Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ATLANTA ’96 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 B 5 Guðrún í góðum félagsskap UNDANÚRSLIT 400 metra grinda- hlaups kvenna á Olympíuleikunum áttu að fara fram í nótt að íslenskum tíma, eftir að Morgunblaðið fór í prentun. Guðrún Arnardóttir var í seinni riðlinum og ekki í dónalegum félagsskap. Guðrún var á fjórðu braut, henni á vinstri hönd á þriðju braut átti að vera breska stúlkan Sally Gunnell, Olympíumeistari frá því í Barcelona og fyrrum heimsmet- hafi. Guðrúnu á hægri hönd, á fimmtu braut, var bandaríska stúlk- an Sandra Farmer-Patrick sem á í fórum sínum silfurverðlaun frá ÓL í Barcelona og HM í Stuttgart 1993 og á næstu braut, þeirri sjöttu, var svo núverandi heimsmethafi, Kim Batten frá Bandaríkjunum. Metið, sem er 52,61 sek, setti Batten er hún varð heimsmeistari í Gautaborg í fyrrasumar. Arangursríkt samstarf Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson GUÐRUN Arnardóttir og þjálfari hennar, Norbert Elliott frá Bahamaeyjum, eftir að hún hafði sett glæsilegt íslandsmet og komist í undanúrslit 400 m grindahlaupsins á sunnudag. Norbert Elliott þjálfari Guðrúnar Súhæfi- leika- ríkasta - sem ég hef starfað með hann bara verið í sambandi við mig í gegnum síma. Hann þekkir mig mjög vel og veit nákvæmlega hvað þarf að gera og segja við mig og því er allt annað að hafa hann hjá sér í keppni. Þetta segi ég alls ekki til að kasta rýrð á þá sem hafa verið með mér áður en þegar kemur á Olympíuleika fínnst mér allt þurfi að vera sem best og til dæmis algjört skilyrði að hafa þjálfarann sinn með sér.“ Eins og greint var frá í blaðinu á laugardag breytti Guðrún hlaupatækninni talsvert ekki alls fyrir löngu; notar 15 skref milli fyrstu fimm grindanna - þ.e. fyrstu 200 metra hlaupsins - en 16 skref milli grinda það sem eftir er. „Það tók mig talsverðan tíma að venjast þessu, en hlaupið gekk mjög vel í dag. Ég þurfti að hugsa aðeins um fyrstu fimm grindurnar og hljóp svo bara á fullu.“ Guðrún sagðist ekki hafa hugs- að um að sigra í riðlinum heldur lagt áherslu á að vera afslöppuð og komast áfram, en „ég er sér- staklega ánægð með að hlaupa aftur undir 55 sekúndum. Þegar ég gerði það í fyrsta skipti, í vor, hefur fólk kannski sagt að það hafi verið heppni, en hlaupið í dag er staðfesting á því að svo var ekki. í dag staðfesti ég það að minnsta kosti fyrir sjálfri mér.“ Guðrún upplýsti á sunnudag að í methlaupinu í vor hefði henni ekki gengið sérlega vel tæknilega, þrátt fyrir allt. „Ég hljóp mjög vel inni í vetur en var svo þung á tímabili og allt var hálf ömurlegt. Þegar ég setti metið á háskólameistara- mótinu notaði ég sextán skref milli grinda allan hringinn og fyrst ég hljóp ekki betur en setti samt met sagði ég við sjálfa mig að ég gæti gert enn betur. Strax eftir það mót ákváðum við svo að breyta skrefafjöldanum í bytjun og það hefur gengið vel.“ GUÐRUN hljóp í 1. riðli 400 m grindahlaupsins. Hún var á 1. braut og kom langfyrst í mark. í riðli með Guðrúnu var m.a. Tanya Ledovskaya frá Hvíta-Rússlandi. Ledovskaya varð heimsmeistari í Tókýó 1991 er hún hljóp á 53,11 sem var sovéskt met og er enn hennar besti tími. Á sama móti var hún í 4x400 m sveit Sovétmanna sem vann gull og í Seoul 1988 fékk hún silfurverðlaun í 400 m grinda- Mjög heitt hefur verið í Atlanta undanfarið en sólarlaust var á sunnudagsmorgun og nokkrum mínútum áður en grindahlaupið hófst fór að rigna lítillega. „Mér finnst það hálf fyndið að ég hef verið hér úti í allt sumar til að búa mig undir að hlaupa í miklum hita og svo er „Evrópuveður" þegar ég hleyp,“ sagði Guðrún og bætti við að veðrið hefði verið mjög svipað og á sunnudag er hún setti íslands- metið í vor, nema hvað sést hefði til sólar. Hiti var 22 stig á sunnu- dag og raki 88% er hlaupið fór fram. Þegar blaðið kemur fyrir augu lesenda verður undanúrslitum 400 m grindahlaupsins lokið og Ijóst hvort Guðrún hafi orðið fyrsti ís- lendingurinn til að komast í úrslit hlaupagreinar á Ólympíuleikum. Eftir riðlakeppnina vildi hún ekki hugsa of mikið um möguleikana á að komast í úrslitin: „Þetta er sterkt mót og það verður erfitt að komast áfram. En við hugsum bara um eina umferð í einu og verðum að sjá til.“ Uppörvun Guðrún segist hafa fengið mik- ið af hringingum undanfarið þar sem vinir í Bandaríkjunum og heima á Islandi, skólafélagar í Athens og fjölskyldur þeirra óska henni velgengni á mótinu. „Ég met svona uppörvun mikils og verð að reyna að standa mig, halda haus og gera mitt besta áfram,“ sagði hún. „Mér gekk hræðilega illa á síðasta móti, á Bahamas. Leið illa og nánast lab- baði (!) 400 metrana þar. Sjálfs- álitið hrundi en var í lagi í dag. Ég var afslöppuð 'og ákveðin." hlaupi auk þess sem hún var í 4x400 m boðhlaupssveit Sovétríkjanna sem setti heimsmet. Ledovskaya er þrítug, hefur verið meidd síðustu ár og komst sextánda og síðust inn í úrslit nú. Bandaríska stúlkan Sandra- Farmir Patrick var einnig í þessum riðli, en hún á í fórum sínum silfur- verðlaun frá leikunum í Barcelona og HM í Stuttgart 1993. Hún kom næst í mark á eftir Guðrúnu. Norbert Elliott hefur þjálfað Guð- nrnu í fjögur ár við háskólann í Athens, skammt frá Atlanta. Hann aðstoðar hana á Ólympíuleikunum, en aðalstarfi hans þar er reyndar að vera einn þjálfara fijálsíþróttalands- liðs Bahama-eyja. Elliott hældi Guð- rúnu mjög í samtali við Morgunblað- ið. „Hún er í mjög góðri æfingu núna. Ég er tiltölulega ánægður og ætti auðvitað að vera himinlifandi, en ég veit þó að Guðrún getur miklu betur en þetta. Ég vissi að hún gæti kom- ist í undanúrslitin og allir sem kom- ast þangað geta komist í úrslit,“ sagði Elliott á sunnudaginn. Þjálfarinn sagði Guðrúnu hafa verið mjög afslappaða þannig að andlega hliðin hefði verið í lagi og líkamlega væri hún mjög vel tilbúin. „Þetta eru fyrstu Ólympíuleikar hennar og miðað við það er sérstak- lega gaman hvað hún er afslöppuð. En ég hef þjálfað Guðrúnu i fjögur ár og þekki hana því mjög vel - veit hvenær er skin og hvenær skúr- ir, og hvernig á að tala við hana.“ Elliot sagðist reikna með að Guð- rún bætti sig í hvert skipti sem hún hlypi á mótinu og það kæmi henni örugglega til með að þykja skrýtið. „Hún er nýgræðingur í þessari grein en mjög hæfileikarík. Það tók tíma að telja Guðrúnu trú um að 400 metra grindahlaupið væri rétta grein- in fyrir hana því hún hefur miklu meira gaman af 100 metra grinda- hlaupinu. Hún hefur mjög góða tækni í styttra hlaupið og mikinn hraða, svo lengra hlaupið er alveg kjörið fyrir hana. Og hún stendur sig vel.“ En hvers má vænta af Guðrúnu alveg á næstunni, að mati þjálfar- ans? „Líkamlega er hún þess megnug að hlaupa niður að 54 sekúndna markinu en síðan er stóra spurningin hvemig hún verður andlega. [Kim] Batten og [Tonja] Buford hlupu á rúmurn 54 sekúndum fyrir fáeinum árum en fóru svo allt í einu að hlaupa á miklu betri tímum. Þjálfarinn sagði það ráða miklu hve Guðrún næði að vera róleg. Svo bætti Elliott við: „Ég hef ekki starfað með neinum sem er jafn líkamlega hæfileikaríkur; hún hefur allt sem til þarf - styrk og hraða, en einu sé ég eftir. Við hefðum átt að fara í 400 metra grindahlaup- ið einu ári fyrr en við gerðum.“ Jón og Gísli komnir í þorpið JÓN Arnar Magnússon byrj- ar að keppa á morgun, mið- vikudag. Hann og Gísli þjálf- ari hans Sigurðsson ætluðu ekki að koma í Ólympíuþorp- ið fyrr en í gær, tveimur dögum fyrir keppni, en fóru um leið og Vésteinn Haf- steinsson á sunnudag. „Við vildum hafa vaðið fyrir neð- an okkur. Ekki eiga á hættu á mánudegi að lenda í biðröð á leiðinni," sagði Jón Arnar, en vegna sprengjunnar í mið- borg Atlanta aðfaranótt laugardags hefur öryggiseft- irlit verið hert, ákveðnum leiðum lokað og umferð því stundum gengið hægt fyrir sig. Skeggið að verða til- búið SKEGG Jóns Arnars Magnús- sonar er að taka á sig rétta mynd, en eins og kom fram í Morgunblaðinu á laugardag verður hann prýddur óvenju- legu „keppnisskeggi1 i tug- þrautinni að þessu sinni. Að ósk Jóns Arnars verður ekki upplýst hvernig „keppnis- skegg“ hans verður í fyrra- málið, er baráttan hefst, en Ijóst má vera að það verður nokkuð þjóðlegt! Fólk bíður eflaust spennt. Jón hefur hugsað talsvert um skeggið og nostrað við það. Hann er afslappaður fyrir keppnina og vinnan við skeggsnyrtinguna er einmitt liður í því að dreifa hugan- um. JÓN Arnar Magnússon vlll ekkl upplýsa hvernig keppnlsskeggið er. Tjáir sig ekki fyrr en eftir þrautina JÓN Arnar Magnússon hefur óskað eftir því við íslenska fjölmiðla að vera algjörlega látinn í friði meðan á tug- þrautarkeppninni stendur. Hann vill ekki mæta í viðtöl eftir fyrri keppnisdag, eins og venja er, heldur einbeita sér algjörlega að keppninni - þannig að hann hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en eftir keppni á fimmtudags- kvöldið. Þrírféllu á lyfjaprófi ÞRÍR íþróttamenn voru sendir heim með skömm um heigina og tveir þeirra beðnir að skila verðlaunum sínum eftir að þeir höfðu fallið á lyfjaprófi. Rússneski sundmaðurinn Andrei Korneyev, sem var þriðji í 200 inetra bringusundi, Rússinn Zafar Guliyev, sem fékk bronsverðlaunin í fjölbragðaglimu, og hjólreiðamaðurinn Rita Razmaite frá Litháen höfðu öll tekið örvandi efnið bromant- an sem er á bannlista Alþjóða ólympíunefndarinnar. Guðrún í riðli með verðlaunahöfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.