Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 1
I • MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR «N IMttgmiItibritffr Prentsmiðja Morgunblaðsins Blað E Breyttar forsendur ERFIÐLEIKAR á húsnæðis- markaði eru enn töluverðir, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Það er einkennandi fyrir þá sem sótt hafa um aðstoð, að ástæðurnar eru að stærstum hluta breyttar forsendur eftir kaup. /2 ? Heimsókn til Hawle I þættinum Lagnafréttir fjallar Sigurður Grétar Guðmundsson um heimsókn sína til austur- ríska fyrirtækisins Hawle, sem margir íslenzkir lagna- menn þekkja. Lagnavörur frá Hawle eru notaðar víða hér á landi. / 24 ? Atvinnu- húsnæði EFTIRSPURN eftir at- vinnuhúsnæði er nú meiri en áður og það bendir tU þess að batinn í efna- hagslífinu sé farinn að skila sér til atvinnufyrirl ækjanna. - Nú er svo komið, að skortur er orðinn á sumum tegundum atvinnuhúsnæðis, cinkum húsnæði með mikilli lofthæð og góðri útiaðstöðu, segir Sverrir Kristjánsson fasteignasali í viðtali hér í blaðinu í dag. - En það er talsvert fram- boð á lélegu húsnæði, sem komið er til ára sinna og full- nægir ekki kröfunum í dag, segir Sverrir. - Ennþáerverð á atvinnuhúsnæði mjög áþekkt og verið hefur. Ef framboð verður áfram lítið á góðu hús- Stöðuleiki einkenn- ir íbúðainarkaðinn í októberlok voru húsbréfaumsóknir vegna nýbygginga byggingaraðila orðnar 47% fleiri en á sama tíma í fyrra og 23% fleiri vegna notaðs húsnæðis. Petta bendir til mun meiri hreyfingar á markaðnum í ár. Umsóknir vegna nýbygginga einstaklinga voru aftur á móti álíka og í fyrra. Á síðustu tveimur mánuðum hefur dregið úr húsbréfaumsóknum bygg- ingaraðilanna, en þær voru í hámarki yfir sumarmánuðina. Nærtækasta skýringin er sú, að genginn er í hönd sá árstími, er draga tekur úr nýfram- kvæmdum og byggingaraðilarnir beina kröftum sínum meira að því að ljúka við þær íbúðarbyggingar, sem þegar er búið að taka húsbréfalán út á. Eftir umtalsverðar hækkanir í júlí og ágúst lækkaði raunverð í septem- ber á fermetra í íbúðarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu samkvæmt mæl- ingum Fasteignamats ríkisins. Slík lækkun milli mánaða kann samt að eiga sér eðlilegar skýringar. Fasteignir eru mjög mismunandi að stærðoggerðog verð á litlum eignum hlutfallslega hærra en á þeim stóru. Sum hverfi eru líka dýrari en önnur. Raunverð á fermetra getur því sveifl- azttil, eftir þvíhvers konar eignir selj- ast í hverjum mánuði og hvar. Að sögn Jóns Guðmundssonar, for- manns Félags fasteignasala, var eftir- spurn eftir íbúðarhúsnæði óvenju mikil yfir sumarmánuðina og hefur hún eflaust haft einhver áhrif til hækk- unar á íbúðarverði. - Að mínu mati ríkir samt stöðug- leiki á íbúðamarkaðnum nú og ég á ekka von á öðru en að verð haldi sér, þó að opinberar tölur sýni einhverja lækkun í september. Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði er ennþá miMl, enda þótt framboð sé líka gott, segir Jón. - Atvinnuleysi hefur farið minnk- andi, margar stórframkvæmdir eru framundan og horfur í efnahagslífmu góðar. Þetta ætti að leiða til meiri kaupmáttar, sem hlýtur að skila sér í auMnni eftirspurn eftir íbúðarhús- næði og um leið í hækkun á verði, ef eitthvað er. Það er samt að sjálfsögðu mjög undir þeim kjarasamningum komið, sem fram fara um áramót, hver þróuninverður, segir JónGuðmunds- son. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í jan.- okt. 1996 rj breyting frá sama tímabili 1995 ínnkomnar umsóknir Notað húsnæði Endurbætur Nýbyggingar einstaklinga Nýbyggingar byggingaraðila Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi Notað húsnæði - upphæðir Endurbætur - fjöldi Endurbætur - upphæðir Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð Útgefin húsbréf Reiknað verð Breyting jan.-okt. 1996/1995 +23,7% -13,7% +0,4% +47,4% +26,3% +23,1% +15,7% +4,2% +15,9% +10,5% +9,9% -1,1% +22,3% +18,5% næði en eftirspurnin helzt, ætti verð að hækka og það fljót- lega. Að sögn Helga Jóns Harðar- sonar hjá fasteignasölunni Hraunhamri í Hafharfirði hef- ur atvinnuhúsamarkaðurinn sótt í sig veðrið þar í bæ að undanfðrnu vegna meiri eftir- spurnar. - Það hefur verið mun meiri hreyfing á atvinnuhús- næði undanfarna 6-12 mánuði miðað við það sem var, segir Stefán Hrafn Stefánsson hjá Eignamiðluninni. - Núvantar á markaðinn minni einingar, bæði fyrir verzlun, þjónustu og iðnað, en það er umframeftir- spurn eftir slíkum plássum. Verð á eftirsóttustu einingun- um gæti farið hækkandi, ef áfram verður lítið framboð á þeim./16^ Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá ráðgjöfum Fjárvangs ísíma540 50 60 Fjárvangs Dæmi um mánaðarlegar afborganir af 1.000.000 kx Fasteignaláni Fjárvangs* \fertir(%)10ár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 Miðað er við jafngreiðslulán *Auk verðbóta 7.700 Fjárvangur hf. i.o<;<; iir \ i: no R R r i \ i \ u i R i v: k i Laugavegi 170, 105 Reykjavík, Sími5 40 50 60,Fax5 40 50 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.