Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 16
16 D FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Húsin munu standa hlið við hlið, tvö og tvö. Efri húsin eru tvílyft og með átta einingum, fjórum á hvorri hæð og ekið inn á efri hæðina af jafn- sléttu. Neðri húsin eru á einni hæð og gengur skilveggur eftir þeim endilöng- um, sem skiptir þeim í tvennt, þannig að fimm einingar eru á hvorri hlið. r Sæmundur H. Sæmundsson, sölustjóri, Halldór Már Sæmundsson, sölufulltrúi. Sigurberg Guðjónsson., hdl, lögg. fasteignasali II Suðurlandsbraut 16 (3. hæð), 108 Rvík. -GÆÐI Sími 588 8787, fax 588 8780 Opnunartímar virka daga 9-18, laugardaga 11-14, sunnudaga 12-14 2JA HERBERGJA Garðhús Falleg og rúmgóð 70 fm 2ja herb. ibúð á 2,hæð í fjölbýli m/bílskúr. Vandaðar innréttingar. Verð 6,5 m. 112 3JA HERBERGJA írabakki Góó 3ja herb íbúð I fallegu sambýli. Parket á stofu, eldhúsi og forstofu. Tvennar svalír. Verö 6,2 m. 120 Lundarbrekka Kópav. Faiieg 3ja herbergja ibúö á 3. hæð i fjölbýli. Góð sameign, sér inngangur. Verð 6,9 m. 111 Furugerði Falleg 70 fm íbúð á jarðhæð í fjölb. Parket á gólfum. Sér garður. Skipti möguleg á 4ra herb. ibúð í sama hverfi. Verð 6,8 m. 105 Gnoðarvogur Falleg 70 fm ibúð á annarri hæð. Fallegt baöherbergi. Góð eign á einum besta stað I bænum. Stutt í alla þjónustu. Verð 6,7 m. Vönduð eign 100 4RA HERBERGJA Rauðalækur vo» að fá i söiu góða hæð á Lækjunum. Skiptist i tvær stofur, hol, eldhús. bað, hjónaherbergi og forstofuherbergi m/sér snyrtingu. þvottahús á hæöinni. Verð 8,1 m. 116 Skaftahlíð 4ra herbergja falleg íbúð á 3. hæð. Stærö 104 fm. þrjú svefnherbergi og stór stofa. Tvennar svalir. Góður staóur Hagstaað lán 3,3 M Verö 8,7 m. 115 Barmahlíð 4ra herbergja falleg hæð « Hlíðunum 109 fm. Stórar og góðar stofur. Falleg eign á góðum stað. Verð 8,4 m. 119 Kringlan 4ra herb. mjög falleg ibúð á 2. hæð. Stærð 89 fm. Sér inngangur. Suðursvalir Vönduð eign á góðum stað. Skipti á einbýlishúsi, helst fokheldu koma til greina. Verð 8,9 m. 106 Langhoitsvegur 4-5 herb. Rishæð i þrlbýiishúsi. Sér inngangur, góð eign á góðum stað í borginni. Verð 7,4 m. 101 Vantar: 4ra herb. ibúð á Lækj- unum. Erum að leita að 3-4 herb. íbúð á Lækjunum eða næsta nágrenni fyrir fjársterkan kaupanda STAÐGREIÐSLA er í boði. Vantar allar stærðir og gerðir eigna á söluskrá vegna mikillar eftirspurnar. Álfheimar Góð 4ra herb. ibúð á 1. hæö í fjölbýli. Stærð 96 fm. Frábær staðsetning. Stutt í alla þjónustu. Verð 7,2 m. 104 RAÐHÚS-PARHÚS Dalsel Fallegt raðhús á tveimur hæðum. Stærð 156 fm. 4 svefnherb. Góð stofa og eldhús. Stæöi í bílgeymslu. Pessa eign borgar sig að skoóa strax. Verð 11,3 m. 113 Asgarður Raðhús sem er tvær hæðir og kjallari samtals 129 fm. Skiptist í 3-4 svefnherbergi, stofu, eldhús, baö, rúmgóða forstofu, þvottahús, litil snyrting og geymsla í kjallara. Frábær sólbaðs- og grillaðstaða í garði. Verð 8,3 m. 110 Arnarheiði Hveragerði. Parhús í byggingu við Arnarheiði. Tvær 70 fm. eru ósekdar.70 fm, fullb. utanhúss, fokh. inni. Verö 4,1 m. Fullbúið úti og inni án gólfefna. Verð 5,6 m. 107 EINBÝLISHÚS Skipasund Einbýlish. sem verið er að breyta í tmr íbúðir. Heildar stærð er um 140 fm ásamt 30 fm bílskúr. Góö staðsetning. Verð12,0M 117 SKOÐUM SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNARGJALD \SK Sérhannað iðnaðar hverfi rís við Dalveg í Kópavogi Austarlega í Kópavogsdal eru að hefjast framkvæmdir við lítið iðnaðarhverfi með mjög sjálfstæðu yfírbragði. Hér ræðir Magn- ús Sigurðsson við þá Kristin Ragnarsson arkitekt og Sigurð Gunnarsson hagfræðing, sem standa að þessum framkvæmdum. FRAMBOÐ á atvinnuhús- næði, bæði til kaups og til leigu, hefur verið meira á undanförnum árum en eft- irspurn. Samdráttur í atvinnulífinu hefur þar haft sitt að segja, en fleira kemur einnig til. Mörg fyrirtæki hafa endurskipulagt rekstur sinn og þurfa því ekki eins mikið hús- næði og áður. Tæknibreytingar eins og tölvuvæðingin hafa einnig haft mikil áhrif á húsakost atvinnufyrir- tækjanna. Þau þurfa ekki jafn mik- ið pláss og áður, hvorki fyrir skrif- stofur, framleiðslu né geymslur. Hjá verzlunarfyrirtækjunum hefur strikamerkingin haft í för með sér betri vörustjómun, sem kallar á minna lagerhúsnæði. Á iðnaðarhúsnæði hefur eftir- spurnin verið mest eftir litlum ein- ingum með háum aðkeyrsludyrum. Staðsetningin skiptir þar að sjálf- sögðu miklu máli, en húsin þurfa helzt að vera miðsvæðis og með góðum samgönguleiðum, svo að vömdreifíng geti farið fram á sem auðveldastan hátt. Ef um þjónustu- fyrirtæki er að ræða, þurfa við- skiptavinirnir líka að eiga sem greiðastan aðgang að fyrirtækj- unum. Fjögur hús með 36 einingum Við Dalveg 16, austarlega í Kópavogsdal, hefur byggingarfyrir- tækið Desember hafíð framkvæmd- ir við iðnaðarhverfí, sem í verða fjögur hús með 36 einingum. Að þessu fyrirtæki standa þrír menn, þeir Kristinn Ragnarsson arkitekt, Sigurður Gunnarsson hagfræðingur og Gunnar Ragnar Gunnarsson tré- smiður. Húsin munu standa hlið við hlið, tvö að sunnanverðu og tvö að norð- anverðu. Þau síðarnefndu em tví- lyft og með átta einingum, fjórum á hvorri hæð. Ekið er inn á efri hæðina á jafnsléttu úr norðri. Þar eru innkeyrsludyrnar 4 metrar og lofthæð 7 metrar út við dyr, en 3,50 metrar innst inni. Að sunnan- verðu em dyrnar 3 metrar að hæð og lofthæð 3,50 metrar. Einingarn- ar eru 120 ferm. og útisvæði það sama. Syðri húsin eru á einni hæð og gengur skilveggur eftir þeim endi- löngum, sem skiptir þeim í tvennt, þannig að fimm einingar em á hvorri hlið. { þessum húsum er loft- hæð frá 5 metrum upp í 8 metra og innkeyrsludyr 4 metrar. Eining- arnar eru 144 ferm. að grunnfleti og útisvæði hverrar einingar er einnig 144 ferm. Framkvæmdir em þegar hafnar. Byijað er á því að steypa upp fyrstu tvö húsin og síðan gengið alveg frá lóð þeirra, áður en hafízt er handa við hin tvö. Tvö fyrstu húsin verða svo afhent í ágúst og stefnt að því að afhenda hin tvö fyrir áramót. Eftirspurn eftir þessu húsnæði hef- ur verið mikil og er þegar búið að selja 14 bil eða einingar af þeim 36, sem byggðar verða. í fyrsta húsinu, sem er með átta einingum, eru sex einingar seldar. — Hver eining skiptist í tvennt, það er innkeyrsludyr og svo glugga- hlið við hliðina, segir Kristinn Ragn- arsson arkitekt, sem hannað hefur húsin. — Sumir vilja þó kaupa eina og hálfa einingu og þá með tveimur háum innkeyrsludymm. Milliveggurinn inni er þá færður til eftir þörfum. En þetta þarf að ákveða fyrirfram, því að allir milli- veggir em steyptir. En ef millivegg- ur er kominn upp, er að sjálfsögðu hægt að setja á hann gat, ef við- komandi vill stækka við sig. Klædd með rauðum múrsteini — Húsin eru steypt upp og ein- angruð að utan með 10 cm einangr- un, heldur Kristinn áfram. — Síðan eru húsin klædd með rauðum múr- steini frá Danmörku, en með því fæst varanlegt slitlag utan á þau. Múrsteinninn mun einníg gefa hverfinu mjög sjálfstætt og fallegt yfírbragð. Að innan verður gengið frá loftum og veggjum og búið að málg. Jafnframt verður settur upp loft- stútur, góð loftræsting, sameiginleg háþrýstipressa og lögn í hvert rými. Auk þess er gert ráð fyrir kaffi- stofu, litlum búningsklefa og sal- erni. Þetta er því mjög fullkominn útbúnaður fyrir iðnaðarhúsnæði. Við afhendingu verður búið að ganga frá starfsmannaaðstöðu. — Við skilum hins vegar ekki milliloft- um, en kaupendur geta sjálfir látið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.