Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR17.DESEMBER1996 B 3 BÆKUR Regla og ringulreið SKÁLDSAGAN Andsælis á auðhuhjólinu eftir Helga Ingólfs- son fjallar um íslenskan samtíma f rá mörgum sjónarhornum. Hún segir frá Jóhannesi sem skyndi- lega lendir upp á kant við allt og alla og í framhaldi af því kynnist hann innvið- um þjóðfélagsins á stuttum tíma. Verkið er sam- tímasaga, er það ádeila? Fyrst og fremst gamansaga .Verkið er fyrst og fremst gaman- saga. Ég hafði skrif- að sögulegar skáld- sögur um Rómaveld- ið og þetta kom í beinu framhaldi af því. Þetta er saga einnar persónu aðal- lega sem lendir í miklum hremm- ingum, vægast sagt," segir Helgi brosandi. ,Ef það er einhver boðskapur er hann sá að þær persónur sem standa fyrir hefðbundin og klass- ísk gildi, daga uppi eins og stein- gervingar eða nátttröll í nútíma- samf élagi, það þýðir ekkert að hafa þessi gildi í dag. Ég leik mér dálítið að þessum gamla menningararfi íslendinga. Það eru fjölmargir sem þekkja ekk- ert til hans og því er komið upp tvöfalt samfélag, þeir sem þekkja hann og þeir sem þekkja hann ekki. AIIs konar misskilningur sprettur upp í tengslum við þetta og fleira. Maður hjálpar konu og lendir í ægilegri klemmu, verður eins seinheppinn og hægt er að verða á einum degi fyrir algjöran misskilning. Veruleikinn er ring- ulreið sem menn reyna að koma skipulagi á. Það getur verið hættulegt að sjá líi'ið í föstum skorðum, það er allt klippt og skorið. Jóhannes uppgötvar það en allt saman á einum degi, í því liggur hans óheppni." Hraði í atburðarás Atburðarásin er mjög hröð, hvernig nærðu þessum hraða? ,Ég valdi að hafa stilinn eins hraðan og mögulegt er sem felst í því að sleppa sem mestu af útlitslýsing- Helgi Ingólfsson um persóna, umhverfislýsingum og því um líku. Hef bara það sem er bráðnauðsynlegt, atburðaásin heldur öllu saman. Fyrsta setn- ingin er eina alvöru filósóf íska setningin, síðan byrjar atburða- rásin. Senurnar eru stuttar og klipptar á ákveðinn hátt, það er farið frá einu sviði yfir á annað. Mér finnst það skemmtilegt form að skipta sjónarhorninu á milli persóna eins og í kvikmynd. Ég hugsaði um þetta sjónrænt og kem upplýsingum á framfæri á sem sparsamastan hátt. Ákveðn- ar persónur eru steríótýpískar en það hentar vel í gamanleik eða farsa." Loks var svarað: „Breiðholtsstöðin." „Það var mikið," fussaði hún reiðilega. „Það er allsber maður á svölunum hjá mér. Og með, með, þú veist, drjólann beint út í loftið." „Róleg, frú mín góð." Lögreglumaðurinn reyndi að sefa hana. „Geturðu lýst honum?" „Lýst honum?" Dórótea hváði af hneykslan og roðnaði. „Ja, ætli hann sé kki svona í meðallagi stór... Alla vega ekki stærri en á Þórði mínum heitnum..." „Manninum, frú," sagði lögreglumaðurinn óþolinmóður. „Við getum ekki þekkt kynferðisafbrotamenn af stærðinni á.. . Lýstu manninum. Hæð hans, háralit og svo framvegis." „Já," Dóróteta teygði álkuna í eldhúsgættina, „það er nú erfitt að segja til um háralitinn, því að hann er með blautt hár. En hann er alla vega ekki svarthærður, það sést á hárinu í kringum ... Og nú er hann kominn í nærbuxurnar. Hann er vel hærður á bringunni. Sæmi- lega vel vaxinn." .-. . , ,. . . ..,,. 6 Ur Andsæhs a auðnuhjolmu. Að finna sjálfan sig BOKMENNTIR Dæmisaga fSAFOLD FER í SÍLD OG HANN KRUMMI OG HANN ÓLAFUR KÖTTUR _ Höfundur mynda og texta: Gísli J. Ástþórsson. Hönnuður kápu: Ámundi Sigurðsson. Prentvinnsla: Scandbook AB, Sviþjóð. Útgefandi: Mál og menning 1996.74 síður. ÞETTA er önnur útgáfa sögunn- ar (sú fyrri 1963), og enn hljóma í huga mér, við lesturinn, ljóðlínur Bjarna Thorarensen: „Eldgamla ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð,..." Að vísu er meiru til tjaldað en fyrr, nýjar myndir, betri tækni, og því mun útgáfan gleðja þann er vinkonu sinni hafði týnt. Hárbeitt ádeila höfundar, í spariklæðum háðsins, um tilburði okkar við að sýnast menn á svo sannarlega er- indi við okkur enn í dag. Svo er um allar sannar dæmisögur, þær eru fleirum en einni kynslóð spegill. Ung og saklaus sveitastúlka spyr sig í túnfæti: Hví í ósköpunum er eg hér? Hver er tilgangurinn með lífi mínu? Hrafninn Krummi færir henni þau boð, að um sveitir sé fólk að búa sig til ferðar á síldar- plan, því þar sé svar að finna við lífsins gátum. Eftir að prangari úr Reykjavík hafði selt telpunni svuntu og stígvél, var henni ekkert að van- búnaði, hún leggur af stað í leit lífs- fyllingar. Með henni í för er Krummi (eins og hrafnar Óðins forðum), og kötturinn Ólafur með hatt svo stór- an að ekki hæfði höfði, en hvað leggur sá ekki á sig, sem á þann draum æðstan að verða konsúll, ALVÖRU KONSÚLL með dingl- umdangl á bijósti? För er beint til Eftirtektar- verð efnistök BOKMENNTIR Dýralíf ssaga frá Ves tf jöröum Lúlli litli lundi Höfundur texta og niy nda: Kristín Martí. Leiðbeinandi um texta: Þor- steinn Thorarensen. Ljósmyndir: B. Hawkes, Óskar Óskarsson, Sigur- laug Bjarnadóttír, Þorsteinn Thorar- ensen. Filmugerð: PMS; Súðavogi 7. Prentverk: Grafík Útgefandi: Fjölvi 1996.29 síður. HUGMYNDIN að gerð þessarar bókar er bráðsnjöll. Fróðleikur um náttúruperlu, Vigur, — lífið þar, er ofinn í ævintýr, þar sem þjóðtrú og dagsins önn leiðast um svið. Það læðist að mér, að eg hefði nennt að opna landafræðibækur, hér fyrr- um, ef þær hefðu verið í slíkum búningi. Svona ættu kennslubækur að vera, að mínum dómi. Fleiri mættu af læra, — börn mundu gleðjast, — meta seiðkraft náttúr- unnar og því unna landi sínu meir. Litlum lunda, Lúlla, er fylgt úr hreiðri; einmanaleika þess sem ekki er eins og allir hinir lýst; fyrirlitn- ingunni, jafnvel valur og örn lögðu sér ekki slíkan óskapnað í gogg, heldur hlógu, svo undir tók í fjalli. Var nokkur furða þó tár féllu og haldið væri í leit að vinsamlegri heimi? Lúi sækir að stuttstígum á för. Hann lendir í gargandi frekjum, kríum, þær ræna hann nesti, voru svo heimskar, meira að segja grey- in, að þekkja ekki gogg hans frá ormi. Órmagna eftir átökin hallar hann sér til svefns undir Álfa- steini,— hittir álfkonu er gefur honum „regnbogahjarta", svo Lúlli litli verður „langfallegasti og yndis- legasti lundinn í Vigur". Myndir höfundar eru sterkar, ásæknar í litadýrð sinni, falla vel að efni. Málið er fallegt, enda ekkert meðalmenni í stíl sem er ráðgjafi. Þó starði eg lengi á: ,,Og svo grét hann fögrum tárum." I mínum huga eru harmsins tár aldrei fögur, held- ur höglum lík. Um smekk má alltaf deila, en hitt ekki, að hér er rétt fram mjög athyglisverð bók. Prentverk vel unnið ef eg undan- skil bandið á bókinni, sem eg fékk í hendur, það endist skammt. Sig.Haukur SKIPSTJORINN og strákurinn voru að fara á síld. Mynd eftir Gísla J. Ástþórsson. Siglufjarðar, og margt drífur á daga, margir leiddir á svið, enginn samt jafnmikill furðufugl sem „skáldið", sem leitar i lyngi yrkis- efnis, og það með stækkunargleri. í nálægð alpahúfunnar og lubbans, grunar ísafold, að Krummi telji sig orðinn skáld. Allar ferðir eiga endi, og þau ná til áfangastaðar. Kynnast lífi á nýj- an hátt. Þau hitta síldarkónginn Jósafat (dettna), það er eins og undir skóm hans sé aðeins síld, er hann sprangar með hatt sinn um bæinn. Slíkt lætur hann ekki á sig fá: „... hvernig heldurðu að maður verði síldarkóngur ef maður þorir ekki að fara á hausinn ..."'? Nú þarna er fínt fólk sem, í spjátrungshætti, þolir ekki lyktina af störfum hins vinnandi manns. En ísafold kynnist líka vináttunni í gervi dugnaðarforksins Kolbrúnar, saklausrar stúlku, sem heldur ekki vissi, hvers hún vænti af lífinu. Töfrar landsins eru miklir, og þær stöllur komast á fund huldukóngs er heitir, hvorri um sig, uppfyllingu einnar óskar. Sumar kveður, og skötuhjúin þrjú, Isafold, Krummi og Ólafur köttur halda heim á ný. ísafold sæl, því nú vissi hún hvað hún vildi; Krummi sæll við tilhugsunina um matinn á heimahlaði; en hvað um Ólaf kött? Hann hafði lent í heiftar- legum áflogum um sæti alvöru konsúls, bólginn og marinn með slitið pottlok á haus, sá hann þá braut eftirsóknarverðasta að skríða í yl við eldstó matmóður sinnar gömlu. Öll höfðu lært að meta fólk, ekki af orðum, heldur verkum. Gísli segir þessa sögu svo dæma- laust vel, að gamlir (börn lesa ekki slíka bók, þó hollt væri) stynja: Þjóð mín, þjóð mín, hvenær leggur þú af dáraskapinn, fmnur sjálfa þig? Myndir falla að texta og prentverk allt vel unnið. Sig. Haukur Margrét Lóa Jónsdóttir Sveinn H. Guðmundsson Nýjar bækur • UT er komin ljóðabókin Tilvist- arheppni eftir Margréti Lóu Jóns- dóttur. Tilvistarheppni, sem er fimmta ljóðabók hðfundar skiptist í sex hluta. í fyrsta kafla eru stutt ljóð en síðan taka við fimm mislangir ljóðabálkar. Lokakafli bók- arinnar, Draumey, fjallar um skáld- skapinn, ástina og dauðann, en Draumey segist skrifa með blóði sínu, „í senn ófyrir- leitin og hógvær". Tilvistarheppni er 68 bls. og er gefín út aíbókaforlaginu Marló. • HRAUSTARkýrereftirSvein II. Guðmundsson. „Þessi bók er hjálp til handa bændum að hjálpa sér sjálfir," seg- ir í kynningu og ennfremur: „Efni bókarinnar miðast aðallega við að bæta þekkingu mjólkurframleið- enda, bændaefna og annara gripa- hirða til að auð- velda þeim að var- ast sitthvað sem getur leitt til kvilla eða lélegrar af- komu. Þetta er í fyrsta sinn sem at- ferlisþættir, fóðr- un, umhirða og fjósumhverfi er tengt saman á skipulegan hátt til að auðvelda ís- lenskum bændum að bæta afkomu sína og heilsufar gripanna." í bókinni „taka höndum saman" bóndi, dýralæknir og ráðunautur. Stefnuljósin eru forvarnir, velferð gripanna, góð afkoma, ánægja af búskapnum og virðing fyrir neyt- andanum. Um helmingur bókarinnar er þýtt og staðfært efni úr norsku bókinni „Sjukdom í fjoset". Bókin er 260 bls. Hún er unnin íprent- smiðju Steindórsprents Gutenberg og kostar um það bil 5.700 krónur. • AÐSTOÐogsamráðBanda- ríkjanna við lönd í Vestur-Evr- ópu, 1940-1959 nefnistriteftir Harald Jóhanns- son hagfræðing. Ritið skiptist í tvo hluta: Efnahagsleg aðstoð Bandaríkj- anna og viðtaka hennar og Evr- ópska greiðslu- bandalagið. Útgefandi er Akrafjáli. Sölu- umboð: Bókabúðin Hlemmi. Ritið er 159 síður, prentað íFjöIritun Þor- bergs Sigurjónssonar. • ÚTerkomiðritiðEy/enda/og II. Eylenda er heimild um jarðir og búendur í Flateyjarhreppi, ættir þeirra og afkomendur. Hér segir frá hlunnindum í Flateyjarheppi, ættir þeirra og afkomendur. Hér segir frá hlunnindum og sérstæðum atvinnu- háttum, örnefnum og þjóðháttum, slysförum og munnmælum. Nálega tvö þúsund myndir af bæjum, fólki og mannfundum, sem hvergi hafa birst, prúða ritið, auk nokkurra korta, gamalla og nýrra. Æviskrár eru prýddar með frásðgnum þeirra sem þekktu fólkið og lifðu atburð- ina, svo sem þeirra Gísla Konráðs- sonar, Hermanns S. Jónssonar, Sveinbjörns Péturs Guðmundsson- ar, Bergsveins Skúlasonar og Ey- steins Gíslasonar, auk fjölda ann- arra. I síðara bindinu sem er 350 blað- síður eru æviskrár íbúa Flateyjar- hrepps, þeirra seni ekki er getið í ábúendatali fyrra bindis. Ævi- skrárnar ná frá 1703 og eru í staf- rófsröð. Útgefandi er Byggðir og bú. Rit- stjóri erÞorsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.