Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 D 17 Morgunblaðið/Þorkell Kristinn Ragnarsson, Gunnar R. Gunnarsson og Sigurður Gunnarsson. í baksýn sést svæðið, þar sem húsin eiga að rísa, en mynd þessi er tekin í vestur frá Reykjanesbraut. — Þar við bætist, að kaupendur fá húsnæðið á það hagstæðum lang- tímalánum, að greiðslubyrðin eftir kaup verður ekki meiri en venjuleg húsaleiga. Yfirleitt leigja minni framleiðendur húsnæði undir starf- semi sína, en hér eru þeir að eign- ast það án aukinnar greiðslubyrði. Kaupendum er boðið upp á sér- stök kjör. Þeir greiða 15% útborgun af kaupverðinu, en fá s|ðan 20% lánuð til fimm ára og 65% til fimm- tán ára. — Þessi lán eru hagstæð og með veði í eigninni sjálfri. Vext- ir á þeim eru lægri en verið hefur á slíkum lánum hér innanlands, seg- ir Sigurður. — Á 20% láninu eru 5% vextir og raunvaxtabilið er 3,5-4,5% á langa láninu. Það er þó ekki víst, að þessi lán standi til boða í öll húsin. Lán úr Vestnor- ræna lánasjóðnum Fimmtán ára lánin fást í gegnum Vestnorræna lánasjóðinn, en hann er sameign allra Norðurlandanna og hefur verið að eflast á undanförn- um árum. — Hlutverk hans er að efla smáiðnað og bygging iðnað- arhúsnæðis af þessu tagi fellur beint undir verksvið hans, segir Sigurður. — Sjóðurinn verður samt að sam- þykkja viðkomandi kaupanda sem lántakanda. — Þegar minni fyrirtæki hafa keypt iðnaðarhúsnæði, hefur út- borgunin oft tekið frá þeim allt rekstrarfé, heldur Sigurður áfram. — Fyrirtækin eiga þá ekkert fé í reksturinn, þegar þau eru búin að kaupa. Hér borga þau ekki nema 15-25% út, þannig að það ætti að vera flestum fyrirtækjum kleift að kaupa þetta húsnæði. Til þess að kaupandinn sé gjaldengur, þarf hann ekki að sýna annað en að hann hafi verið skilvís greiðandi á húsaleigu sem atvinnurekandi og að rekstur hans skili afgangi. Sjálfur er ég bæði járnsmiður og hagfræðingur og hef oft orðið vitni að því, að aðilar í iðnrekstri hafa þurft að veðsetja heimili sín til að fjármagna starfsemi sína. Hér geta menn veðsett sitt eigið atvinnuhús- næði. Þetta finnst mér skipta mjög miklu máli. Þrátt fyrir góðar söluhorfur á þessu húsnæði hyggjast þeir félagar ekki ráðast aftur í svipaðar bygg- ingarframkvæmdir annars staðar. — Jafn góð lóð og þessi er sennilega ekki fáanleg á öllu höfuðborg- arsvæðinu, segir Sigurður Gunnars- son að lokum. — En hún skýrir ekki ein og sér þær góðu móttökur úti á markaðnum, sem þetta hús- næði hefur fengið. Þrátt fyrir mikið framboð á at- vinnuhúsnæði á undanförnum árum, iðnaðarhúsnæði þar á meðal, þá er mikið af því ekki í takt við kröfur tímans. Litlar einingar í vönduðu húsnæði með góðum innkeyrsludyr- um er það, sem markaðurinn kailar á í dag og þessi langtímalán, sem í boði eru á hagstæðum kjörum, ættu að geta ráðið úrslitum fyrir marga. setja upp milliloft og með því fæst um 60 ferm. húsnæði til viðbótar, segir Kristinn. — Hver 144 ferm. eining er þá orðin um 200 ferm. hús. Lóðinni verður skilað fullfrá- genginni og allur frágangur þar mjög vandaður. Þannig verða gróð- ursettar plöntur í samráði við Stan- islas Bohic garðhönnuð. Einingarnar hafa 120-144 ferm. útisvæði minnst og allt upp í 300 ferm., þar sem mest er. Um 25 bílastæði verða svo utan lóðar og eru þau fyrst og fremst ætluð þeim starfsmönnum, sem þarna mun vinna. Reynt er að raða fyrirtækjum í húsin eftir starfsgreinum. — I fyrsta húsinu eru m. a. blikksmiðja, járnsmiðja og renniverkistæði en hinum megin lagerhúsnæði og heildverzlun, segir Kristinn Ragn- arsson að lokum. — I næsta húsi eru horfur á, að verði einkum þjón- ustufyrirtæki við byggingariðnað, sjónvarpsviðgerðir og fl. af því tagi. Einhveijir aðilar hafa einnig sýnt því áhuga að hafa þarna matvæla- framleiðslu. Skortur á litlu iðnaðarhúsnæði — Hér er um að ræða sérhannað húsnæði fyrir minni iðnfyrirtæki, segir Sigurður Gunnarsson hag- fræðingur, sem nú hefur orðið. — Sjálfur starfaði ég við leigumiðlun á atvinnuhúsnæði í tvö ár á árunum 1990-1992 og þá var alltaf skortur á litlu iðnaðarhúsnæði með góðum innkeyrsludyrum og vönduðum gólffrágangi. Slíkar einingar var strax hægt að leigja út og þurfti ekkert fyrir því að hafa. Gallinn var hins vegar sá, að ég fékk sjaidan slíkar einingar til þess að leigja út. í fyrra leituðu til mín þrír menn, sem höfðu kynnzt við það að leita sér að atvinnuhúsnæði af þessu tagi án árangurs og voru byijaðir að leita saman að stærri einingum, sem þeir gætu svo skipt niður. Þá kom upp sú hugmynd hjá mér og félögum mínum að reisa lítið hverfi með smáum einingum, vegna þess að skorturinn á þeim virtist enn vera jafn mikill og áður. Við leituðum til Kópavogsbæjar og bauðst þessi lóð við Dalveg um 100 metra sunnan við bensínstöð Skeljungs. Lóðin er um 16.500 ferm. og hefur marga kosti. Hún er afar miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og liggur mjög vel við samgöngum, en hún stendur vestan við Reykja- nesbraut á milli Dalvegar og Reykjanesbrautar. Verð á fermetra verður 47.000- 48.000 kr. í hinu nýja húsnæði, sem Sigurður kveðst álíta hagstætt verð. — Hér er um ræða húsnæði, sem er vandað að allri gerð, segir hann. Kjartan Ragnars hrl. Löggiltur fasteignasali. i sölum. :ir sölum. SUÐURLANDSBRAUT 14. 3. HÆÐ (HÚS B&L) « 5 888 222 FAX 5 888 ___ Vantar Höfum kaupanda á 107 svæöi að eign allt að 3,0 millj Einbýli - Raðhús SPOAHOLAR Mjög góö ca 95 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð ásamt tvöf. bílskúr. Verð 7.950 þús. Áhv. ca 4,5 millj. Einbýii - Raðhús GOÐHEIMAR - NY Vorum að fá i sölu ca 127 fm 4-5 herb. sérhæð á 1. hæð. Ibúöin er mikið end- urnýjuð. Eldhús og bað nýlegt. Parket og flísar á gólfum. Verð 9,8 millj. Áhv. ca 4,0 millj. GNIPUHEIÐI - NY Vorum að fá i sölu neðri sérh. Stór stofa gott eldh. 3 svefnherb. þvherb. í íbúð. Bíl- skúrsréttur. Verð 9,7millj. Áhv. 6,3 millj. SJÁVARGATA - NY_____________ Vorum að fá í sölu einbhús á Álftanesi 125 fm ásamt tvöf. bilsk. Parket, suðurverönd. Eignask. möguleg á 4ra herb. íb. i Kóp, Gbæ, Hf. Verð 12,3 millj. Áhv. 6,4 millj. LINDASMARI - KOP Raðhús ca 190 fm á tveimur hæðum. Húsið er fullb. og allt hið vandaðasta. Eign sem vert er að skoða nánar. Verð 13,8 millj. Áhv. 6,2 millj. VATNSENDI - NY Opið 9 -18 - laugardaga 11-13 KAMBASEL Sérlega vandað endaraðh. á tveim hæð- um. 4-5 svefnh. Góðar stofur, arinn o.fl. Bflskúr. Áhv. ca 6,0 miilj. I góðum lánum. Verð 13,0 millj. STARENGI Ca 176 fm einb. é einni hæð. Fullb. að utan, fokh. aðinnan. Fallegt hús. Verð 8,6 millj. AUSTURSTROND - NY_________ Vorum að fá í sölu góða 103 fm ib. á 4. hæð. Tvennar svalir. Bílgeymsla, þvherb. á hæð. Öll þjónusta við dyrnar. Skóli, sundl., þanki, Hagkauþ og Bónus. Verð 8,5 millj. DÚFNAHÓLAR - NÝ........... Vorum að fá 103 fm 4ra til 5 herb. á 6. hæð. Húsið nýlega einangrað og klætt. Gott út- sýni. Sameign í góðu ástandi. Verð 7,5 millj. INNI VIÐ IKEA SKÓLAGERÐI - NÝ Vorum að fá í sölu 2ja-3ja herb. íb. á jarðh.fb. er öll nýmál. og standsett. Mögul. eignaskipti á stærra. Verð 5,3 millj. RAUÐÁS Björt og falleg ca 64 fm kjlb. Bað ný standsett. Gottútsýni. Verð 5,4 millj. Áhv. 3,6 millj. Hæðir RAUÐALÆKUR Góð 4ra herb. Ib. ca 96 fm á 1. hæð v. Kleppsveg. Ikea og Bónus er hinum megin við götuna. Verð 7,5 mlllj. Ca 121 fm íb. á miðh. I fjórbh. ásamt bíl- skúr. Vertu ófeiminn og bjóddu þina eign upp í. Verð 9,5 millj. SKIPHOLT EFSTASUND Góð 4-5 herb. endaíbúð á 4. hæð. Ibúðin mikið endurnýjuð. Verð 7,1 millj. Áhv. 5,8 millj. Ca 80 fm sérh. I tvíbhúsi m. 30 fm bílsk. Góður garður. íb. og hús í topp ástandi. Áhv. ca 5,7 milij. Verð 9,2 millj. 4ra - 6 herb. 3ja herb. GRENSASVEGUR - NY EYJABAKKI - NY Vorum að fá f sölu góða 4ra herb.íb. með auka-herb. i kj., sameign nýl. tekin í gegn. Nýtt gler. Þvherb. I íb.Verð 7,5 millj. Vorum að fá í sölú mikið endurnýjaða 3ja herb. íb. á 3. hæð með miklu útsýni. Vel staðsett ibúð. Verð 6,5 millj. Áhv. 3,0 millj. SELFOSS - ÁLFTARIMI Vorum að fá í sölu á besta staö góðar full- búnar íbúðir 2ja og 3ja herb, stærð frá ca 75 fm til 98 fm. Verð frá 5,6 millj. ASPARFELL_____________________ Vorum að fá í sölu 90 fm íbúð á 7. hæð með miklu útsýni. íbúðin er i góðu standi og henni fylgir bílskúr.Verð. 6,8 millj. Áhv. 1,4 millj. FJALLALIND - RAÐHUS Einstakl. falleg og vönduð raðhús fjögur saman, 156-172 fm á einni hæð ásamt bíl- sk. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Verð frá 8,7 millj. Annað SUMARBUSTAÐUR Vorum að fá i sölu vandadan sumarb. í landi Norðurness i Kjósahrepp. Raf- magn og vatn i bústaðnum. Möguleiki á skiptum. Verð. 4.000.000,- Vorum að fá i einkasölu ca 95 fm einbýlis- hús á frábærum stað. Húsið nánast allt endurnýjaö, 3 svefnh. Stór lóð. Verð 9,5 millj. Áhv. ca. 4,0 millj. BREKKUSEL Endaraðhús ca 240 fm með mögul. á 6 herb. Parket og fllsar. Bllskúr. Verð 12,9 millj. Áhv. 6,7 miilj. LINDARSEL Glæsil. einb. ca 250 fm. Séríb. á jarðh. Verð 16,2 millj. Netfang: kjr@centrum.is Til sölustórglæsileg raðhús í Lindunum II, Kópavogi, Haukalind 7-15 Húsin eru 140 fm á tveimur hæöum með góðu útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. Þau verða afhent máluð og fullfrágengin að utan með tveimur sólpöllum, gangstíg, bílastæði, grasi og gróðri. Verð frá kr. 7,9 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.