Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 B 11 BÆKUR Jákvætt viðhorf BÆKUR Fræðiri t ÁRIN EFTIR SEXTUGT Ritstiórar: Hörður Þorgilsson og Jakob Smári. Ljósmyndir: Sissa. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útg.: Forlagið 1996. ÚT ER komin bók um efri árin, til þess ætluð að laða að sér lesenda- hóp á því aldursskeiði og fengnir til verksins fjölmargir landskunnir höfundar hver á sínu sviði. Aðfararorð skrifar Páll Gíslason læknir, fyrrum borgarfulltrúi og skátahöfðingi, sem allir á þessum aldri þekkja. Páll hefur áratuga reynslu í almannatengslum í gegn- um sitt stjórnmálastarf og bregzt ekki frekar en fyrri daginn. „Að rækta útlit sitt" er skrifað af hjónunum Hermanni Ragnari Stefánssyni og Unni Arngrímsdótt- ur sem kunn eru í þjóðlífinu og geta lagt línurnar fyrir þá hegðun sem kallar á eftirbreytni. Geðlæknirinn Óttar Guðmunds- son sem frætt hefur landann um unaðssemdir kynlífsins fjallar hér um kynlíf á efri árum. Eg tel lík- legt að hann hafi kynnt sér unaðs- semdir kyniífs hins unga manns og þess, sem miðaldra er, af meiri áfergju. Hann skilar þó vel sínu verki í bókinni. Þá ritar Ingólfur Guðbrandsson um það að stækka gluggann sinn og er fáum eins vel treystandi til að geta horft með gagnrýnisaugum út fyrir landsteinana. Ingólfur hefur ferðast víðar en flestir Íslendingar og kynnt furðuverk veraldarinnar fyrir fjölmörgum íslendingum, ekki sízt frá sjónarhóli listunnandans. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fara á hans vegum til Austur- landa fjær á síðasta ári og verð að hrósa honum fyrir það, hve vel var að málum staðið í þeirri ferð, fyrir utan að hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast honum fyrir löngu sem barn í Laugarnesskólan- um, þegar hann var þar söngkenn- ari. Pétur Blöndal tjáir sig um fjár- mál aldraðra og þar er auðvitað réttur maður á réttum stað. Pétri tekst að ná eyrum fólks þótt hann fjalli um flókin mál af því að hann talar mannamál og honum tekst að setja mál sitt fram á skýran hátt sem skiptir ekki litlu máli í þeim frumskógi, sem fjármál eru fyrir venjulegt fólk. Karl Sigurbjörnsson segir frá gildi trúarinnar. Hann er sá prestur sem að öðrum ólöstuðum ég met mest í íslenzkri þjóðkirkju og því ekki skrýtið að það sem hann hefur að segja hitti mig beint í hjartastað. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi segir frá ofbeldi og varnarieysi, en hún er bezt þekkt fyrir að hafa staðið fyrir aðstoð við konur sem þurft hafa hjálp vegna sifjaspella og ofbeldis. Hún var borgarfulltrúi Kvennaframboðsins 1982 til 1986. Snorri Ingimarsson læknir skrif- ar ásamt Jakobi Smára um „Áföll og breytingar á efri árum". Tveir öldrunarlæknar, Pálmi V. Jónsson og Jón Snædal, leggja veg- legan skerf til bókarinnar og er það vel, því báðir hafa haft mikið af elzta aldurshópunum að segja og hafa sérhæft sig í þeim sjúkdómum sem þessi aldurshópur verður helzt fyrir. Geðlæknirinn Halldór Kolbeins- son skrifar um geðræna kvilla hjá öldruðum og gefur það vissa sýn á þau geðrænu vandamál sem sann- anlega komu til hjá eldra fólki. Ekki hefði sakað þótt einn eða tveir heimilislæknar hefðu fyllt þennan hóp en eins og menn ef til vill vita þá er flestu gömlu fólki þjónað heilsufarslega fyrst og fremst af heimilislæknum. Heimilis- læknar hafa því mikla reynslu af málefnum aldraðra og þekkingu á högum þeirra, heilsufari, sorgum og gleði. Finnst mér það helzti ljóð- ur á annars ágætri bók að snið- ganga þá svo gjörsamlega sem raun ber vitni. Höfundar eru alls 39 þótt aðeins sé minnzt á örfáa hér að ofan. Bókinni er skipt í sex kafla og fyr- ir utan þá sem áður eru nefndir um heilsufar og lífsfyllingu, eru þeir um allvel afmörkuð efni. Um aldur og ævi. Að eldast og hressast. Breytt hlutverk og samskipti og hagsmunamál. Það er mikill kostur hve jákvætt viðhorf er víða að finna í bókinni og mikla hvatningu fyrir lesandann að horfa bjartsýnn fram til þess æviskeiðs eða njóta þess, sé það þegar hafíð. Erfitt er þó að verjast þeirri tilhugsun að um form- úlubók sé að ræða, þar sem aðrar themabækur hafa orðið vinsælar, svo sem Sálfræðibókin á sínum tíma, en hún var viðameiri og mér fannst hún þyngri á vogarskálun- um. Eigum við ef til vill von á sams- konar bók um unglingsárin og barn- æskuna? Og annarri um kynþrosk- ann og hjónabandið? Eldhugum meðal útgefenda vil ég benda á að heimilislæknar, sú vanmetna stétt, hafa mikið til málanna að leggja hvað allt þetta varðar, þótt ekki hafi þeir verið kallaðir til hvað varð- ar efri árin eða í Sálfræðibókinni. Bókin um efri árin er snauðari fyr- ir vikið. Bókin er prentuð á óvenjulega stóru og skýru letri og myndir hæfa efninu prýðisvel. Katrín Fjeldsted Unglingar og áhyggjur þeirra BOKMENNTIR Lnglingabók VÉR UNGLINGAR eftír Ros Asquith. Þórey Friðbjörns- dóttir þýddi. Vaka-Helgafell, Reykjavík 1996,182 síður. VÉR unglingar er skáldsaga og uppflettirit í senn. Verkið er byggt þannig upp að Júlía Dröfn, 15 ára áhyggjufullur unglingur, skrifar bók um helstu áhyggjur unglinga. Júlía stillir áhyggjuefnunum í stafrófsröð svo auðvelt er að fletta þeim upp og hjálpar efnisyfirlitið líka til með það. Auk þess að fjalla um hvernig áhyggjurnar lýsa sér og afhverju þær stafa fylgja sumum þeirra lausnir eða ábendingar. En Júlía skrifar líka inngang að safni sínu þar sem hún fjallar um sig og fjöl- skyldu sína og inn á milli kafla koma dagbókarbrot þar sem oft má sjá hvort og hvernig gengur að fara eftir eigin ábendingum í raunveru- leikanum. Það er því hægt að lesa verkið í heild fyrst og fletta síðar upp í því eftir því sem þurfa þykir. Fjallað er um 149 áhyggjuefni unglinga. Áhyggjuefnin eru mjög fjölbreytt, allt frá hinum venjulegu um útlit, bólur, kynlíf og annað sem snýr að líkamanum til skuldasúpu þróunarríkjanna og dýr í útrýming- arhættu. Utskýringar og söguskoð- un er sett fram á hnyttinn hátt þannig að hvort sem lesandi er sam- mála eða ekki hefur hann gaman af. Þar má nefna þorskastríð Islend- inga og Breta. íslendingar, sem áttu ekki herskip ,... sendu bara árabát- ana út með skæri og viti menn, ís- lendingar unnu." (bls. 103). Jafnréttismálin eru tekin föstum tökum, ýmist beint í köflum um feðraveldi og karlmennskudýrkun en miklu oftar undir öðrum fyrir- sögnum eins og fótbolti. „En það er ennþá verra að strákar skuli gera allt fyrir boltann sem maður vildi að þeir gerðu fyrir sjálfa sig: eyða peningum, tárast þegar eitthvað bjátar á, muna öll smávægileg at- vik, dressa sig upp, gleyma aldrei að mæta, o.s.frv. Þetta er ekki rétt- látt!" (58). Eindregið er varað við því að slá um sig um málefni sem maður þekk- ir ekki til hlítar, ekki síst efni þessar- ar bókar! „ÁBENDING: Ef fólk fer að tala um bók sem þú hefur ekki lesið, skaltu alls ekki þykjast hafa lesið hana. Ég röflaði til dæmis ein- hver ósköp um Sjálfstæðisflokkinn þegar pabbi hennar Höllu vinkonu minntist á bókina Sjálfstætt fólk. Ef þú ert ekki með þetta á hreinu skaltu þegja." (104). Verkið er ekki einungis þýtt held- ur staðfært og hefur Þóreyju tekist vel til þar. íslenskt samfélag stend- ur ljóslifandi fyrir lesanda og eru flestar vísanir íslenskar. Erlendum vísunum bregður fyrir enda eru þær stór hluti af samtímanum. Myndir í verkinu bæta við textann og halda sama stíl og hann, húmorinn er alls- ráðandi þótt þær afhjúpi nöturlegan sannleikann. Upplýsingar skortir um hvar og hvenær verkið var fyrst gefið út. Lesendur verða áhyggjulausir eftir lestur verksins, að minnsta kosti fram að næsta áhyggjuefni. Kristín Ólafs HÓPUR höfunda bókarinnar. BÓKMENNTIR Ljóð VALSARÚR SÍÐUSTU SIGLINGU eftír Lindu Vilhjálmsdóttur. Mál og menning, 1996,57 síður. Serenaða fyrir vind- hörpu og vélarrúm í FORMÁLA fyrir Völsum úr síð- ustu siglingu lýsir sjómannsdóttirin Linda Vilhjálmsdóttir skemmtilega þeirri rómantík sem tengdist hafinu og hetjum þess í uppvexti hennar. Hún segir frá skiparadíóinu sem gekk stanslaust á heimili hennar milli veðurfregna og fréttatíma, há- karlahjöllum á Seltjarnarnesinu, sigl- ingu út á Skerjafjörð á gömlum dí- vani og hinum „innilega" væmnu sjómannavölsum sem hún féll fyrir aftur og aftur og voru svo vinsælir í Óskalögum sjómanna að þeir runnu „saman í eitt eilífðar viðlag æsku" hennar þegar hún fór að fullorðnast (13). Hún gerir einnig grein fyrir tilurð bókarinnar en ljóðin eiga rætur sínar að rekja til sjóferðar hennar með saltfískflutningaskipi frá Njarð- vík til Frakklands. Saman mynda ljóð þessarar bókar eina heild, ferðasögu í ljóðum, þar sem skáldið vinnur úr hughrifum frá siglingunni. Ljóðin lýsa annars vegar lífínu um borð en hins vegar þeim áhrifum sem frumkraftur hafsins hefur á skáldið: „anda / að mér myrkrinu / saltinu uss / blóðrásin / gælir við hrynjandi / hafsins / og sjöstjarnan / mín" (atlantis, 9). Þau eru orðfá, myndirnar eru einfaldar og best tekst Lindu upp þegar hún yrkir um almætti hafsins, eins og í einu af fjórum ljóðum bókarinnar um sjóinn: „í kvöld / er hann dálítill / guð rennir / fíngrunum guðlega / í hárinu / meðan ég sofna" (sjórinn, 33). Af svipuðum meiði er eitt besta ljóð bókarinnar, morgunljóð: „ég er úr / ljósi og lofti / yfír mér / svíf- andi sjófugl / undir mér / lína úr ljóði / hafið / er skín- andi bjart" (41). Hún leikur sér með skálda- ímyndina í ljóðinu skáldið þar sem segir: „ekki í sjakket / með staf / spóka mig samt / spjátrungsleg / í rok- inu á dekkinu" (31) og sérstaða hennar í karla- veröldinni um borð kemur vel fram í ljóðinu miss mondí sem lýkur á orðunum: „sjálf er ég prinsessa / um borð / og leik lausum / hala sem slík" (51). Mörg ljóðanna einkennast af kímni sem skilar sér misvel en prýðilega í ljóðinu „ sé ég spurð / um ferðina Linda Vilhjálmsdóttir skriftir: tala ég fjálglega / um osta vín og guðdómlegt konjakk / fer varla að játa / að ég eins og sæmundur forðum / og fást hafi gert afleitan kontrakt" (30). Þau ljóð þar sem áhöfnin er með einum eða öðrum hætti yrkis- efni eru ekki jafn vel heppnuð og fyrrnefnd ljóð; nefna má skips- bókina (23), kokkinn (25), pólskir (26) og áhöfnina: „pólskir menn / og íslenskir / yfir menn / og undir / menn" (22). Á köflum verður kveðskapurinn þannig átaka- lítill eins og búið sé að pússa af hon- um allar ójöfnur sem ef til vill hefðu hentað yrkisefninu og tileinkun hennar (bókin er tileinkuð Hrafnistu- mönnum allra alda) betur. Ef til vill má gagnrýna Lindu fyrir að hafa meitlað ljóðmál sitt um of; sum þess- ara fáguðu ljóða ná einhvern veginn ekki að „hreyfast og hljóma eins og öldur í laginu" eins og textar sjó- mannavalsanna sem hún talar um í formála (16). Þau minna fremur á sakleysislega serenöðu „fyrir vind- hörpu og vélarrúm" (hljóðið, 43) en dynjandi lífskraft valsanna sem geyma bæði stjörnubjarta himna, ástir og ævintýr, að ógleymdri harm- onikku. Þótt kallinn í brúnni kveðist á við kölska „í veðravítinu / alræmda á biskajaflóa" (veðmál, 53) hefði öflugra særok að ósekju mátt leika um síðurnar. Nokkra furðu vekur að útgefendur skuli velja bók Lindu blátt flauel genginna góðskálda líkt og lesendur megi eiga von á gullregni. Þótt nokk- ur Ijóðanna séu ágætlega ort er ský- fallið hér of sviplítið til að úr verði eftirminnileg heild; harmonikkan varð sennilega eftir í landi. Eiríkur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.