Morgunblaðið - 11.06.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 11.06.1996, Síða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 B 7 KNATTSPYRNA eftir,“ sagði Terry Venables, þjálfari Englendinga. Margir undruðust inná- skiptingar Venables. Sérstaklega að taka Steve McManaman, sem hafði verið besti leikmaður liðsins út af um miðjan síðari hálfleik. Venables svaraði því aðeins til að hann hefði viljað setja óþreyttan mann inn á. Artur Jorge, hinn portúgalski þjálf- ari Svisslendinga, sagði að hans lið hefði verið nær sigri. „Við áttum að vinna. Enska iiðið lék ágætlega í fyrri hálfleik en við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik og áttum þá að skora tvö mörk. Við áttum skilið að sigra. Jafntefli er ekki mjög góð úrslit, en þau duga.“ Svisslendingar, sem aldrei hafa sigr- að Englendinga, voru nálægt því að jafna fjórum mínútum fyrir leikhlé er Grassi skaut í þverslá af þriggja metra færi eftir frábæran undirbúning Turk- yilmaz. Svisslendingar voru síðan mun betri í síðari hálfleik enda bakkaði enska liðið of fljótt til að freista þess halda fengnum hlut. Það er ekki góðs Óskabyriun Þjóðvevja ÞJÓÐVERJAR byrjuðu Evrópu- keppnina með glæsibrag. Þeir sigruðu Tékka sannfærandi 2:0 með mörkum frá Christian Ziege og Andy Möller með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik. Eini skugginn á gleði Þjóðverja yfir sigrinum var að varnar- maðurinn sterki, Júrgen Kohl- er, meiddist illa á hægri ökkla í upphafi leiks og getur ekki leikið meira með í keppninni. Leikurinn þótti harður, enda gaf dómarinn tíu áminningar í leiknum. Sigur Þjóðverja var sann- gjarn og lið þeirra sýndi nokkra yfirvegun í leik sínum mest allan leikinn. Tékkar sóttu þó mjög í sig veðrið síðustu mínúturnar án þess að skapa sér verulega hættuleg færi. Þýsku leikmennirnir geta nú mætt Rússum og ítölum fullir sjálf- strausts með þrjú stig í farteskinu og Júrgen Klinsmann lausan úr leikbanninu. Varnarmaðurinn Christian Ziege, sem missti af úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Banda- ríkjunum fyrir tveimur árum vegna meiðsla, gaf þýska liðinu tóninn á 26. mínútu. Hann skoraði fallegt marki er hann fékk sendingu frá Fredi Bocic vinstra megin í víta- teignum, lék á tvo varnarmenn og skoraði í markhornið nær. Þetta var aðeins þriðja landsliðsmark Zieges. Aðeins sex mínútum síðar bætti Andy Möller öðru marki við og var það einnig mjög glæsilegt. Hann einlék með knöttinn frá miðju að vítateig Tékka, plataði varnarmenn með því að leika til hægri og þrum- aði boltanum af 20 metra færi neðst í vinstra hornið. Berti Vogts þjálfari var að von- um ánægður með sigurinn en sagði að meiðsli Kohlers kæmu sér afar illa fyrir liðið. „Þetta er mjög slæmt fyrir okkur því líklega er hann einn allra besti varnarmaður keppninn- ar.“ Um leikinn sagði hann: „Við lékum vel í 60 mínútur en síðustu 30 mínúturnar lékum við ekki nægilega vel. Ég mun ræða sér- staklega um þessar síðustu mínútur við leikmenn mína fyrir næsta leik,“ sagði þjálfarinn. Kohler ekki meira með JURGEN Kohler, varnarmaður Þjóðveija, meiddist illa á hægri ökkla í upphafi leiksins gegn Tékkum á sunnudaginn og leikur ekki meira með í Evrópukeppninni. Kohler lýsti þvi yfir fyrir keppnina að þetta myndi verða hans síðasta stórmót og má því segja að endirinn hafi verið frekar snubbóttur hjá honum. Berti Vogts landsliðsþjálfari sagði: „Ég vona að þetta hafi ekki verið síðasti landsleikur hans. Ég vona að hann nái sér sem fyrst og ég hlakka til að sjá hann aftur í landsliðinu." Kohler, sem hefur leikið 84 landsleiki, sagði að góðu fréttiraar væru þær að hann þyrfti ekki að fara í aðgerð, heldur væri það aðeins hvíld sem læknaði hans mein. Mark Shearers dugði skammt Reuter ALAN Shearer, sem gerði fyrsta mark Evrópukeppninnar — fyrir England, er hér í baráttu við Yvan Quentin, leikmann Sviss, í opnunarleiknum á Wembley á laugardaginn. Á myndlnni til hliðar fagnar Kubilay Turkyilmaz jöfnunarmarkinu sem hann gerði úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok. Svisslendingar skyggðu á gleði Englendinga SVISSLENDINGAR skyggðu á gleði Englendinga með því að jafna, 1:1, undir lokin í opnunarleik Evrópukeppninnar á Wembley-leikvang- inum á laugardaginn. Kubilay Turkyilmaz jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Sviss þegar sjö mínútur voru til leiksloka eftir að Alan Shearer hafði komið heimamönnum yfir á 23. mínútu. Enska liðið olli vonbrigðum i'leiknum. viti hjá liði sem leikur á heimavelli og ætlar sér stóra hluti í keppn- inni. Það fékk að blæða fyrir það í lokin. Jafntefli þýðir að Englendingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni Evrópumóts síðan 1980 er þeir unnu Spánveija 2:1. Sviss leikur næst við Holland á Villa Park á fimmtudag og England mætir Skotlandi á Wembley á laugardag. í vinstra hornið og skoraðj í það hægra alveg út við stöng. „Ég var ekki taugaóstyrkur þegar ég tók vítið. Markið virtist stærra en ég hélt. Það var þrekvirki að jafna en það var ekki nóg, við áttum að sigra,“ sagði Turk- yilmaz. Um vítaspyrnudóminn sagði Pearce eftir leikinn: „Ég er nógu heiðarlegur til að viðurkenna að skotið var í hönd- ina á mér, en ég setti ekki höndina í boltann. Boltinn fór aðeins i höndina," sagði hann. „Ég held að það hafi ekki verið rétt hjá dómaranum að dæma víti á Pearce. En við lékum alls ekki vel í síðari hálf- leik. Við virkuðum mjög þreyttir. Úr- slitin eru mikil vonbrigði fyrir okkur og vöru ekki þau sem við sóttumst Reuter ANDY Möller átti góðan leik með Þjóðverjum og skoraði síð- ara mark þelrra á móti Tékkum eftir efnleik upp hálfan völlinn. Leikurinn byijaði vel fýrir Englend- inga er Alan Shearer skoraði. Þetta var fyrsta mark hans fyrir enska landsliðið í 13 leikjum eða síðan í sept- ember 1994 og gaf það heimamönnum von um enn meira. Markið kom eftir sendingu Pauls Inces í gegnum sviss- nesku vörnina á Shearer sem hamraði boltann í hægra hornið. Enskir voru farnir að gæla við sigur í fyrsta leiknum er rothöggið kom á lokamínútum leiksins er spænski dóm- arinn Manuel Diez Vega dæmdi víta- spyrnu. Stuart Pearce varði þá skot Marcos Grassis með hönd innan víta- teigs. Turkyilmaz, sem hafði oft gert vörn Engiendinga lífið leitt með hraða sínum og leikni, skoraði af öryggi úr vítinu — sendi David Seaman markvörð Englend- ingar gengu niðurlútir af velli ENGLENDINGAR voru mjög óánægðir með leik sinn á móti Sviss í opnunarleik keppninnar fyrir framan 76 þúsund áhorf- endur á Wembley-leikvanginum á sunnudaginn. Þeir höfðu gert sér miklar vonir fyrir keppnina en byijunin lofar ekki góðu — jafntefli við Sviss og máttu þakka fyrir það. Á myndinni hér til hlið- ar ganga leikmenn enska liðsins niðurlútir af velli; fremst er Darren Anterton, þá Terry Ven- ables landsliðsþjálfari og síðan Paul Gascoigne. Reuter Pele gagnrýndi Vena- bles fyrir varnarleik BRASILÍSKI knattspyrnusnilling- urinn Pele gagnrýndi Terry Ven- ables landsliðsþjálfara Englend- inga fyrir of mikla varkárni í leik liðsins. Hann sagði í viðtali við dag- blaðið Liverpool Echo á laugardag- inn, fyrir opnunarleikinn, að heimamenn gætu ekki orðið Evr- ópumeistarar nema leika meiri sóknarknattspyrnu en áður. „Enska liðið hugsar meira um að tapa ekki en að vinna. Ef þú vilt sigra verður þú að leika til sigurs,“ sagði Pele í viðtalinu. „Ég kem úr öðruvísi skóia þar sem fyrst og fremst var hugsað um sigur. Ef leikin er sóknarknatt- spyrna er meiri von á sigri. Ég sá enska liðið leika gegn Portúgal og þar þorðu vamarmennirnir ekki fram á völlinu. Shearer, sem skorar mörg mörk fyrir félagið sitt, fær ekki nægilega aðstoð í enska lands- liðinu. Svo er fólk að álasa honum fyrir að skora ekki.“ Pele spáir Hollandi og Þýska- landi bestu gengi í keppninni og sagði að England gæti líka gert góða hluti, en til þess yrði hugar- farið að breytast. „Ef enska liðið vaknar til lífsins, gæti það leikið til úrslita.“ ^UMBRO ÍÞRÓTTAFATNAÐUR ® ÁSTUHD ® SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Austurver ^r-^r—iírrv-mmrrr- hafi síðari hálfleiks. „Undirbúning- ur okkar fyrir leikinn var réttur. Við gátum ekki meira, við lékum okkar sóknarbolta og uppskárum fjögur eða fimm góð marktæki- færi. Ég held að Spánveijar geti verið ánægðir með jafntefiið." Javier Clemente, þjálfari Spán- veija, sagði; „Ég er ánægður með hvernig við náðum að snúa leiknum og jafna eftir að hafa lent undir. Eftir að Pizzi var rekinn útaf gátum við ekki sótt eins mikið.“ Alfonso sagði að líklega hefði enginn skorað eins fljótt og hann eftir að hafa komið inná sem vara- maður í Evrópukeppni. „Ég yrði mjög undrandi ef einhver annar hefur skorað svo fljótt með fyrstu snertingu sinni,“ sagði Alfonso sem leikur með Real Betis. Léttleikandi Portúgalir í erfiðleikum með Dani Varamaðurinn Alfonso Perez bjargaði stigi fyrir Spánveija með því að jafna með fyrstu snert- ingu sinni í leiknum gegn Búlgörum í B-riðli á Elland Road á sunnudag- inn. Jöfnunarmarkið kom á 74. mínútu eftir að Hristo Stoichkov hafði komið Búlgörum yfir með marki úr vítaspyrnu níu mínútum áður. Alfonso, sem hafði verið inn á vellinum í aðeins nokkrar sekúndur, þegar hann jafnaði. Sergi Baijuan átti þá skot að marki frá vinstri og boltinn fór í Alfonso og breytti um stefnu og skaust í markið framhjá Boris Mihailov markverði. Sergi Baijuan átti einnig þátt í markinu sem Spánveijar fengu á sig á 65. mínútu er hann braut á Emil Kostadinov og vítaspyrna dæmd. Stoichkov skoraði úr vítinu af öryggi. Búlarar voru einum leikmanni færri er Spánveijar jöfnuðu því Peter Hubchev var vikið af leikvelli tveim- ur mínútum áður fyrir að bijóta á Jose Luis Caminero rétt utan vítateigs. Spænski framheijinn Juan Pizzi var einnig rekinn af velli tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið fyrir að bijóta á varnar- manninum Radostin Kishishev. Stoichkov fyrirliði Búlgara var mjög ósáttur við frammi- stöðu dómarans. „Sá maður á vellinum sem gerði flest mistök var dómarinn," sagði fram- heijinn sem leikur með Parma. „Það er ekki hægt að senda tvo lykil- menn liðanna út af sé svona.“ Hann gagn- rýndi einnig dómarann fyrir að dæma rang- stöðu er hann skoraði „löglegt" mark í upp- Reuter HRISTO Stoichkov kom Búlgörum yfir með marki úr vítaspymu en Spánverjar jöfnuðu. ■ OPNUNARLEIK Evrópu- mótsins í knattspyrnu var sjón- varpað beint til 220 landa víðsveg- { ar í heiminum og talið er að um | 400 milljónir manna muni fylgjast með dýrðinni. í keppninni allri verða hins vegar fjögur þúsund sjónvarps- og útvarpsþulir til taks og munu þeir flytja þjóðum sínum nýjustu fréttir af gangi mála á Englandi. ■ Á WEiMBLEF-leikvanginum, j þar sem margir af stærstu íþrótta- viðburðum sögunnar hafa farið fram, hefur sætum nú verið fækk- að í 76.000. Kostnaður við fram- kvæmdirnar er talinn um 3,9 miilj- arðar króna og er áætlað að reisa nýjan þjóðarleikvang á staðnum. ■ SJUKRA GÆSLA verður öflug á Wembley en 80 sjúkraliðar verða til taks auk þriggja lækna og sérfræðinga í skyndihjálp ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Þá j verða á staðnum sex sjúkrabílar tilbúnir að flytja fólk á nærstödd , sjúkrahús ef með þarf. ■ EINNIGve rður á staðnum fjöl- mennt Iið lögreglumanna en áætl- að er að fjöldi laganna varða verði vel á þriðja hundrað. ■ DOMARI opnunarleiksins var hinn litríki Manuel Diaz Vega frá Spáni, sá hinn sami og dæmdi úrslitaleik Evrópukeppni meist- araliða milli Juventus og Ajax á dögunum. Á átta ári ferli sem dómari hefur Diaz Vega gefið 600 gul spjöld og sent 39 leikmenn af velli. ■ CHRISTOPHE Ohrel, einn leikreyndasti leikmaður sviss- neska landsliðsins í knattspyrnu, með 47 landsleiki, heltist úr lest- inni á lokaspretti á undirbúningi liðsins. Ástæðan er sú að hann tábrotnaði á æfingu. í hans stað hefur komið Patrick Sylvester, leikmaður Sion. ■ SKOSKUM áhorfendum hefur af öryggisástæðum verið bannað að taka með sér sekkjapípur á leiki í keppninni. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að þeir geti falið óæskilega hluti, svo sem hnífa eða önnur álíka hættuleg vopn, í pípunum. ■ ANDONI Zubizarreta, mark- vörður Spánverja, lék 107. lands- leik sinn gegn Búlgörum á Elland Road á sunnudaginn. Hann er 34 ára gamall og hefur leikið í þrem- ur heimsmeistarakeppnum. ■ ENGLENDINGAR gera sér vonir um að góð framkvæmd Evr- ópukeppninnar verði til þess að þeir eigi meiri möguleika á að fá heimsmeistarakeppnina árið 2006 og Olympíuleikana tveimur árum ‘ síðar. PORTÚGALIR sýndu mjög góð- an leik er þeir gerðu jafntef li, 1:1, við Evrópumeistara Dani í opnunarleik D-riðils á Hills- borough í Sheffield á sunnu- daginn. Það var aðeins fyrir frábæra frammistöðu Peters Schmeichels í markinu að þeir skorðu ekki fleiri mörk. Eftir mikinn sóknarþunga Port- úgala í upphafi leiks fengu Danir sannkallaða óskastöðu er Brian Laudrup gerði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu og var það frekar slysalegt fyrir Portúgali. Baia, markvörður þeirra, ætlaði að spyrna boltanum út úr vítateignum eftir að hafa fengið sendingu til baka frá samheija. Ekki vildi betur til en svo að boltinn fór í höfuðið á Mikkel Bech og þaðan til vinstri fyrir fætur Brians, sem þrumaði boltanum með hægri fæti efst í vinstra markhomið. Markið kom Portúgölum í opna skjöldu því þeir höfðu stjórnað leiknum af mikilli leikni. Hraðinn var mikill í leik þeirra enda liðið skipað mjög tæknilega góðum leik- mönnum, eins og Rui Costa og Joao Pinto, sem náðu oft að opna vörn Dana upp á gátt en þá var það helsta hindrunin sem varð á vegi þeirra, Peter Schmeichel. Atgangurinn við mark Dana jókst í síðari hálfleik og það varð eitthvað að láta undan og það gerð- ist þegar átta mínútur voru liðnar. Joao Pinton náði þá að bijótast upp vinstri kantinn og sendi boltann inn í vítateiginn og þar var félagi hans, Sa Pinto, og skallaði neðst í hægra hornið — óveijandi fyrir Scheichel. Danir fengu reyndar tvívegis ágæt færi til að komast yfír í síð- ari hálfleik. Fyrst Brian Laudrup sem átti skot af stuttu færi eftir frábæra sendingu bróður síns, en Reuter BRIAN Laudrup kom Dönum yfir gegn Portúgal. Hann leikur hér á portúgalska varnarmanninn Fernando Couto í leiknum. Vitor Baia gerði vel í að veija með fæti. Claus Thomsen átti síðan skalla yfir úr upplögðu færi. Leikur portúgalska liðsins lofar góðu og var í ætt við það sem ger- ist best í Suður-Ameríku — léttleiki og hraði. Danir áttu ágæta kafla og voru Laudrup-bræðurnir yfir- burðamenn í liðinu út á vellinum. „Portúgal er með mjög gott lið. í liðinu eru nokkrir frábærir knatt- spyrnumenn, sem hafa nánast full- komið vald á knettinum," sagði Richard Möller-Nielsen, þjálfari Dana. „Venjulega hefði ég verið ánægð- ur með jafntefli í fyrsta leiknum, en miðað við hvernig leikurinn spil- aðist er ég svolítið vonsvikinn. Við vorum miklu betri og áttum skilið að sigra,“ sagði Antonio Oliveira, þjálfari Portúgals. Perez bjargvættur i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.