Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 9

Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 B 9 ÍÞRÓTTIR Graf sigraði í fimmta sinn íttíMR FOLK ■ EMMANUEL Amunike sem í síðasta mánuði samþykkti tilboð frá Barcelona verður um kyrrt hjá fé- lagi sínu Sporting Lissabon. For- ráðamenn Barelona misstu allan áhuga á kappanum og afturkölluðu samninginn er í ljós kom að Amun- ike er meiddur í hné. ■ CHRISTOPHE Dugarry leik- maður Bordeaux sem gerði tvö mörk fyrir félag sitt gegn AC Milan í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í vetur staðfesti um helgina fréttir þess efnis að hann væri á leið til AC Milan. Samningurinn sem hann gerði er til þriggja ára og þurfti AC Milan að punga út um 430 milljónum króna. ■ PERUGIA hefur endurheimt sæti í 1. deild ítölsku knattspyrnunnar eftir 15 ára dvöl í þeirri annarri. Liðsmenn Perugia lögðu Verona 3:2 í úrslitaleik um helgina um sæti í 1. deild. Þess má geta að Paolo Rossi markahæsti leikmaður HM 1982 lék eitt sinn með félaginu, en það var skipað til að leika í 4. deild eftir að upp kom að félagið var flækt í mútumál. ■ FORS VARSMENN enskra knattspyrnusambandsins eru ánægð- ir með hversu lítið hefur verið um vandamál meðal enskra áhorfenda nú á upphafsdögum Evrópukeppn- innar. Vonast þeir með því að hafa geta áunnið sér traust alþjóðasam- bandsins í von sinni um að fá að halda HM í Englandi árið 2006 en eins og glöggir áhugamenn um knattspyrnu vita verða þá 40 ár liðin frá því HM í knattspymu var haldið í Englandi. ■ SJÁLFSTRA USTIÐ er orðið svo gott að þeir telja það verða mikinn sigur fyrir knattspyrnuna að HM verði þar í landi á þessu mektar ári og ekki eigi að láta þar við sitja heldur skuli stefnt að því að halda Ólympíuleika þar í landi í kjölfarið, væntanlega 2008. ■ FJÖLDI heimamanna sem flokk- ast undir hina verstu ólátabelgi voru handteknir fyrir keppnina og verða að sætta sig við að vera á bak við lás og slá á meðan hún fer fram. Þetta var gert til að minnka hættuna á óeirðum. Er fyrsti leikur keppninn- ar á milli Englands og Sviss var yfirstaðinn voru 23 áhorfendur hand- teknir fyrir óspektir og var lögreglan ánægð með það, hafði átt von á fleiri handtökum. Fyrsti sigur Rússa á einu af stórmótunum RÚSSINN Yevgeny Kafelnikov varð á sunnudaginn fyrstur landa sinni til að sigra í einu af stóru mótunum fjórum í tennisheimin- um er hann lagði Þjóðverjann Micahel Stich að velli íþremur settum, 7-6, (7-4), 7-5,7-6, (7-4), í úrslitaleik þeirra félaga í Opna franska meistaramótinu. Hinn 22 ára gamli Rússi virtist mjög taugaóstyrkur í upphafi síns fyrsta úrslitaleik á stórmóti, en hann hafði áður náð lengst í undanúrslit í mótinu ífyrra. Fljót- lega tókst Kafelnikov að hrista úr sér mestu streituna og lét hinn leikreynda Stich ekki slá sig út af laginu en hann sló á léttu strengina við gesti og gangandi áður en úrslitaleikur hófst, sem tók tvær klukkustundir og þrjátíu essi dagur verður ógleymanleg- ur dagur í mínu lífi og mér líður að sjálfsögðu einstaklega vel,“ sagði Kafelnikov að leikslokum og bætti við með bros á vör. „Eg vil þakka Stich fyrir að leyfa mér að vinna mitt fyrsta stórmót, hann hefur þegar unnið eitt og hafði meiri reynslu en ég á þessu sviði.“ Þrátt fyrir streitu í upphafi sýndi hann er á leið að hann var vel ein- beittur og það reið eflaust bagga- muninn í hörkuleik þeirra að þessu sinni. Eftir að hafa tapað naumlega í fyrstu lotu tók Stich meiri áhættu, tókst að bæta uppgjafir sínar frá því sem áður var og stóð vel að vígi og náði 5-2 forystu. Þreytan tók þá að segja til sín hjá kappanum mínutur. og hann gaf verulega eftir og fóru meðal annars þijár uppgjafir hans í röð í súginn. Stich reyndi að snúa stríðsgæf- unni sér í hag áður en hann hóf þriðja settið með því að skipta um ham, fór í græna skyrtu sem fært hafði honum gæfu fyrr í mótinu að hans mati, m.a. gegn Thomas Muster. Hvort sem það var grænu skyrtunni að þakka eða einhveiju öðru þá byijaði hann betur í þriðja setti og komst 3-1. En Rússinn lét skyrtuna ekki slá sig lengi út af laginu og jafnaði 4-4 eftir að Stich hafði slegið létta sendingu í netið. Leikurinn var í járnum allt til enda en Kafelnikov hafði seigluna og innsiglaði þannig sigur að leikslok- um. Steffi Graf hefur aldrei þurft að hafa eins mikið fyrir sigri í Opna franska mótinu og nú er hún tryggði þar sigur í fimmta sinn er hún átti í höggi við spænsku snót- ina Arantxa Sanchez Vicario 6-3, 6-7,(4-7), 10-8. Þar með hefur Graf unnið eitt af stóru mótunum fjórum í nítján skipti, einu sinni oftar en Chris Evert og Martina Navrat- ilova. Aðeins Margaret Court frá Ástralíu hefur unnið fleiri, tuttugu og fjögur á árunum 1960-1975. „Áð þessu marki náðu vil ég þakka áhorfendum um heim allan fyrir að hafa stutt við bakið á mér á undangengnum fjórtán árum,“ sagði Graf sem verður 27 ára í næstu viku. Hún fékk að launum tæpar 43 milljónir króna fyrir lengsta úrslitaleik sem háður hefur verið í kvennaflokki á þessu móti - þijár klukkustundir og þijár mínút- ur. Sanchez Vicario hefur í tvígang haft sigur á Opna franska mótinu - árin 1989 og 1994. Hún veitti Graf verðuga keppni og margir sem höfðu óskað þess fyrir fram að úr- slitaleikurinn yrði á milli Graf og Monicu Seles hafa eflaust verið sáttir við leikinn er hann var yfir- staðinn - einn skemmtilegsti úr- slitaleikur á leirvelli á síðustu árum. „Við höfum mæst svo oft á tennisvellinum og þekkjum þess vegna hvor aðra vel, fyrir vikið var leikur okkar að þessu sinni geysileg bar- átta,“ sagði Graf er 35. viðureign þeirra á stórmóti var lokið. „Ég tapaði einu sinni 10-8 fyrir Seles og nú vinn ég þig með sama mun. Von mín er sú að næst komi það í þinn hlut að hafa betur lendir þú í slíkum leik,“ sagði Graf við Vicario að leikslokum eftir skarpa mótspyrnu. Nákvæmar uppgjafír og kraftmiklar forhandarsend- ingar var það sem færði Graf öðru fremur sigurinn í þessum leik og þá sérstak- lega í fyrsta setti en annars var það þriðja settið sem bar af og spennan var gífur- leg. Bæði Graf og Vicario lögðu allan sinn kraft og kunnáttu í það sett, en að sama skapi voru villumar margar. Undir lokin fór tvö tækifæri hinnar spænsku í netið og þar með rann sig- urinn henni úr greipum. Reuter STEFFI Graf sigraðl í flmmta slnn ð Opna franska meistaramótinu. Reuter RÚSSINN Yevgeny Kafelnlkov slgraðl á Opna franska meist- aramótinu, lagði Michael Stich frá Þýskalandl í úrslitaleik. KNATTSPYRNA Flugvélar, fallhlífar og fræknar hetjur Evrópumeistaramótið í knatt- spyrnu var sett með glæsibrag á Wembley-leikvanginum í London síðastliðinn laugardag og milljónir sjónvarpsáhorfenda um heim allan fylgdust með því í beinni útsend- ingu þegar „knattspyrnan kom heim“. Rúmlega 70.000 áhorfendur voru saman komnir til að fylgjast með opnunarleik Englendinga og Svisslendinga en opnunarhátíðin sjálf, sem stóð í 45 mínútur, lagði fyrst og fremst áherslu á knatt- spyrnuna sem skemmtun og ástríðufulla afþreyingu víðs vegar um Evrópu. 300 ungir dansarar stigu létt spor á Wembley-leikvanginum áð- ur en nokkrar af frægustu knatt- spymuhetjum Englendinga á árum áður gengu inn á völlinn við gríðar- legan fögnuð viðstaddra. Aðstand- endur keppninnar voru þó gagn- rýndir harðlega fyrir að notfæra sér sigur Englendinga í heims- meistaramótinu 1966 og kalla keppnina „knattspyrnan kemur heim“ en bjóða svo ekki eftirlifandi meðlimum sigurliðsins frá ’66 og knattspyrnustjóra þeirra, Sir Alf Ramsey, á hátíðina. Sir Stanley Matthews svipti hul- unni af gríðarstórri eftirlíkingu af Henri Delauney-bikarnum eftir- sótta, sem öll liðin á Englandi munu beijast um næstu þijár vik- urnar og því næst svifu meðlimir fallhlífasveitarinnar „Rauðu djöfl- arnir,“ þó ekki leikmenn Manchest- er United, til jarðar með fána þátt- tökuþjóðanna. Enska fánanum var ákaft fagnað á Wembley en fánar Skota, Svisslendinga og Þjóðveija fengu ekki jafn hlýjar móttökur og var mikið baulað og biistrað þegar þeir svifu inn til lendingar á leikvanginum. Hinn rauðhærði söngvari hljómsveitarinnar Simply Red, Mick Hucknall, sem er mikill knattspyrnuáhugamaður og heldur mest upp á Manchester United, söng þar á eftir titillag keppninn- ar, „We’re in this together", sem útlagst gæti á íslensku „Við stönd- um_ í þessu saman“. Óðum fór nú að styttast í sjálfan opnunarleikinn og áhorfendur gátu nánast þreifað á spennunni á Wembley þegar Thomas Ince, son- ur Pauls, hins góðkunna leikmanns Englendinga, kom með knöttinn, sem notaður var i opnunarleiknum, inn á völlinn. Thomas kom með þá Kasper, son danska markvarð- arins Peter Schmeichels, og Ni- kolai, son Brian Laudrups, hvorn til sinnar handar inn á leikvanginn en þeir Kasper og Nikolai höfðu meðferðis Evrópubikarinn sem geymdur hefur verið í Danmörku síðustu fjögur árin. Mótið var síðan formlega sett af hertoganum af Kent, frænda Elísabetar Englands- drottningar, um leið og 40.000 blöðrum í öllum regnbogans litum var sleppt upp í þungbúinn himin- inn. TENNIS / OPNA FRANSKA MEISTARAMOTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.