Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 C 17 Morgunblaðið/Golli GUÐBJÖRG Magnúsdóttir innanhússarkitekt l\já verðlaunainn- réttingu sinni, Kvartett. STEINRÖR eru víða að morkna sundur undir neðstu plötum eldri húsa úti og vill eyða frítíma sínum í eitthvað annað en uppþvott. Ör- bylgjuofninn er einnig orðinn sjálf- sagður hlutur í eldhúsi. Gert er ráð fyrir honum í flestum nýjum innréttingum, þótt spyija megi hvort hann sé almennt nýttur eins og það eldunartæki sem hann er.“ - Eru einhver enn nýrri tæki orðin vinsæl hér á landi í eldhús- um? „Gaseldunartæki hafa rutt sér til rúms á íslandi á síðustu árum, sem er afleiðing þeirrar miklu breytingar sem orðið hefur á mat- arvenjum íslendinga á þessu tíma- bili. Matarvenjur okkar hafa breyst ótrúlega mikið upp á síð- kastið, sprottið hafa upp veitinga- staðir sem bjóða upp á framandi matargerðarlist, sem við höfum svo smátt og smátt verið að til- einka okkur. Til þess að búa til þessa rétti höfum við í sumum tilvikum þurft að fá ný tæki. Fljótlegt er að elda á gasi og það er auðvelt í notkun. Breytingin hefur til þessa verið sú að fólk hefur fengið sér gasvélar og notað þær samhliða rafmagns- vélunum. Núna er svó þróunin að verða sú að sumt fólk slepþir alveg rafmagnseldavélunum." Þetta sýnist blaðamanninum athyglisverð þróun, ekki síst þar sem gas var einu sinni notað í sumum eldhúsum á Islandi, þá var starfandi gasstöð hér í Reykjavík. Miklu fleiri á þeim tima notuðu þó kolavélar eða koksvélar, sem algengar voru til sveita fram yfir miðbik þessarar aldar. • Sérstæð sýning Fyrir ekki all löngu síðan var sérkennileg sýning í Arbæjarsafni. Hún kallaðist Hippatíminn og sýndi ýmislegt það sem einkenndi líf fólks á árunum um og í kringum 1970. Fyrir það fólk sem nú er í kringum miðjan aldur er einkenni- legt að sjá ýmsa þá hluti komna á safn sem fólki finnst að hafi verið í fullri notkun í gær - eða þar um bil. A þeim 25 árum sem liðin eru frá hátindi hippatímabilsins hefur ótalmargt breyst. Nú eru allir komnir með sjálfvirkar þvottavélar og þær eru ekki óalgengar í eld- húsum í dag, þótt vissulega reyni fólk að koma þeim fyrir í þvotta- húsum, en þar sem þröngt er hef- ur fólk bjargað sér með því að nýta til fulls eldhúsið á þennan hátt. Sú breyting sem orðið hefur frá þessum tíma er þó sáralítil ef miðað er við allt það sem gerst hefur frá aldamótum í þessum efnum. I Arbæjarsafni er sannarlega hægt að sjá dæmi um ýmsar gaml- ar eldhúsinnréttingar. Elst er auð- vitað aðstaðan í gamla bænum. Þar er hægt að sjá hlóðaeldhús eins og þau gerðust í torfbæjum fyrri tíma. Einnig má sjá hvernig eldhúsin smám saman færðust í átt til nútímans. Eldhúsinnrétting- arnar eru mjög mismunandi í hin- um ýmsu gömlu timburhúsum sem þarna eru varðveitt. Það er ómaks- ins vert að skoða þessi gömlu hús út frá þessu sjónarhorni. Eitt er það sem mjög gjarnan fylgdi gömlu, máluðu eldhúsunum með fátæklegu innréttingunum; hinn sanni „eldhúsandi". Fólk bein- línis dauðlangar að setjast niður og fá sér kaffisopa við gömlu tré- borðin með útsaumuðu dúkunum. Emaleruðu skálarnar og hvítu blúndugardínurnar, svo og útsaum- uðu „punthandklæðin" sem hanga á þar til gerðum tréslám, auka enn á þennan heimilislega anda. Mörg- um finnst kannski sem hin nýju eldhús búi ekki yfir þessu vinalega andrúmslofti sem einkennir eldhús- in í gömlu, litlu timburhúsunum, en vitanlega er hægt að ná þessum anda ef eftir því er leitað. Meira rými fyrir eldhúsið En hver skyldi verða þróunin í náinni framtíð í eldhúsinnrétting- um hér á landi? „Um framtíðarþróun í eldhús- málum er erfitt að spá,“ segir Guðbjörg Magnúsdóttir. „Danir voru með hugmyndir um svokallað alrúm, þar sem eldhús og borð- stofa voru sett í eitt rými. Þessar hugmyndir þóttu um tíma fýsileg- ar og eiga ágætlega við hvað snertir þarfir fjölskyldna í dag. En ég hef fundið fyrir þeirh óskum viðskiptavina minna að þeir vilja líka hafa sér borðstofu, þar sem hægt er að gefa gestum að borða. Við viljum sem sagt hafa hvort tveggja, geta haft eldhúsið sem rúmgóðan miðpunkt heimilisins en líka haft rúmgóða borðstofu. Þetta krefst rýmis sem fyrirfinnst ekki á mörgum stöðum í dag nema hugs- að hafí verið fyrir því frá byrjun. Ég myndi vilja sjá að eldhúsinu væri gefið meira rými en því er yfirleitt gefið í dag við hönnun húsa.“ Hvað leynist undir gólf- inu? Lagnafréttir Skipulagt viðhald lagna hefur verið algerlega óþekkt í íbúðarhúsnæði, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Fólk er tregt til að tileinka sér fyrirbyggjandi viðhald. Fjölmörg hús hérlendis eru komin á þann aldur að tals- vert viðhald er orðið nauðsyn og það fyrir alllöngu síðan. Mikill meirihluti byggðar innan hinna gömlu Hringbrautar í Reykjavík er undir þessa sök seldur og raun- ar heilu hverfin annarsstaðar í borginni. Þetta er nokkuð sem eins og komi mörgum húseigendum í opna skjöldu, íslenskir fasteignaeigend- ur hafa æði margir lifað eftir því mottói „flýtur á meðan ekki sekk- ur“. Skipulagt viðhald fasteigna eða lagna í húsum hefur verið nær óþekkt og algjörlega óþekkt í íbúð- arhúsnæði hveiju nafni sem það nefnist. Það er aldrei brugðist við fyrr en eitthvað gefur sig, fyrir- byggjandi viðhald er nokkuð sem er erfitt að fá landann til að til- einka sér. Skólplagnir undir neðstu plötu Eitt af því sem mun angra húseig- endur meir og meir á næstu árum eru bilaðar skólpleiðslur í grunni. Þetta er óumflýjanleg staðreynd, hús sem er orðið næstum eða meira en hálfrar aldar gamalt er komið á tíma. í næstum öllum húsum á þess- um aldri eru skólpleiðslurnar úr steinrörum, þau voru á þessum tíma ekki jafn vönduð og þau eru í dag. Þess vegna eru þetta ekki annað en ofur eðlileg ellimörk, þessu verða menn að taka. Það er engin spurning að húseigendur eiga ekki að bíða eftir þvi að leiðslur brotni endanlega niður, að allt frárennsliskerfið stíflist og óþef fari að leggja um hýbýli og að skólpmaurar fari að skríða upp um sprungur. Það á einfaldlega að líta á lagnir í húsum eins og lifandi verur og láta aldurinn ráða því hvenær skoðunar er þörf, ekki að bíða eftir sjúkdómseinkennum. Það á að láta skoða hvern ein- stakling, hveija skólplögn sem komin er yfír fertugt, þá má bú- ast við að margt sé farið að gefa sig. Tækni nútímans er komið á það stig að hægt er að senda myndavél inn í leiðslurnar og láta hana renna eftir þeim. Á meðan geta húseigendur setið í makind- um og horft á ástand lagnanna eins og spennandi vestra á sjón- varpsskjá. Það er nauðsynlegt að þvo lagnimar vel að innan með vatni undir góðum þrýstingi áður en myndavélin er send inn, öll þau óhreinindi sem eru innan á röra- veggjum geta falið sprungur og göt. Ef það kemur í ljós að lögnin er ekki á vetur setjandi er best að hefjast handa strax. En hvað á að gera? Umfram allt ekki að rasa um ráð fram, það er fyrir öllu að und- irbúa verkið vel og vandlega, ekki byija á því að panta eitt stykki pípulagningameistara með eitt stykki loftpressu og segja „bijóttu upp gólfið í kjallaraíbúðinni, fjar- lægðu gömlu leiðslurnar og legðu nýjar" Leitið ráðleggingar Ekkert mælir á móti því að fá færan pípulagningmeistara til skrafs og ráðagerða og ekki er ólíklegt að hann mundi ráðleggja að fá færan hönnuð með í ráðin. Það er oft það síðasta sem á að gera að bijóta upp allt gólfið, það þarf að kanna hvort nokkrar teikningar séu til af skólplögninni í grunninum en langlíklegast er að svo sé ekki ef um er að ræða jafn gömul hús eins og við erum .. að tala um, fjörutíu ára og eldri. En þá hefur myndatakan leitt í ljós hvar lagnirnár liggja og ekki síður hvar stofnar koma upp úr gólfi. Það liggur ekki alltaf í aug- um uppi hvar þeir eru því fram til þessa hafa skólpstofnar verið faldir inni í veggjum. Og þá kemur spurningin sém hönnuður og meistari geta svarað; „er hægt að leggja lögn stystu leið frá hveijum stofni út úr húsi og sameina lögnina utanhúss?" Með þeirri aðferð er oftar en ekki hægt að koma í veg fyrir mikið múrbrot innanhúss en það fer aldrei hjá því að svona aðgerð valdi þeim sem við þarf að búa talsverðum óþægindum. En það er oft hægt að milda þau óþæg- indi með því að bíða ekki þar til allt er komið í óefni. Að sjálfsögðu á að gera teikn- ingar að endurbættum lögnum og leggja þær inn til viðkomandD byggingafulltrúa og láta hanrv-* taka út verkið. BRYNJOLFUR JONSSON Fasteignasala ehf, Barónsstíg 5,101 Rvík. Jón Ól. Þórðarson, hdl., lögg. fasteignasali Fax 552-6726 SÍMI511-1555 Opið kl. 9-12.30 og 14-18. Einbýli - raðhús SJÁVARGATA - ÁLFTAN. Gott 165 fm einbýlish. á einni hæö. Stór eignarlóð. Ákv 6,3 m. Skipti á minna. GRETTISGATA Mjög gott 110 fm einbhús á einni hæð. Verð 9,9 m. Ákv. 3,4 m. byggsj. Hæðir MELAS GBÆ Gleesileg 129 fm efri sériiæð i tvibýli. Útsýni. 27 fm bílskúr. Verð 10,5 m. AKRASEL Glæsilegt einbýlis- hús 275 fm á tveim hæöum, auk 18 fm sólstofu og 33 fm bílskúrs. Möguleiki á séríbúð á jaröhæð. Stór falleg ræktuð lóö. Útsýnl yfir borglna. Skiptl á minna koma til greina. GRUNDARSTÍGUR Mikið end- urnýjuð efri hæð og ris, 3 herb, 3 stof- ur um 120 fm. Þrennar svalir. NÖKKVAVOGUR Góö 80 fm sérhæð ásamt 53 fm íb. í kjallara. Verð 8,8 m. Ákv. 4,7 m. BREKKULÆKUR Mjög góð 115 fm hæð með bílsk. Verð 9,6 m. Einstaklega AKURHOLT - MOS Gott 135 fm einbh. á einni hðeð. Bílsk. Verð 11,8 m. Ákv. 5,4 m. HLÍÐARÐYGGÐ - GBÆ 210 fm endaraðh. með innb. bílsk. 4 svefnh. Verð 13,5 m. Mikið ákv. Skipti. KAPLASKJÓLSVEGUR 74 fm íbúð í þríbýli. Gróinn garður. Góð sameign. Verð 6,6 m. STIGAHLIÐ Falleg 128 fm Ibúð 1 toppstandi á 2. hæð. 4 svefnherb. 2 stofur. Ákv. 1,1 m. 3ja herb. MELAS GBÆ Glæsileg 3ja herb. 90 fm neðri hæð með sérinng. og bílsk. Ákv. 4,2 m. DRÁPUHLÍÐ Mjög góð 100 fm jarðhæð. Sérinng. Verð 6,7 m. Áhv. 3,9 m SOLVALLAGATA glæsileg 155 fm útsýnisfb. á 4. hæð. Sjón er sögu ríkari. Ákv. 4,5 m. VÍÐIHVAMMUR - KÓP. Mjög góð 5 herb. efri sérh. Bílsk. Verö 10.9 millj. Ákv. 6,6 m. 4ra herb. og stærri SPOAHOLAR Falleg 95 fm íbúð. Nýtt gler. Verð 7,5 m. Ákv. 4,8 m. Skipti á bíl. LUNDUR III KÓP.Mjöggóöi09 fm 3-4ra. herb. íb. á 2. hæð. Stór her- bergi, Stór stofa. Nýtt parket. Verð 6,5 m. RAUÐARÁRSTÍGUR 90 fm glæsiíbúð á 4. hæð i lyftuhúsi. Bíla- geymsla. Ákv. 4,4 m. VIÐ LANDAKOT Góð 72 fm kjíb í steinhúsi. Sérinng. Nýtt rafmagn. Verð 5,9 m. FLÉTTURIMI Sem ný mjög glæsileg og vönduð 90 fm íbúð. Eign í sérflokki. Ákv. 5,0 m. FURUGRUND Mjög góð 67 fm íbúð á 2. hæð. parket. Verð 6,1 m. Ákv. 3,4 m. byggsj. STÓRHOLT Góð og 67 fm. íbúö á 2. hæð. í nýlegu húsi. Hentug fyrir skólafólk. 2ja herb. NJALSGATA Mjög falleg 57 fm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.