Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 20

Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 20
20 C ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Um 70 sumarbústaðir í Lóninu Brýnt að skipuleggja svæðin áður en byggt verður meira KRINGUM 70 sumarbústaðir eru nú í Bæjarhreppi í Lóninu í Austur Skaftafellssýslu og hafa þeir risið þar undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur verið mælst til þess við landeigendur að fleiri bústaðir yrðu ekki reistir fyrr en búið er að ganga frá skipulagi svæðisins. Hákon Valdimarsson bygginga- fulltrúi sýslunnar segir brýnt að fá þetta skipulag sem landeigend- ur kosta með þátttöku Skipulags ríkisins. Flestir sumarbústaðir í Lóninu eru inn með Stafafellsfjöllum í landi jarðanna Brekku og Stafafells, en þar eru nálega 50 bústaðir. Þá er um tugur bústaða í Laxárdal og nokkrir í landi Þórisdals, flestir í eigu stéttarfélaga og segir Hákon Valdimarsson það eina svæðið sem sé byggt samkvæmt skipulagi. Hákon telur að hugsanlegt sé að bæta við nokkrum bústöðum inn með Stafafellinu en slíkt verði að bíða skipulags. Segir hann hug- myndina að kortleggja núverandi sumarbústaðabyggð og vinna síðan HORFT niður stigann góða en hann varð að vera nokkuð brattur og gripu arkitektarn- ir til þessarar lausnar, þ.e. að hafa þrepin hálf. skipulag fyrir svæðin og fá það staðfest. Meðal þeirra sumarbú- staða sem risið hafa á síðustu ára- tugum í Stafafellslandinu er Fells- hamar sem er í eigu hótelhaldar- anna á Höfn, þeirra Áma Stefáns- sonar og konu hans Svövu Sverris- dóttur. Bústaðinn byggðu þau fyrir einum sex ámm en hann teiknuðu þeir bræður Björn og Sigbjöm Kjartanssynir sem reyndar eiga sjálfír bústað á sama svæði. Fellshamar er um 50 fermetrar að grunnfleti og segir Sigbjöm arkitekt að hér hafi ekki verið far- in sú leið að reisa hefðbundinn sumarbústað og ætti það bæði við lögun hans og litaval en bústaður- inn er grámálaður, nokkuð háreist- ur enda með svefnlofti eða leikrými og anddyri og annað svefnherberg- ið em eins konar útbyggingar. Húsið stendur rétt undir hamri og í brekkunni undir honum hefur náttúran verið látin halda sér en við húsið er grasflöt, lítill matjurta- garður og þar hefur einnig verið plantað talsverðu af tijám. Morgunblaðið/jt FELLSHAMAR heitir þessi bústaður í landi Staðarfells í Lóni. SÉÐ úr stofunni yfir eldhúskrókinn í átt að svefnloftinu eða leik- plássi. Tvö herbergi eru síðan til hægri á myndinni. _ Morgunblaðið/Ásdís LOÐIN við Bergholt 10 hlaut viðurkenningu sem vel skipulagður og fallegur garður, en eigendur eru Guðlaug Hálfdánardóttir og Ásbjörn Þorvarðarson. Umhverfissamtök- in Mosi fá styrk frá Mosfellsbæ NÝLEGA afhenti umhverfísmálaráð Mosfellsbæjar einstaklingum og fyr- irtækjum viðurkenningar fyrir fegr- un umhverfis og uppgræðslu. Garð- urinn að Bergholti 10 var verðlaun- aður og viðurkenningu fengu jörðin Dalland og Sigurplast hf. fyrir um- gengni og snyrtilegan frágang húss og lóðar við Völuteig 3. Viðurkenningarnar vora afhentar í hófi í tilefni af 9 ára afmæli Mos- fellsbæjar í síðasta mánuði. Guðlaug Hálfánardóttir og Ásbjörn Þorvarð- arson búa í Bergholti 10 og sagði Ásbjöm að í götunni væri mjög skjól- sælt og góð skilyrði til ræktunar enda hefði gróðri fleygt þar fram síðustu 10 til 15 árin. Ekki vildi hann gera mikið úr þeirri vinnu sem fælist í umsjón verð- launagarðsins en sagði að allt sem væri skemmtilegt væri lítil vinna. Hjónin láta sér ekki nægja að sinna garðinum heima við því þau eru með í hópi sem sér um tijáræktarsvæði við Seljalandsfoss. Við þetta tækifæri veittu bæjar- yfirvöld umhverfíssamtökunum Mosa sérstakan 150 þúsund króna styrk vegna framlags samtakanna til umverfismála í Mosfellsbæ. Jó- hann Siguijónsson bæjarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að sam- tökin hefðu undanfarin ár gengist fyrir ýmsum aðgerðum til að glæða áhuga og umræðu um umhverfis- mál, staðið fyrir ráðstefnu og upp- græðsluátaki og verið í farabroddi varðandi hvaðeina í útivistar- og umhverfismálum. JÓNAS Sigurðsson (t.v.), formaður bæjarráðs afhendir Andrési Arnalds styrk Mosfellsbæjar fyrir framlag umhverfissamtakanna Mosa til umhverfismála. Hafa framleitt 10O þúsund fermetra af timburhúsum RISIÐ er í Lindahverfinu í Kópa- vogi hús frá S.G.-einingahúsum á Selfossi og er þar eitt hundrað þús- undasti fermetrinn sem fyrirtækið hefur framleitt í timburhúsum. Framleiðsla slíkra húsa hófst árið 1966 þegar Sigurður Guðmundsson hóf smíði timburhúsa á verkstæði sínu og tók að flytja samsetta hús- hluta á byggingarstað en með því styttist byggingatíminn vemlega. Sjálf húsagerðin hefur þróast verulega þennan tíma eftir því sem reynslan hefur kennt, kröfur bygg- ingayfirvalda breytst og markaður- inn hefur fengið nýjar hugmyndir. Óskar G. Jónsson sölustjóri segir að hús frá S.G.-einingahúsum sé nú að fínna í öllum sýslum lands- ins, frá Vestfjörðum til Austfjarða, á Norðurfírði á Ströndum, í Gríms- ey, höfuðborgarsvæðinu og nánast hvar sem er á landinu. Minnstu húsin segir Óskar vera um 60 fermetra og þau stærstu em um og yfír 500 fermetrar, til dæm- is leikskólar. — Auk íbúðarhús- næðis og leikskóla framleiðum við í dag sumarhús, kennslustofur, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og getum boðið hús til nánast hvaða notkunar sem vera skal, segir Ósk- ar. Reisa hús á viku Húsið við Isalind 1 í Kópavogi var reist á innan við tveimur vikum. Skrifað var undir verksamning 17. maí í vor og þegar undirstöðurnar, sem kaupandi sá sjálfur um, voru tilbúnar seint í júlí kom flokkur frá S.G.-einingahúsum og reisti húsið. Lauk verkinu fyrir verslunar- mannahelgi og var húsið þá tilbúið að utan og búið að einangra loft og veggi. Kaupendur sáu um af- ganginn og eru nýlega fluttir inn. Húsið er 131 fermetri að stærð ásamt 27 fermetra sambyggðum bílskúr. Óskar G. Jónsson segir að meðal- húsið sé reist á fjórum til fimm dögum en verkið taki stundum 7 til 8 daga eftir því hversu lengi HÚS frá S.G.-einingahúsum hafa risið um land allt og þetta myndarlega 300 fermetra hús er á Tálknafirði. unnið er dag hvern. í upplýsinga- riti fyrirtækisins er að finna fjöl- margar teikningar frá ES arki- tektastofunni í Reykjavík og ýmsar upplýsingar um timbureiningahús. Urn 40 manns starfa hjá fyrirtæk- inu í dag en auk timburhúsafram- leiðslunnar rekur fyrirtækið bygg- ingavöruverslanir á Selfossi og Hvolsvelli. VIÐ ísalind 1 í Kópavogi var reist á dögunum hús frá S.G.-eininga- húsum á Selfossi og er þar 100 þúsundasti fermetrinn sem fyrir- tækið smíðar i þessari húsagerð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.