Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Ekkert
stöðvar
Jordan
Chicago með pálmann íhöndunum
eftir þrjá sigra íjafn mörgum leikjum
Leikmenn Seattle SuperSonics
sáu aldrei til sólar í þriðja
leiknum gegn Chicago Bulls í bar-
áttunni um NBA-meistaratitilinn
þegar liðin mættust í Seattle í fyrri-
nótt. Chicago hreinlega valtaði yfir
Seattle og þegar upp var staðið
höfðu leikmenn gestanna gert 108
stig gegn aðeins 86 stigum heima-
manna.
Það var ljóst strax í fyrsta leik-
hluta hvert stefndi og um tíma var
líkt og aðeins eitt lið væri á vellin-
um. Allt virtist ganga upp hjá
Chicago, og þá sérstaklega Michael
Jordan, sem skoraði 12 stig strax
á upphafsmínútunum, en að sama
skapi mistókust nánast allar til-
raunir heimamanna til að koma
boltanum ofan í körfu andstæðing-
anna.
í öðrum leikhluta héldu leikmenn
Chicago uppteknum hætti og 15
stig í röð frá Michael Jordan skil-
uðu Chicago 24 stiga forystu í leik-
hléinu, 62:38. Heimamenn sýndu
örlítið lífsmark í þriðja leikhluta
og náðu að minnka muninn niður
í 12 stig, en lengra komust þeir
ekki og eftir að Jordan hóf fjórða
leikhluta með 5 stigum í röð fauk
síðasta von Seattle út í veður og
vind og eftirleikurinn var auðveldur
fyrir hið geysisterka lið Chicago.
Stórkostlegur
lelkur
„Þetta var stórkostlegur leikur
hjá okkur. Michael hélt okkur á
floti í fyrri hálfleik en allir lögðu
sitt til málanna í þeim seinni,“ sagði
Phil Jackson, þjálfari Chicago,
glaður í bragði eftir leikinn, en
George Karl, þjálfari Seattle, vissi
upp á sig sökina í leikslok og sagði
sína menn hafa verið rassskellta í
leiknum.
Það er ljóst að róðurinn verður
þungur fyrir Seattle í næsta leik,
en ekkert lið í sögu NBA-deildar-
innar hefur náð að snúa stöðunni
0:3 sér í hag. „Það var svekkjandi
að tapa á heimavelli eins illa og
við gerðum, það eina sem við getum
gert er að beijast betur í næsta
leik,“ sagði Shawn Kemp, sterkasti
leikmaður Seattle, en Kemp náði
sér aldrei á strik í leiknum og
skorðaði aðeins 14 stig.
14sigrar, eitttap
Chicago hefur nú unnið 14 leiki
í úrslitakeppninni og aðeins tapað
einum, en ekkert lið hefur fagnað
meistaratitlinum með aðeins einn
ósigur á bakinu í úrslitunum.
Chicago virðist óvinnandi virki um
þessar mundir og þarf George Karl
heldur betur að leggja höfuðið í
bleyti og finna upp einhvetjar nýjar
leikaðferðir ef leikmenn hans eiga
að ná að bjarga andlitinu.
Michael Jordan var langstiga-
hæstur í leiknum í fyrrinótt með
36 stig og sýndi það enn og sann-
aði að hann er ókrýndur konungur
körfuknattleiksins. Gary Payton,
leikmaður Seattle, sagði sjálfs-
traust Jordans hafa farið á æðra
stig í öðrum leikhluta: „Við gættum
hans ekki nógu vel og þótt karfan
sé fyrir mér aðeins hringur með
hangandi neti virðist hún endalaus
fyrir honum,“ sagði Payton enn-
fremur.
Longley mjög góður
Ástralinn Luc Longley kom
næstur hjá Chicago með 19 stig,
en er það persónulegt met hjá hon-
um í úrslitakeppni, Toni Kukoc
gerði 14 stig og átti sjö stoðsend-
ingar en Scottie Pippen hafði
óvenjuhægt um sig, átti að vísu
níu glæsilegar stoðsendingar en
gerði „aðeins“ 12 stig, sem þykir
víst ekki mikið á þeim bænum.
Hjá Seattle var Þjóðveijinn Detlef
Schrempf stigahæstur með 20 stig
en Gaiy Payton fylgdi fast á eftir
með 19. Flest fráköst í leiknum tók
hinn litríki Dennis Rodman, tíu tals-
ins, en Rodman sagði eftir leikinn
að hann væri undrandi á leik
Seattle-liðsins: „Þeir hafa algjörlega
misst taktinn. Það eina sem þeir
gera er að reyna að reita mig til
reiði. Þeir skilja ekki að það er ekki
hægt að reita meistarann til reiði.“
Þá bætti Rodman við að Chicago-lið-
ið hefði leikið stórkostlega og þegar
þeir væru í þessum ham gæti ekk-
ert lið í heiminum stöðvað þá.
Chicago er nú með pálmann í
höndunum og þarf aðeins einn sig-
ur í viðbót til að hampa meistara-
titlinum, en líklegt þykir að leik-
menn Seattle láti titilinn ekki bar-
áttulaust af hendi og komi því
ákveðnari til leiks aðfaranótt
fimmtudags en í leikjunum þremur
sem búnir eru.
FRJALSIÞROTTIR
Kóngurinn á flugi
Reuter
MICHAEL Jordan var stórkostlegur í lelknum og Ijóst þykir
að Jordan og samherjar hans fagna enn einum melstaratitlin-
um. Hersey Hawkins fylgist hér með kónginum að störfum.
Brynjar
, Karl til
ísafjarðar
Guðni Guðna:
son þjálfari KFÍ?
BRYNJAR Karl Sigurðsson
hefur verið ráðinn unglinga-
þjálfari hjá Körfuknattleiks-
félagi ísafjarðar. Hefur hann
þegar tekið til starfa. Brynj-
ar Karl hefur leikið með Val
og mun leika með liði KFÍ
sem leikur í fyrsta skipti í
úrvaldsdeildinni i haust.
Guðjón Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri KFÍ, seg-
ir að yngri flokkar félagsins
styrldst ny'ög í sumar, meðal
annars vegna ráðningar
Bryiyars Karls, þvi fjórir eða
fimm 18-19 ára strákar komi
vestur í skóla og til að leika
með liðinu.
Ekki hefur verið ráðinn
þjálfari úrvalsdeildarliðsins
en að sögn Guðjóns hafa stað-
ið yfir viðræður við Guðna
Guðnason fyrrverandi
landsliðsmann úr KR sem
leikið hefur með ÍS undan-
farna vetur um að flylja til
ísafjarðar og taka að sér
þjálfun liðsins.
Líkiegt er að sami sami
Banilaríkjamaður, Christ-
opher Osmont, leiíd með lið-
inu en ekki hefur verið geng-
ið frá því. Guðjón er einnig
að leita fyrir sér með leik-
mann frá Norðurlöndunum
því talið er að útlendingaregl-
an brotni upp í körfuboltan-
um eins og öðrum íþróttum.
Líklegt er að einn eða tveir
af leikmönnum síðasta árs
fari suður i háskólanám.
Vésteinn:
62,78 m
VÉSTEINN Hafsteinsson náði
besta árangri sínum á árinu á
fijálsíþróttamóti í Helsingborg
í Svíþjóð um helgina. Hann
kastaði kringlunni 62,78 metra
og hafnaði í öðru sæti í mótinu
á eftir Nink Swansney frá ír-
landi sem kastaði 64,38 metra.
Knut Hjeltness frá Noregi varð
þriðji með 60,06 metra. Vé-
steinn átti áður best 61,18
metra sem hann náði á móti í
Bandaríkjunum fyrir skömmu.
Tvö met Jóhanni til heiðurs
TVÖ íslandsmet í frjálsíþróttum voru sett á móti sem Ármann hélt
á sunnudaginn til heiðurs Jóhanni Jóhannssyni fyrrum formanni
frjálsfþróttadeildar og heiðursfélaga Glímufélagsins níræðum. Sig-
ríður Anna Guðjónsdóttir, HSK, stökk 13,07 metra í þrístökki og
svokölluð landssveit karla hljóp 4x100 metra boðhlaup á 41,22
sekúndum. Sveitin var skipuð Olafi Guðmundssyni, Jóni Arnari
Magnússyni, Birni Traustasyni og Jóhannesi Marteinssyni.
Ivar
Benediktsson
skrifar
eð boðhiaupinu þá bar Jón sig-
ur úr býtum í fjórum greinum
á mótinu og vann auk þess besta
afrek þess í karla-
flokki er hann stökk
7,52 metra í lang-
stökki. Sigríður
Anna vann besta af-
rekið í kvennaflokki með metstökki
sínu.
Þetta var síðasta mót Jóns Arn-
ars hér heima að sinni en um næstu
helgi keppir hann með félögum sín-
um í íslenska landsliðinu Evrópubik-
arkeppninni í tugþraut sem fram
fer í Tallin í Lettlandi. íslenska
landsliðið keppir nú í 1. deild karla
í fyrsta skipti eftir að það vann sinn
riðil í 2. deildarkeppninni í fyrra-
sumar á Laugardalsvelli. Hann
kvaðst vera í góðri æfingu og vera
bjartsýnn á verkefnið um næstu
helgi. Þá hefði íslandsmetið í 200
metra hlaupi í síðustu viku verið
óvænt ánægja. „Það eru líklega
komin tíu ár síðan ég keppti síðast
í tvöhundruð metra hlaupi og þá
set ég met. Ætli það líði ekki aftur
tíu ár þar til ég keppi næst í þess-
ari grein,“ sagði Jón og glotti við
tönn. „Á góðum degi ætti ég að
geta náð metinu í hundrað metra
hlaupi einnig."
„Þrautin um næstu helgi er sú
síðasta sem ég tek þátt í áður en
Olympíuleikarnir hefjast í næsta
mánuði. Síðan kem ég strax heim
aftur og verð heima fram að mánað-
amótum er ég fer út til Athens í
Bandaríkjunum þar sem ég verð þar
til keppni hefst í tugþraut á leikun-
um þann þrítugasta júlí. Undirbún-
ingurinn hefut' langur og strangur."
Meiðsli þau sem hann varð fyrir
í vinstri ökkla í Götzis eru óðum að
jafna sig en til þess að verða við
öllum búinn hefur hann lagt stund
á langstökk upp á síðkastið með
afstökki á hægri færi en ekki vinstri
eins og hann er vanur. „Það getur
verið gott að eiga varafót ef eitthvað
kemur upp á,“ sagði Jón. Hann hef-
ur á undanfömum mánuðum verið
í mikilli sókn í spjótkasti, kúluvarpi
og kringlukasti og kastaði meðal
annars tveimur metrum lengra en
áður í kringlukasti í síðustu viku.
„Ég og Gísli þjálfari höfum lagt
mikla vinnu í að laga tæknina hjá
mér í köstunum og það hefur strax
skilað sér í bættum árangri. Ég er
að gæla við að geta náð 64 til 65
metra köstum í spjótkasti, jafnvel
lengri hitti ég vel á. Þá kastaði ég
yfir sautján metra í upphitun í kúlu-
varpinu í Götzis um daginn þó ekki
gengi allt upp er til keppninnar kom.
Svo það eru talsverðar framfarir
væntanlegar og nú er bara að hitta
á það er á hólminn verður komið."
■ Úrslit / B10