Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 D 19 u u> .-*■ 2. <5' 3 Q> 3 5« c 3 co <t> <£> 0) CQ C 3 5 E <13 C o> '5 <0 03 Fasteignamiðlunin Berg, Háaleitisbraut 58, sími 588 55 30 %FeTURINN hefur verið óvenju ™ mildur víðast hvar um landið okkar. Við vitum þó að kaldir vind- ar geta átt eftir að stijúka landið oft áður en sumarið gengur í garð. Þar sem skafrenningur sækir á er nauðsynlegt að fylgjast vel með húsunum. Það er ekki nóg að vita að hús og innbú er tryggt fyrir vatnsskemmdum vegna þess að ávallt er betra að komast hjá því að verða fyrir tjóni, jafnvel þótt tjónið fáist bætt að einhveiju leyti. Að þessu leyti er viðeigandi að minnast orðtaksins „byrgja skal brunninn áður en barnið fellur í hann“. Ég er einnig þeirrar skoðunar að litlar bætur muni fást greiddar frá tryggingafyrirtæki ef vatn lekur í gegnum þak hússins eða ef snjórenningur hefur komist undir þakklæðninguna og síðan bráðnað og lekið niður í íbúð og e.t.v. skemmt gólfteppi, málningu, veggfóður og húsgögn eða annað í húsinu. Sumarhús Það er auðvitað jafn áríðandi að fylgjast með sumarbústaðnum eða öðrum húsum þar sem eigend- ur koma sjaldan. Fyrir skömmu dvaldi ég um sinn í sumarhúsi á meðan illviðri geisaði úti, rok og skafrenningur. Fáum dögum síðar tók ég eftir að vatn draup niður úr lofti forstofunnar. Það hafði hlýnað svolítið og sólin skein. Þá bráðnaði snjór sem komist hafði undir þakbrún og inn á loftið yfir forstofunni. Fólk þarf að líta upp á loftið til þess að athuga hvort snjó hefur skafið einhvers staðar inn. Hafi það gerst er best að moka snjónum út og þurkka blett- inn áður en hann veldur skaða. Það er nánast ógerningur að ná vatnsskaðabletti alveg af viðar- klæðningu eða af veggfóðri. Óþarft er að taka fram að hús- gögn og aðrir innanstokksmunir verða aldrei jafngóðir eftir vatns- skaða. MOKIÐ eða þurrkið snjóinn burtu áður en hann bráðnar og veldur skaða. Smiðjan Skefur inn? Þar sem skafrenningur sækir á, er nauðsyn- legt að fylgjast vel með húsunum, segir ------*---------------------- Bjami Olafsson. Það er ekki nóg að vita, að hús og innbú séu tryggð fyrir vatns- skemmdum. Þétting Hvernig er best að þétta rifur eða göt þar sem vart verður renn- ings inn? Ef um er að ræða þekju, bárujárnsklædda eða klædda með öðrum efnum held ég að einna öruggast sé að útvega dálitla visk úr tjöruhampi. Snúa skal hampinn saman og troða honum síðan með skrúfjárni eða meitli inn í rifuna. Sé þetta vel gert á ekki að þurfa kítti eða önnur þéttiefni. Hér hef ég aðallega haft í huga skafrenn- ing undir húsþak við þakbrún eða við þakglugga, skorstein o.s.frv. í veggjum timburhúsa koma stöku sinnum fyrir svipaðir leka- skaðar þar sem skafrenningur get- ur komist inn á milli klæðningar og einangrunar eða þar sem timburveggur hvílir á grunnmúrn- um. Það er seinlegra að þétta með tjöruhampi en að sprauta í rifurnar með kíttissprautu. Eins og ég benti á í grein minni um „hollustuhús“ spilla sumar teg- undir þéttiefna andrúmsloftinu og eru þau efni því óæskileg í svona þéttingar. Mýs sækja töluvert að húsum- um vetrartímann. Þær sækja síður í tjöruhampinn, auk þess sem hann er um leið bakteríu- eyðir og ver timbrið fyrir fúa. Sólin hækkar Með hveijum degi hækkar sólin á þessum árstíma og dagsbirtunn- ar nýtur lengur. Fleiri og fleiri fara þá til eftirlits í sumarbústaði sína. Flest nýleg timburhús eru búin svonefndu músaneti undir klæðningu við steinsteyptan grunninn. Það er nauðsynlegt að ganga þannig frá húsum að mýs eigi ekki greiða leið inn í þau. Þessi litlu dýr sækja fast til inn- göngu þegar snær hylur jörð og frost herðir jörðina með klaka og ís. Fínriðið vírnet undir húsinu á áhættustöðum er góð vörn. Loft getur leikið í gegnum það og mýs geta ekki bitið slíkt vírnet í sund- ur. Væri ekki heillaráð að hafa slíkt net með sér í skoðunarferð- ina? Önnur þétting Fyrir kemur að gluggar og dyra- umbúnaður í steinsteyptum húsum verður það óþéttur að snjó skefur þar inn. Ýmiskonar þéttilistar fást í byggingavöruverslunum. Listar sem gott er að líma á opnanlega gluggaramma eða hurðir. Menn verða að vanda sig við að nota þéttilista, ella geta þeir orðið til ills. Það er t.d. nokkuð algengt að sjá útihurð eða svalahurð, sem þéttilistar hafa verið settir þannig á að hurðin spennist frá við lamirn- ar eða annars staðar. Arangurinn verður sá að víðari rifur myndast á öðrum stöðum og oft verður erf- itt að loka hurðinni. Svipað kemur stundum fyrir með opnanlega glugga sem reynt hefur verið að þétta með mjúkum álímdum þétti- listum. Einna verst verður útkoman á þeirri hlið sem lamimar eru hengd- ar á. Þar krumpast þéttilistinn oft og verður jafnvel tvöfaldur á köflum og veldur það þvingun þegar reynt er að loka glugganum. Þegar þetta gerist þarf að rífa þéttilistann af glugganum aftur og líma nýjan lista á og gæta þess jafnframt að hann liggi jafn og sléttur á rammanum. Endingarbetri em þó listar sem felldir em inn í hæfilega vítt sagað spor í gluggaramma eða hurð. Tré og steinn Á einstöku húsum má fínna trekk við gluggakarm eða hurðar- kann, þar sem mætist tré og steinn. Þetta kemur einkum fyrir á gömlum húsum. Stundum stafar þetta af því að karmstykki eru orðin fúin. Þá þarf að endurnýja karmstykki, eitt eða fleiri. Ekki þarf að endurnýja alla karma, nema þegar eigandi vill endilega skipta um alla karmana. Með óþéttum körmum er gott að troða lengjum úr tjöruhampi. Hampinum er þá troðið með því að slá létt högg á þunnt járn eða meitil, sem ýtir hampinum inn á milli steins og karms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.