Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 1
Klæói staðina upp á nýtt Jóhanna/ 2 Regla og ringulreið Helgi/ 3 Agnar í vagni tímans/ 4 Dramatiskar breytingar Dagný/ 5 Lifandi rit Siguróur/ 6 Heldar það hlálega Nóbelsskáldið Szymborska/ 7 Unglingsstelpa í uppreisn Gunnhildur/ 8 Hvers virði er menntamaóur? Steingrímur Gautur/ 9 Aó gera heiminn betri Gunnar Dal/ 10 Jákvætt viðhorf/ 11 Gilgames konungur/ 12 fnttginililafeifr MENNING LISTIR ÞJÓÐFRÆÐI BÆKUR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 --------------f BLAD. 6- i>í ÞAð ER engu líkara en leysingar séu í íslenskum bókmenntum. Ungir höfundar streyma fram á sjónarsviðið með áhugaverðar bækur, höfundar sem ekki hafa verið þekktir fyrir annað en ^ ljóð bijótast nú yfir það grýtta ✓ holt sem oft virðist skilja að C r greinar með magnaðar sögur \ í farteskinu og eldri höfundar skila margir hveijir vandaðra verki en oft áður. Eins og undanf- arin ár er slagsíða prósamegin í bókavagninum þótt besta verkið sé sennilega ljóðamegin í honum. Sjálfsagt er að skammast svolítið í útgefendum fyrir þessa misþyngd því óyggjandi má telja að fleiri góð ljóðabókarhandrit liggi hjá þeim en þau sem birt eru. Hinn póst- móderníski dauði Einn ánægjulegasti við- burðurinn í bókahasar ársins er útkoma tveggja skáld- sagna sem hafa sett sér það verkefni að rýna í samfélag okkar og tíma. í 101 Reykja- vík segir Hallgrímur Helga- son sögu Reykvíkings á fer- tugs aldri, Hlyns Björns, sem býr hjá mömmu sinni. Þetta er vegalaus ræfill sem hefur týnt sjálfum sér á einhverri gervihnattastöð- inni sem hann glápir á lið- langan daginn, hann er „skipbrotsmaður í hafsjó upplýsingaþj óðfélagsins", eins og höfundur komst að orði í viðtali við Morg- unblaðið. Þessi aumkun- arverða persóna er fórnar- lamb ákveðins ástands, eða kerfis, sem hann getur ekki skilið eða haft áhrif á sjálfur; það eina sem hann veit er að hann veit ekki neitt; hann er gagnslaus. Þetta ástand er dauði, þetta er hinn póstmóderníski dauði þar sem öll skilaboð eru engin skilaboð, merkingarlaus vaðall eða þögn: „Ekkert áreiti, engin hugs- un. Engin dagskrá, ekkert fram- hald. Dagskrárlok. Það er málið við ísland. Það eru alltaf þessi dagskrárlok“ (81). Hlynur Björn er maður tímans, hinn íslenski póstmóderníski maður. Þetta ástand er einnig til um- fjöllunar í fyrstu bók Kristjáns B. Jónassonar, Snákabana, þótt með öðrum hætti sé. „Einn daginn fór fiskeldisstöðin á hausinn og ég missti bæði dugnaðinn og vinn- una“, segir í upphafi sögunnar sem fjallar um ungan mann, Jakob, sem býr úti á landi. Eins og Hlyn- ur Björn er hann tímans tákn. |l Teikning/Þóroddur Bjarnason HINN póstmóderníski maður. Hann hafði hætt í skóla og farið að vinna en svo brást hún. Hann stendur uppi týndur í einhveiju tómi, án hlutverks og á móti öllu; hann skilur ekki kerfið sem umlyk- ur hann og það skilur ekki hann. Sagan fjallar um þetta umhverfi sem drepur og étur allt sem lýtur því ekki. Jakob streitist hins vegar á móti umhverfi sínu á meðan Hlynur Björn lif- ir og hrærist í því. Sög- urnar tvær eru einnig ólíkar að því leyti að umfjöllunarefnið litar stíl Hallgríms en frásagnarháttur Kristjáns er öllu hefðbundnari. Báðar sögurnar leysa verkefnið vel og eru með athyglisverðustu verkum á árinu. Fyrri aldir Sögulegar skáldsögur hafa verið fjölmargar á íslenskum bókamarkaði síðastliðin ár og er á engan hallað þótt Björn Th. Björnsson sé sagður ókrýndur meistari þeirra. í fyrra kom út fyrri hluti vesturfara- "O sögu Böðvars Guð- mundssonar, Híbýli vindanna, og hinn seinni sendi hann frá sér nýlega, Lífsins tré. Bækurnar eru góðar heimildir um lands- flóttann mikla fyrir og eftir síðustu aldamót en eitthvað vantar í þessar bækur; frekari úr- vinnslu á formi og efni, nýrri sýn á sögutímann. Nokkrar sögur úr þessum flokki vekja sér- staka athygli nú. Islands- för Guðmundar Andra Thorssonar gerir það sem Böðvar gerir ekki, að fletta ofan af þeirri rómantísku ímynd sem við höfum af fortíð- inni. Að auki er sagan afbragðs- Leysingar Undanfarín ár hafa íslenskar bókmenntir verið einkennilega fálátar gagnvart um- hverfí sínu og tíma. Þröstur Helgason telur sig merkja breytingar hvað þetta varðar. vel skrifuð, stíllinn nostursamleg- ur og þráðurinn ofinn af bestu list. Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn fjallar um sautjándu aldar mann- inn Guðmund Andrésson sem sendur var til vistar í hinum al- ræmda Bláturni í Kaupmannahöfn fyrir að hafa stundað meint skrif mót Stóradómi og ýmsum hefðar- mönnum hér upp á Fróni. Bókin lýsir af stílgaldri og hinni hæglátu kímni Þórarins. Til þessa flokks mætti einnig telja bók Elínar Pálmadóttur, Með fortíðina í far- teskinu og ef til vill einnig Blóðak- ur eftir Ólaf Gunnarsson og Draugasinfóníuna eftir Einar Örn Gunnarsson. Dularfullur undirtónn Fyrsta skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar heitir því erótíska nafni Skurðir í rigningu og fjallar um sveitadvöl unglingspilts. Bókin er skemmtileg lýsing á umhverfi og fólki sem allir íslendingar þekkja en hefur einhvern dularfull- an undirtón, eins og nafn bókar- innar gefur kannski til kynna. Bók Bjarna Bjarnasonar, Endurkoma Maríu, vekur líka at- hygli fyrir dularfullan undirtón. Hugmyndin á bak við bókina er sömuleiðis ein sú frumlegasta þetta árið: Hvemig væri María mey sem ung kona í nútímaþjóðfé- lagi og hvernig tækju samtíma- menn henni? Nokkrar ljóðabækur Tvær bækur gnæfa yfir aðrar i flokki ljóða að þessu sinni. Gyrð- ir Elíasson sendir frá sér Indíána- sumar sem er göldrótt bók. And- stæð hinni einföldu ljóðrænu Gyrð- is er breiðari og dýpri stíll Matthí- asar Johannessen. Ef til vill mætti líta á bók Matthíasar, Vötn þín og vængur, sem summu þess sem á undan er gengið á ferli hans. Hinn einlægi ástarljóðatónn í nýjustu ljóðabók Nínu Bjarkar Árnadóttur, Alla leið hingað, kall- ast á við fyrstu bækur hennar. Merkja má nýjan tón í ljóðum Árna Ibsen í bókinni Úr hnefa en Linda Vilhjálmsdóttir er á gamal- kunnum slóðum í Valsar úr síð- ustu siglingu. Hið stingandi augnaráð Hér hefur aðeins verið drepið á nokkrar þeirra bóka sem vekja athygli í bókaflóði ársins. Undan- farin ár hafa íslenskar bókmenntir verið einkennilega fálátar gagn- vart umhverfi sínu og tíma. I þær hefur vantað rýnina, hið stingandi augnaráð sem afhjúpar ríkjandi kerfi og kreddur. Það er stundum eins og þær hafi verið blindar á samtíma sinn eða ekki verið þess megnugar að takast á við hann. Eins og áður sagði er það hins vegar einn af ánægjulegustu við- burðum þessa bókaárs að nú virð- ist horfa til betri vegar um þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.