Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR17.DESEMBER 1996 B 9 Hvers virði er menntamaður? AUSTURLJÓÐ nefnist safn h'óða- þýðinga Steingríms Gauts Krist- jánssonar. Efni bókarinnar er allt sótt til Austurlanda eða í austur- landafræði. Er þarna að finna ljóð skálda á borð við Bassó, Dú Fú og Tagore auk alþýðuljóða, allt frá þrem hendingum til 228 vísuorða, hin elstu frá um 800 fyrir Krist, hin yngstu frá níunda áratug þess- arar aldar. Nokkur h"óð eru birt í frumgerð með framandi rittákn- ura. „Ég fór að eiga við ljóðaþýðing- ar fyrir fimmtán til tuttugu árum en ástæðan var sú að sonur minn gaf mér bókina Zen in the Art of the Tea Ceremony eftir Horst Hammizsch," segir Steingrímur Gautur. „Sú bók fjallar um þann sið japana að halda tesamkvæmi sem eru í okkar augum einskonar helgiathöfn. Þessi siður tengist zen-búddisma og h'óðagerð sem mætti kalla teljóð. í bókinni eru allmörg slík Hóð og þegar ég fór að lesa hana var ég strax tekinn til við að snúa þeim yfir á íslensku áður en ég vissi af. Eg þýddi öll ljóð bókarinnar og í framhaldi af því fór ég að skoða kínversk og indversk Jjóð. Þetta er einskonar tómstundagaman svipað því þegar menn eru að fást við krossgátur eða þess háttar. Ég þýði Jjóðin venjulega í fleiri en einum áfanga. I byrjun finn ég heimild, annað hvort í b'óðaþýðing- um eða þá í fræðiritum bók- menntafræðinga eða austurlanda- fræðinga. Stundum hef ég frum- textann fyrir framan mig á torr- áðnu letri en einnig á latínuletri. Ég er gjarnan með lista sem hefur að geyma þau orð sem koma fyrir í 1 jóðunum. Áherslurnar á erlendu þýðingunum eru misjafnar. Stund- um eru þær fremur fræðilegar eða þá að um er að ræða þýðingar manna á borð við Ezra Pound þar sem fagurfræðin situr í fyrirrúmi. Þegar ég hef safnað að mér heim- ildum þá hefst ég handa við að endursemja ljóðin. Mér finnst lang- skemmtilegast að vinna þetta með þeim hætti, öllu skemmtilegra en að vinna með eina erlenda þýð- ingu. Auðvitað er erfitt að komast inn í frumtextana þar sem ég er ekki hand- genginn þessum mál- um en það er þó ekki með öllu útilokað. Ekki hefur farið hjá því að í gegnum þessi viðfangsefni hef ég afiað mér dálítiUar þekkingar á austur- lenskum tungumálum. Efni bókarinnar er skipað niður í tólf kafla og það má segja að veraldlegustu ljóðin séu fremst. Þetta byrj- ar á drykkjuvísum og endar á andlegum Ijóðum þar sem Tag- ore ber uppi flokkinn. Bókin hefur ekki aðeins að geyma Ijóðaþýðingar heldur hef ég lagt nokkuð í formálann þar sem gerð er grein fyrir því hvern- ig efni bókarinnar hangir saman. Síðan er kafli sem heitir Brot úr Steingrímur Gautur Kristjánsson bókmenntasögu en hann þjónar þeim til- gangi að sýna fram á tengsl efnisins, þannig að lesanda verði Hós- ari tengslin á milli skáldanna og þar geri ég lítillega grein fyrir helstu bókmennta- stefnum austurlanda. Það endurspeglar að vissu leyti mat mitt á höfundum Ijóðanna hversu mikið ég hef lagt í að greina frá þeim í höfundatali. Þar eru til að mynda langar ritgerðir um menn á borð við Dú Fú og Tagore. I bók- inni er kafli um hugmyndafræði en hann fjallar um ólíkar hugar- stefnur sem mótað hafa lífsviðhorf þessara skálda sem eru meðal ann- ars konfúsismi, daóismi, búddismi og hindúismi." Veiðar eftir Lí Bæ íbúar landamærahéraðanna líta aldreiíbók. Þeirkunna ekki til annars en veiða. Þeir eru fimir og stæltir og vita afþví. Hálfvilltir hestar þeirra hlaupa íspik á haustin en fara síðan á gjöf. Knaparnir sitja hestana þóttalegir ífasi. Gullbúin svipan sleikir snjóinn ogþað brakar íhnakknum. Þeirþeysa hálffullir út ífjarskann ogkalla á veiðifálkana. Þeirspenna bogann ogmissa aldreimarks. Örþýtur afstreng og tvær trönur falla ísenn. Fólkið á vatnsbökkunum skelfist við. Auðnin dynurafvillimennsku oghreysti. Hvers virði er menntamaður, sem æ hefst við innan dyra, á móti slíkum mönnum? Ómæld mannvonska BOKMENNTIR Sagnfræði BERLÍNAR-BLÚS eftír Ásgeir Guðmundsson. Skjald- borg 1996 - 334 síður. Prentun og bókband: Grafik hf. UNDANFARIN ár hafa sagn- fræðingar í æ ríkara mæli tekið að rita um þátttöku einstakra íslend- inga í seinni heimsstyrjöld. Bæði er að söguleg fjarlægð er orðin það mikil að hægt er að fjalla um þessa tíma á hlutlægari hátt - og eins hitt að á undanförnum árum hefur verið aflétt leynd af ýmsum skjölum úr styrjöldinni. Bók Ásgeirs Guð- mundssonar er mikil að vöxtum, alls 334 bls. með nafnaskrá og við- auka. Tvennt gengur honum til. Annars veg- ar segir hann frá nokkr- um meðreiðarsveinum nasista sem gengu ótrú- lega langt í siðleysi og mannvonsku til að þjóna hugsjónum Þriðja ríkisins. Hins vegar greinir hann frá nokkr- um íslenskum fórnarlömbum nasista. Höfundur kýs að segja persónu- sögu, nákvæma og skjallega ábyggi- Iega. Bygging bókarinnar er einföld, höfundur gerir sér far um að segja sögu hvers einstaklings. Þetta er þó ekki einfalt verk þar sem sögur sumra þeirra fléttast saman svo að endurtekningar eru óhjákvæmilegar. Oft ber frásögnin merki þess að vera of lítið unnin. Heimildir, bæði skjöl og bækur, eru ótæpilega notað- ar og teyma frásögnina áfram í við- tengingarhætti. Þegar verst er leiðir þetta til þess að þráðurinn verður slitróttur og ruglingslegur, sjálf- stæðrar úrvinnslu verður þá lítt vart. Bókin skiptist í þrjá hluta sem heita Meðreiðarsveinar, Millispil og Fórnarlömb. Hver hluti skiptist í Ásgeir Guðmundsson nokkra kafla og er hver þeirra um einstakling sem var annaðhvort meðreiðarsveinn eða fórnarlamb. Lýsingar á örlögum þessara manna eru býsna nákvæmar og styðjast við ítarlegt safn heimilda sem sumar eru notaðar hér í fyrsta sinn. Höfundur leggur mikla áherslu á nákvæmni og fer varlega í dóma. Þó hikar hann ekki við að draga ályktanir þegar traustar heimildir leyfa. Þann- ig verður ljóst að voðaverkin gegn Guðmundi Kamban og sautján ára menntaskólapilti, Karli Jóni Halls- syni, voru gersamlega tilefnislaus. Sömuleiðis teflir höfundur fram full- gildum rökum um að Jón Leifs hafi ekki verið nasisti og að hann hafí ekki boðið stjórnvöldum í Þriðja ríkinu þjónustu sína. Umfjöllun á íslensk- um meðreiðarsveinum nasista fær lesandann til að spyrja hvað hafí fengið menn sem voru aldir upp við borgara- lega velsæld í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar til að breyta eins og villi- menn gegn náunga sín- um. Lesandinn er orð- laus, sleginn harmi. Hugsanlega leiðir hann hugann að því hve skei siðmenningarinnar er þunn og brot- hætt; undir ólgar botnlaus heimska, grimmd og guðleysi. Og maður spyr: Hve lengi er nauðsynlegt að minnast Sachsenhausen, Treblinka og Dac- hau? Svarið er einfalt: A.m.k. á með- an viðlíka atburðir eiga sér stað í siðyæddri Evrópu tíunda áratugarins. I bókinni eru margar Ijósmyndir en uppsetning þeirra bæði endur- tekningarsöm og viðvaningsleg. Bókin hefði batnað mikið ef þeim hefði flestum verið sleppt. Atburðir þessarar bókar eru hverjum holl lesning, sérstaklega ungu fólki sem á hverjum degi horf- ir daufum augum á hvernig fjöldi manns er pyntaður og drepinn á ólýsanlegan máta í kvikmyndum. Ingi Bogi Bogason BÆKUR Spí r itismi EKKI DÁIN - BARA FLUTT Spíritismi á íslandi - fyrstu fjörutíu árin eftir Bjarna Guðmarsson og Pál Asgeir Ásgeirsson. Skerpla 1996 - 234 síður. BÓK þessi rekur sögu spíritis- mans á íslandi frá því um aldamótin og fram að síðari heimsstyrjöld. I formála segjast höfundarnir, Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur og Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður, alls ekki vilja setja sig „í dómarasæti yfír fólki sem átti þessa brennandi þrá [að leysa lífsgátuna] eða þeim sem eru þannig þenkjandi nú á dög- um." Þess í stað leitast þeir við að draga upp mynd af starfi miðla og spíritista „í von um að hún gæti orðið fróðlegur og skemmtilegur ald- arspegill". Efniviði í þessa mynd sækja höfundar einkum í samtíma- heimildir, prentaðar og óprentaðar. Beinar tilvitnanir eru mjög fyrirferð- armiklar í bókinni enda hafa höfund- ar viðað að sér miklu safni forvitni- legra tilvitnana. Eftir stutta og frekar yfirborðs- lega lýsingu á þeim jarðvegi hug- mynda sem spíritisminn sprettur upp í - Darwinisma, vísindahyggju og Nýja guðfræði ber á góma - og örstutta lýsingu á þeim atburðum sem urðu kveikjan að spíritisma í Bandaríkjunum, taka höfundar til við að greina upphaf og framgang spíritismans á íslandi. Lýsing þeirra hverfist að mestu um höfuðpersónur og leikendur í þessari furðulegu sögu þar sem pólitík, andatrú, þjóðernis- Ekki dáin - bara flutt hyggja °S vísindahyggja blandast í undarlegan hrærigraut. ítarlegast er lýst þætti Einars Hjörleifssonar Kvarans og Indriða Indriðasonar miðils en í síðari hluta bókarinnar störfum frú Láru Ágústsdóttur. Það voru einkum „betri borgarar" sem tóku þátt í fundum Sálarrannsóknar- félagsins fyrstu árin, enda félaga- gjöld há, og þeir „andar" sem sagð- ir eru hafa mætt á fundi félagsins eru heldur ekki neinir undirmálsand- ar og má hér nefna Jónas Hallgríms- son, Snorra Sturluson, H.C. Anders- en, Bólu-Hjálmar, Gest Pálsson, Hallgrím Pétursson, Gretti Ásmund- arson, Kjartan ÓÍafsson, Edvard Grieg og Jörund hundadagakóng! Höfundar forðast að setja sig í fræðilegar stellingar en gera sér þess í stað far um að rabba við les- endur og tónninn er oft gamansam- ur, stundum grallaralegur. Þeir kynna t.d. nóbelskáldið okkar til sögunnar sem „blekbera ofan úr Mosfellssveit" og á einum stað segja þeir að vel hafí staðið á hjá anda- borðinu og það oltið um koll! Ég tel að alvarlegri og yfirlætislausari stíll hefði verið miklu áhrifaríkari í með- höndlun á þessu spaugilega efni. Eins tel ég að sagan hefði orðið skemmtilegri og margfalt áhrifa- meiri ef höfundar hefðu skipulagt Bjarni Guðmarsson og Páll Ásgeir Ásgeirsson frásögn sína betur og vandað fram- setningu. Endurtekningar eru ótrú- lega margar og orðalag á borð við „eins og áður er getið" eða „eins og komið hefur fram" eða jafnvel „eins og margoft hefur komið fram" má fínna á því sem næst annarri hverri síðu bókarinnar og nokkrum sinnum oftar en einu sinni á sömu síðunni! Reyndar virkaði framsetning höf- unda stundum á mig eins og lýsing íþróttafréttamanna á óspennandi fótboltaleik þar sem annað liðið hef- ur náð afgerandi forystu. Alþekkt er hvernig íþrótta- fréttamenn reyna við slíkar aðstæður að halda áhorfend- um við skjáinn með því að þrástagast á því að ennþá geti spenna færst í leik- inn. Við lestur þess- arar bókar fannst mér sem höfundar hefðu oft fundið hjá sér hvöt tíl að bera blak af viðfangsefn- inu, jafna aðeins leikinn, þannig að ólíklegt væri að les- endur legðu frá sér bókina. Óvíða er þessi annmarki augljós- ari en í frásögn höfunda af Láru Ágústsdóttur miðli sem naut mikilla vinsælda á árunum 1925 til 1940. Höfundar lýsa allvel og ítarlega hvernig flett er ofan af Láru, hvern- ig leynihólf finnst í stól hennar, slæð- ur og annað sem hún notar við svik- in. Þeir lýsa því er Lára viðurkennir loks að hafa „beitt stórfelldum svik- um og blekkingum á miðilsfundum í langan tíma". Þá benda þeir á að svik hafi sannast er Lára hélt miðils- fundi í London á vegum breska sál- arrannsóknarfélagsins. í ljósi alls þessa er niðurstaða höfunda stór- furðuleg: „Því verður aldrei svarað," segja þeir við lok bókarinnar, „hvort frú Lára Ágústsdóttir var raunveru- legur miðill eða svikahrappur"! Mér er hulin ráðgáta hvernig höfundar komast að þessari niðurstöðu. Þeir benda að vísu á að játningar Láru séu e.t.v. ekki trúverðugar í „ljósi þeirrar staðhæfingar doktors Helga [Tómassonar geðlæknis] að ákærða [Lára] sé svo talhlýðin að hún segi sannanlega ósatt hverjum sem er." Þessi rök eru hlægileg. Annað sem þeir benda á er að Lára hafi dregið játningar sínar til baka síðar á ævinni. Líkt og fyrri rókin flaska þessi á því að fjölmargt styður játn- ingar Láru, auk þess er alls ekki óalgengt að dæmdir afbrotamenn dragi játningar sínar til baka. Slíkt segir ekkert um sekt þeirra eða sak- leysi. Loks má nefna að myndir þær sem teknar eru á miðilsfundum Láru og birtar eru í bókinni sýna glöggt að hún hefur beitt brögðum. Þetta er ekki eina dæmið í bókinni þar sem höfundar skirrast við að draga rök- réttar ályktanir af umræðum sínum og rannsóknum. Yfirleitt fara þeir silkihönskum um þá svikahrappa og peningaplokkara sem svo mjög virð- ast setja svip sinn á sögu spírit- ismans. Á íslandi virðist ríkja vafasöm kurteisi gagnvart hjátrú, huldufólki, blómálfum, dulrænum fyrirbærum og ýmsum hindurvitnum sem aðrar þjóðir ýmist hlæja að eða fyrirlíta. Sú leiða „kurteisi" setur víða svip á þessa bók. Það er miður því efnivið- ur Bjarna og Ásgeirs er góður, efni- stök stundum þokkaleg og víða vant- ar aðeins herslumuninn á að þeim takist vel upp. Róbert H. Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.