Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 1
MARKAÐURINN • SMIÐJAN • L AGN AFRÉ TTIR • GROÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Wn0tgmM$ðtíb Blað D Er húsið óþétt? ÞAR sem skafrenningur sækir á, getur snjór komizt inn undir þakbrún og síðan fer að leka inni, þegar hlýnar, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. Þar bendir hann á ýmis góð ráð til að þétta rifur eða göt. / 20 ? Aðstoð hins opinbera SANNGJARNAR reglur um að- stoð hins opinbera við íbúðar- kaupendur, sem taka mið af tekjum og eignum, tryggja fólki bezt öruggt íbúðarhúsnæði, seg- ir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn./ 26 ? Iðnaðar- hverfi í Kópavogi ItJ eru að hefjast fram- kvæmdir við sérhann- að iðnaðarhverfi við Dalveg í Kópavogi, en í því verða fjögur hús með 36 ein- ingum. Þar eru að verki þeir Kristinn Ragnarsson arkitekt, sem hannað hefur húsin, Sig- urður Gunnarsson hagfræð- ingur og Gunnar R. Gunnars- son trésmiður. Einingarnar eru fremur litl- ar, ýmist 120 eða 144 ferm. og með háum innkeyrsludyr- um. Eftirspurn eftir þessu húsnæði hefur verið mikil og er þegar búið að sejja 14 bil eða einingar af þeim 36, sem byggðar verða. Húsin eru steypt upp og einangruð að utan með 10 cm. einangrun, en síðan klædd með rauðum miírsteini frá Ðanmörku. Með því fæst varanlegt slitlag utan á þau, en múrsteinninn mun einnig gefa hverfinu mjög sjálfstætt ogfallegt yfirbragð. I viðjtalsgrein við þá Kristin Ragnarsson og Sigurð Gunn- arsson er fjallað um þessar byggingarframkvæmdir. Þar kemur fram, að verð á fer- metra er47.000-48.000 kr. í þessu nyja iðnaðarhúsnæði, sem verður skilað með mjög góðum útbúnaði. Kaupendum er boðið upp á sérstök kjör. Þeir greiða 15% útborgun af kaupverðinu, en fá síðan 20% lánuð til fimm ára og 65% til fimmtán ára. Fimmtán ára lánin fást í gegnum Vestnorræna lána- sjóðinn./ 16 ? Heildarútlán Hús- næðísstofnunar hærri í ár en í fyrra HEILDARÚTLÁN Húsnæðis- stofnunar ríkisins jukust til muna á síðasta áratug, frá því sem áður var. Með lánakerfi því, sem tekið var upp 1986, komust þau upp í 12-14 milljarða kr. á ári og eftir tilkomu húsbréfakerfisins 1989 jukust þau enn og komust upp í rúml. 27,7 millj- arða kr. árið 1991. Það ár voru húsbréfalán vegna greiðsluerfiðleika mjög umfangs- mikil eða rúml. 2,8 milljarðar kr. og um 16,5% af húsbréfaútgáfunni. Lán úr Byggingarsjóði ríkisins hafa aftur á móti dregizt saman, eftir því sem húsbréfakerfinu hefur vaxið ás- megin. Teikningin hér til hliðar sýnir skiptingu húsnæðislána frá árinu 1980 milli lána úr almenna kerfinu, það er lána úr Byggingarsjóði ríkis- ins og húsbréfakerfmu annars veg- ar og lána úr félagslega kerfinu, það er Byggingarsjóði verkamanna, hins vegar. E ldri tölur eru fær ðar til verðlags í marz sl. í ár er gert ráð fyrir, að lánveit- ingar í almenna kerfinu verði tæp- lega 14 milljarðar kr. í fyrra voru þær rúml. 13,2 milljarðar kr. og nokkru minni en árið þar á undan, en þá voru þær nær 16 milljarðar. Þetta gæti bent til minni umsvifa á fasteignamarkaðnum, en þá verð- ur að gæta þess, að þeim íbúðum og húsum fer stöðugt fjölgandi, sem búið er að taka húsbréfalán út á og þegar s vo er, þarf ekki að gefa út ný húsbréf, þegar þessar eignir eru seldar á ný nema kannski að litlu leyti, því að kaupandinn yfirtekur þau húsbréfalán, sem þegar hvíla á eigninni. Lán úr Byggingarsjóði verka- manna (félagslega kerfinu) hafa verið að dragast saman á undan- fórnum árum. Árið 1992 voru þau mest eða nær. 5,9 milljarðar kr. í fyrra námu þau rúml. 3,7 milljörð- um kr. og gert er ráð fyrir, að þau verði svipuð í ár. 22.350 mJff. 22milljarðarkr- 20 18 16 Almenna kerfið, 14 Byggingarsjóður og húsbréfadeild Greiðslu- erfiðleikalán Utlán Húsnæðis- stofnunar 1980-96 á verðlagi í mars 1996 áríð1996eráætlað Félagslega kerfið, <§^ Byggingarsjóður verkamanna & 1980 1985 1990 1995 1980 1985 1990 1995 Skandia býðurþér sveigjanleg lánskjör efþúþarft að skuldbreyta eða stœkka viðþig Sendu iim unisókn eða fáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum Sluulilia Skandia Fyrír hverja eru Fasteignalán Skandia? Fasteignalán Skandia eru íyrir alla á slór-Reykjavíkurevæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum. Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga. Kostir Fasteignalána Skandia Lánstími allt að 25 ár. Hagstœð vaxtakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartími á umsókn. Dtemi ii iii mánaðarlegar afborganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \fcitíre/.)Wír tSár 25 ár 7,0 11.600 9.000 7.100 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Miðað cr við jafngrciðslután. *Auk verðbóta FJÁRFESTINGARFÉLAGIB SKANDIA HF., LAUGAVEGl 170, 1D5 REYKJAVlK, S[MI 5B19 70G, FAX 55 SB 177

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.