Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Mörk skoruð beint úr hornspyrnu 1977-96* Haraldur Ingólfsson, leikmaður ÍA, var nálægt því að skora beint úr hornspyrnu gegn Leiftri á laugardag en markið skrifast á Þorvald Jónsson markvörð norðan- manna. Haraldur tók hornspyrnu frá hægri en Þorvaldur sló knöttinn er hann sveif inn á markteiginn og þaðan skaust hann í markið. En ekki er úr vegi að rifja upp þau mörk sem gerð hafa verið beint úr hornspyrnum í 1. deild karla síðan liðum varfjölgað í tíu lið 1977. Ár Dagsetn. Leikur Markaskorari, lið Mín. Markvörður, lið 1977 8. júní UBK - KR Hálfdán Örlygsson, KR 90. Ólafur Hákonarson, UBK 1981 15. maí UBK - Fram Pétur Ormslev, Fram 22. Guðmundur Ásgeirsson, UBK 1982 26. júní KA-ÍBV Ómar Jóhannsson, ÍBV 82. Aðalsteinn Jóhannsson, KA 15. júlí Víkingur - ÍBK Stefán Halldórsson, Víkingi 3. Þorsteinn Bjarnason, ÍBK 17. júlí ÍBV - ÍBÍ Gunnar Pétursson, ÍBÍ 3. Páll Pálmason, ÍBV 21. ágúst ÍBV-KA Eyjólfur Ágústsson, KA 65. Páll Pálmason, ÍBV 1983 24. ágúst ÍBÍ - KR Sverrir Herbertsson, KR 56. Hreiðar Sigtryggsson, ÍBÍ 1986 13. sept. Víðir-ÍBV Ómar Jóhannsson, ÍBV 38. Gísli Hreiðarsson, Víði 1988 18. sept. Valur-KR Sæbjörn Guðmundsson, KR 22. Guðmundur Baldursson, Val 'Liðum í fyrstu deild í knattspyrnu var fjölgað í 10 árið 1977 Samantekt: Óskar Ó. Jónsson ■ KVA sem leikur í Austurlandsr- iðli 4. deildar í knattspyrnu, hefur fengið Júgóslava til liðs við sig. Hann heitir Drakoslav Stojanvic. ■ PATRICK Roy markvörður Colorado í NHL-deildinni lék sinn 133. leik í úrslitum um Stanleybik- arinnn er Colorado og Florida mættust í fyrsta úrslitaleiknum fyrir helgi (og er nú reyndar kom- inn í 135 leiki). Þar með hafði hann leikið fleiri leiki í úrslitakeppni NHL en nokkur annar markvörð- ur. Sá sem átti fyrra metið er Billy Smith fyrrum markvörður New York Islanders og núverandi þjálf- ari Panthers. ■ ÚLFAR Jónsson, fyrrum ís- landsmeistari í golfi, keppti sem gestur á Opna Islandsbankamót- inu, sem fram fór á Keilisvelli í Hafnarfirði á laugardaginn. Hann lék á 64 höggum, sem er fjórum höggum undir pari vallarins. ■ SÆNSKU landsliðsmennirnir í handknattleik, Pierre Thorsson hjá Linköping og Anders Bácke- gren, sem leikið hefur með Re- bersglid, hafa báðir gert tveggja ára samning við þýska 1. deildar UfómR FOLK félagið Bad Schwartau. ■ SMITH á þó enn eitt met eftir. Hann lék í markinu í 88 sigurleikj- um en Roy hefur verið í sömu stöðu í 86 skipti og því ljóst að hann getur ekki slegið metið á þessu keppnistímabili þar sem hann Col- orado hefur þegar unnið þtjá leiki og þarf aðeins einn sigurleik til viðbótar til að hampa Stanleybik- arnurn. ■ YVONNE Murray samveldis- meistarinn í 10.000 metra hlaupi lýsti því yfir um helgina að hún verði ekki meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum í Atlanta í sum- ar. Ástæðan er sú að hún segist ekki verða í nógu góðri æfingu og hún hafi ekki áhuga á að vera meðal þátttakenda nema geta verið í fremstu röð. „Mér finnst ekki rétt gagnvart þjóð minni að mæta á leikana og vera ekki í topp- formi,“ sagði Murray. ■ ÍÞRÓTTAFORKÓLFAR í Eþíópíu eru nú að fá dagskrá frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikana í sumar breytt þannig að Derartu Tulu geti keppt bæði í 5.000 og 10.000 metra hlaupi kvenna. Ein af röksemdum þeirra er að úr því hægt var að breyta dagskránni fyrir Michael Johnson þannig að hann geti keppt bæði 200 og 400 metra hlaupi þá sé alveg eins hægt að hliðra til fyrir Tulu. Verði ekki komið til móts við Tulu og óskir hennar ætlar hún einungis að keppa í 10.000 metra hlaupi. ■ PETE Sampras tennismaður heldur enn fyrsta sætinu þrátt fyr- ir að hafa tapað í undanúrslitum á Opna franska mótinu og Thomas Muster heldur öðru sætinu þrátt fyrir hrakfarir. Sigurvegarinn í mótinu Rússinn Yevgeny Kafeln- ikov hefur hins vegar færst upp um eitt sæti á lista Alþjóða tennis- sambandsins sem birtur var í gær. USTAHATHNR LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett á dögunum og hver stórviðburðurinn rekur nú annan í borginni; sannkölluð veisla fyrir unnendur góðrar listar af ýmsu tagi. Ónnur hátíð, sann- kölluð listahátíð á veg- um UEFA, Knatt- spymusambands Evr- ópu, var sett á laugar- dag suður í Lundúnum og nú sitja menn spenntir víða um heim, límdir við sjónvarpsskjái; úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knatt- spyrnu var beðið með mikilli eft- irvæntingu og ekki er hægt að segja annað en hún hafi farið vel af stað. Leikimir sem boðið hefur verið upp á til þessa hafa flestir verið skemmtilegir. Flestir bestu knattspyrnu- menn álfunnar em mættir til leiks í Englandi og unnendur íþróttarinnar njóta góðs af. Eins og á Listahátíð í Reykjavik og öðrum ámóta er smekkur fólks misjafn, sem betur fer, og menn hrífast því af mismunandi leik- mönnum og liðum og leikstíl. Hamagangur og baráttugleði Skotanna í leiknum gegn Hol- lendingum hefur eflaust giatt marga en liklega hafa fleiri hrif- ist af listrænum tilburðum leik- manna Portúgals gegn Dönum. Sjónvarpið er magnaður miðill og bestur þegar fylgst er með eftirsóttum atburðum í beinni útsendingu. Hvort sem um er að ræða góðan knattspyrnuleik eða þegar aðrir og alvarlegri kaflar mannkynssögunnar eru skrifaðir í þessum litla kassa, heima í stofu hjá fólki. Margir amast við því þegar íþróttakeppni eins og EM eða Ólympíuleikar tröllríða sjón- varpsdagskrá RÚV en þeir glöðu láta yfirleitt ekki í sér heyra. Sjónvarpsmenn fengu þó stað- festingu á vinsældum keppninnar á laugardag er leikur Englands og Sviss stóð yfir. Bilun varð í sendi á Norðurlandi og útsending Allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi á listahátíð UEFA rofnaði í leikhléi. Símalínur voru þá rauðglóandi á stofnuninni og menn hreinlega óðir, sumir hveij- ir, að missa af seinni hálfleikn- um. Sjálfvirk skoðanakönnun á vinsældum keppninnar hérlendis. Könnun sem virðist hafa komið vel út fyrir fylgismenn þessara útsendinga. Sjónvarpið er magnaður miðill og bestur þegar fylgst er með eftirsóttum atburðum í beinni útsendingu. En ekki bara þá. Hann getur afhjúpað ýmislegt sem miður fer og eitt slíkt atvik var sýnt í gær, atvik sem dóm- ari og aðstoðarmenn hans misstu af í viðureign Leifturs og ÍA á Ólafsfirði á laugardag. Undirrit- aður var á staðnum og missti einnig af atvikinu. Leiftursmað- urinn Slobodan Milisic gaf Jþá Mihajlo Bibercic, ieikmanni ÍA, ljótt olnbogaskot í hnakkann, að því er best fæst séð eftir vand- lega umhugsun meðan hann hljóp í átt að Bibercic, því hann gjóaði augunum nokkrum sinn- um í átt að dómaranum, væntan- lega til að athuga hvort hann væri að fylgjast með. Milisic er mjög góður leikmaður en fram- koma sem þessi er óafsakanleg. Fyrir svona lagað verður að refsa. Skapti Hallgrímsson Bjóst_ þrístcjáyarinn SIGRÍÐUR AIMIMA GUÐJÓIMSPÓTTIR við íslandsmeti? Átti að vera áættarmóti SIGRÍÐUR Anna Guðjónsdóttir þrístökkvari úr HSK stökk 13,07 metra á sunnudaginn og bætti þar með eigið íslandsmet í greininni um fjörtíu sentimetra. Þetta gerði hún á móti sem haldið var í Laugardal til heiðurs Jóhanni Jóhannssyni, fyrrum formanni frjálsíþróttadeildar Ármanns, m'ræðum. Ekki eru nema þrjú ár síðan farið var að keppa í þrístökki kvenna hér á landi og hefur Sigríður átt íslandsmetið bæði innanhúss og utan allan tímann. Það er ákveðinn áfangi í höfn í þessari greina hjá henni að hafa náð yfir 13 metra þvi þar með styttist í ýmis lágmörk fyri stór alþjóðleg mót. Eftir ívar Benediktsson Sigríður Anna er 29 ára gömul og er íþróttakennari við Ljósavatnsskóla, en auk þess þjálf- ar hún æskufólk á Selfossi, i Gnúp- veijahreppi og hjá Vöku. Mikill fijáls- íþróttaáhugi er á heimili hennar því sambýlismaður Sigríðar er Helgi S. Haraldsson, formaður fijálsiþróttasambands- ins. Þau eiga eina dóttur, Jóhönnu Bríeti, ljögurra ára. En kom það Sigríði á óvart að setja met svona snemma á tímabilinu? „Það gerði það að vissu Ieyti. Ég hef ekkert æft þrístökk að ráði síðastliðna tvo mánuði vegna þess að ég hef verið að búa mig undir keppni í sjöþraut í Riga í Eistlandi um næstu helgi. Af þeim ástæðum kom þetta góða stökk mér á óvart auk þess sem ég hitti ekki nógu vel á plankann í af- stökkinu. Upphaflega átti ég að vera á ættarmóti um helgina en ákvað að taka þátt í mótinu því keppnistímabilið er svo nýhafið. Reyndar hef ég æft mjög vel í vetur undir leiðsögn Kára Jóns- sonar. Meðal annars hef ég verið að vinna í að auka hjá mér hrað- ann í atrennunni og það er greini- lega að skila sér. Markmiðið fyrir sumarið var að stökkva þrettán metra.“ Hvaða eiginleikum þarf góður þrístökkvari að vera búinn og hvernig er æft? „Þrístökkvari þarf að vera sterkur í fótunum og búa yfír tals- verðum hraða. Æfingar byggjast upp á lyftingum, allskyns hoppum og spretthlaupum." Morgunblaðið/Golli SIGRÍÐUR Anna Guðjónsdóttir glaðbeitt eftir að hafa slegið ísiandsmetið í þrístökki í sjöunda sinn á sunnudaglnn. Telur þú þig eiga mikið inni í greinni? „Það held ég og það verður spennandi að sjá hvað gerist þegar ég fer að einbeita mér betur að því. En mig vantar meiri keppni hér heima og þess vegna væri gaman að geta farið meira utan og fá alvöru keppni. Annars hafði ég ákveðið að leggja skóna á hill- una í haust, en þessi árangur ger- ir það sennilega að verkum að ég held áfram eitt ár í viðbót. Evrópu- meistaramótið er á næsta ári og það væri mjög gaman að geta komist á það.“ Til þess að komast á EM þarft þú að bæta þig enn frekar. „Ég þarf þess, en sem dæmi má nefna að lágmarkið fyrir EM innanhúss í vetur var þrettán metrar og ólympíulágmarkið er 13,60, svo ég tel möguleika vera fyrir hendi.“ Hvenær byrjaðir þú að æfa þrí- stökk? „Þegar ég var nemandi í íþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni árið 1991 var Þráinn Haf- steinsson þar á meðal kennara og hann kynnti þrístökkið fyrir mér, en það var þá nýleg keppnisgrein í kvennaflokki. Mér gekk strax vel og á fyrsta mótinu stökk ég 11,73 metra og fann fljótlega rétta taktinn. í fyrra tók ég þátt í sjö- þraut í fyrsta skipti og þótti gam- an.“ Ætlar þú kannski að snúa þér frekar að sjöþraut? „Nei, ég held ekki. En mér finnst gaman að vera í sem flest- um greinum, hvort sem það er sleggjukast eða stökk.“ -L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.