Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 2
2 E ÞRIÖJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Húsvirki byggir 30 íbúðir í Kópavogi 2ja, 3ja eða 4ra herbergja. Byggingarað- ili er Húsvirki, en íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar i júni á næsta ári og þá afhentar fullbúnar án gólfefna. Ibúðirnar eru til sölu hjá fasteignasölunni Húsakaup. EKKERT lát er á uppbyggingunni í Kópavogsdal. Nú hefur bygginga- fyrirtækið Húsvirki hafið fram- kvæmdir við 30 íbúða fjölbýlishús við Lækjarsmára 2. Þar af verða þrettán 4ra herbergja, fjórtán 3ja herbergja og þijár 2ja herbergja íbúðir. Þetta er fyrsta húsið af þremur, sem Húsvirki hyggst byggja á þessum reit, en í þeim verða alls 98 íbúðir. Húsið er lyftuhús á átta hæðum. Tíu bílastæði verða í bílageymslu og innangengt úr henni í lyftu. Þvottahús er í hverri íbúð, en geymslur á jarðhæð fylgja íbúðun- um. íbúðimar verða tilbúnar til af- hendingar í júní á næsta ári og eru afhentar fullbúnar án gólfefna. — Þetta fjölbýlishús mun standa á mjög skjólsælum reit í hjarta Kópavogsdal með fallegu útsýni til allra átta, segir Sigrún Þorgríms- dóttir hjá Húsakaupum, þar sem íbúðirnar eru til sölu. — Ibúðirnar verða bjartar og sólríkar og með stórum svölum, en þær eru 12 ferm. og snúa í suður eða vestur. Séreign- arlóð fyrir framan íbúðir á 1. hæð verður tyrfð, hellulögð og afmörkuð með trjábeði. — Staðurinn er að mörgu leyti afar heppilegur, sagði Sigrún enn- fremur. — í göngufæri frá Lækjasmára er grunnskóli, dagheimili, íþróttasvæði, heil- sugæzlustöð og verzl- unarmiðstöð, sem rísa mun við Smáratorg. Golfvellir og hesthús eru einnig í næsta ná- grenni. Tveggja herb. íbúð- imar era 73 ferm. án sameignar og verð á þeim frá 6,2 millj. kr., 3ja herb. íbúðirnar era 94 ferm. og verð á þeim er frá 7,7 millj. kr. og 4ra herb. íbúðirnar era 111 ferm. og verð á þeim frá 8,7 millj. kr. — Þetta verða vand- aðar íbúðir með vönd- uðum íslenzkum inn- réttingum og hægt að velja milli nokkurra spónategunda, en baðher- bergi verða flísalögð í hólf og gólf, sagði Sigrún. — Húsið verður ein- angrað að utan og klætt með svo- nefndri M;rava//-klæðningu, en það era álplötur með innbrenndu lakki. Sameign verður að fullu frágeng- in, en þar verður hjóla- og vagna- geymsla. Lóðin skilast einnig fullfrágengin. Bílastæði verða mal- bikuð og gangstéttar hellulagðar með hitalögn fyrir framan húsið. — Með álklæddu húsi er viðhald nánast úr sögunni, sagði Sigrún Þorgrímsdóttir að lokum. — Stein- steypt hús, sem era ekki varin að utan, era ólíkt viðhaldsfrekari og að því kemur fyrr eða síðar að þau þarfnast steypuviðgerða. STARENGI 24-32 í Grafarvogi. íbúðirnar eru til sölu hjá Fjárfest- ingu og kosta á bilinu 6,95-7,9 millj. kr. eftir stærð. Vandaðar íbúðir við Starengi MIKIL uppbygging hefur átt sér stað í Engjahverfi í Grafarvogi. Hjá fasteignasölunni Fjárfestingu era til sölu nýjar þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í tveggja hæða fjöl- býlishúsi við Starengi 24-32. Íbúð- irnar eru alls 25, hver um sig með sér inngangi. „Sér inngangur i hveija íbúð hefur það í för með sér, að sameign er í algera lágmarki,“ sagði Sigurð- ur Jónssonar hjá Fjárfestingu. „Húsið er U-laga og garðurinn er á milli húsanna og þar er mjög skjólsælt í norðanátt. Byggingaraðilar eru mjög traust- ir, en þeir eru Gylfí og Gunnar hf. Þeir hafa á undanförnum áram byggt og afhent um 700 íbúðir. Húsið er á tveimur hæðum og eru fjögurra herbergja íbúðirnar 8 en þriggja herbergja íbúðirnar era 17 talsins, en þær era af tveimur stærðum, 84 ferm. og 74 ferm. Hægt er að kaupa bílskúr. íbúðir þessar era mjög vandaðar og eru allar innréttingar frá Birnin- um. Þær era úr maghony eða sam- bærilegum viði og sprautulakkaðar hurðir í eldhúsinnréttingu og skáp- um. í hveiju herbergi eru skápar og ná þeir alveg upp í loft. Skápapláss- ið er því mikið. Fólk getur fengið að velja liti sjálft. Allar íbúðirnar eru með sér þvottaherbergi, stórar svalir eru á efri hæð en sólarverönd og sér garður á neðri hæð. Húsinu er skilað með marmara- salla á útveggjum, sem er mjög endingargott efni. Lóð er frágengin með grasi og gangstéttir eru hellu- lagðar. Á jarðhæð eru hjóla- og vagnageymslur, svo og sérgeymslur íbúðanna. Verð íbúðanna er hag- stætt, frá 6,95 millj. kr. upp í 7,9 millj. kr. eftir stærð. Fasteigna sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bis. 3 Almenna Fasteignasalan bls. 17 Ás bls. 19 Ásbyrgi bls. 20 Berg bls. 28 Bifröst bls. 24 Borgareign bls. 19 Borgir bls. 26 Brynjólfur Jónsson bls. 7 Eignamiðlun bis. 20-21 Eignasalan bls. 9 Fasteignamarkaður bls. 22 Fasteignamiðlun bls. 9 Fasteignas. Reykjavíkur bls. 4 Fasteignamiðstöðin Ws. 7 Fjárfesting bls. 12 Fold bls. 23 Framtíðin bls. 3 Frón bls. 9 Garður 'mUSBí bls. 15 Gimli bls. 27 Flátún bls. 16 Hóll bis. 14-15 Hraunhamar bls. 11 Huginn bls. 6 Húsakaup bls. 28 Húsvangur bls. 10 Kjöreign bls. 18 Laufás bls. 4 Óðal bls. 5 Skeifan bls. 25 Stakfell bls. 17 Valhús bls. 12 Valhöll bls. 13 Þingholt bls. 8 ÍBÚÐIN er 4ra herbergja og 110 ferm. að stærð. Hún er í austur- enda Listhússins í Laugardal. Ásett verð er 10,9 millj. kr., en íbúðin er til sölu hjá Bifröst. íbúð í Listhúsinu í Laugardal HJÁ fasteignasölunni Bifröst er til sölu 110 ferm. íbúð í Listhúsinu að Engjateigi 19. íbúðimar eru á efri hæð Listhússins og er þessi íbúð í austurenda hússins. „Þetta er glæsilega innréttuð fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi,“ sagði Sigfús Almarssonar hjá Bifröst. „Gengið er inn að sunnanverðu í húsið og komið inn í flísalagða forstofu og svo hol með góðum skáp. Ur því er gengið inn í svefnher- bergi og rúmgott flísalagt bað með fallegri innréttingu og hleðslugleri. Stofan er stór og falleg með mik- illi lofthæð og góðum gluggum. Á efri hæðinni er eldhús með góðri innréttingu og eldunareyju, borðstofa og gott svefnherbergi með góðum skápum og út af því herbergi era yfirbyggðar svalir. Merbeau-parket er á öllum gólf- um og jnnréttingar allar mjög vand- aðar. Ásett verð er 10,9 millj. kr., en áhvílandi era 4,2 millj. kr. í húsbréfum." Að draga ályktanir Markaðurinn Á þessi árí hafa Húsnæðisstofnun ríkisins borízt um 1.200 umsóknir um aðstoð vegna greiðsluerfíðleika, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri stofnunarínnar. Tæplega 700 íbúðareigendur hafa fengið aðstoð. Stundum era menn fljótir að draga ályktanir í ýmsum mál- um út frá einhveiju sem hugsanlega gefur eitthvað til kynna. Þá kemur það oft fyrir að meðaltöl af ýmsu tagi ragla umræður og slá ryki í augu fólks, með þeim afleiðingum að það sem raunveralega býr að baki sést ekki og kemur ekki fram. Ástæða er til að nefna þetta, því ef umfjöllun um húsnæðismál er í þessum farvegi, er hætta á að rok- ið verði í breytingar breytinganna vegna eða að ekki verði gripið til nauðsynlegra aðgerða. Félagslegar íbúðir Umfjöllun um félagslega íbúða- kerfíð er því miður oft á þann veg, að horft er á lítið brot af heildinni og alhæft á grundvelli þess. Jafnvel hefur verið fullyrt að kerfíð sé kom- ið í ógöngur vegna þeirrar stað- reyndar, að í þrengingum á undan- förnum misseram hefur það komið fyrir að rúmlega 100 félagslegar íbúðir hafa staðið auðar í tilteknum landshlutum. Þegar haft er í huga að í landinu öllu eru yfir 10 þúsund félagslegar íbúðir sést hvað of sterkar fullyrðingar um kerfíð sem slíkt byggja á veikum grunni. Vandamálið er nefnilega það, að of oft er ekki litið á málið í heild, heldur ályktað út frá einum ákveðn- um þætti. Auðvitað hefur atvinnu- ástand á hveijum stað veraleg áhrif á húsnæðismálin og líklega hvað mest áhrif. Meðaltekjur og eignir í nýlegu yfirliti frá Þjóðhags- stofnun kemur fram að meðalat- vinnutekjur á árinu 1995 hafí verið rúmlega 5% hærri en á árinu áður. Vísitala neysluverðs, sem verð- tryggðar Ijárskuldbindingar miðast nú við, hækkaði hins vegar um tæp 2% á sama tímabili. Því er sagt að kaupmáttur atvinnutekna hafí auk- ist um rúm 3% á milli áranna 1994 og 1995. Þetta er gott og blessað en segir ekki alla söguna. Þá valda þær upplýsingar frá Þjóðhagsstofn- un áhyggjum, að meðaleignar- skattsstofn einstaklinga hafí lækk- að um 0,7% frá árslokum 1994 til ársloka 1995. Vonandi alhæfa menn ekki út frá þessu í þá ver- una, að almenningur lifí um efni fram og taki almennt lán fyrir neyslu, þó eitthvað sé eflaust um það. Enn erfiðleikar Þrátt fyrir aukningu meðalkaup- máttar að undanfömu era erfíðleik- ar á húsnæðismarkaði enn fyrir hendi. Því virka ósannfærandi þær fullyrðingar, að ein helsta orsök greiðsluerfíðleika fólks sé lántaka umfram greiðslugetu, eins og nefnt hefur verið í umræðu um þessi mál. Það getur vel átt við í sumum tilvikum að fólk lifi um efni fram, en næsta víst er, að lántaka umfram greiðslugetu er að stærstum hluta afleiðing en ekki orsök. Fólk leiðist oft út í lántökur umfram greiðslu- getu vegna þess að það verður að grípa til þeirra úrræða þegar stefnir í óefni og vanskil hlaðast upp, t.d. vegna lækkandi tekna eða veikinda. Umsækjendur um aðstoð Það sem af er þessu ári hafa Húsnæðisstofnun ríkisins borist um 1.200 umsóknir um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika, en stofnunin hef- ur haft heimild frá árinu 1993 til að skuldbreyta vanskilum af lánum stofnunarinnar til allt að 15 ára og fresta greiðslum af þeim í allt að 3 ár, að gefnum ákveðnum skilyrðum. Tæplega 700 íbúðareigendur hafa fengið aðstoð hjá stofnuninni á ár- inu. Það er skemmst frá því að segja, að þetta fólk hefur ekki orð- ið þess aukna kaupmáttar aðnjót- andi sem mælst hefur að undan- fömu. Að meðaltali hefur kaup- máttur þessara íbúðareigenda lækkað. Með hliðsjón af þeim mikla fjölda íbúðareigenda sem sótt hafa uffl aðstoð vegna greiðsluerfiðleika hjá Húsnæðisstofnun á þessu ári, eða rúmlega 100 manns í hveijum ein- asta mánuði, þá er augljóst, að erf- iðleikar á húsnæðismarkaði eru enn töluverðir. Það er einkennandi fyrir þá sem sótt hafa um þessa aðstoð, að ástæður erfíðleikanna eru að langstærstum hluta breyttar for- sendur eftir kaup, þ.e lækkun launa eða veikindi. Vert er að hafa þessi atriði í huga þegar rætt er uffl meðalatvinnutekjur landsmanna eða eignir þeirra og þegar ályktan- ir era dregnar af breytingum þar á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.