Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 D FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 F aste ig n a sa la n KJÖRBÝLI NÝBÝLAVEGUR 14 - 200 KÓPAVOGUR 4 ilAA FAX 5543307 É&f564 1400 Opið virka daga 9.30-12 og 13-18 og laugardaga kl. 12-14 2ja herb. GARÐHUS - 2JA + BILSKUR. Glæsil. ca 60 fm neðri hæð ásamt 18 fm bílsk. Flísar, parket. Áhv. byggsj. 5,4 millj. V. 7,7 m. FURUGRUND - 2JA. Sérl. falleg 54 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölb. neðst í Foss- vogsd. Áhv. 2,8 m. V. 5,6 m. GRANDAVEGUR - 2JA. Falleg 35 fm íb. á 1. hæð. Mikið endurn. Áhv. byggsj. 1,7 millj. Verð 3,7 millj. GULLSMÁRI 11 - ELDRI BORG- ARAR. Glæsil. fullb. 57 fm íb. á 8. hæð. Verð 6 millj. KRÍUHÓLAR - 2JA. Sérlega falleg ca 73 fm íbúð á 7. hæð með sólstofu. Glæsil. suð-vestur útsýni. Áhv. 3 millj. Verð 5,3 millj. GULLSMARI 11 - ELDRI BORGARAR. Glæsil. ný fullb. 43 fm einstaklingsíb. á 6. hæð í húsi tengdu þjónustumiðstöð. Vandaðar innr. Ákv. sala. V. 4,6 m. KAMBASEL - 3JA. Glæsil. og vönd- uð 84 fm íb. á 2. hæð. Parket. Þvhús í íb. Áhv. 2,4 m. V. 6.950 þ. ÁLFHÓLSVEGUR. Falleg ca 70 fm íb. á 2. hæð í Steni-klæddu fjórb. ásamt 20 fm bílsk. V. 6,6 m. ENGIHJALLI. 80 fm. 4. hæð. V. 5,9 m. 4ra herb. og stærra HRAUNBÆR - 4RA. Sérl. falleg ca 100 fm íb. á 2. hæð i nýviðg. fjölb. Park- et. V. 7,8 m. STÓRAGERÐI - 4RA ÁSAMT BÍLSK. Falleg 100 fm íb. á 2. hæð ásamt 2Ö fm bílsk. Fráb. staðsetn. Áhv. húsbr. 4,2 m. V. 7,8 m. FLÚÐASEL - 4RA - LÍTIL ÚTB. Sérl. falleg ca 100 fm íb. á 2. hæð ásamt stæði íbílgeymslu. Áhv. 6,1 m. V. 7,7 m. HÓLMGARÐUR - EFRI SÉRH. Sérl. falleg 76 fm ib. í góðu nýviðg. húsi. M.a. nýtt þak. Fráb. staðsetn. V. 7,5 m. ÁLFHEIMAR - 4RA. Falleg 98 frþ íb. á efstu hæð í góðu fjölb. Verð 7,3 mil|j. ÁLFTAMÝRI - 4RA. Sérl. falleg 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð. Nýtt eldh. o.fl. Verð 7,8 millj. / JÖKLAFOLD - 2JA-3JA + BÍL- SKÚR. Sérl. falleg 60 fm ib. á efstu hæð í litlu fjölb. ásamt ca 20 fm bílsk. Áhv. ca 2,7 millj. V. 6,6 m. 3ja herb. MARIUBAKKI - 3JA. Falleg og vel með farin 80 fm íb. á 1. hæð. Nýl. gólf- efni. Þvottah. innaf eldh. V. 6,7 m. KARFAVOGUR - 3JA. Sérl. rúmg. 87 fm neðri hæð (kj.) í tvíb. Parket. Fráb. staðsetn. í ról. hverfi. Áhv. 3,7 m. V. 6,3 m. LITLI SKERJAFJÖRÐUR. Stórglæsil. 81 fm efri sérhæð í nýl. fjölb. v. Rvíkurveg. Skemmtil. og ról. staðsetn. Bilsk. Parket. Glæsieign. Áhv. byggsj. 4,9 m. V. 9,1 m. ÁLFATÚN V. FOSSVOGSDAL. Glæsil. 106 fm 3ja herb. neðri hæð í tvíb. Fráb. staðsetn. v. Fossvogsdal. Áhv. 4,1 m. V. 8,5 m. HOLTAGERÐI - KÓP. Sérl. falleg 81 fm neðri hæð í tvíb. Sérinng. Rúmg. herb. Mögul. skipti á 2ja-3ja herb. íb. í góðu fjölb. V. 6,8 m. ENGJASEL - 3JA. Sérl. falleg og rúmg. 100 fm íb. á 1. hæð í nýviðg. fjölb. Skipti á 2ja-3ja herb. íb. í Fellum mögul. V. 6,9 m. GULLSMÁRI - F. ELDRI BORG- ARA. Glæsil. 72 fm íb. á 11. hæð i nýju lyftuh. tengdu þjónmiðstöð f. aldr- aða. Afh. fullb. í júlí. V. 7,2 m. .. . . . ------------ : KARSNESBRAUT. Sérlega falleg 90 fm ib. á 2. hæð f fjór- býli. Nýtt parket og eldhús. Bílskúr 26 fm. Verð 8,3 millj. Einbýli ÁLFHÓLSVEGUR - 2JA - EINB. Sérl. skemmtil. ca 84 fm einb. í góðu ásigkomul. Áhv. byggsj. 3,4 m. V. 6,7 m. HOLTAGERÐI - KÓP. Sérl. fallegt og vel umgengið 135 fm einb. ásamt 26 fm bílsk.- Góð staðsetn. V. 13,4 m. VESTURBERG - EINB./TVÍB. Sérl. fallegt 186 fm einb. ásamt 30 fm bilsk. Fráb. staðsetn. og útsýni. Nýtt baðh. Mögul. á 2ja herb. íb. á neðri hæð. Glæsi- eign á góðum stað. V. 13,8 m. FURUGRUND - EINB./TVÍB. Skemmtil. 242 fm eldra einb. á tveimur hæðum ásamt kj. 2 samþ. íb., 3ja herb. risíb. og 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð og í kj. Seljast saman eða sitt í hvoru lagi. Áhv. 3,2 m. V. 10,7 m. HÁTRÖÐ - KÓP. - EINB. Glæsil. uppgert 192 fm einb. Fráb. staðsetn. Skipti á 4ra herb. íb. eða sérhæð í Hvömmum mögul. Áhv. húsbr. 3,4 m. V. 12,6 m. FURUGRUND - 4RA. Falleg 86 fm ib. á 3. hæð. Áhv. 2 m. V. 7 m. HÆÐARGARÐU R - 4RA. Sérl. góð 76 fm efri sérh, ósamt rislofti á þessum fráb. stað. V. 7,7 m. ÞJNGHÓLSBRAUT - KÓP. - EINB. Sérl. skemmtil. mikið endum. 165 fm einb. Skipti mögu- leg. V. 11,9 m. HLÍÐARVEGUR EINB./TVÍB. 154 fm efri sérh. ásamt innb. bílsk. Á neðri hæð ca 60 fm íb. með sérinng. Einnig á sömu lóð 66 fm hús. V. 15,7 m. NORÐURÁS - RVÍK. Glæsil. 4ra-5 herb. íb. ásamt innb. bílsk. alls 160 fm. Áhv. 3,4 m. V. 11,4 m. KJARRHÓLMI — 4RA. Sérl. falleg 90 fm íb. á 2. hæð. Áhv. 4,2 m. V. 7,4 m. Sérhæðir GRENIGRUND - KÓP. - SÉR- HÆÐ. Sérl. falleg 130 fm efri hæð í tvíb. ásamt 32 fm bílsk. Áhv. 4,8 millj. Verð 10,6 millj. DRÁPUHLÍÐ. Mjög góð ca 111 fm efri hæð ásamt 42 fm bílsk. í mikið end- urn. húsi t.d. nýtt þak, gler o.fl. Skipti mögul. á íb. á 1. hæð t.d. í Seljahv. V. 9,5 m. ÁLFHÓLSVEGUR - SÉRH. Sérl. góð neðri sérh. í tvíbýli ásamt bílsk. og nýl. sólskála alls ca 195 fm. Arinn í stofu. Útsýni. BASENDI - RVIK - EINB. Fallegt og vel um gengið 156 fm tvfl. einb. á þessum fráb. stað. Mögul. á einstaklíb. í kj. V. 10,9 m. FAGRIHJALLI - EINB./TVÍB. Glæsil., fullb. 234 fm hús á tveimur hæðum m. innb. bílsk. V. 16,9 m. I smíðum BAKKAHJALLI - RAÐH. Vel hann- að 236 fm hús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Selst fullb. að utan og u.þ.b. tilb. til innr. að innan. V. 12,2 m. GRÓFARSMÁRI - PARH. 185 fm hús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Selst fullb. að utan, fokh. að innpn. V. 8,9 m. Aðeins 1 hús eftir. LINDASMÁRI - RAÐH. Fallegt raðh. á einni hæð. Skilast fokh. að inn- an, fullb. en ómál. að utan. Áhv. 6,5 m. V. aöeins 7,9 m. Atvinnuhúsnæði HAMRABORG - VERSL- UNAR- OG LAGERHÚSN. 210 fm götuhæð. Góð aðkoma og bílastæði. Verð 7,8 millj. Höfum á skrá fjölda góðra eigna. Nánari uppl. á skrifst. JS Guðlaug Þorsteinsdóttir, ritari. II Kristjana Jónsdóttir, sölustjóri. Rafn H. Skúlason, lögfr., lögg. fast.sali. VEGMÚLI 3. Húsnæðið er á 1. hæð, um 260 ferm. að stærð og er tilbúið til innréttinga. Það er til sölu hjá fasteignasölunni Fróni og ásett verð er 15 millj. kr. Atvinnuhúsnædi við Vegmúla Handmálað skrifborð ALLS kyns skrifborð eru fáanleg en hægt er líka að láta hugmynda- flugið ráða og myndskreyta sjálf- tor sitt skrifborð eins og hér er gert. Þetta borð er með rósabekk en hægt er að finna margs konar myndir til skrauts. Myndarlegt eldhúsborð ELDHÚSBORÐIÐ er hjarta hvers fjölskyldulífs. Þetta borð á myndinni er svo myndarlegt að til fyrirmyndar má teljast. HJÁ fasteignasölunni Fróni er til sölu skrifstofu- og atvinnuhúsnæði að Vegmúla 3 í Reykjavík. Hús- næðið er á 1. hæð, um 260 ferm. að stærð og er tilbúið til innréttinga. „Þetta er alveg nýtt hús, en það var tekið í notkun á síðasta ári og þetta rými er það síðasta sem er til sölu í húsinu, en það er fjórar hæðir,“ sagði Finnbogi Kristjánsson hjá Fróni. „Húsið er byggt úr varanlegum efnum svo að það ætti að vera nán- ast viðhaldsfrítt næstu áratugina. Húsnæðið, sem er til sölu, er hent- ugt fyrir þjónustu eða verslunar- starfsemi. FVrir er í húsinu endur- skoðunarstofa, lögfræðiþjónusta og verðbréfamiðlun. Upphitað bíla- stæði að hluta til fylgir eigninni. Núna er húsnæðið einn geymur og bíður þess aðeins að vera innrétt- uð. Það sem vantar eru milliveggir, eftir þvi sem þörf þykir og gólfefni og loftefni. Ásett verð er 15 millj. kr., en samkomlag er með greiðslu- kjör.“ Eignaskipta- yfiriýsingar ( ( ( ( Eigendur fasteigna þurfa að láta útbúa eignaskiptayfírlýsingu, sé hún ekki fyrir hendi, segir Magnús I. Erlingsson lögfræðingur. Hún skiptir miklu máli við sölu. UM NOKKURT skeið hafa þinglýsingaryfir- völd krafist að fyrir liggi glöggur skipta- samningur áður en endanlegri eignayfir- færslu (afsali) er þing- lýst varðandi eign í Qölbýli eða annarri fasteign þar sem eig- endur eru tveir eða fleiri. Forsaga málsins er sú að við gildistöku laga um íjöleignarhús fóru þinglýsingaryfir- völd að fylgja fastar eftir lagaboði um þetta efni. Samkvæmt eldri lögum var samningurinn nefndur skiptasamningur en í nú- gildandi lögum er hann nefndur eignaskiptayfirlýsing. Ástandið í Reykjavík í Reykjavík var ástandið þannig að mörg hús sem byggð voru fyr- ir árið 1976 voru án skiptasamn- ings. Margir fasteignaeigendur lentu í því að fá athugasemdir frá þinglýsingaryfirvöldum á kaup- samninga sína og öngþveiti skap- aðist á fasteignamarkaðnum um mitt síðasta ár vegna þessa flösku- háls í kerfinu. Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík staðfestir skiptasamn- inga. Þeir hrúguðust upp hjá emb- ættinu og ekki voru gerðar ráð- stafandir hjá því til að mæta gífur- legri aukningu á gerð skiptasamn- inga. Til stóð við gildistöku lag- anna 1. jan. 1995 að setja reglu- gerð sem nauðsynleg var til að vinna skiptasamninga á grundvelli laganna en það dróst fram í októ- ber 1995. Ný reglugerð og lagabreyting Algert öngþveiti skapaðist við gildistöku reglugerðarinnar þar sem hún kollvarpaði öllum þeim vinnuaðferðum sem beitt var áður við útreikninga á hlutfallstölum og jók gífurlega alla vinnu við gerð skiptasamnings eða eigna- skiptayfirlýsingar. Við þessar aðstæður var lögum um fjöleignarhús breytt og frest- að til bráðabirgða til 1. janúar 1997 þeirri kvöð að eignaskipta- yfirlýsing þurfi að liggja fyrir við þinglýsingu afsals. Þetta var gert til þess að eigendur og húsfélög fengju ráðrúm til að gera eigna- skiptayfirlýsingar og hlutaðeig- andi stjórnvöld gætu sinnt fræðslu og kynningu um þetta efni. í breytingarlögunum var einnig slakað á skilyrði um að allir þyrftu að skrifa undir eignaskiptayfir- lýsingu. Það gat verið torsótt og tímafrekt að fá alla til að skrifa undir eignaskiptayfirlýsingu og þetta jók enn á vanda þeirra sem stóðu að sölu eigna sinna. Stjórn húsfélaga þar sem eign- arhlutar voru 6 eða fleiri var heimilað að skrifa undir eigna- skiptayfirlýsingu fyrir hönd allra eigenda. I húsfélögum þar sem eignarhlutar eru 6 eða færri þarf meirihluti eigenda að skrifa undir. Þetta gildir þó aðeins ef um er að ræða eigna- skiptayfirlýsingu sem breytir ekki eignar- rétti eigenda frá því sem verið hefur eða takmarkar eignarráð eigenda frá fyrri tíma. Þá gilda óbreyttar reglur og allir eigend- ur verða að skrifa undir. Þinglýsingar- stjóri metur undir hvom flokkinn eigna- skiptayfirlýsingin fellur. Einnig má óska eftir áliti kærunefndar fjöl- eignarhúsamála um það atriði en aðilar eru ekki bundnir af því. Fer reglugerðin út fyrir lagarammann? Tilgangur eignaskiptayfirlýs- ingar samkvæmt lögum er á skýr- an og skilmerkilegan hátt að lýsa viðkomandi húsi, hvar það er, hversu stór séreign og sameign er, hver sé hlutfallstalan og til- greina sérstök réttindi svo sem viðbyggingarrétt eða rétt til bíla- stæðis o.fl. Það kom því verulega á óvart að í reglugerð um eigna- skiptayfirlýsingar er óskað eftir mun fleiri atriðum en lög um fjöl- eignarhús kveða á um. Reglugerðin á að útfæra lögin og meðal annars að gefa leiðbein- ingar svo að hægt sé að reikna út hlutfallssölu eigna í húsi. Þetta er gert í reglugerðinni en einnig er óskað eftir margs konar öðrum upplýsingum sem enga þýðingu hafa við útreikning á hlutfalls- tölunni. Sem dæmi má nefna tilgreining á flatarmáli botnflatar, milliflatar, stiga, opa, hjúpflata, glugga og dyraopa. Þetta getur einnig skap- að þau vandræði að eldri sam- þykktar teikningar hafa oft ekki þessar stærðir tilgreindar á sam- þykktum teikningum og þá þarf að mæla húsið og jafnvel teikna húsið upp með æmum tilkostnaði. Samanburður erfiður Annað er að með því að koll- varpa eldri útreikningsaðferð skap- ast ekki raunhæfur samanburður við útreikninga og erfitt getur reynst að samræma hlutfallstölu lóðar milli margra húsa. Ekki er getið um í reglugerðinni hvemig eigi að reikna út hlutfallstölu lóðar. Margt í reglugerðinni orkar einnig tvímælis s.s. það að hún er sett af ráðuneyti sem ekki fer leng- ur með yfírstjóm eða eftirlit bygg- ingarmála. Allt þetta umstang samfara nýrri reglugerð kallar á aukna vinnu og aukinn tilkostnað fýrir húseigendur. Það ætti að vera óþarfi að minna fasteignaeigendur á að láta útbúa eignaskiptayfírlýsingu sé hún ekki fyrir hendi, sérstaklega ef verið er að huga að sölu eignar. Að öðrum kosti geta menn lent í miklum hremmingum fari þeir af stað með slíkt eftir næstu áramót. Magnús I. Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.