Morgunblaðið - 25.07.1996, Síða 5

Morgunblaðið - 25.07.1996, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 B 5 sjálfstæða athugun á þessum verk- efnum fyrir Norrænu ráðherra- nefndina í Kaupmannahöfnum þar sem fram kemur að eliefu fyrirtæki af tólf, sem spurð voru, töldu stuðn- ing Nopef hafa verið afgerandi við framkvæmd þessara verkefna." Lyfjaverksmiðja í Litháen - Geturðu nefnt dæmi um árang- ur norrænna fyrirtækja í baltnesku ríkjunum? „Viðskiptavinir okkar í áætlun- inni voru að stærstum hluta smá og meðalstór fyrirtæki sem ekki eru mjög þekkt. Við studdum mörg verkefni m.a. í matvælaiðnaði, tijá- iðnaði, orkuiðnaði og lyfjaiðnaði. Ég get nefnt sem dæmi að við studdum undirbúning að byggingu lyfjaverksmiðju í Litháen sem Is- lendingar eiga aðild að. Ennfremur tókum við þátt í verkefni á vegum Skýrr sem fólst í því að byggja upp tölvumiðstöðvar í Eistlandi og Lettlandi. Það má nefna að um 60-70% af verkefnum leiddu til árangurs, sem er óvenjulega hátt hlutfall í starfsemi af þessu tagi.“ Nopef var ennfremur þátttakandi í sérstakri áætlun á árunum 1990- 1992 sem ætlað var að stuðla að verkefnaútflutningi á sviði um- hverfistækni, fyrst og fremst til Austur-Evrópu og Asíu. „Það hafa mörg norræn fyrirtæki komist inn í þessa þýðingarmiklu grein með stuðningi frá okkur,“ segir Þorsteinn. „Það má segja að nánast öll framleiðslutæki í Austur- Evrópu við upphaf þessa tímabils hafi þurft endurnýjunar við. í upp- hafi veittum við heilmikinn stuðning til almennra athugana á stöðu um- hverfismála í þessum löndum. Við íjármögnuðum fyrstu umhverfisat- hugunina á Leningrad-svæðinu, í Lettlandi og Eistlandi, auk verkefna á Indlandi, í Indónesíu og í Kína. Á grundvelli þessara athugana hefur skapast veruleg þekking á Norður- löndunum sem mun koma þeim að gagni þegar forsendur fyrir um- hverfisbætandi ijárfestingum batna enn frekar í þessum löndum. “ Ömurleg götumynd Þorsteini er hugleikin sú mikla breyting sem orðið hefur á öllu at- vinnu- og efnahagslífi í Austur-Evr- ópu. Hann upplifði breytingúna ekki aðeins í fjölmiðlum eða við lestur hagtalna bak við skrifborðið. „í fyrsta skipti sem ég kom til Eistlands í apríl 1990 vildi svo til að ég fékk tækifæri til að heim- sækja bæ sem heitir Párnu í suð- vesturhluta Eistlands. Þar sá ég einhveija ömurlegustu götumynd sem ég hef séð í mínu lífi. Þar blasti við mjög fátæklega klætt fólk sem gekk um á aðalgötu bæjarins með algjörlega brostin augu, sem horfði hvorki til hægri né vinstri. Nokkrir rússneskir hermenn gengu álappa- legir eftir götunni með sígarettu í munnvikinu og hendur í vösum, hundar hlupu fram og til baka, en verslanir voru algjörlega galtómar. Á götunni var aðeins gamall maður að selja skemmdar kartöflur úr hjól- börum og þar var biðröð. Mér fannst ég vera kominn inn í algjörlega óskiljanlegan veruleika sem ég hélt að væri ekki til í Evrópu og til- heyrði alls ekki þessari öld. í desember 1994 heimsótti ég nokkur fyrirtæki í Eistlandi sem við höfðum stutt og ákvað ég koma við í Párnu. Ég heimsótti þessa sömu götu aftur. Þar blasti við mér hresst, kátt og glaðvært fólk sem gekk eftir götunni. Rússnesku her- mennirnir og hundarnir voru horfn- ir. Allar verslanirnar voru fullar af vörum og á einum stað var ung stúlka með bros á vör að pússa glugga á versluninni þar sem hún starfaði. Þar skynjaði ég það að örlög Eistlands höfðu gjörbreyst á aðeins fjórum árum og hveiju hægt er að ná fram ef réttar aðstæður eru skapaðar í hverju landi.“ f slendingar svolítið heimóttarlegir - En hvernig hefur þér litist á þróunina í atvinnulífinu hér á landi á þeim tíma sem þú hefur verið fjar- verandi? VIÐSKIPTI Ný fj árfestingarstefna Verðbréfamarkaðar Islandsbanka Spáir vaxtahækkun á þriðja ársfjórðungi „Mér finnst áberandi að á undan- förnum árum hefur verið að fara af stað mjög jákvæð þróun hér. Ég hef þá staðföstu trú að með auk- inni áherslu á alþjóðavæðingu fyrir- tækja megi ná hér geysilega mikl- um árangri. Mér finnst íslendingar vera byijaðir að sinna þessum mál- um af alvöru á síðustu misserum. Ég átti þátt í því árið 1986 ásamt Friðrik Pálssyni hjá SH og Magn- úsi Gunnarssyni hjá SIF að stofna Icecon og var fyrsti stjómarformað- ur fyrirtækisins. Einnig átti ég frumkvæði að stofnun Marel hf. og var stjórnarformaður þar fyrstu sex árin. Núna í kjölfarið á þessu eru að koma fram fyrirtæki sem mér finnst að séu mjög efnileg og eigi mikla framtíð fyrir sér ef rétt er að málum staðið.“ Forsendur þess að íslensk fyrir- tæki geti náð árangri á erlendum vettvangi eru öðru fremur að þau séu á sviðum þar sem íslendingar hafa vissa sérþekkingu og séu sam- keppnishæfir. Það sýndi sig í tilviki Marels að með íslenskan sjávarút- veg að bakhjarli hefur tekist að þróa öflugt fyrirtæki í útflutningi á hátæknibúnaði fyrir matvælaiðn- að. Ég tel það mjög mikilvægt verk- efni að stjórnvöld stuðli að frekari þróun á þessu sviði eins og hægt er og skapi hér almennt umhverfi í efnahagslífinu sem örvar þessa þróun. Það er mikið atriði í þessu sam- bandi að fyrirtækin geri sér grein fyrir sínum styrkleikum og veikleik- um. Mér hefur stundum fundist að íslendingar telji sig heldur betri en þeir eru og vilji helst ekki ræða um veikleikana. Það er mikilvægt að vera raunsær en jafnframt fram- sækinn ef menn vilja ná árangri og jafnframt má ekki hika við að taka upp skynsamlegt samstarf við erlenda aðila _sem geta bætt upp veikleikana. íslendingar eru að mínu mati svolítið heimóttarlegir og hræddir við að útlendingar steli öllu frá sér. Mín reynsla er sú aðþað er feiki- legur velvilji gagnvart Islandi á öll- um Norðurlöndum og í norrænu atvinnulífi. Ég er sannfærður um að íslendingar geta nýtt sér þennan velvilja í miklu meira mæli heldur en þeir hafa gert. Okkur er of tamt að fara niðrandi orðum um okkar nágranna og við höfum staðið í harðvítugum deilum við Norðmenn. Hér áður var okkur mjög í nöp við Svía af einhveijum óskilgreindum ástæðum, svo ég tali nú ekki um Dani. Við skulum hins vegar ekki gleyma því að í Norðui'landaþjóðun- um eigum við undantekningarlítið mikla hauka í horni og getum nýtt okkur þessi vinabönd miklu betur en hingað til, ef við göngum til samstarfs með réttu hugarfari." Reiðubúinn að veita ráðgjöf - En hvað hyggstu taka þér fyr- ir hendur nú þegar þú ert kominn heim? „Á þessari stundu er það óráðið. Ég hef hugleitt það nokkuð hvað væri áhugavert að taka sér fyrir hendur hér heima, en hef ekki end- anlega gert upp hug minn, enda rétt nýkominn heim. Ég er ekki viss um að mig langi mjög til þess að taka við einhverjum rekstri jafn- vel þó slíkt stæði til boða. Hugur minn stendur fremur til þess að taka sæti í stjórnum einhverra fyrirtækja eða veita ráðgjöf á þeim sviðum þar sem reynsla mín og sambönd víða um heim geta nýst. Tíminn verður að leiða í ljós hvern- ig það þróast. Það má gjarnan koma fram að ég er reiðubúinn að veita fyrirtækjum sem sem hafa hug á útrás frá Islandi ráðgjöf, ef eftir því verður leitað. Þá hefur iðnaðarráðherra tjáð mér nýverið að hann hyggist skipa mig í stjórn Norræna fjárfestingar- bankans frá og með þessu sumri. Ég fagna því að geta þannig haldið tengslum mínum við norrænu fjár- málastofnanirnar í Helsinki og við- haldið samböndum mínum við sam- tök atvinnulífsins og einstök fyrir- tæki á Norðurlöndunum.“ ÝMIS teikn eru á iofti um að lang- tímavextir og vextir af óverð- tryggðum skuldabréfum hækki á þriðja ársfjórðungi, að mati Verð- bréfamarkaðs íslandsbanka hf. í nýútkominni skýrslu um fjárfest- ingarstefnu VÍB kemur fram að eftir lækkandi vexti á fyrsta og öðrum ársfjórðungi hafi veður nú skipast í lofti. Fram kemur að hagstærðir sem hafi verið að berast á öðrum árs- fjórðungi sýni allar að uppsveifla í íslensku efnahagslífi sé mun kröftugri á þessu ári, en menn hafi þorað að vona við fyrstu spár. Þá sé vaxtabil á milli íslands og útlanda á markaði fyrir löng skuldabréf orðið með minnsta móti. Af þessum ástæðum sé reikn- að með því að langtímavextir 100 milljón Trópífern- ur fram- leiddar SÓL hf. fagnaði í síðastliðinni viku þeim áfanga að hafa framleitt 100 milljón Trópí- fernur. Fyrirtækið hefur framleitt Trópí ávaxtasafa frá árinu 1976 og hefur sala þeirra aukist jafnt og þétt og er nú mest seldi hreini ávaxta- safinn hér á landi, að því er segir í frétt frá Sól. Hundrað milljón fernur svara til þess að hver núlif- andi íslendingur hafi drukkið rúmlega 370 fernur af Trópí BANDARÍSKA fyrirtækið Land- mark Business Services, sem hefur aðsetur í New Jersey, hefur hafið sölu á svokallaðri endurhringingar- þjónustu hér á landi, en þessi þjón- usta gerir mönnum kleift að hringja langlínusímtöl sín á banda- rískum símatöxtum. Eins og sjá má á töflunni hér til hliðar eru símtöl til Evrópu á mjög svipuðu verði hjá þessu fyrirtæki og hjá Pósti & síma, en þau eru hins veg- ar talsvert ódýrari ef hringt er til fjarlægari landa. Sá sem hyggst nýta sér þessa þjónustu hringir í númer sem hon- um er úthlutað í Bandaríkjunum, leggur á eftir eina hringingu og er þá hringt í hann til baka og hann fær valsón í Bandarikjunum þegar hann svarar. Að því loknu getur hann valið það númer sem hann hyggst hringja í. Ekkert gjald er tekið ef ekki er svarað í því núm- eri, eða það er á tali. Hægt að hringja hvert sem er í heiminum Að sögn Gary K. Meyer hjá Land- mark Business Services, er hægt að hringja hvert sem er í heiminum með þessum hætti. Hann segir að fyrirtækið taki engin gjöld fyrir hækki lítillega á þriðja ársfjórð- ungi. Þessar þróunar hefur raunar þegar gætt því ávöxtunarkrafa húsbréfa á Verðbréfaþingi var 5,6% um miðjan júlí eða 20 punkt- um hærri en að meðaltali í júní, að því er fram kemur í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar frá 23. júlí. Varðandi þróun vaxta á óverð- tryggðum bréfum er á það bent í skýrslu VÍB að verðbólga á síðari hluta ársins 1996 eigi að verða mjög lítil og minni en á fyrri hluta þess. Engu að síður sé reiknað með nokkurri hækkun vaxta af óverðtryggðum skuldabréfum og víxlum undir haustið. í senn komi þar til væntingar um heldur meiri verðbólgu í upphafi ársins 1997 vegna samninga á vinnumarkaði frá 1976. Hægt yrði að raða þessum fjölda ferna átta sinn- um hringinn í kringum hring- veginn og ef þeim yrði raðað upp í einfalda röð næðu þær upp í 10.700 kílómetra hæð, þessa þjónustu, önnur en þau síma- gjöld sem gefin eru upp. Ekki sé krafist neins mánaðargjalds. Hins vegar sé lágmarksgjald á mánuði 5 dollarar eða rúmar 330 krónur, en það falli niður sé hringt fyrir hærri upphæð á mánuði. Hann segir að ekki sé heldur lagður virðisaukaskattur á þessi símtöl og geti það oft á tíðum haft í för með sér umtalsverðan sparn- að. Þá sé ekki aðeins hægt að hringja með þessum hætti heldur og almenn áhrif aukinnar eftir- spurnar á seinni hluta þessa árs. Spáð áframhaldandi hækkun hlutabréfa VÍB hefur einnig reynt að spá fyrir um þróun á hlutabréfamark- aði og gerir ráð fyrir að verð á skráðum hlutabréfum haldi áfram að hækka í sumar, e.t.v. um 6% eða þar um bil. „Ástæðurnar eru ágætar horfur í rekstri fyrirtækj- anna og væntingar um hagnað á árinu 1996 sem jafnvel er hærri í mörgum tilvikum, en reiknað hafði verið með. Um miðbik ársfjórð- ungsins, frá og með ágústbyijun, taka að berast milliuppgjör skráðra fyrirtækja og er þess að vænta að þau glæði viðskipti enn nokkru lífi.“ eða nánast sem samsvarar þvermáli jarðar. A myndinni má sjá þá Gunn- ar Orrason, verkstjóra, og Hannes Sigurgeirsson með umrædda Trópífernu. geti fyrirtæki tengt bréfsíma við endurhringingarþjónustuna. Að sögn Meyer hefur ekkert ís- lenskt fyrirtæki enn nýtt sér þjón- ustu fyrirtækisins, en nokkur hafi hins vegar gefið til kynna að þau hyggist gera það. Hann segir að markaðssetning sé hins vegar mjög nýlega hafin, og hafi fram til þessa einskorðast við að senda fyrirtækj- um tölvupóst. Hins vegar sé fyrir- tækið að íhuga að auglýsa þjónustu sína hér á landi. Bandarískt fyrirtæki býður íslenskum fyrirtækjum upp á endurhringingarþjónustu Odýrara en hjá P&S ef hnngt er til landa utan Evrópu Hvað kostar Endur- hringinga- fyrirtækið frá íslandi?^ A f POSTUR OG SiMl \ | Dagtaxti Næturtaxti LANDMARK TaxtiLBS til Danmerkur 51,00 kr. 38,00 kr. 55,03 kr. til Englands 51,00 kr. 38,00 kr. 47,60 kr. til Þýskalands 58,00 kr. 43,50 kr. 54,00 kr. til Frakklands 61,00 kr. 45,50 kr. 55,60 kr. til Bandaríkjanna 81,00 kr. 60,50 kr. 42,07 kr. til Rússlands Æ 98,00 kr. 73,50 kr. 86,50 kr. til Ástralíu V 150,00 kr. 112,50 kr. 64,90 kr. til Venesúela 150,00 kr. 112,50 kr. 66,20 kr. * Næturtaxti P&S gildir alla daga frá kl. 23 til 08. * * Gengi dollars 66,30 kr. við útreikning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.