Reykjav í k Sími 561 8131 B r é f s í mi 5 6 2 8 13 1 N e t f a n g teymi@oracle.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.