Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Markverð ævi BOKMENNTIR Ævisaga Á VAKTINNI. Hannes Þ. Hafstein segir frá. Steinar J. Lúðvfksson skráði. Fróði, 1996, 392 bls. MANNSÆVIN er á margan hátt merkilegt verk. Hún er að hluta til verk okkar hvers og eins, en hún er líka að hluta til verk aðstæðnanna sem við fæðumst til, ölumst upp með og búum við þegar við verðum full- orðin. Hlutskipti okkar í lífinu ráðum við ekki nema litlu um en þó meiru en okkur grunar. Hannes Þ. Haf- stein hefur augljóslega verið gæfu- maður í lífmu eins og lesa má um í þessari ágætu bók. Það er ekki einvörðungu að menn ráði ekki örlögum sínum heldur gera menn sér iðulega ekki grein fyrir því hvers konar lífi þeir lifa eða hafa lifað fyrr en nokkuð er runnið á æviferilinn. Það virðist mega draga þá ályktun af þessari bók að Hannes hafi kannski ekki hugsað mikið um hvers konar lífí hann hefur lifað en þó gerir hann þá játningu undir lok- in að hann hafi ekki hugsað mikið út í það hve fjölskylda hans hafi þurft að styðja hann við störf sín fyrr en hann var í raun hættur störfum. Hann hefur því ekki lifað ígrunduðu lífí, ef svo má að orði komast, og það á við um okkur fæst að geta ígrundað okkar eigið líf svo vel sé. En sumum tekst það og ná að fram- fylgja hugsun sinni í verkum sínum og ákvörðunum. Hannes hefur fyrst og fremst verið maður athafnanna og það fer ekki á milli mála að hann hefur áorkað miklu á starfsævi sinni. Bókin skiptist í sex kafla. Sá fyrsti segir frá æskuárum Hannesar á Húsavík. Annar kafli segir frá skólaárum hans eftir að móðir hans dó. Mér fannst þessir kaflar skemmtilegir aflestrar. Hannes hefur gott auga fyrir smáræði sem bregður birtu á frásögnina. Hann segir frá föður sínum sem er enn þjóð- sagnapersóna norðan fjalla. Hann greinir frá veru sinni einn vetur í MR og síðan árum sín- um í MA eftir að þeir feðgar urðu ásáttir um að hann lyki stúdents- prófi en Hannes vildi strax fara á sjóinn. Þriðji kafli segir frá því að Hannes fór vest- ur til Ameríku til að þjálfast hjá bandarísku strandgæslunni. Hann hafði í hyggju að fara í Stýrimannaskólann og fá vinnu hjá Landhelgis- gæslunni. Frásögnin af vistinni í Bandaríkjunum er fróðleg og lífleg. Hann fór í Stýrimannskólann og lauk honum en í stað þess að fara til starfa hjá Landhelgisgæslunni fékk hann vinnu hjá Eimskip. Og þar var hann í rúmlega tíu ár. Ég skal játa það að mér fannst þessi kafli daufastur í bókinni. Næst síðasti kaflinn og sá viða- mesti fjallar um störf Hannesar hjá Slysavarnafélagi íslands. Þótt sá kafli sé mikill að vöxtum þá er líka margt í honum sem er fróðlegt, sér- staklega fyrir mann eins og mig sem hefur engan áhuga haft á slysavörn- um. Það er í raun gott að vita af því að til séu menn og konur sem helga þessum málum alla krafta sína og sjá hvernig hefur þokast á þessum þremur áratugum sem Hannes var í starfí hjá félaginu. Hann virðist hafa haft gott lag á að vinna með fólki og fá það til liðs við sig. Hann hefur verið vakinn og sofinn þegar bregð- ast þurfti hart við vegna slyss eða skipsskaða. Það verður að vísu nokk- uð ofhlæði í frásögninni því að ein- ungis er sagt frá þeim tíma þegar mest hefur verið að gera. Öll starfs- ævin hefur ekki verið eins og henni er hér lýst. En hann hefur bersýni- Hannes Þ. Hafstein lega notið þess að taka þátt í björgunum. Fyrir mig var merkilegast í þessum kafla frásögnin af því að koma á Til- kynningaskyldunni sem augljóslega hefur verið þarft framtak. Það má sjá af síðasta kaflanum þar sem hann segir aðeins frá fjöl- skyldu sinni sem er töluvert öðruvísi en hin- ir kaflarnir að Hannes metur fjölskyldu sína mikils. Sá kafli er eðli- lega persónulegri en hinir kaflarnir en hann gengur ekki nærri sér eða ættingjum sínum. Það er lofsverð smekkvísi á tímum þegar fínast þykir að segja frá sem persónulegustu málum á bókum. Hannes kemur mér fyrir sjónir sem dugnaðarforkur, farsæll í starfí vegna þess að hann var fundvís á lausnir á erfiðum úrlausnarefnum, ákafamaður í slysavörnum og hann hefur haft heilbrigða skynsemi við að taka ákvarðanir um fjárfestingar í bátum, gætt þess að reisa félaginu ekki hurðarás um öxl. Frásögn hans af starfslokum sínum er trúverðug vegna viðbragða hans þegar hann er þvingaður frá fyrr en til stóð. Hann á erfitt með að skilja hvað mönnum hefur gengið til með þeim atgangi. Hann ákveður þó að fara ekki í hart þótt nokkuð ljóst sé að starfssamningurinn hafi verið túlk- aður með óeðlilegum hætti. Skrásetjarinn hefur unnið verk sitt samviskusamlega. En þetta er mikil bók, þykk í stóru broti. Það eru í henni margar myndir sem bæta við frásögnina, það er efnisyfirlit í bók- inni og nafnaskrá. Áhugamenn um slysavarnir ættu ekki að láta þessa bók fara fram hjá sér. Áhugamenn um ævisögur ættu líka að huga að henni. Guðmundur Heiðar Frímannsson Með stöng í hendi BOKMENNTIR Sportveiði AF SILUNGA- OG LAXA- SLOÐUM eftir Guðmund Guðjónsson. 203 bls. Útg. Sjónarrönd. Prentun: Oddi hf. 1966. VEIÐISUMARIÐ 1996 var fyrir margra hluta sakir merkilegt,« segir Guðmundur Guðjónsson í nýútkom- inni bók sinni, Af silunga- og laxa- slóðum. Hann hefur samanburðinn því þetta er í níunda skipti sem hann tekur saman og sendir frá sér bók um sams konar efni. Allar eru bækur hans fróðlegar og sérlega áhugaverð- ar fyrir hvern þann sem í skammdeg- inu dreymir sól og vor en minnist um leið unaðsstunda liðins sumars við straumnið í skauti óspilltrar nátt- úru. En hvað var svona merkilegt við sumarið? Meðal annars getur Guð- mundur um þá nýbreytni íslenskra veiðimanna að sleppa veiddum laxi, gefa honum líf. Ekki er alveg nýtt, að vísu, að veiðimenn fariþannig að. Snemma á öldinni horfðu íslendingar á enska séntilmenn, sem hingað lögðu leið sína, sleppa veiddum fiski. Og þótti skrítið! Mönnum sýndist furðu gegna að þeir skyldu fara þannig með matinn! Nú er öldin önn- ur. Nú getur þetta verið hluti veiði- gleðinnar; að sumra dómi lofsverður manndómur í umgengni við náttúr- una? Guðmundur upplýsir að slepp- ingar af þessu tagi, sem tíðkast hafa víða um lönd undanfarin ár, séu til komnar af illri nauðsyn, það er að segja vegna fækkunar laxa af ýms- um orsökum. Hér gegni að vísu öðru máli. Hér sé laxinn ekki í útrýming- arhættu. En Guðmundur bendir á að ákveðinn hópur veiðimanna líti á laxveiði sem hreint sport, nýting afl- ans skipti þá ekki meginmáli. Afla- skýrslur geta að vísu skekkst fyrir bragðið — ef sami fisk- urinn veiðist oftar en einu sinni! Allt um það bíður sérhver veiðimaður með óþreyju eftir þeirri stund er hann muni að lokum krækja í þann stóra. Veiðimenn og vatnafræðingar velta fyrir sér hvernig unnt sé að fjölga stórlöxum í ánum. En það er auð- vitað flókið mál. Sumir líta á sleppingarnar sem lið í því dæmi. Fleiri leið- ir koma til greina eins og Guðmundur bendir á í bók sinni. Árnar í hringnum heitir svo sérstakur kafli þar sem höfundur fer hringinn um landið, nemur staðar við sérhverja á og ger- ir úttekt á veiðinni síðastliðið sumar. Er sá kafli afar fróðlegur ef borið er saman við fyrri bækur því veiðin sýnir sig að vera síbreytileg, ekki aðeins yfir landið sem heild heldur einnig ! hverri á fyrir sig. Elliðaárnar komu á óvart, upplýsir Guðmundur, húnvetnsku árnar voru með lakara móti. »Þurrkar herjuðu svo á svæðið í júm' og júlí að Vesturá og Núpsá runnu varla ámilli hylja,« hefurhann eftir bónda í sýslunni. Laxá í Ásum var og venju fremur léleg, Laxá í Aðaldal »enn á niðurleið« og dalandi veiði í Vopnafjarðaránum. En undrin gerast enn: »Ef til vill var mesta stangaveiðiafrek ársins unnið á jafnólíklegum tíma og síðla í janúar, er fjögurra ára pjakkur setti í og landaði 22 punda laxi.« Verðlagsmálin eru sem fyrr á dag- skrá. Óþarft er að minna á að lax- veiðin er alþjóðleg; þetta er dýrt sport, og fleiri reynast vera ríkir en íslendingar. Guðmundur hyggur að dæmi séu um að útlendingar hafi greitt allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir daginn! Dýr mundi Haf- liði allur. Guðmundur Guðjónsson Sérstakur kafli er svo um silungsveiðina. Segir að hún hafí verið »afar góð á herrans árinu 1966« og er það vissu- lega ljósgeisli í veiðitil- verunni. Því silungs- veiðimenn eru margir; þeir eru á öllum aldri og af öllum stéttum. Þeir eiga því ekki síður tilka.il til umfjöllunar í þessari ágætu bók. Fjól- sóttasti veiðistaðurinn er örugglega þjóðgarð- urinn á Þingvöllum. Guðmundur telur að veiðin hafi verið nokkuð góð þar í vatninu, »við fréttum af allt að 7 punda bleikju . . . Sem fyrr var lítið af murtu og urriði sjaldséður að vanda.« Vestfírðirnir koma sjaldan inn í myndina. En í árbókinni frá í fyrra sem einnig liggur á borði mínu (þá fórst því miður fyrir að geta hennar hér) er kafli um silungsveiðina vestra. »Silungsveiðimöguleikar eru gífurlegir á Vestfjörðum,« segir Guð- mundur, » .. . fleiri heidur en nokk- ur gerir sér í hugarlund.« Hér hefur aðeins verið stiklað á fáeinum atriðum af þeim fjölmörgu sem Guðmundur drepur á í bókum sínum. En hann er flestum kunnugri öllum hliðum þessara mála. Stangaveiðin er einstaklingsíþrótt. Við vatnið eða ána er stangaveiði- maðurinn einn með sjálfum sér og sköpunarverkinu. Ef til vill er íþrótt- in huglægs eðlis öðru fremur. Henni fylgir hugljómun sem erfitt er að lýsa. Því fremur verða íslenskir veiði- menn að endurlifa náðarstundir sínar við árniðinn að sumarið er stutt en veturinn langur. Og sumar kemur og fer. Þyki manni dauflegt að þreyja þorrann og góuna er ráðið að stúd- era þessar skilmerkilegu árbækur Guðmundar Guðjónssonar. Erlendur Jónsson Unglingsstelpa í uppreisnarhug HER A REIKI heitir nýjasta saga Gunnhildar Hrólfsdóttur og er jafnframt tíunda verk hennar. Bókin fjallar um unglingsstelpu sem er í uppreisnarhug gagnvart foreldrum sínum en sýnir vinar- hópnum hið gagnstæða. Sérstakt atvik verður til þess að hún er send á afskekktan bæ úti á landi en þar fær hún tækifæri til að sanna sig og styrk sinn í baráttu við myrk öfl á staðnum. Þetta er draugasaga og unglingasaga og eins og í flestum síðar- nefndum sögum koma upp ástarmál en aðal- persóna þessarar sögu bregst dálitið öðruvísi við en lesendur eru vanir af kvenkyns- aðalpersónum. Ertu með þessu, Gunnhild- ur, að búa til ákveðna fyrirmynd fyrir stelp- ur?_ „ Astin er í rauninni aukaatriði í sögunni. Það brennur dálitið við núorðið að eigna unglingum til- finningar eins og um fullorðið fólk sé að ræða og ástinni er oft gefið of mikið vægi. Venjulegast er að lesa í bókum og sjá í kvikmyndum stelpur sem falla í faðm hins út- valda og síðan leysir sá útvaldi, strákurinn, allt fyrir hana. I bók- inni minni vildi ég láta stélpuna sjálfa leysa úr málunum. Ég sendi Gunnhildur Hrólfsdóttir hana af stað sem stelpu sem þjónar stráknum sem hún er skotin í en þegar á reynir þá bjargar hún málunum en ekki hann. Það sem vakir þó helst fyrir mér er að minna unglinga á að þeir eru Islendingar og eiga uppruna sinn og rætur í íslenskri menningu. Bókin á að vera mót- vægi við þá þá mynd af amerisku millistétt- arlifi sem birtist okkur í miklu framboði á myndböndum, í bíó- myndum og sjónvarps- þáttum. Sem barna- og ungl- ingabókahöfundur finn ég til ábyrgðar. Bókin er framlag mitt til þess að stuðla að því að fortíðin og virðingin fyrir henni berist til framtíðarinn- ar. Stundum finnst mér ég verða vör við virðingarleysi og jafn- vel fyrirlitningu á upp- runa okkar; bara t.d. á matnum sem forfeður okkar borðuðu og við lýsum gjarnan vanþóknun okk- ar á. Þessu vildi ég geta breytt. Ég vann talsverða heimildaröfl- un áður en ég hófst handa við sjálf- ar skriftirnar. Las um gamla sjáv- ar- og búskaparhætti, fór á vett- vang, tók myndir og kannaði að- stæður. Það er heilmikið á bakvið þessa sögu sem ég vona að skili sér til lesenda." ARNA var komin upp í þegar Metta fór að hátta. Hún horfði á hana undan sænginni. - Bráðum fæ ég brjóst eins og þú, sagði hún og fylgdi hveni hreyfingu Mettu. - Ég býst við því, svaraði Metta dauflega. - Mér finnst Fróði sætari en Guðni, sagði Arna. - Jæja. Arna velti sér á hliðina og dró fæturna upp að höku. - Mér finnst gott að vera í skítugum nærbuxum. - Ha? - Mér finnst líka góð fjósalyktin af þér og lyktin af fólkinu og mér finnst gott að bora í nefið. Metta gat ekki varist brosi. - Þú ert skrítinn skrúfunagli. Ég vissi ekki að það væri fjósalykt af mér, sagði hún og skreið upp í hlýtt rúmið." Úr Hér á reiki Eins og þunn eggjaskurn BOKMENNTIR Ljóð í KVIKUM SJÓNUM GUÐS Höfundur: Friðrik Agústsson. Reykjavík 1996. Höfundur gefur út í LJÓÐABÓKINNI í kvikum sjónum Guðs eftir Friðrik Ágústs- son eru tuttugu og sjö ljóð af mörg- um toga. Trúarleg ljóð, ástarljóð, náttúruljóð, tregaljóð, ljóð ofin í ævintýraheim og ljóð sem staðsett eru í mjög raunsönnum heimi. Tónn Ijóðskáldsins er rólegur og við- kvæmur og Ijóðskáldið er óvenju- lega óhrætt við tilfinningar sínar. Það notar oft hátíðlegt og gamalt orðalag en setur orðin saman á þann hátt að þau verða meira fram- andi en forn og renna saman við ævintýrablæ ljóðanna sem eru kannski að bera fyrir lesandanum harða reynslu eða sorg. Þannig eru ljóðin búin til úr ólíkum atriðum, venjulegum og skrítnum, há- stemmdum og hversdagslegum, og einföldum og flóknari táknum. Það er margt fallegt í þessari bók og óskir og bænir og ástir Ijóð- mælandans eru svo næmar og fín- gerðar að lesandinn skynjar eitt- hvað sem er brothætt en má alls ekki brotna. Eins og þunn eggja- skurn. En bókin á líka fleiri hliðar. Eitt skemmtilegasta ljóðið í henni er þetta: Kynlíf á fjalli elskuðumst á guðsgrænni jörðinni og borðuðum nestið okkar. Bera. Mörg ljóðin hafa til að bera sterk- ar endalínur en sum hver verða ekki áhugaverð fyrr en kemur að þeim. Það hefði kannski farið vel á að vinna ljóðin meir en að sama skapi getur vel verið að þessi ljóð hafi orðið að koma út því önnur og fleiri bíði. Það vantar ekki innihald í þessa ljóðabók, höfundur hennar á margt í sínum poka og hugmyndaflug líka. Þar sem hann trúir að „hin miklu öfl" stjórni sköpunarverki „lista- manna" (orð innan gæsalappa sótt í tilvitnun fremst í bókinni) væri hægt að draga þá ályktun að hann héldi að hann sjálfur þyrfti lítið að koma við sögu við vinnuna. Ef svo er þá mætti höfundurinn setja sig í spor lesandans þegar hann skoðar ljóð sín. Til þess að ná betur í at- hygli hans. Kristín Ómarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.