Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGA R Framkvæmdastjóri jazzhátíðar Starf framkvæmdastjóra RúRek jazzhátíðar- innar 1997 er laust frá og með 1. febrúar, og fyrr ef vill. Um er að ræða hlutastarf, sem deilist á árið samkvæmt samkomulagi. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af að skipuleggja mannfagnaði, og helst tón- leika, hafi áhuga á jazztónlist og reynslu af framkvæmdastjórn, kynningarstarfsemi og almennum skrifstofustörfum. Umsóknir berist stjórn RúRek í pósthólf 677, 121 Reykjavík, fyrir 1. janúar. Nánari upplýsingar veitir tónlistarráðunautur Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. S0RPA Viltu starfa við umhverfismál? Við erum skemmtilegur faghópur sem er að leita eftir áhugasömu og duglegu sam- starfsfólki, konum jafnt sem körlum. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtileg störf á endurvinnslustöðvum Sorpu. Sorpa starfrækir 7 endurvinnslustöðvar víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu sem þjónusta almenning og smærri fyrirtæki. Þetta er spennandi þróunar- og leiðbeininga- starf sem unnið er í vaktavinnu. Viðkomandi starfsmenn þurfa að vera já- kvæðir og þjónustulundaðir. Ráðið verður í heilar og hálfar stöður. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 567 6677 á milli kl. 13.00 og 16.00. Skriflegar umsóknir sendist til SORPU, Gufunesi fyrir 16. desember nk. SORPA, Gufunesi, box 12100, 132 Reykjavík, sími 567 6677, bréfasími 567 6690. S&ólajíjótta4ta StffiiHCfA ýtenáruAtu 26 - 600 s46une*fii SiuU: 4601420 - TKwuUiuti: 4601490 Krossapróf Já Nei Finnst þér skemmtilegir og metnaðarfullir samstarfsmenn vera mikilvægir? Líkar þér vel við logn og snjó eða logn og sói? \ Ertu menntaður sálfræðingur? Kanntu að meta lifandi starf með fjölbreyttum samskiptum? \ Telurðu mikilvægt að nota fagþekkingu þína til góðs fyrir samferðamenn? Finnst þér leiðigjarnt að hafa oft rok og rigningu? Langar þig að vinna í nýju og vel búnu húsriæði? Finnst þér gaman að ferðast? Ertu kennari með framhaldsmenntun? Skólaþjónusta Eyþings auglýsir eftir sálfræðingum og kennurum með framhaldsmenntun til starfa við ráðgjafarstörf fyrir grunnskóla á Norðurlandi eystra. Búseta og vinnuaðstaða er ýmist á Akureyri eða á Húsavík. Kröfur eru gerðar um góða færni í mannlegum samskiptum enda verður stílað á samstarf sérfræðinga skrifstofunnar við úrlausn fjölmargra mála. Umsóknarfrestur er til 20. desember n.k. Umsóknir sendist til Skólaþjónustu Eyþings, Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður, Jón Baldvin Hannesson, í síma 460-1480. Glerárskóii við Höfðahlíð - Akureyri Vegna sérstakra aðstæðna vantar kennara sem fyrst, eða frá 1. janúar n.k. Upplýsingar fást hjá skólastjóra Vilbergi Alexanderssyni í sfmum 461-2666 og 462-1521, eða aðstoðarskólastjóra Halldóri Gunnarssyni í símum 461-2666 og 462-6175. Lager og útkeyrsla Vantar duglegan og hressan starfskraft til lager- og útkeyrslustarfa. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist fyrir 12. desember 1996 til: Innkaupasamband bakara hf., Hamarshöfða 5, 112 Reykjavík. Lausar stöður hjá Reykjanesbæ Skólamálaskrif- stofa Sérkennslufulltrúi Starfið felur í sér m.a. ráðgjöf og mat á sér- kennsluþjónustu, almenna kennsluráðgjöf fyrir skóla og greiningar á námserfiðleikum. Umsækjendur skulu hafa framhaldsnám í sérkennslu og hæfni í mannlegum samskipt- um. Ráðningartími er frá 1. janúar 1997. Upplýs- ingar veitir Eiríkur Hermannsson skólamála- stjóri, í síma 421 6266. Umsóknarfrestur er til 23. desember nk. Leikskólastjóri Leikskólastjóri óskast við nýjan leikskóla sem tekur til starfa snemma árs 1997. Leikskólinn verður tveggja deilda með hálfsdagsrýmum. Umsækjendur skulu vera leikskólakennari og hafa hæfni í mannlegum samskiptum. Upplýsingar um skipulag og starfsemi veitir Guðríður Helgadóttir, leikskólafulltúi, í síma 421 6266. Æskilegur ráðningartími væri frá 1. janúar 1997. Umsóknarfrestur er til 23. desember nk. Skólamálastjóri Vegna aukinna umsvifa óskar Marel hf. að ráða starfsmenn í eftirfarandi störf í vöruþró- unardeild fyrirtækisins: Vélaverkfræðingur/ véltæknifræðingur Starfið felst í vélahönnun og vöruþróun fyrir erlenda og innlenda viðskiptavini. Um er að ræða krefjandi starf í hópi vélahönnuða. Þetta starf hentar þeim, sem hafa áhuga á framsækinni vélahönnun. Gerð er krafa um kunnáttu í notkun á AutoCad. Verkfræðingur/tölvunarfræðingur Starfið felst í þróun sérhæfðs hugbúnaðar fyrir erlenda og innlenda viðskiptavini. Um er að ræða krefjandi starf, er felst í forritun á sjálfvirki skurðavél, sem stjórnað er af tölvusjónarbúnaði. Rafmagnsverkfræðingur/ rafmagnstæknifræðingur Leitað er eftir verk- og tæknifræðingi, sem einnig er með rafvirkja- eða rafvélavirkja- menntun. Umsækjandi þarf að hafa góðan skilning á rafmagnsteikningum og forritun, svo og gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli. Umsóknum skal skilað til Marels hf. fyrir 17. desember nk. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Marel hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 563 8000 - fax 563 8001. Samband garðyrkjubænda og Búnaðarsamband Suðurlands óska eftir að ráða starfsmann til að vinna að hagsmunamálum garðyrkjunnar. Starfið felst m.a. í framkvæmdastjórn fyrir stjórn Sambands garðyrkjubænda. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar 1997. Umsóknum skal skila til Sambands garð- yrkjubænda, Austurvegi 1, 800 Selfossi, fyrir 12. desember 1996. Nánari upplýsingar veita Kjartan Ólafsson og Sveinn Sigurmundsson í símum 482 1611 og 482 2250. ístel hf Rafeindavirkjar í þjónustudeild Umboðsmenn úti á landi ístel hf. ætlar að fjölga rafeindavirkjum í þjón- ustudeild. Vegna stöðugt vaxandi verkefna leitum vð eftir rafeindavirkjum og/eða rafeindavirkja- nemum til framtíðarstarfa. Viðkomandi þurfa að hefja störf sem allra fyrst. Störfin felast aðallega í uppsetningu og þjón- ustu á GoldStar ISDN símstöðvum, símkerfu og ýmsum öðrum fjarskiptabúnaði sem fyrir- tækið flytur inn, selur og þjónustar. Um er að ræða einkar spennandi starfsum- hverfi og tæknilega fullkominn samskipta- búnað með sterka markaðsstöðu, þar sem búnaðurinn færist stöðugt nær tölvunni. Við leitum einnig eftir umboðsmönnum víða úti á landi sem geta tekið að sér sölu og þjónustu á ofangreindum búnaði. Umsækjendur skili skriflegum umsóknum fyrir 13. desember nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Stefán A. Stefánsson. ístel Síðumúla 37, 108 Reykjavík. Sími588 2800, fax568 7447. Byggingatæknitræðingur Byggingarverkfræðingur Eykt ehf. óskar eftir að ráða byggingastjóra til starfa. Starfið felst I stjórnun á sviði verklegra framkvæmda og skyldra verkefna. Menntunar- og hæfniskröfur , • Byggingatæknifræði eða byggingarverkfræði, kostur ef aðili er með sveinspróf í trésmíði. • Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda eða af eftirliti. • Sjálfstæði í starfi ásamt samstarfshæfni. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12. í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: “Byggingastjóri“ fyrir 14. desember n.k. RÁÐGARÐURhf ST]ÓRNUNAR(XIRHC3IRARRÁÐGJÖF FurugarSI 5 108 Ruykjtvlk Sfml S33 1800 Piii 833 1808 Hetfang: rgmldlunOtreknet.le HtlmMlftai httpi//wwvf.tr*kn«t.U/radfl«rdur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.