Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 12
Rúnar
tryggði
stigið
RÚNAR Kristinsson tryggði
liði sínu, Örgryte, eitt stig er
AIK heimsótti Gautaborgar-
liðið í gærkvöldi i sænsku
úrvaisdeildinni. AIK komst
yfir í fyrri hálfleik en Rúnar
jafnaði með góðu skoti beint
úr aukaspyrnu á 61. mínútu.
Örgyrte er i 5. til 7. sæti með
12 stig en Gautaborg er efst
með 21 stig. Rúnar hefur 4
gert þrjú af sjö mörkum Ör-
gryte í deildinni og er liðið f
sérflokki hvað varðar það að
skora, hefur aðeins gert 7
mörk f 9 leikjum.
Sigurður Jónsson lék ekki
með Órebro á sunnudaginn,
var í leikbanni.
Níuaf
hverjum
tíu miðum
seldir
RÚMLEGA níutiu af hundr-
aði aðgöngumiða á leiki í
Evrópukeppninni f knatt-
spyrnu eru nú þegar seldir
eftir því sem forráðamenn
mótsins sögðu í gær. Er það
mun betri sala en áætlanir
gerðu ráð fyrir. Nú er upp-
selt á nfu leiki og aðeins örfá
sæti laus á fjóra leik til við-
bótar. „Þetta cr 20 prósent
meiri sala en áætlanir okkar
gerðu ráð fyrir,“ sagði Glen
Kirton framkvæmdastjóri
keppninnar.
Gæti unnið
104 millj.
DJARFUR fjárhættuspilari
hefur veðjað 5,2 miUjónum á
að Spánverjar mæti Itölum f
úrslitaleik Evrópukeppninn-
ar þann 30. júní nk. Ef sá
mikli fjármálamaður reynist
sannspár mun hann verða 104
milljónum ríkari, en þess má
tíl gamans geta að líkurnar
á því að þessi tvö lið mætist
í úrslitaleiknum eru 20:1.
--
IÞRBMR
Skotar stóðust pressuna
Hollendingar sóttu linnulítið en uppskáru aðeins eitt stig
Hollendingar virtust hreinlega
ætla að valta yfir Skota á
upphafsmínútum fyrri hálfleiks
þegar liðin mættust í öðrum leik
A-riðils Evrópumótsins í knatt-
spyrnu á Villa Park í Birmingham
í gær. Það tók Skotana nokkrar
mínútur að vakna til lífsins og
Hollendingar fengu nokkur góð
tækifæri til að skora í upphafi leiks
en inn vildi knötturinn ekki. Hol-
lendingar vildu svo fá vítaspyrnu
þegar einn varnarmanna Skota
kom í veg fyrir að Hollendingar
næðu forystunni, er hann sló bolt-
ann frá marki, en Leif Sundell,
dómari frá Svíþjóð, var á öðru
máli og lét leikinn halda áfram.
Eftir þetta komust Skotarnir
smám saman meira inn í leikinn
og gerðu oft harða hríð að marki
Hollendinga. Gary McAllister,
fyrirliði Skota, komst næst því að
skora þegar hann sneri knettinum
skemmtilega yfir varnarvegg Hol-
lendinga beint úr aukaspyrnu en
Edwin van der Saar markvörður
bjargaði stórkostlega. Besta færi
Hollendina fékk Dennis Berg-
kamp, leikmaður Arsenal, þegar
hann slapp einn inn fyrir vörn
Skota en missti boltann svo of
langt frá sér þegar hann ætlaði
að fara fram hjá Andy Goram
markverði og náði þar af leiðandi
ekki að koma sér í nægilega gott
skotfæri.
Skotar hófu síðari hálfleikinn
af krafti en náðu ekki að fylgja
öflugri bytjun eftir með marki og
fljótlega tóku léttleikandi Hollend-
ingar öll völd á vellinum og segja
má að Skotar hafi vart komist
fram yfir miðju það sem eftir lifði
leiks. Hollendingar sýndu listir sín-
ar á miðjunni en þegar kom að
vítateig Skotanna var fyrir öflugur
múr varnarmanna með glókollinn
Colin Hendry fremstan í broddi
fylkingar og þennan varnarmúr
náðu Hollendingar aldrei að bijóta
Reuter
GIFURLEG barátta var í leiknum á Vllla Park. Hollendlngar sóttu llnnulftló en Skotar vörðust
af mlklum kraftl. Hér hafa Skotar reyndar brugðlð sér í sóknina og það er Edgar Davids,
Hollendingur til vinstri, sem á í höggi vlð framherjann Kevln Gallagher.
þrátt fyrir margar ágætar tilraunir.
Það er ljóst af leiknum í gær
að Skotar verða Englendingum og
Svisslendingum erfiður biti að
kyngja en Guus Hiddink, þjálfari
Hollendinga, var ekki ánægður
með einungis eitt stig og taldi
hann dómarann hafa brugðist á
upphafsmínútunum þegar Hol-
lendingar vildu fá að því er virtist
réttláta vítaspyrnu. „Þetta var
augljós hendi en dómarinn var
ekki í aðstöðu til að sjá það. Við
vorum óheppnir að skora ekki í
upphafí leiksins þegar við réðum
algjörlega gangi mála en þótt leik-
urinn hafi verið markalaus var
hann samt mun betri en opnunar-
leikurinn milli Englands og Sviss,“
sagði Hiddink í leikslok.
Það er þó næsta víst að Hiddink
verður að finna nýjar aðferðir fyr-
ir leikmenn sína til að komast í
gegnum varnir andstæðinganna
ef Hollendingar ætla sér áfram-
haldandi þátttöku í keppninni.
Eins og staðan er í dag eru öll
liðin jöfn með eitt stig og því er
að duga eða drepast í þeim leikjum
sem eftir eru, en næsti leikur í
riðlinum er leikur Svisslendinga
og HoIIendinga og fer hann fram
á Villa Park á fimmtudag.
Tíundi sigur Frakka í röð
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
Christopher Dugarry gerði eina markið gegn Rúmeníu eftir slæm mistök markvarðarins
FRAKKAR, sem margirtelja
sigurstranglega í Evrópu-
keppninni í Englandi, hófu
keppni í gær með 1:0 sigri á
sterku liði Rúmena á St. Ja-
mes’ Park í Newcastle. Chri-
stophe Dugarry gerði eina
markið með skalla ifyrri hálf-
leik, eftir hroðalega mistök
markvarðar Rúmeníu.
Aime Jacquet þjálfari stýrði
franska landsliðinu í 24.
skipti í gær og getur státað af
þeim árangri að hafa aldrei beðið
ósigur. Viðureignin í gær var raun-
ar tíundi sigurleikur liðsins í röð.
Frakkar virkuðu hikandi í byijun
og Rúmenar réðu ferðinni en eftir
markið hresstust Frakkarnir og
eftir leikhléð voru þeir mun betri.
Fóru á kostum og hefðu getað
skorað nokkrum sinnum til viðbót-
ar.
„Rúmenska liðið var mjög gott
og hættulegt allan tímann. En við
öðlumst stöðugt meiri reynslu og
mínir menn notfærðu sér greind
sína í miklum mæli,“ sagði Jaquet
eftir sigurinn. „Þetta var góð byij-
un á keppninni. En ekkert er enn
í höfn. Við erum rétt að byija.“
Rúmenski þjálfarinn Anghel
Iordanescu sagði mark Christophe
Dugarrys á 24. mín. hafa verið
gífurlegt andlegt áfall fyrir lið sitt,
eftir að það hafði stjórnað leiknum.
„Við byijuðum mun betur en and-
'stæðingarnir...en gáfum þeim svo
mark þvert gegn gangi leiksins.
Þetta gerir það erfiðara en ella að
komast áfram í næstu umferð
keppninnar," sagði þjálfarinn og
kenndi markverði sínum, Bogdan
Stelea, algjörlega um markið.
Skiljanlegt, því hann gerði mjög
slæm mistök: Youri Djorkaeff fékk
knöttinn úti á hægri kanti og há
sending hans kom yst í vítateiginn
miðjan, þar sem tveir varnarmenn
voru til staðar gegn Dugarry. Engu
að síður hljóp Stelea úr markinu
til að freista þess að góma knött-
inn, Dugarry náði honum hins veg-
ar fyrstur og skallaði yfir mark-
vörðinn í tómt markið. Ótrúlegt
að sjá reyndan mann í landsliði af
þessum styrkleika gera slík mistök,
en atvikið sýnir að allt er mögulegt.
Dugarry var himinlifandi með
markið, en þetta var í annað skipti
sem hann skorar með landsliðinu.
„Við vorum eins og lamaðir fyrstu
20 mínúturnar en hefðum getað
skorað þrívegis í seinni hálfleikn-
um,“ sagði hann.
Segja má að sterkar varnir hafi
verið aðal beggja liða í gær, þann-
ig að hvorugt náði í raun að leika
jafn vel og þau eiga að geta en
leikurinn var engu að síður
skemmtilegur. Sérstaklega var
franska vörnin góð með Laurent
Blanc, Lilian Thuram og Marcel
Desailly geysilega sterka. Miðju-
menn Frakkanna léku vel og fram-
línumennirnir sýndu styrk sinn í
seinni hálfleik þó þeim tækist ekki
að skora meira. En frönsku leik-
mennirnir sýndu hvers vegna mik-
ils er vænst af þeim í keppninni
að þessu sinni.
Rúmenska liðið lék einnig vel.
Gheorghe Hagi var mjög góður á
miðjunni, lék samheija sína vel
uppi eins og hann gerir gjarnan
en það dugði ekki að þessu sinni.
Þó svo Rúmenar hafi tapað sýndu
þeir að mörgu leyti hvað í þeim
býr.