Morgunblaðið - 17.12.1996, Side 2

Morgunblaðið - 17.12.1996, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 BÆKUR Málið og málfræðin Klæði staðina upp á nýtt BOKMENNTIR M a I f r ;r (J i PERLUR MÁLSINS eftir dr. Harald Matthíasson. 518 bls. Útg. íslenska bókaútgáfan. Prentun: Gutenberg. 1996. Verð kr. 6.980. DR. HARALDUR Matthíasson er málfræðingur. Hann kenndi lengi við menntaskóla. Það er að sjálfsögðu ævistarf fullkomið. Eftir að hann lét af störfum hóf hann að semja það geysimikla rit sem hann sendir nú frá sér. Fræðirit er það auðvit- að, fyrst og fremst. En í því er líka fólgin tiltekin málstefna: Að íslensk tunga skuli teljast ein og hin sama frá upphafi til þessa dags. Með riti þessu leitast höfundur við að tengja fornmálið við nútímann. Og hvað er í raun eðlilegra og sjálfsagðara? Ekki eru liðnir nema fáeinir áratugir síðan ungl- ingar lágu yfir íslend- ingasögunum eins og hveijum öðrum spennusögum. Njála er sist erfið- ari en mörg nútímaskáldsagan. En málið er alltaf að endurnýj- ast. Spurningin er hvert sækja skuli þá endurnýjun. Frá því á 19. öld og fram undir þetta hefur sú stefna verið ríkjandi að haida skuli tungunni hreinni, að hún skuli endurnýja sig sjálf, orð yfir ný hugtök skuli búa til af íslenskum orðstofnum. Einnig skuli mönnum leyfast að nota forn orð og orðtök eftir því sem þörf krefur og við á. Raunar erum við alltaf að tjá okkur með slíkum orðtökum, óaf- vitandi. í bók þessari bendir höf- undur á hvernig hægt sé að finna forn orð sömu merkingar og síðari tíma orð og nota ásamt hinum nýrri eða velja þau í stað nýrra. Þess háttar endurnýjun er vel þekkt frá því á fyrri öld. Fjölmörg orð og orðtök, sem þá máttu heita gleymd, voru þannig endurvakin og teljast nú til daglegs máls. Tungumál verður að vera bæði þjált og skýrt til að það gegni hlut- verki sínu. íslendingasögurnar voru skrifaðar með eins og tveggja atkvæða orðum aðallega. Samsett orð, sem búin hafa verið til á þess- ari öld, eru mörg hver allt of löng. Ef um tvennt er að velja, stutt orð erlent eða langt íslenskt er allar líkur á að styttra orðið hafi vinn- inginn. Englendingar stífa af orð- unum þar til þau eru orðin svo stutt sem verða má. ítalska orðið influenza verður á þeirra máli flu. Sams konar niðurskurð tók ís- lenskur almenningur að stunda snemma á öldinni - með suðrænu viðskeyti. Strætisvagnar Reykja- víkur urðu strætó. Ekki er vitað til að nokkur málfræðingur hafi komið nálægt þeirri orðasmíð. Oðru máli gegndi þegar þrýstilofts- flugvélin kom til sögunnar. Þotan flaug samstundis inn í málið; með þotu- hraða nánast. Orðið er gamalt en ber samt svip tæknialdar. Þó þetta sé útúrdúr og snerti ekki beinlínis bók þá sem hér um ræðir vona ég að allir skilji hvað verið er að fara. Síðustu áratugina hefur málfræðin - og þar með íslensk tunga - átt undir högg að sækja. Að henni hefur verið sótt úr mörgum áttum. Upp úr miðri öldinni var tekið að fordæma málfræðisíagf/ð sem svo var kallað. Uppskeran varð eins og til var sáð, aumasta skólakerfi í Evrópu gervallri og þó víðar væri leitað! Dr. Haraldur Matthíasson gerir í formála grein fyrir vinnu sinni og fjölskyldu sinnar sem vann að verkinu með honum. Hann varð að orðtaka fjórtán þúsund og fimm hundruð blaðsíður áður en verkið hófst. Bókin er tiltöiulega auðveld í notkun. Þar að auki er gaman að grúska í henni - þó svo að ætlunin sé ekki að breyta sínu daglega málfari eða fyrna mál sitt úr hófi. Enginn skipar okkur að segja og skrifa orðvís í staðinn fyrir orðheppinn svo dæmi sé tek- ið. Það væri þó hreint engin goðgá. Fornritin íslensku eru hið eina sem þessi þjóð hefur lagt til heims- menningarinnar í ellefu hundruð ára sögu sinni. Vilji menn horfa framhjá þeirri staðreynd og hætta að vanda málfar sitt eða hirða um endurnýjun tungunnar er allt eins hægt að taka hér upp annað og útbreiddara tungumál, ensku eða spænsku. Erlendur Jónsson Dr. Haraldur Matthíasson JÓHANNA Krisljónsdóttir skáld og blaðamaður hefur sent frá sér ljóðabókina Á leið til Timbúktú. í henni eru ferðaljóð, ort um upplifanir höfundar af stöðum meðal annars í Vestur-Afríku og Suð- austur-Asíu, sem hann hefur heimsótt. Jóhanna hefur áður skrifað sögur af ferðum sinum í blöð og bækur. Afhverju valdirðu Ijóðformið til að koma upplif- unum þínum á framfæri íþetta sinn? „Þrátt fyrir að Islend- ingar hafi gaman af ferða- sögum í blöðum og tímarit- um efast ég um að ferðabækur séu mikið í tisku núna. I upphafi átti þetta að vera bók með hefðbundnum ferðalýsing- um en ég náði engu sam- bandi við efnið á þann hátt,“ sagði Jóhanna. Hún segist síðan hafa fengið hugljómun einn daginn þegar hún mátaði ljóðformið að efninu. „Þá fór þetta að ganga hjá mér. Mér finnst þetta ágætis form og spennandi því maður verður að laga sig töluvert að því en getur þó leyft sér ýmsa hluti. 011 ljóðin byggja á upplifun minni og hún er alltaf tengd því hvernig mér líður í það og það skiptið. Ég veit ekki hvort ég myndi yrkja eins um þessa staði ef ég kæmi þangað aftur í dag.“ Frískandi tilbreyting Ljóðin eru mörg ort um staði sem hafa verið mikið í fréttum og þá gjarnan átakasvæði. Lýsingarnar valda oft hrolli en ná að koma andrúmslofti hvers staðar til skila á annan hátt en menn eru vanir í gegnum annarskonar frásagnir. „Ég vona að þetta nái því að vera meira en fréttafrásagnir. Ég klæði staðina upp á nýtt að einhveiju leyti en þó ekki endilega í sparifötin." Aðspurð telur Jóhanna að það hljóti að vera frískandi tilbreyting fyrir lesendur að fá að lesa um eitthvað annað en íslenska sveitarómantik eða sálarkvalir og blóðleka íslenskra skálda, eins og hún orðar það, í ljóðabók. „Það er ágætt svo langt sem það nær, en mér finnst að það geti verið hress- andi að vera ekki alltaf í naflanum á sjálfum sér og í nafla íslands." Forvitin um fólk Ljóðin eru öll skrifuð á síðasta vetri og fram á síðasta sumar að hennar sögn, en ferðirnar til stað- anna sem um er getið í bókinni fór hún í á fjög- urra ára timabili. Stutt er síðan hún kom heim eftir ársdvöl í Egyptalandi þar sem hún stundaði nám í arabísku og vekur athygli að ekki er fjallað um það land í bókinni. „Það er sennilega of stutt síðan ég var þar. Það hentar mér betur að láta atburði geijast í nokkurn tíma áður en ég tekst á við þá.“ Hún segir þá heimshluta sem hún skrifar um í bókinni vera ólíka. „Ég held að áhugi minn á þess- um stöðum sé einfaldlega sprottinn af forvitni á fólki og hvað það er að gera. Mér finnst fólk spenn- andi.“ KAMBÓDÍA Á Blóðvöllum þið eruð alls staðar með einn fót eða engan hálfan handlegg afskræmd andlit á BlóðvöIIum stara pússaðar hauskúpur á mig úr hillum í minningarturninum lakkaðar sumar í litum hlýtur að vera furðuleg iðja hugsa ég að mála og lakka hauskúpur daginn út og inn en hauskúpur snerta ekki sálina í mér sneyddar virðuleika afkáralegar og flenna sig í glotti Brúnelda frá Ítalíu biður mig að taka mynd af sér grátandi að skoða hauskúpur „Ég er svo mikil tilfinningavera, “ segir hún þegar ég hef smellt af pyndingasafnið blóðvellirnir við Phnom Penh búið að hreinsa til allt svo Ijómandi snyrtilegt sums staðar hafa tré skotið rótum í gröfum þar voru áður rotnandi staflar af líkum en alltaf verður lífið ofan á hugsa ég smádofin í hausnum en hallærislegt að finna ekki neitt ekki fyrr en um kvöldið krakkar með stór möndlulaga augu gægjast inn um glugga, við sitjum að borða kjötsúpu á Hótel International þá sá ég þau eyrnalaus búið að stinga úr þeim augun svart gljáandi hár hefur verið rifið af höfð- unum andlit HtiIIar stúlku verður að hauskúpu ég reyni afalefli að strekkja holdyfir beinin finna brún augu og setja þau á sinn stað og festa þykkt svart hár á litla kollinn Jóhanna Krisljónsdóttir BÖKMENNTIR. Skáldsaga SVIKINN VERULEIKI eftir Michael Larsen í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Vaka-Helgafell, 1996,253 síður. SVIKINN veruleiki eftir danska rithöfundinn Michael Larsen segir frá leit blaðamannsins Martins Molberg að morðingja unnustu sinnar, Monique. Rannsókn hans byggist einkum á vafasamri ljós- mynd sem sýnir stúlkuna með öðr- um manni, mynd sem virðist tekin á hótelherbergi í Los Angeles. Inn í söguna fléttast viðskipti óprút- tinna aðila í hátækniiðnaðinum og fyrr en varir hefur hinn lífsleiði Martin sogast inn í veröld sem hann hefur megnustu óbeit á. Þrátt fyrir að um spennusögu sé að ræða skyggir röð atburðanna ekki á harm söguhetjunnar og segja má að sálarlíf hennar sé í forgrunni sögunnar. Martin hefur leiðst út í pilluát og drykkju til að bæta sér upp óbærilegar þjáningar sem stafa bæði af söknuði eftir horfnum heimi og tilvistarvanda; andleg og líkamleg heilsa hans er Himinninn er ekki blár á tæpasta vaði þegar sagan hefst. Lýst er sambandi hans við konu sem minnir hann á unnustu sína en það er sama marki brennt og allt annað í þessari sögu: hér er ekkert sem sýnist, „allt er blekk- ing“, eins og einn af fulltrúum framtíðarinnar, Stig Plaun, segir á einum stað: „Þegar ég var drengur komst ég að því að himinninn er alls ekki blár“ (195). Sjálfur liggur Martin undir grun lögreglunnar og það er lesandans að taka afstöðu til þess hversu traustvekjandi rödd hans er. Larsen tekst vel að flétta saman örvinglun Martins og stigmagn- andi spennu. Sú aðferð að setja sálarflækjur söguhetjunnar í for- grunn verður aldrei til þess að slá á forvitni lesandans sem rekur hann áfram til loka sögunnar þeg- ar Martin er hættur að gera nokk- urn mun á sýnd og reynd. Hann verður ekki aðeins söguhetja bók- arinnar heldur einnig strengjabrúða í leik- verki vondu kallanna: „Það er eins og ég finni ekki fyrir neinu. Eins og ég sé lokaður inni. Verstu dagana eins og ég sé bara þátttakandi í draumum annarra“ (70). Ljósmyndin af unnustunni kveikir ekki aðeins nagandi grunsemdir um fram- hjáhald heldur verður hún táknmynd fyrir falsaðan álagaheim þar sem ,,[h]ver ein- asta manneskja svíkur sjálfa sig. Við deyjum öll alveg frá upphafi, en fæstum er áskapað að komast að því“ (116). Söguhetjan líður um í draumkenndu ástandi vímu og saknaðar á sama tíma og hann sogast inn í atburðarás sem hann hefur enga stjórn á. Sögusvið spennusög- unnar verður einhvers konar sýndarveruleiki með tilheyrandi sjón- hverfingum og tálsýn- um enda talar Martin um að við höfum gert okkur að þrælum sjónarinnar á kostnað annarra skilningar- vita: „Þess vegna er auðvelt að hafa áhrif á okkur með brögð- um“ (164). Þegar veruleikinn verður þessum brögðum að bráð er glötun hans skammt undan: „Ró og vellíðan. Þannig er það ekki lengur. Nú verð ég að taka ör- vandi lyf til að komast í ástand sem mér var einu sinni eðlilegt. Samkvæmt skilgreiningu er ég fíkniefnasjúklingur. Þeir éta Ke- Michael Larsen togan þegar þeir eiga ekkert ann- að. Ég á ekkert annað“ (110). Þótt deila megi um nýstárleika hinna tilvistarlegu spursmála gengur hér allt upp innan þess ramma spennusögunnar sem höf- undur hefur smíðað. Aukapersón- urnar eru dularfullar og vel upp dregnar og góð stígandi er í frá- sögninni. Sagan er prýðilega skrif- uð; spírur og tuma Kaupmanna- hafnar ber fyrir augu í grárri þoku og rigningu og Frelsarakirkjan er spanskgrænn korktrekkjari sem skagar upp til himins (sjá 115). Það er því fyllilega óhætt að mæla með sögunni fyrir þá sem unna vönduðum spennusögum. Þótt ekki hafi ég getað borið þýðingu Sverris Hólmarssonar saman við danska frumtextann hnaut ég um allmargar setningar sem svo vanur þýðandi hefði ekki átt að vera í erfiðleikum með að færa til betri vegar. Til dæmis má nefna: „Ef einhver hefur hringt upp á hjá honum í dyrasímanum“ (145); „Ég heyri herbergið á bak við hana eins og þyt“ (241) og á einum stað er söguhetjan látin „veifa í leigu- bíl“ (234) í stað þess að veifa á leigubíl. Slík ósmekklegheit eru leiðinleg lýti á prýðilegri sögu. Eiríkur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.