Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + KNATTSPYRNA Óskabyrjun Þjóðverja ÞJÓÐVERJAR byrjuðu Evrópu- keppnina með glæsibrag. Þeir sigruðu Tékka sannf ærandi 2:0 með mörkum frá Christian Ziege og Andy Möller með sex mínútna millibili ífyrri hálfleik. Eini skugginn á gleði Þjóðverja yfir sigrinum var að varnar- maðurinn sterki, Jiirgen Kohl- er, meiddist illa á hægri ökkla í upphaf i leiks og getur ekki leikið meira með í keppninni. Leikurinn þótti harður, enda gaf dómarinn tíu áminningar í leiknum. Sigur Þjóðverja var sann- gjarn og lið þeirra sýndi nokkra yfírvegun í leik sínum mest allan leikinn. Tékkar sóttu þó mjög í sig veðrið síðustu mínúturnar án þess að skapa sér verulega hættuleg færi. Þýsku leikmennirnir geta nú mætt Rússum og ítölum fullir sjálf- strausts með þrjú stig í farteskinu og Jiirgen Klinsmann lausan úr leikbanninu. Varnarmaðurinn Christian Ziege, sem missti af úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Banda- ríkjunum fyrir tveimur árum vegna meiðsla, gaf þýska liðinu tóninn á 26. mínútu. Hann skoraði fallegt marki er hann fékk sendingu frá Fredi Bocic vinstra megin í víta- teignum, lék á tvo varnarmenn og skoraði í markhornið nær. Þetta var aðeins þriðja landsliðsmark Zieges. Aðeins sex mínútum síðar bætti Andy Möller öðru marki við og var það einnig mjög glæsilegt. Hann einlék með knöttinn frá miðju að vítateig Tékka, plataði varnarmenn með því að leika til hægri og þrum- aði boltanum af 20 metra færi neðst í vinstra hornið. Kohler ekki meira með JÚRGEN Kohler, varnarmaður Þjóðverja, meiddist illa á hægrí ökkla í upphafi leiksins gegn Tékkum á sunnudaginn og ieikur ekki meira með í Evrópukeppninni. Kohler lýsti þvi yfír fyrir keppnina að þetta myndi verða hans siðasta stórmót og má þvi segja að endirinn hafi verið frekar snu bbóttur bjá honum. Berti Vogts landsliðsþjálfari sagði: „Ég vonaað þetta hafi ekki verið siðasti landsleikur hans. Ég vona að hann nái sér sem fyrst og ég hlakka til að sjá hann aftur í landsliðinu." Kohler, sem hefur leikið 84 landsleiki, sagði að góðu fréttirnar væru þær að hann þyrftí ekki að fara í aðgerð, heldur væri það aðeins hvUd sem læknaði hans mein. Reuter ANDY Möller áttl góðan lelk með ÞJóðverjum og skoraði síð- ara mark þeirra á móti Tékkum eftir elnleik upp hálfan völllnn. Englend- ingar gengu niðurlútir af velli ENGLENDINGAR voru mjög óánægðir með leik sinn á móti Sviss í opnunarleik keppninnar fyrir framan 76 þúsund áhorf- endur á Wembley-leikvanginum á sunnudaginn. Þeir höfðu gert sér miklar vonir fyrir keppnina en byrjunin lofar ekki góðu — jafntefli við Sviss og máttu þakka fyrir það. Á myndinni hér til hlið- ar ganga leikmenn enska liðsins niðurlútir af velli; fremst er Darren Anterton, þá Terry Ven- ables landsliðsþjálfari og síðan Paul Gascoigne. Berti Vogts þjálfari var að von- um ánægður með sigurinn en sagði að meiðsli Kohlers kæmu sér afar illa fyrir liðið. „Þetta er mjög slæmt fyrir okkur því líklega er hann einn allra besti varnarmaður keppninn- ar." Um leikinn sagði hann: „Við lékum vel í 60 mínútur en síðustu 30 mínúturnar lékum við ekki nægilega vel. Ég mun ræða sér- staklega um þessar síðustu mínútur við leikmenn mína fyrir næsta leik," sagði þjálfarinn. Mark Shearers dugði sk ALAN Shearer, sem gerðl fyrsta mark Evrópukeppninnar — f við Yvan Quentln, lelkmann Svlss, í opnunarleiknum á Wemble til hliðar fagnar Kubllay Turkyllmaz jöfnunarmarkínu sem h mínútum fyrlr leikslok. Svisslendingar skyj á gleði Englendim SVISSLENDINGAR skyggðu á gleði Englendinga með þvíað jafna, 1:1, undir lokin iopnunarleik Evrópukeppninnar á Wembley-leikvang- inum á laugardaginn. Kubilay Turkyilmaz jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Sviss þegar sjö mínútur voru til leiksloka eftir að Alan Shearer hafði komið heimamönnum yfir á 23. mínútu. Enska liðið olli vonbrigðum íleiknum. Leikurinn byrjaði vel fyrir Englend- inga er Alan Shearer skoraði. Þetta var fyrsta mark hans fyrir enska landsliðið í 13 leikjum eða síðan í sept- ember 1994 og gaf það heimamönnum von um enn meira. Markið kom eftir sendingu Pauls Inces í gegnum sviss- nesku vörnina á Shearer sem hamraði boltann í hægra hornið. Enskir voru farnir að gæla við sigur í fyrsta leiknum er rothöggið kom á lokamínútum leiksins er spænski dóm- arinn Manuel Diez Vega dæmdi víta- spyrnu. Stuart Pearce varði þá skot Marcos Grassis með hönd innan víta- teigs. Turkyilmaz, sem hafði oft gert vörn Englendinga lífið leitt með hraða sínum og leikni, skoraði af öryggi úr vítinu — sendi David Seaman markvörð í vinstra hornið og skoraðj í það hægra alveg út við stöng. „Ég var ekki taugaóstyrkur þegar ég tók vítið. Markið virtist stærra en ég hélt. Það var þrekvirki að jafna en það var ekki nóg, við áttum að sigra," sagði Turk- yilmaz. Um vítaspyrnudóminn sagði Pearce eftir leikinn: „Ég er nógu heiðarlegur til að viðurkenna að skotið var í hönd- ina á mér, en ég setti ekki höndina í boltann. Boltinn fór aðeins í höndina," sagði hann. „Ég held að það hafi ekki verið rétt hjá dómaranum að dæma víti á Pearce. En við lékum alls ekki vel í síðari hálf- leik. Við virkuðum mjög þreyttir. Úr- slitin eru mikil vonbrigði fyrir okkur og vöru ekki þau sem við sóttumst eftir," sagði Terry Venables, þjálfari Englendinga. Margir undruðust inná- skiptingar Venables. Sérstaklega að taka Steve McManaman, sem hafði verið besti leikmaður liðsins út af um miðjan síðari hálfleik. Venables svaraði því aðeins til að hann hefði viljað setja óþreyttan mann inn á. Artur Jorge, hinn portúgalski þjálf- ari Svisslendinga, sagði að hans lið hefði verið nær sigri. „Við áttum að vinna. Enska liðið lék ágætlega í fyrri hálfleik en við stjómuðum leiknum í síðari hálfleik og áttum þá að skora tvö mörk. Við áttum skilið að sigra. Jafntefli er ekki mjög góð úrslit, en þau duga." Svisslendingar, sem aldrei hafa sigr- að Englendinga, voru nálægt því að jafna fjórum mínútum fyrir leikhlé er Grassi skaut í þverslá af þriggja metra færi eftir frábæran undirbúning Turk- yilmaz. Svisslendingar voru síðan mun betri í síðari hálfleik enda bakkaði enska liðið of fljótt til að freista þess halda fengnum hlut. Það er ekki góðs Pele gagnrýr bles fyrir va BRASBLÍSKI knattspyrnusnilliug- urinn Pele gagnrýndi Terry Ven- ables landsliðsþjálf ara Englend- inga fyrir of miida varkárni £ leik Iiðsins. Hann sagði í viðtali við dag- blaðið Liverpool Echo á laugardag- inn, fyrir opnunaiicikinn, að heimamenn gætu ekki orðið Evr- ópumeistarar nema leika meiri sóknarknattspyrnu en áður. „Enska liðið hugsar meira um að tapa ekki en að vinna. Ef þú vilt sigra verður þú að leika til sigurs," sagðí Pele í viðtalinu. „Ég kem ór öðruvísi skólaþar sem fyrst og fremst var hugsað um sigu spyi ensl þar fraii inór ekk liðii fyri P lant sagi góð fari vak úrsl Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.