Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR11.JÚNÍ1996 B 3 KNATTSPYRNA 0B 4| Tæpar þrjár mínútur ¦ I voru liðnar er Mi- hajlo Bibercie skoraði. Ólafur Þðrðarson sendi af hægri kanti yfír á fjærhelming vítateigsins, Haraidur Ingólfsson sendi við- stöðulaust með vinstra fæti til baka inn á markteig þar sem Bibercic var óvaldaður og skor- aði auðveldlega af stuttu færi. 1m <M Auðun Helgason ¦ I vann boltann af Har- aldi Ingólfsson skammt aftan miðlínu á 12. mín., lék feam fyrir miðjuna og sendi mjög iip- urlega upp hægri kantinn þar sem Rastislav Lazirok stakk Sigurstein Gíslason af, lék inn í teiginn og þrumaði úr víta- teigshorninu neðst í fjærhornið, utanfótar með hægri. 2B 4 Alexander Högnason ¦ I braut af sér 25 metra frá marki og dæmd var auka- spyrna. Akurnesingar stilltu upp varnarvegg, Gunnar Oddsson stóð hægra megin við hann én fór frá er Lazorik þrumaði að marki með hægri fæti - í eyð- una sem Gunnar skildi eftir - og knötturinn sveif efst í vinstra horaið. Draumamark, á 43. mín. 2B*^Jóhannes Harðarson ¦ áEitók aukaspyrnu á hægri kanti, sendi yfir í vítateig- inn vinstra megin, þar'aem Har- aldur Ingólfsson, var ekkert að tvínóna við híutina heldur sendi knöttinn í fjærhorn marks- ins, utanfótar með vinstri á 62. mín. Emnig glæsilegt mark; skotið var ekki mjög fast, en hnitmiðað. 3B ^Eftir fyrirgjöf frá ¦ Jdhægri skallaði Gunn- ar Oddsson knðttinn til baka inn á markteig á 74. mín. þar sem Þórður markvörður IA og Sverrir Sverrisson bðrðust um knöttinn og - ótrúlegt, en satt - hafði Sverrir betur og skaliaði í netið. 3B^Ji ¦Ot ¦ "jíHaraldur Ingólfsson ¦ %ptók hornspyrnu frá hægri. Spyrnti knettinum með míklum snúningi inn á mark- teiginn, þar sem Þorvaldur Jónsson markvörður, aðþrengd- ur af mótherjum jafnt sem sam- herjum, reyndi að slá boltann frá en ekki vildi betur til en svo að Þorvaidur sió hann rakleiðis i eigið mark. Hann vildi fá dæmt brot og mótmælti við Gylfa dóm- ara, en uppskar aðeins gult spjaid. 4B*jEr aðeins fimm mín. BmJpvoru til leiksloka kór- ðnaði Rastislav Lazorik frá- bæran leik sinnmeð sigurmark- inu. Fékk knöttinn skammt utan vftateigs, plataði þrjá varnar- menn IA ilia og þrumaði með hægra fæti neðst í vinstra horn- ið frá vítateig. Sannkailað glæsi- mark frá þessum stórhættulega framherja. Glæsilegt sigurmark Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson RASTISLAV Lazorik gerði þrennu gegn íslandsmeisturunum, þar á meðal sigurmarkið rétt fyrlr leikslok og hér er það í uppsigl- Ingu. Lazorik iék á þrjá varnarmenn ÍA utan vítateigs, síðast Zoran Mlljkovlc og þrumaðl siðan í bláhornið skammt Innan vítatelgs. Lazorik og samherjar verða erfiðir við að eiga Leiftur sigraði íslandsmeistara ÍA 4:3 í Ólafsfírði í stórleik helgarinnar í 1. deild karla í knatt- spyrnu. Skapti Hallgrímsson var í hópi áhorf- enda, sá heimamenn vinna sanngjarnan sigur í spennandi og á köflum mjög skemmtilegum leik, og fínnst þeir haf a burði til að blanda sér af alvöru í baráttuna um íslandsmeistaratitilinn. MARGIR góðir leikmenn eru í liði Leifturs í Ólafsfirði í sumar. Vörn liðsins er sterk, miðjumennirnir dug- legir og hugmyndaríkir og í fremstu röð fylkingarinnar er leikmaður sem sannarlega er í fremstu röð: Tékkinn Rastislav Lazorik, sem kom frá Breiðabliki fyrjr leiktímabilið, fór á kostum gegn ÍA og sýndi svo ekki verður um villst að hann er einn hættulegasti framheiji í deildinni. Ólafsfirðingarnir eru nú með sex stig eftir þrjá erfiða leiki; byrjuðu á að sigra IBV í Eyjum, töpuðu síðan fyr- ir KR í Reykjavík og sigruðu nú meistara ÍA á heimavelli. Mikið býr sem sagt í liðinu, það er ljóst, en leikmenn mega ekki halda að hlutirn- ir komi af sjálfu sér, eins og virtist raunin stóran hluta seinni hálfleiks- ins gegn ÍA. Meistaralið Akurnesinga hafði sigrað í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni en vitað var að þessi yrði fyrsta alvöru próf þeirra í deildinni. Og eftir að hafa séð viðureignina um helgina virðist liðið ekki eins sterkt um þessar mundir og síðustu ár, þótt auðvitað geti það verið tíma- bundið ástand því góður mannskapur er til staðar. Þórður markvörður er reyndar mjög góður, vörnin hefur burði til að vera sterk þótt hún hafi ekki verið sérlega sannfærandi á laugardag, en miðjumennirnir voru ekki uppbyggjandi ef Jóhannes Harð- arson er undanskilinn. Jóhannes er efni í mjög góðan leikmann en „gömlu mennirnir" á miðjunni eru ekki eins góðir og síðustu ár. Ólafur Þórðarson, Alexander Högnason og Haraldur íngólfsson geta allir betur og lið IA munar um minna. Reyndar verður að geta þess að þeir voru duglegir, gáfu ekki þumlung eftir og Haraldur skoraði eitt og hálft mark - ef svo má að orði komast. Þá var framlína Skagaliðsins ekki beitt. Mihajlo Bibercic og Bjarni Guðjónsson sköpuðu ekki mikla hættu. Hafa verður í huga að Steiriar Adolfsson var rekinn út af eftir hálf- tíma leik og að því leytinu til ekki sanngjarnt að dæma Skágaliðið út frá leiknum í heild vegna þess. Þó verður að segjast alveg eins og er að þann hálftíma sem liðinn var er rauða spjaldið fór á loft sýndi liðið ekki mikið. Skagamenn voru heppnir að fá ekki á sig fleiri mörk en barátta þeirra var reyndar aðdáunarverð; þeir voru einum færri tvo þriðju hluta leiksins og hefðu engu að síður getað náð einu stigi, hefði heppni verið með þeim. Þar hefði reyndar þurft talsverða heppni en heilladísirnar fylgdu meisturunum ekki að málum að þessu sinni og sigur heimamanna var sanngjarn, það verður að segjast alveg eins og er. Tæpar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum þegar Bibercic kom Skagamönnum yfir og Lazorik jafn- aði nokkrum mín. síðar. Strax var ljóst að stefndi í hörkuleik og sú varð raunin. Ekki er hægt að segja að liðin hafi boðið upp á hágæða knattspyrnu, þó mjög góðir kaflar hafí sést, einkum af hálfu heima- manna, en leikgleðin var mikil og spennan einnig. Bæði lið ætluðu sér að sækja og sérstaklega voru heima- menn skeinuhættir í fyrri hálfleik, er þeir léku undan nökkrum vindi. Leiftursliðið lék þá mjög vel, vörnin var góð, Gunnar og Sverrir firna- sterkir á miðjunni og Lazorik síógn- andi. Fyrir utan mörkin voru þeir tvívegis nálægt því að skora; Pétur Björn skaut í stöng eftir sendingu Dervic og Gunnar Már skallaði svo rétt framhjá eftir góða fyrirgjöf Lazoriks. Áhorfendur voru varla búnir að koma sér fyrir eftir leikhléið þegar Lazorik þrumaði í stöng Skaga- marksins af stuttu færi og skömmu síðar bjó hann til gott færi fyrir Pétur Björn, með aðstoð Páls Guð- mundssonar, en Pétur skaut föstu skoti yfir markið af stuttu færi. Heimamenn virtust sem sagt ætla að kafsigla gestina í byrjun hálfleiks- ins, en hlutirnir breyttust snöggt. Leiftursmenn hættu að taka á, hættu nánast að hreyfa sig á vellinum og það var eins og við manninn mælt; Sverrir vankaðist er hann gerði þriðja markið SVERRIR Sverrisson vankaðist er hann gerði þriðja markið gegn í A og varð að fara af velli. Eftir að Gunnar Oddsson skallaði knðttinn til hans börðust þeir um boltann, Sverrir og Þórður markvörður, og sá fyrrnefndi hafði betur. Þórður reyndi að slá knóttinn frá en hitti ekki, heldur sló Sverri í gagnaugað með f yrrgreindum afleiðingum. Ett höggið var „aigjörlega óvart," eins og Sverrir sagði við blaðamann eftir leikinn. Skagamenn gengu á lagið, voru fljót- ir að notfæra sér möguleika og skyndilega voru það þeir sem réðu ferðinni. Og jöfnunarmarkið kom fljótlega, er Haraldur Ingólfsson gerði laglegt mark. Skagamenn voru mun sókndjarf- ari næstu mínúturnar og ekki að sjá að þeir væru einum færri, og það var gegn gangi leiksins á þessum kafla er Sverrir Sverrisson kom heimamönnum aftur yfir. Fögnuður áhorfenda var mikill en aðeins liðu fjórar mínútur þar til aftur var orðið jafnt. Síðasta stundarfjórðunginn vöknuðu Leiftursmenn svo aftur til lífsins og hrelltu varnarmenn gest- anna hvað eftir annað. Skot Lazoriks var varið á marklínu og augabragði síðar varði Þórður mjög vel frá þeim sama Lazorik. Gunnar Oddsson komst síðan í gott færi en skaut yfir ÍA-markið en síðan má segja að rétt- lætinu hafi verið fullnægt er títt- nefndur Lazorik - sem greinilega er sannkallaður happafengur fyrir Ól- afsfirðinga - gerði glæsilegt sigur- mark er skammt lifði hefðbundins leiktíma. Viðstaddir héldu að lokasek- úndurnar tifuðu er þarna var komið sögu, en vegna tafa lét Gylfi Orrason leikinn reyndar halda áfram hátt í tíu mínútur. A þeim tíma fékk Leiftur enn eitt dauðafærið; Baldur Bragason komst einn í gegn eftir sendingu Gunnars Oddssonar, Þórður kom út á móti en knötturinn skoppaði fram- hjá fjærstönginni. Aðeins munaði þar fáeinum millimetrum. Leikurinn var góð skemmtun og ljóst að Óskar Ingimundarson þjálf- ari Leifturs er að púsla saman góðu liði. Mannskapurinn kemur víða að en heildin er góð og á að geta orðið enn betri. Skagamenn virkuðu ekki sannfærandi sem fyrr segir en Guð- jón Þórðarson á að baki langan og glæsilegan þjálfaraferil og ekki þyrfti að koma á óvart þó Skaga-vél- in, sem svo hefur oft verið nefnd síðustu árin, hrðkkvi í gang innan tíðar. Hann á örugglega einhver spil uppi í erminni og meistararnir láta íslandsbikarinn ekki baráttulaust af hendi, svo mikið er vist. Hínir leikirnlr / B5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.