Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGURH.JÚNÍ1996 B 5 KNATTSPYRNA KR-ingar á toppinn KR-INGAR náðu efsta sæti 1. deildar karla með því að sigra Valsmenn örugglega 3:0 á Laugardalsvelli í 3. umferð ís- landsmótsins á laugardaginn. Sigur KR-inga var síst of stór því yfirburðir þeirra voru miklir. Guðmundur Benediktsson skoraði tvö marka KR-inga og Ásmundur Haraldsson það þriðja. Guðmundur Benediktsson fór 4 kostum í leiknum. Auk þess skora tvö glæsileg mörk lagði hann upp það þriðja og mataði samherja sína hvað eftir annað með snilldarsending- um eins og honum einum er lagið. „Við spiluðum ekki nægilega vel í fyrri hálfleik þó svo við stjórnuðum leiknum. Náðum ekki að skapa okk- ur nægilega mörg færi. í síðari hálf- leik gekk þetta betur og sigurinn var aldrei í hættu og við hefðum átt að bæta við fleiri mörkum. Það er þægilegt að vera í efsta sæti, en það Om *9 Ásmundur Haralds- ¦ I son áttt sendingu á Heimi Guðjónsson, sem var við vítateig Vals á 34. mín. Heimir óð inn í vítateiginn hægra meg- in og'upp að endamörkum ög sendi þá knöttinn fyrir markið og þar var Guðmundur Bene- diktsson réttur maður 4 réttum stað og skailaði hann S vinstra markhornið. Om.*% KR-ingar sóttu að sfi, vítateig Vals á 51. mín. Stefán Ómarsson varnar- maður Vals náði ekki að hreinsa frá því Ásmundur Haraldsson sótti að honum og traflaði. Lár- us Sigurðsson markvörður kom hlaupandi út ör markinu — að yítateignum og náði að slá boit- ann frá. Boltinn barst út til Guðmundar Benediktssonar sem tók boltann viðstððulaust af 25 metra færi og lyfti honum yfir vörn og markvörð Vals og í markið. Glæsilega gert og vei hugsað. 0«'O Hröð sók KR-inga U%3 á 53. mínútu. Einar Þór Danielsson sendi á Guð- mundur Benediktsson sem var við vítaeignum miðjum og hann renndi boltanum til hliðar á Ásmuiu! Haraldsson sem stakk sér í gegnum vðrnina - inn í yítateiginn og skoraði í hægra hornið framhjá Larusi sem kom út 4 móti. Leiknirvann kærumálið LEIKNIR frá Fáskrúðsfirði vann kærumálið gegn KVA og leikur því við Sindra í bikar- keppni KSÍ. Leiknir kærði leikinn gegn KVA í 1. umferð bikarkeppninnar, sem KVA vann, vegna þess að einn leik- maður KVA, sem lék umrædd- an leik, átti að vera í leik- banni. Leikur Leiknis og Sindra fer fram í kvöld. Það lið sem sigrar mætir 1. deild- arliði Sljörnunnar í 32-liða úrslitum. Reyni í Sandgerði var dæmdur 3:0 sigur gegn Þrótti frá Neskaupstað þar sem síð- arnefnda liðið notaði ólögleg- an leikmann og er Þrótti einn- ig gert að greiða 78.500 króna sekt. er enn langt í land," sagði Guðmund- ur. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Vals og KR-ingar léku eins og þeir sem valdið hafa. Boltinn gekk vel 4 milli manna og uppskeran þrjú mörk sem var of lít- ið miðað við gang leiksins. Valsmenn 4ttu eina og eina skyndisókn þar sem Arnljótur n4ði stundum að stríða KR-vörninni. Leikur Vals hresstist aðeins eftir að Sigurbjörn Hreiðars- son kom inn á sem varamaður í síð- ari h41fleik. Eins og 4ður segir 4tti Guðmund- ur stjörnuleik. Heimir Guðjónsson var eins og kóngur í ríki sínu 4 miðj- unni og stjórnaði leik KR vel. Einar Þór var frískur 4 vinstri kantinum, sérstaklega í fyrri hálfleik og fóru flestar sóknir KR-inga í gegnum hann. Vörn KR var sterk með Brynj- ar Gunnarsson sem besta mann. Valsmenn eru með ungt og efni- legt lið og þeir reyna að spila boltan- um. Þeir töpuðu þó of mörgum n4g- vígum 4 miðjunni og vantaði meira sjálfstraust í leik sinn. Þeir eiga erf- itt tímabil framundan. „Sigur KR-inga var sanngjarn enda eru þeir með mjög vel spilandi lið. Við 4ttum dapran dag og hleypt- um KR-ingum allt of mikið inn í leikinn. Eg held að það séu þrjú til fjögur lið sem eru í sérflokki, KR, IA, ÍBV og Leiftur. Hin liðin eru öll á svipuðu róli. Við erum búnir með erfiða leiki og eigum Skagamenn í næstu umferð, en það er mikið eftir enn af mótinu og ég er ekki farinn að örvænta enn," sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari Vals. Marki Ásmundar fagnað Morgunblaðið/Golli KR-INGAR fögnuðu þrívegis á móti Val á Laugardalsvelll. Guðmundur Benedlktsson, Helmlr Guðjónsson og Þormóður Egilsson fagnar hér Asmundl, sem skoraði þriðja markið í lelknum. Eyjamenn héltíu sjó EYJAMENN geta talist góðir að hafa f engið öll þrjú stigin út úr viðeign sinni gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli á laugardaginn, lokatölur 3:2. Eyjamenn halda því sínu striki í efri hluta 1. deildar karla á sama tíma og Blikar verma botnsætið ásamt Keflavík með eitt stig að loknum þremur umferðum. „Við erum í leiðinlegri stöðu en verðum að vinna okkur út úr henni. Ég er viss um að hlutimir eiga eftir að smella saman hjá okkur ffljót- lega," sagði Arnar Grétarsson, fyrirliði Breiðabliks. Sigurður Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, hefur verið í vand- ræðum með lið sitt hingað til sökum ^¦¦i meiðsla margra leik- ívar manna. Nú færði Benediktsson hann Kjartan Ein- skrífar arsson inn á vinstri kantinn og lét ívar Sigurjónsson fram 4 völlinn með Anthony Karli Gregory. Sævar Pét- ursson lék í stöðu miðvarðar, en hver miðvörðurinn 4 fætur öðrum hefur hrokkið úr skaptinu hj4 Kópa- vogsliðinu fram til þessa. Nýliðinn Guðmundur Þ. Guðmundsson stóð vaktina með Sævar og komust þeir félagar allþokkalega fr4 sínu. Bæði lið fóru varlega af stað í blíðunni á Kópavogsvelli og fátt gerðist fyrsta stundarfjórðunginn, en þá fór að losna um menn. Sumar- liði Árnason fékk upplagt tækifæri en skaut yfir fr4 vítateig eftir langt útspark Friðriks Friðrikssonar markvarðar ÍBV. Blikar færðu sig upp 4 skaptið. Arnar fyrirliði átti þrumuskot sem Friðrik gerði vel í að verja. Eyjamenn sóttu í sig veðr- ið og voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og náðu nokkrum sinnum að gera usla með hraða sín- um í sókninni. Blikar n4ðu einni og einni skyndisókn, meðal annars er Arnar sendi fallega sendingu fr4 hægri kanti inn 4 vítateig vinstra megin þar sem Athony var of seinn að skjóta svo hætta yrði að. Áður en Eyjamenn skoruðu fyrsta mark sitt og eina mark fyrri leik- hluta höfðu þeir 4tt í tvígang góð færi. Nokkrum andartökum eftir að Leifur Geir Hafsteinsson hafði kom- ið ÍBV yfir, 1:0, bjargaði Friðrik vel hinum megin vallarins skoti frá ívari sem hafði komist í gott færi eftir stungusendingu fr4 Athony Karli. Blikar voru meira með knöttinn í síðari hálfleik og lögðu aukinn þunga í að sækja en áður hafði verið. Kri- stófer Sigurgeirsson kom inn á 56. mínútu fyrir Anthony Karl og varð sú skipting til að hressa upp á sókn- arleik Blika. En Eyjamenn eru fljót- ir og með skyndisóknum sínum veittu þeir gestgjöfum sínum nokkr- ar skráveifur sem þegar öllu var á botnin hvolft nægði þeim til sigurs. Eftir að nokkur færi höfðu farið forgörðum hj4 Blikum tókst þeim að jafna sanngjarnt 4 64. mínútu, en Eyjamenn komust yfir tveimur mínútum síðar beint úr aukspyrnu er Theódór Hervarsson sem var ný- kominn inn á sem varamður hafði brotið klaufalega af sér. „Þetta mark var klaufaskapur og rothögg eftir að hafa verið mun meira með boltann," sagði Arnar Bliki. Síðustu tíu mínútur leiksins sóttu Blikar af miklum móð og fengu a.m.k. fjögur upplögð færi sem ekki hefði verið ósanngjarnt að þeir hefðu fengið eitt mark úr en Friðrik og hans menn í vörn ÍBV voru 4 verði. í stað þess að Blikar jöfnuðu voru það Eyjamenn sem gerðu þriðja markið í snotri skyndisókn og menn höfðu vart jafnað sig á henni er Kristófer skoraði langþráð mark fyr- ir Blika en það kom of seint og Eyjmenn fóru heim með öll þrjú stig- in en leikmenn Breiðabliks s4tu eftir með s4rt ennið. FOLX ¦ SIGURÐUR Grétarsson, þjálfari Vals, lék ekki með liði sínu gegn KR. Hann er meiddur og sagðist vera kl4r í slaginn gegn ÍA annað kvöld. ¦ SIGURBJÖRN Hreiðarsson, sem hefur verið meiddur, lék fyrsta leik sinn á tímabilinu er hann kom inn 4 sem varamaður hj4 Val gegn KR. ¦ VALSMENN fóru um Vest- urbæinn 4 bíl með hátalara fyrir leikinn gegn KR 4 laugardaginn. Þar hljómaði „áfram Valur, 4fram Valur" við miður góðar undirtektir Vest- urbæinga. ¦ THEÓDÓR Hervarsson hefur verið meiddur síðustu tvær vikur og lítið æft. Hann kom þó inn á 65. mínútu gegn ÍBV og lék til enda. Hann er enn einn varnarmaður Breiðabliks sem meiðist og sagði Sigurður Halldórsson þjálfari eftir leikinn að þar væri eins og við mann- inn mælt, um leið og hann notaði leikmann sem miðvörð þ4 meiddust þeir. ¦ KRISTÓFER Sigurgeirsson lék sinn fyrsta leik með Blikum { sumar gegn ÍBV á laugardaginn, kom inn 4 sem varamaður 4 56. mínútu og skoraði annað mark liðsins í leiknum. ¦ KRISTÓFER skipti yfir í KR síð- asliðið haust og æfði með liðinu þangað til í vor að hann hætti skyndi- lega. Eftir talsvert stapp varð það að samkomulagi að Breiðablik keypti hann til baka frá KR á sama verði og KR greiddi fyrir hann sl. haust að viðbættum þeim kostnaði sem KR-ingar höfðu af veru hans. Leikheimild var síðan veitt á föstu- daginn. 1m #%Tryggyi Guðmunds- *%Json tók hornspyrnu fyrir ÍBV frá hægri á 38. mín- útu og sendi háa sendingu inn á markteiginn þar sem Leifur Geir Hafsteinsson stökk hæst og skallaði í hægra markhornið. 1b 4 Á 64. mfnútu tók ¦ 1 Páimi Haraidsson hornspyrnu frá vinstri og sendi stutt tii H4kons Sverrissonar sem stattur yar rétt við víta- teigshornið. Hákon sendi fyrir markið en knötturinn skaust í hendina 4 Hlyni Stef4nssyni og var umsvifalaust dæmd víta- spyrna. Úr henni skoraði Arnai- Grétarsson af öryggi í vinstra hornið en Friðrik markvðrður fðr í.hitt. 1:2 Leikmenn ÍBV fengu aukaspyrnu tveimur metrum fyrir framan miðjan vítateiginn. Spyrnuna tðk Bjarnólfur Lárusson Og hann skaut rakleitt í hægra markhorn- ið. Þetta gerðist á 66. mínútu. 1:3 Kristinn Hafliðason var með knöttinn rétt fyrir framan miðjan vítateig Breiðabliks 4 88. mhiútu og sendi hnitmiðaða sendingu til vinstri 4 Tryggva Guðmunds- son sem tók við boltanum 4 fyrsta og lyfti knettinum yfir Cardaklija sem reyndi að bjarga með úthlaupi en knötturinn fór markið. 2»^J Leikmenn Breiða- ¦ W bliks tóku miðju strax á miðju og sendu knðttinn 4 Kristófer Sigurgeirsson sem staddur var rétt fyrir framan miðjuhringinn Eyjamegin. Kri- stófer iék ákveðinn beint fram völlinn og er hann var kominn upp að vítateig skaut hann ra- kleitt í áttina að markinu og viti menn skotið rataði { hægra markhornið án þess að Friðrik fengi við nokkuð ráðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.