Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Raðhús við Haukalind í Kópavogi MIKIL uppbygg-ing á sér nú stað á nýbygg- ingasvæðunum fyrir austan Reylqanes- braut í Kópavogi. Hjá fasteignasölunni Borgareign eru nú til sölu raðhús við Haukalind 7-15 og eru þau 140 ferm. á tveimur hæðum. Byggingaraðili er Borgar- smíði ehf. en hönnuður Kristinn Ragnars- son arkitekt. „Raðhúsin standa á mjög ákjósanlegum stað í miðjum dalnum, sem gengur upp af Fífuhvammslandi, í 63 metra hæð yfir sjó,“ sagði Kristján Kristjánsson hjá Borgareign. „Þar af leiðandi er mjög fallegt útsýni frá húsunum, en sérstakt tillit var tekið til þess við hönnun þeirra. Útsýnið nær allt frá efri hluta Esjunnar og til Keflavíkur, Snæfellsjökull þar með talinn. Húsunum verður skilað fullbúnum að utan, máluðum, með sólpöllum fyrir framan og bak við og hellulögð gangstétt verður frá lóðarmörkum að húsi ásamt hellulögðu bílastæði á lóð. Garður verður samkvæmt tillögu og teikningu Stanislas Bohic garðhönnuðar, en þar er gert ráð fyrir grasi, gróðri og gijóti. Bílskúrsréttur fylgir. A jarðhæð húsanna eru anddyri, hol, stofa, eldhús, þvottahús, geymsla og gest- asnyrting. A annarri hæð eru hjónaher- bergi og fataherbergi þar inn af og tvö önnur herbergi auk baðherbergis. Húsin eru steinsteypt og áætlaður af- hendingartími þeirra er í október eða nóv- ember. Verð þeirra er frá 7,9 miHj. kr. fokheld að innan en algjörlega fullbúin að utan, þar með talin tyrfing á lóð, skjólvegg- ir og sólpallar. „Þetta verður að teljast mjög hagstætt verð,“ sagði Kristján Kristjánsson að lok- um. Fundargerðabók fyrir húsfélög Teikning/Brian Pilkington UM TÖKU ákvarðana í húsfélögum er meginreglan sú, að allir eigendur eiga óskoraðan rétt á að taka þátt í öllum ákvörðunum, er varða sameignina. HÚ SEIGEND AFÉLAGIÐ hefur í sam- vinnu við Prentsmiðjuna Odda gefið út fundargerðabók, sem er sérsniðin að þörf- um húsfélaga. í henni má finna aðgengi- legar og hagnýtar upplýsingar og leiðbein- ingar um allt, sem lýtur að fundum húsfé- laga. Þar er m. a. fjallað um, hvemig fundi skuli boða og halda, hvernig að atkvæða- greiðslu og ákvarðanatöku skuli st'aðið, hvemig eigi að stýra fundum og rita fundar- gerðir o.fl. Höfundur bókarinnar er Sigurð- ur Helgi Guðjónsson, formaður Húseig- endafélagsins. — Ástæðan fyrir útgáfu fundagerðabók- /árinnar er sú, að mikill losarabragur hefur verið á fundahaldi húsfélaga og það ekki ósjaldan haft afdrifaríkar afleiðingar, því að ákvarðanir teknar á slíkum fundum geta verið ólögmætar og óskuldbindandi fyrir eigendur, sagði Sigurður Helgi Guð- jónsson. — Sum húsfélög hafa logað í deilum og orðið fyrir skakkaföllum af þessum sök- um, sagði Sigurður Helgi ennfremur. — Fundargerðabókin er því bráðnauðsynleg öllum húsfélögum og bætir úr brýnni þörf. Hún á að tryggja, að rétt sé að öllu staðið. Bókin er vönduð og vegleg og boðin félags- mönnum Húseigendafélagsins á sérstökum kjörum. Fyrir utanfélagsmenn kostar hún 3.730 kr. í húsfélögum hefur meirihlutinn mikið vald og það vald byggist á því, að rétt sé að málum og ákvörðunum staðið og gætt sér réttar minnihlutans. Þannig er t. d. mjög nauðsynlegt að vanda til fundarboð- ana, en á húsfélagsfundi verða ekki teknar ákvarðanir um önnur málefni en þau, sem á dagskrá fundarboðs greinir. — Það er sérstaklega mikilvægt að vanda til fundarboðana, þegar taka á mikilvægar ákvarðanir á fundinum t. d. um umdeildar og kostnaðarsamar framkvæmdir, sagði Sigurður Helgi Guðjónsson að lokum. — Þegar mál varðar einhvern eiganda sérstak- lega, þá á hann öðrum fremur rétt á sér- stakri tilkynningu. Húseigendafélagið hefur haldið uppi öflugri fræðslu- og upplýsingastarfsemi að undanförnu. Fyrir skömmu kom út sérstakt fræðslurit á vegum félagsins, sem var helg- að fjöleignarhúsum og löggjöf um slík hús. Það var gefið út í 17.000 eintökum og dreift ókeypis í hús. RAÐHÚSIN standa við Haukalind 7-15 í Kópavogi. Þau eru til sölu hjá Borgareign og kosta frá 7,9 millj. kr. fokheld að innan en fullbúin að utan. Fasteignaviðskipti samkvæmt áætlun Markaðurinn Greiðslumat er skilyrði fyrir yfírtöku á hús- bréfalánum, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Kaupandi þarf að sýna fram á greiðslugetu til þess að standa skil á láninu. OPINBERAR áætlanir eru ekki gerðar um umfang fasteigna- viðskipta. Slíkar áætlanir væru erf- iðar, því fasteignaviðskipti eru frjáls og reyndar skýrt dæmi um viðskipti sem ráðast af framboði og eftirspum á hverjum tíma. Fjöl- margir þættir hafa þar áhrif á, en efnahags- og atvinnuástand hafa að sjálfsögðu augljósust áhrif. At- vinnuleysi eða .samdráttur í kaup- mætti dregur úr fasteignaviðskipt- um, en þau aukast hins vegar þeg- ar vel árar. Auðvitað væri þrátt fyrir þetta unnt að gera áætlanir um fasteigna- viðskipti, ef þörf væri á. Áætlanir um útgáfu húsbréfa samkvæmt fjár- lögum og lánsfjárlögum eru þó lík- lega næst því að vera áætlanir um fasteignaviðskipti á ársgrundvelli. Miðað við það, þá hafa fasteignavið- skipti verið svipuð og gert hefur verið ráð fyrir að undanfömu, því útgáfa húsbréfa hefur nú um nokk- um tíma verið samkvæmt áætlun. Útgáfa húsbréfa segir ekki allt Útgáfa húsbréfa segir ekki til um fasteignaviðskiptin í heild sinni, því hún nær eingöngu til þeirra við- skipta þar sem um ný húsbréfalán er að ræða. Hún segir því ekkert um fasteignaviðskipti þegar ný hús- bréfalán koma ekki við sögu. Með stöðugri útgáfu húsbréfa hefur yfir- taka á húsbréfalánum orðið sífellt stærri.þáttur í fasteignaviðskiptum. Þetta kemur ekki á óvart þegar haft er í huga, að heildarhúsbréfa- lán á síðustu áramótum námu sam- tals um 73 milljörðum króna. Áætl- að er að 13,5 milljarðar króna verði gefnir út af húsbréfum á þessu ári. Áhvílandi lán dragast frá Almennt lánshlutfall í húsbréfa- kerfinu er 65% af matsverði íbúðar. Hlutfallið er hins vegar 70% vegna þeirra sem em að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Fjárhæð húsbréfaláns getur þó aldrei orðið hærri fjárhæð en um 5,6 millj. kr. vegna notaðra íbúða og um 6,7, millj. kr. vegna nýrra íbúða. Hámarksfjárhæðin breytist ársfjórðungslega sam- kvæmt breytingum á byggingar- vísitölu. Ahvílandi húsbréfalán dragast frá, þ.e. nýtt húsbréfalán að viðbættum áhvílandi lánum hús- bréfadeildar verður að vera innan framannefndra viðmiðunarmarka, bæði hvað varðar lánshlutfall og hámarkslán. Meðallán í húsbréfa- kerfínu hefur farið lækkandi. Það var um 3 millj. kr. frá árinu 1991 til 1993, um 2,8 millj. kr. á árinu 1994 en um 2,3 millj. kr. 1995. Yfirtekin lán og greiðslumat Mikilvægt er að íbúðarkaupendur geri sér grein fyrir því, að greiðslu- mat í húsbréfakerfínu er skilyrði fyrir yfírtöku á húsbréfalánum, al- veg á sama hátt og greiðslumat er nauðsynlegur undanfari nýrra lána. Yfírtaka lána fæst ekki samþykkt nema greiðslumat liggi fyrir, þar sem sýnt er fram á að viðkomandi kaupandi hafi grejðslugetu til að standa skil á láninu. Sumum fínnst þetta óþarfa afskiptasemi. Tilgang- urinn er þó sá sami og varðandi greiðslumatið almennt, þ.e. að reyna eftir fremsta megni að tryggja, að Húsnæðisstofnunin fái greitt af lánum sínum, en þurfi ekki að fara í kostnaðarsamar inn- heimtuaðgerðir. Heppilegt að kaupa Sé miðað við fasteignaverð, þá hefur verið gott að festa kaup á íbúðarhúsnæði undanfarin misseri. Allt útlit er fyrir að svo verði áfram. Raunverð á fermetra í fjöl- býlishúsi á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári var að meðaltali rúmum 8% lægra en meðalverð á árinu 1994, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Og verðið hefur haldið áfram að lækka, því það var um 3,5% lægra í janúar síðastliðn- um en meðalverð í fyrra. Ekki liggja fyrir upplýsingar um þróun verðs á stærri eignum, en ljóst er að á undanfömum árum hafa þær lækkað verulegu í verði, eins og verð á íbúðum víða utan höfuðborgarsvæðisins. Það er leitt að þurfa að segja, að þetta er allt samkvæmt áætlun. Fasteigna- sölur í blaftinu í dag Agnar Gústafsson bls. 12 Almenna fasteignas. bl 8 Ás bls. 32 Ásbyrgi bls. 26 H Berg bls. 32 Bifröst bls. 29 Borgir bls. 21 Borgareign bls. 24 Brynjólfur Jónsson bls. 6 Eignamiðlun HH bls. 4-5 Eignasalan bis. 8 wm Fasteignamarkaður ws. fflSBm Fasteignamiðlun bls. 24 Fasteignamiðstöðin Ss. 30 Fasteignasala Reykjav. bis. 28 Fold bls. 11 Fjárfesting . bls. 31 FramtíðfnMH bls. 24 ^wmam bls. 8 Garður bls. 22 GimliSHHHI bls. 19 H-Gæði bls. 20 Hátún tns. 12 Hóll w». 16-17 Hraunhamar bls. 27 Húsakaup . bls. 23 Húsvangur Ws. 6 íbúð HHHfl bls. 5 Kjörbvli WOi£§, bls. 18 Kjöreign UHB bls 13 Laufás HHhU ú bls. 10 Óðal M bls. 25 Skeifan bls. 14 StakfeðH» |bls. 6 Valhús bls. 26 Valhöll ’ . bls. 15 Þingholt bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.