Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Q99 ATLAIMTA ’96 Fyrsta IQOmflugsund karla: IWdmM [52,32 sek 1 Denis Pankratov Rússlandi _ Miðvikud. 24Júlí Hjófreiðar: 4 km: 4:19.153 s ____________Il4;)9,699s1 Andrea Colinellí Ítajíu__________Mjðvíkud. 24. júli Lytlingar, 70 kg II., samanlaqt: Kl$MVm\352.5ka I Zhan Xugang Kína____Þriðjud. 23. júli . Lyftingar, 64 kg fl., samanlagt: i330.0 ka ] Naim Suleymanoglu Tyrklandl Mánud. 22. júli 100 m bringusund kvenna: mm$m\l:07,46s i Penny Heyns Suður-Afríku Sunnud. 21. júlí Lyftingar, 58 kg fl., snörun: 1132.5 kQ I1130,5ka | I Halil Mutlu I Tyrklandi I Sunnud. 21.ÍÚIÍ 1 h 100 m bringusund karla: j 1 1:00.60 s II 1:00,95s 11 Frederic Deburghgraeve Bolgíu Laugard. 20. júlí Mutombo gef- ur stúlkum fé KÖRFUKNATTLEIKSMAÐ- URINN sterki, Dikembe Mu- tombo, er svo sannarlega bjarg- vættur kvennalandsliðs Zaire, sem um jressar mundir tekur Jjátt í kðrfuknattleikskeppni Olympíuleikanna í Atlanta. Hann hefur gefið ungum og efnilegum leikmönnum í land- inu, þar með taldar stúlkurnar, hvorki meira né minna en eina milljón króna til þess að kaupa sér skó, búninga, bolta og ann- an útbúnað. Stúlkumar í kvennalandsliðinu eru að von- um í sjöunda himni og það er einnig þjálfarinn Mongam- aluku Mozingo, sem segir að þátttaka liðsins á Ólympíuleik- unum hefði verið illmöguleg án aðstoðar Mutombos. Reuler RÆÐARIIMN Steve Redgrave (tv) fagnar sigri á fjórðu leikunum I röð með félaga sínum Matthew Pinsent sem vann sín önnur verðlaun. Finna Finnar hafa verið framarlega í spjót- kasti karla um árabil og sjö sinnum staðið á efsta þrepi á Ólympíuleikum síð- an 1906 en Heli Rantanen varð fyrst landa sinna til að sigra í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikum. Hún kastaði spjótinu 67,94 metra í fyrstu tilraun í úrslita- keppninni í Atlanta um helgina og það nægði henni til sig- urs en áður átti hún best 66,54. Louise McOaul frá Ástralíu var í öðru sæti, kast- aði 65,54 í síðustu tilraun, og norska stúlkan Trine Hatte- stad, sem er fyrrum heimsmeistari, fékk SPJOTKAST „ Mjög erfitt að bíða í eina og hálfa klukkustund eftir að hafa tekið forystuna“ Heli Rantanen Finnlandi Reuter FINNSKA Noregi stúlkan Heli Rantanen (fyrir miðju) ásamt Trine Hattestad frá og Louise McPaul frá Ástralíu, með verðlaunapeninga sína. bronsið fyrir 64,98 m í síðasta kasti. Rantanen er 26 ára. Hún varð í 6. sæti á Ólympíuleikúnum í Barcel- ona 1992 og í 4. sæti í Heimsmeist- arakeppninni í Gautaborg í fyrra en hefur fjórum sinnum orðið Finn- landsmeistari. „Meðan ég var að hita upp sagði þjálfarinn minn [Leo Pusa] mér að taka það rólega í byijun - ekki setja of mikla pressu á mig með því að reyna að taka af skarið strax í fyrsta kastinu. Ég svaraði því hins vegar að það ætl- aði ég mér nákvæmlega að gera! Eftir fyrsta kastið skulfu fætur mínir en ég átti samt sem áður von á því að geta gert betur. Þetta besta kast mitt var ekki fullkomið, útkastshornið var hátt en ekki nógu hátt. Ég var sjálfri mér reið því ég kastaði nokkrum sinnum illa - en spjótið sveif reyndar yfir 64 metra í öll skiptin. Það var mjög erfitt að bíða í eina og hálfa klukkustund eftir að hafa tekið forystuna og fylgjast með hinum kasta óg kasta og kasta! Mér létti þegar Nerius, Shikolenko og Tilea duttu út eftir þtjú köst og í lokin gerði ég mér ekki einu sinni grein fyrir því að þegar ég kastaði í síðustu umferðinni væri um síð- asta kast keppninnar að ræða. Keppnistímabilið hefur verið stórkostlegt hjá mér og ég vissi að þetta myndi gerast. Eftir heims- meistaramótið í Gautaborg í fyrra voru köstin mín á æfingum eins og það sem tryggði mér sigur hér í dag og það gaf mér byr undir báða vængi fyrir þetta keppnistímabil." Louise McPaul var ánægð. „Fyr- ir síðasta kast mitt leit ég upp, sá ólympíueldinn og vissi að þangað þyrfti spjótið að fara! Og draumur- inn rættist. Mér leið mjög vel og hafði gaman af þessu. Var ekkert taugaveikluð. Ég vissi að ég gæti þetta. Lagði allt sem ég átti í kast- ið og dæmið gekk upp.“ Trine Hattestad_ vildi að reglun- um yrði breytt. „Ég kastaði mjög illa í fjórum fyrstu umferðunum og eftir það var of seint að breyta stöð- unni. Ég náði einfaldlega ekki réttu útkastshorni - andstætt því sem gerðist í undankeppninni." Trine sagði á blaðamannafundin- um eftir keppnina að ómögulegt væri að kasta 80 metra með spjót- um eins og þau væru í dag. „Ég vona að reglunum verði breytt.“ Gefur róðurinn upp á bátinn Ólympíumeistari í spjót- kasti kvenna. Áldur: 26 ára, fædd í Lammi í Finnlandi. Persónulegt met: 67,94 metrar 1996 (á ÓL). Fyrri árangur: Sjötta á Ólympíuleikunum í Barcel- ona 1992 - Fjórða á heims- meistaramótinu 1993 - Fjór- faldur fmnskur meistari. ■ Á yngri árum var fyrir- mynd Heli Rantanen fínnska spjótkastskonan Tiina Lillak, sem fagnaði sigri á heims- meistaramótinu i Helsinki 1983. 1 dag starfar Rantan- en við auglýsingahönnun en auk spjótkastsins hefur hún mikið dálæti á skíðaíþrótt- I itkeyrður lagðist Bretinn Steve Redgrave útaf í bát sinn er hann reri yfir marklínuna ásamt fé- laga sínum, Matthew Pinsent, á tveggja manna báti á laugardag. Þar með varð hann sigursælasti ræðari ólympíuleikanna fyrr og síðar og einn fjögurra íþróttamanna sem unnið hafa gullverðlaunum á fernum leik- um í röð. Með þessum sigri segist Redgrave vera búinn að fá nóg og ætla að ger- ast venjulegur fjölskyldufaðir í fyrsta sinn á ævinni en hann er 34 ára og tveggja barna faðir. „Allt líf fjölskyld- unnar undanfarin flögur ár hefur miðast við 27. júlí 1996,“ sgaði hann. Þó svo Redgrave telji sig nógu vel líkamlega á sig kominn til þess að keppa einnig í Sydney eftir fjögur ár, segist hann ekki þola lengur and- lega álagið sem því fylgir að halda sér í fremstu röð og standa undir væntingum heillar þjóðar sem telji sig vant af ólympíuhetjum. „Ég er hættur, búinn að fá nóg. Hingað og ekki lengra. Sjái nokkur maður mig nærri bát héðan í frá er ég réttdræpur,“ sagði hann kominn á land eftir sigurinn í Atlanta. Redgrave, sem er sonur húsasmiðs og haldinn lestregðu, vann fyrsta gullið á fjögurra manna báti með stýrimanni í Los Angeles 1984 en síðan á tveggja manna báti í Seoul 1988, Barcelona 1992 og nú. J HEIMSMET s- í ATLANTA III sett á leikunum Atlantal996 61 28. júlí: Lyftingar, 99 kg (I., samanlaqt: tFmSSMUi7.5ko I Kakhi Kakhiashvili Grikklandi Sunnud. 28. júlí 1996 100 m hlaupkaria 9.84 sek 9,85 sek Donovan Bailey Kanada Laugard. 27. iúlí | 4x 100 m fjórsund karla tctctl:hám[3:36,84 s | Sveit Bandaríkjanna 26. júit Lyltingar, 83 kg II., samanlaqt: ft^tmmk\387,5kg \ Pyrros Dimas Grikklandi Fóstud. 26. júlí Riffilskotfimi: Ensk keppni: VX!lHiŒM\703,5pts | Christian Klees Þýskalandi__Rmmtud. 25. júlí ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.