Morgunblaðið - 13.08.1996, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.08.1996, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 B 3 KNATTSPYRNA II KÖRFUBOLTI Sögulegur sigur KA 17ára biðá enda Sigur KA á Þór í gærkvöld var sögulegur, ef ekki forsöguleg- ur. KA-mönnum hafði ekki tekist ■■■að sigra nágranna Stefán Þór sína í deildarleik í Sæmundsson sextán leikjum frá skrifarfrá 1980 og Akur- ureyn eyringar fyrir löngu famir að tala um hefð í þessu sam- bandi. Hefðin var rofín í sautjánda leiknum, KA vann sanngjamt 2:1 og er 17 eflaust happatala liðsins í dag. Leikurinn byrjaði fjörlega, snarp- ar sóknir á báða bóga, fjölmargar homspyrnur en lítið um góð mark- tækifæri. Birgir Þór átti gott skot að KA-markinu á 14. mín. en Egg- ert varði vel í horn. Á 18. mín. sendi Davíð Garðarsson fram á Hrein Hringsson sem stakk sér inn fyrir og komst í dauðafæri. Eggert varði skot hans en Árni Þór Árnason fylgdi vel á eftir og hamraði boltann í netið. Staðan 1:0 og virtist það ekki koma neinum á óvart. Þórsarar vom heldur sprækari í hálfleiknum en vöm KA hafði greini- lega jafnað sig eftir leikinn gegn Fram og jöfnuðu rétt fyrir leikhlé. Helgi Aðalsteinsson átti þá langa sendingu inn frá hægri, beint á Þor- vald Makan sem skallaði auðveldlega í netið; 1:1. Seinni hálfleikur var skelfing daufur; KA-menn frískari en Þórsarar á hælunum. Besti maður vallarins, Þorvaldur Makan Sig- björnsson gerði sigurmarkið á 85. mín. fékk sendingu inn á vítateig Þórs, var á undan markverði og vam- armanni Þórs og lyfti knettinum yfir Atla markvörð og í netið. Morgunblaðið/Golli ÍBA sóttl Stjörnuna heim í Garðabæ í gærkvöldi í 1. delld kvenna og varö að sætta slg við tap, 5:1, eftlr að jafnt hafði verlð í leikhléi, 1:1. Hér á myndinnl sækir Elva B. Ásgelrsdóttir leikmaður Stjörnunnar að Maren Vignisdóttur markverðl ÍBA, en hafðl ekki árangur sem erfiði. Tæpt hjá Blikastúlkum Breiðabliksstúlkur hafa ekki í annan tíma í sumar verið nær því að tapa stigi og á Akranesi í ^■■■■B gærkvöldi er þær Sigþór sóttu Skagastúlkur Eiriksson heim. Eftir að hafa skrifar frá átt meira j ieiknum Akranesi . c . , ., í fyrri halfleik var það ekki fyrr en á 70. mínútu sem þeim tókst að skora sigurmark sitt í leiknum. Var þar að verki Ásthild- ur Helgadóttir með vítaspyrnu sem dæmd var eftir brot á Ingibjörgu Ólafsdóttur. Skagastúlkur mót- mæltu ákaft; töldu að brotið hefði verið fyrir utan teig, en dómarinn var ömggur með ákvörðun sína. Eftir markið reyndu Blikar að bæta við en allt kom fyrir ekki og munaði þar mest um stórleik Steindóru Steinsdóttur í marki ÍA. Rétt undir leikslok fékk Magnea Guðlaugsdóttir tækifæri til að jafna fyrir ÍA en Sigfríður Sóphusdóttir i marki Blika varði vel og tryggði þar með sigurinn og tíunda sigur- leikinn í röð í deildinni. ísland í neðsta sæti Islenska landsliðið í körfuknattleik beið um helgina 87:100 ósigur fyrir Svíum á Opna Norðurlanda- mótinu í Finnlandi og hafnaði þar með í neðsta sæti mótsins. „Við hófum leikinn á svæðisvörn því hugmyndin var sú að hægja á Svíunum og loka vítateignum. Það gekk bara ekki nægilega vel því strákarnir voru orðnir þreyttir eftir erfiða leiki á mótinu og kraftinn vantaði í varnarleikinn," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari landsliðsins, að leik loknum. „Annars er ég sáttur við leik ein- staklinganna í liðinu og úrslit leikja sem slík. Við vorum að leika gegn mjög sterkum þjóðum en vorum engu að síður inni í öllum leikjunum. Ég er ánægður með breiddina í lið- inu, allir eru að skila sínu og liðið þarf ekki að treysta á einstaklings- framtak einhvers eins leikmanns. Aðrar þátttökuþjóðir bera virðingu fyrir íslandi og það getur ekkert lið bókað sigur á íslendingum fyrir- fram,“ bætti Jón jafnframt við en bestir íslenska liðsins gegn Svíum voru Guðmundur Bragason og Helgi Jónas Guðfinnsson. Stig íslands: Guðmundur Bragason 26, Helgi Jónas Guðfinnsson 22, Hermann Hauksson 9, Marinó Guðlaugsson 7, Her- bert Amarson 7, Guðjón Skúlason 4, Jón Arnar Ingvarsson 4, Pétur Ingvarsson 4, Sigfús Gizurarson 2, Hjörtur Harðarson 2. í kvöld Knattspyrna Landsleikur liða skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri. Sauðárkr.: ísland - Malta ...19 2. deild karla: Víkin: Víkingur - ÍR...19 Þróttarar á toppnum Skúli Unnar Sveinsson skrifar Þróttarar skutust í efsta sæti 2. deildar karla í gærkvöldi - a.m.k. um stundarsakir - er liðið sigraði Leikni 5:1 í opnum og nokkuð fjörugum leik. Ekki er vist að Þróttur verði í efsta sæti lengi því leik efstu liðanna, Fram og Skallagríms, var frestað. Þróttarar voru betri þó svo mun- urinn á markatöflunni hefði ekki þurft að vera svona mikill því heima- menn fengu ágætis færi til að skora en tókst það aðeins einu sinni, kom- ust þá í 1:0. Vöm Þróttar, sem var aðeins skipuð þremur leikmönnum að þessu sinni, var gjörsamlega stein- sofandi og það nýtti Birgir sér. Tíu mínútum síðar fór Heiðar Ómarsson hræðilega með gott færi, einn gegn markverði fyrir miðju marki, en missti boltann of langt frá sér. Þróttarar snéru vörn í sókn, Heiðar Sigurjónsson komst inní send- ingu varnarmanna sín á milli, renndi laglega á Gunnar sem skoraði. Þriðja markið gerði Óskar eftir einleik upp vinstri kantinn og Árni bætti þriðja markinu við úr vítaspyrnu rétt fyrir hlé. Er stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik átti Vignir Þór Sverrisson laglegt skot af löngu færi, yfir Axel Gomes markvörð Þróttar, í þverslána og niður, en dómarinn taldi boltann ekki inni. Páll bætti fjórða marki Þróttar við um miðjan hálfleikinn og undir lok leiksins tókst Þrótturum ætlunarverk sitt, að láta Sigurð Hallvarðsson skora! FH-ingar í ham Völsungur reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við FH-inga á Húsavík á sunnudagskvöld og þeg- ar upp var staðið höfðu gestimir skor- að fjögur falleg mörk án þess að heima- menn næðu að svara fyrir sig. Eftir einungis fimmtán mínútna leik hafði Lúðvík Arnarson komið FH-ingum í 2:0 með góðum skallamörkum og um miðjan fyrri hálfleik leit svo þriðja markið dagsins ljós og var þar að verki hinn mark- sækni Hörður Magnússon. Lúðvík fullkomnaði þrennu sína stundar- fjórðungi fyrir leikslok með enn einu skallamarkinu. Hefðu FH-ingar með smá heppni svo hæglega getað bætt við fleiri mörkum en varla er hægt að tína til eitt einasta marktækifæri heima- manna, sem eitthvað bragð var af og er það nú ljóst að Völsungar verða að fara að taka sig saman í andlitinu hyggist þeir koma sér í þægilegri stöðu í deildinni. Frá Páli Rikharðssyni á Húsavik FRJÁLSÍÞRÓTTIR Kominn nærri heimsmetinu KOMEN var nærri heims metinu í 3.000 m hlaupi. Hlaupagarpurinn Daniel Komen frá Kenýa hljóp á öðrum besta tíma sögunnar í 3.000 metra hlaupi karla, sjö mínútum og 25,16 sek- úndum, á alþjóðlegu móti í Mónakó um helgina og var hann þar með einungis fimm hundraðshlutum frá því að jafna tveggja ára gamalt heimsmet Alsírbúans Noureddine Morcelis. Komen, sem aðeins er 20 ára gamall, er fyrrum heimsmeistari unglinga bæði í 5.000 og 10.000 metra hlaupum og á hann greini- lega mikla framtíð fyrir sér á hlaupabrautinni. „Ég hugsaði ekk- ert um heimsmetið meðan á hlaup- inu stóð, eina hugsunin sem komst að var að vera fyrstur í mark,“ sagði Komen að hlaupinu loknu en Kenýabúar röðuðu sér í fimm efstu sætin í 3.000 metrunum. Heimsmethafmn og nýkrýndur ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi, Noureddine Morceli, ætlaði sér að keppa í 1.500 metrunum á mótinu í Mónakó en hætti við þátt- töku á elleftu stundu sökum meiðsla. Kenýska Dananum Wilson Kip- keter, sem ekki tók þátt á Ólympíu- leikunum í Atlanta af íþróttapólit- ískum ástæðum, tókst ekki að láta draum sinn um að slá 15 ára gam- alt heimsmet Sebastian Coes í 800 metra hlaupi rætast en hann kom þó engu að síður í mark á besta tíma ársins, einni mínútu og 42,59 sekúndum. Þá náðu þær Steffi Nerius frá Þýskalandi og Svetlana Masterkova frá Rússlandi einnig besta árangri ársins í sínum greinum, Nerius í spjótkasti, 69,42 metrum, en Mast- erkova í 800 metra hlaupi, einni mínútu og 56,04 sekúndum. KNATTSPYRNA Landsleikur á Króknum íkvöld LANDSLIÐ íslands og Möltu skipuð leikmönnum 21 árs og yngri eigast við i landsleik í knattspyrnu á Sauðárkróks- velli i kvöid klukkan nítján. Er þarna um að ræða vináttu- landsleik en A-landslið þjóð- anna mætast á Laugardals- velli á morgun klukkan 20. Þetta er í fyrsta skipti sem landsleikur í knattspyrnu er háður á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.