Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR miiDHfiiKtiu EREBIICRgUa imiEu.iiíf il B BI1ÉI1IISE8I1 FSÓECIt|I|| Háskóli íslands Við matvælafræðiskor raunvísinda- deildar Háskóla íslands eru eftirtal- in störf laus til umsóknar: Hlutastarf (37%) lektors í matvælavinnslu. Miðað er við að sem svarar 25% af fullu starfi verði varið til kennslu og 12% til stjórnunar. Hlutastarf (50%) lektors í matvælaiðnaði. Miðað er við að sem svarar 38% af fullu starfi verði varið til kennslu og 12% til stjórnunar. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í störfin frá 1. ágúst 1997. Sérstaklega er óskað eftir umsækjendum sem starfa að rannsóknum í aðalstarfi enaa verður þess farið á leit að vinnuveitandi í því starfi heimili að lektors- starfið geti tengst aðalstarfi, sbr. 10. gr. laga um Háskóla íslands. Umsækjendur skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslú um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Með umsóknum skulu send eintök af vísinda- legum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 6. janúar 1997 og skulu umsóknir sendar starfsmannasviði Háskólans, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofu raunvísindadeildar H.í. í símum 525 4644 og 525 4645 og hjá formanni matvælafræðiskorar, Ingu Þórsdóttur dós- ent, í síma 560 1536. <ISK FISKH9JAN SKAGFIRÐINCUR Fiskiðjan Skagfirðingur er eitt af stærstu sjávar- útvegsfyrirtækjum landsins. Fyrirtækiö gerir út 4 isfisktogara og 1 frystiskip. Einnig er FISK hf. með fjölbreytta landvinnslu á Sauðárkróki og I Grundarfiröi Markaðs- og þróunarmál Fiskiðjan Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki óskar eftir að ráða starfs- mann til að starfa við markaðs- og þróunarmál. Starfssvið: Gerð markaðs- og söluáætlana. Eftirfylgni við áætlanir og frávikagreining. Samskipti við sölusamtök og kaupendur. Umsjón með vöruþróunarverkefnum. Menntunarkröfur: Háskólmenntun á sviði matvælafræði eða skyldra greina. Menntun/reynsla í markaðsmálum fyrir sjávarútveg nauösynleg. í boði er áhugavert og krefjandi stjórn- unarstarf. Leitað er að einstaklingi meö frumkvæði og áræðni til að takast á viö krefjandi verkefni í stjórnun, vöruþróun og markaðsmálum. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „FISK 614" fyrir 21. desember n.k. Hagvangur hf Skeífan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang hagvang@tir5kyrr.is Heimasíöa http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR HADNINGARMÓNUSIA Flétt þekking á róttum tfma -fyrir rétt fyrirtæki LANDMÆLINGAR ÍSLANDS 1956 - 1996 Deildarstjóri Kortadeildar Laus er til umsóknar staða deildarstjóra kortadeildar hjá Landmælingum íslands. Starfssvið deildarstjóra er dagleg stjórnun kortadeildar og umsjón með áætlunum um starfsemi deildarinnar. Yfirumsjón með gerð staðla fyrir landmælingar og kortagerð. Samskipti við fyrirtæki og stofnanir vegna verkefna á sviði kortagerðar og landfræðilegra upplýsinga. Um krefjandi starf er að ræða. Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi sem hefur reynslu í stafrænni kortagerð og uppbyggingu landfræðilegra gagna, hafi þekkingu á Arc-lnfo kortagerðarhugbúnaði og Unix stýrikerfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð og aliar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 15.desember. QjÐNTTÓNSSnN RÁDGIÖF & RÁDNIINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Drafnarborg/Drafnarstíg Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigurhanna Sigurjónsdóttir, í síma 552 3727. Hlíðaborg v/Eskihlíð Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% og 50% stöður. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Kristbjörg Lóa Árnadóttir, í síma 552 0096. Holtaborg, Sólheimum 21 Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi frá 1. jan- úar nk., einnig vantar starfsmann í eldhús. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðbjörg Guðmundsdóttir, í síma 553 1440. Klettaborg, Dyrhömrum 28 Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu og í 50% stöðu eft- ir hádegi, einnig vantar í hlutastarf með breytilegum vinnutíma. Upplýsingar gegur leikskólastjóri, Lilja Ey- þórsdóttir, í síma 567 5970. Laufskálar, Laufrima 9 Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu og í hlutastarf frá 1. janúar nk. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Lilja Björk Ólafsdóttir, í síma 587 1140. Vesturborg, Hagamel 55 Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur aðstoðarleikskólastjóri, Árni Garðarsson, í síma 552 2438. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. VÉUriK Rennismiðir - framtíð Hjá Vélvík er tæknilega fullkomið renniverk- stæði og hefur verið ákveðið að bæta við starfsmönnum þar vegna góðrar verkefna- stöðu. Leitað er að hressum og sjálfstæðum einstaklingum sem eru reiðubúnir til þess að tileinka sér þekkingu á nýjustu tækni í rennismíði. Umsækjendur eru beðnir að skila umsóknum sínum til Vélvíkur á Höfðabakka 1, fyrir mánudaginn 16. desember nk. Vélvík ehf., Höfðabakka 1, Reykjavík, sími 587 9960. Leikskóli St. Franciskussystra, Stykkishólmi Leikskólakennarar Lausar eru til umsóknar staða aðstoðar- skólastjóra og stöður leikskólakennara. Til greina kemur að ráða annað starfsfólk með uppeldisfræðimenntun, sem nýtist í leik- skóla. í tengslum við stöður leikskólakennara er fyrir- hugað að ráða leikskólafulltrúa í hlutastarf á vegum Stykkishólmsbæjar. Þáttur þeirra, sem ráða sig, er að hafa fagleg áhrif á mótun og stefnumörkun leikskólans í samvinnu við stjórn og starfsfólk leikskólans. Stykkishólmur er 1.300 manna byggðarlag í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Hafið samband og kynnið ykkur frekar aðstæður og um kaup og kjör. Aðstoðað verður með útvegun húsnæðis. Frekari upplýsingar veita skólastjóri, sr. Lovísa Vermeerbergen, í síma 438 1028, stjórnarmenn leikskólans, Margrét Thorla- cius og Róbert Jörgensen, í síma 438 1128 og bæjarstjóri, Ólafur Hilmar Sverrisson, í síma 438 1136. Framkvæmdastjóri Golfklúbbur Reykjavíkur óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust strax eða samkvæmt nánara samkomulagi. Starfssvið: Daglegur rekstur félagsins - yfir- umsjón bókhalds og fjármála - útgáfumál - fjáröflunarmál - samskipti við fjölmiðla og skyld verkefni. Leitað er að kröftugum og drífandi einstakl- ingi sem hefur menntun og reynslu til að takast á við þetta starf. Viðkomandi þarf að hafa trausta og örugga framkomu, vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa góða tungumálakunnáttu. Laun samningsatriði. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást eingöngu á skrifstofu Guðna Jóns- sonar, Háteigsvegi 7, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 18. desember. Qjðnt Tónsson RÁDGIÖF & RÁÐNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.