Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ekkert andlegt skyndibitafæði MYNDBONP 1 h u g a n i r TIL ÍHUGUNAR Höfundun Sigurbjörn Einarsson. Umsjón með útgáfu: Helgi Eliasson og Sr. Valgeir Astráðsson. Tónlistar- flutningur: Hörður Askelsson. Fjölföldun: Bergvík. Dreifing: Skálholtsútgáfa. HR. Sigurbjörn Einarsson, okk- ar ástsæla biskup þarf vart að kynna. Hann er landsmönnum löngu kunnur orðinn fyrir störf sín í þágu íslensku þjóðkirkjunnar, sem biskup í 22 ár, prófessor við guðfræðideild og prestur m.a. í Hallgrímssókn auk margra ann- arra merkra starfa. Eftir hann liggja fjölmargar bækur, bæði þýddar og frumsamdar. Til íhugunar eru tvö myndbönd, hvort um sig með 7 íhugunum. Hver íhugun rúmar 20 mínútur. Formið er svipað. Hörður Áskels- son leikur á orgel Hallgrímskirkju fyrir hveija íhugun. Síðan íhugar Sigurbjöm eitthvert hugtak eða hugsun. Að lokinni hugleiðingunni er stutt eftirspil. Sviðið er það sama í hverri hugleiðingu, þ.e. myndavélin beinist að ræðumann- inum allan tímann. Á tímum margmiðlunar gætu ýmsir fett fingur út í þetta, en líta verður á myndböndin sem eins konar mynd- rænar hljóðsnældur. Sigurbjörn hefur löngum þótt einn besti kennimaður þjóðarinn- ar, enda hafa allmörg ræðusöfn hans verið gefin út. Ef Sigurbjörn hefur getað batnað sem ræðumað- ur, þá hefur hann aldrei verið betri, að mínu mati, en á þessum snæld- um. Þegar búið er að hlusta á nokkrar hugleiðingar hans, hefur maður komist í tengsl við hann og kynnst honum nokkuð. Hver hugleiðing fjallar um einhveija spumingu varðandi tilvist Guðs eða trúna á hann. Það er ótrú- legt hve 85 ára gam- all maður nær mikilli nálgun við samtíma sinn. Hann nálgast viðfangsefnið yfirleitt út frá einhveiju sam- mannlegu sem allir þekkja og notar góðan tíma í að ræða það. Síðan færir hann sig yfir í hið guðfræðilega efni, sem hann hefur til umræðu. í lok hugleiðinganna eru yfirleitt mergjaðar niðurstöður, djúpur sannleikur, gullkorn sem hlustand- inn þarf tíma til að íhuga. Dæmi um niðurstöður Sigurbjörns: Um mikilvægi andartaksins seg- ir Sigurbjörn: „Þú ert það andartak sem aldrei var áður og aldrei kem- ur aftur, en Guð ætlar að gera það eilíft þetta andartak. Er það hugs- anlegt að þú sért svo mikil alvara, svo stórkostlegur veruleiki að það sé á þínu valdi að játa þessu eða neita því, að verða það sem Guð ætlaði þér eða ekki. Mættum við, bæði ég og þú hugsa út í þetta áður en sú ævi er öll sem aldrei var áður og aldrei kemur aftur. Aldrei aftur. Enginn kemur í stað þín hjá Guði. Hann getur ekki hugsað sér það“ (íhugun nr. 6, Aldrei áður, aldrei aftur). Um bænina segir hann m.a.: „Ekkert sannara [er] sagt um lífið mitt og þitt en þetta: Þú ert bæn Drottins þíns, skapara þíns, frels- ara þíns; bæn sem er sprottin af kærleika og von og þrá eilífrar elsku eftir því að fylgja þér og leiða þig um allt að takmarki sem er æðra öllum skiln- ingi. Hið eina sem skiptir öllu er að taka undir þessa bæn og samstillast henni að hugur, hjarta þiggi það að eiga samleið með eilífum Guði kærleikans" (íhugun nr.7, Samleið með Guði). Um eilífðina segir Sigurbjörn m.a.: „Þú átt heima í eilífð Guðs. Eilífð Guðs er sú fylling lífs sem Guð lifir“ (íhugun nr. 9, Þú átt heima í ei- lífð Guðs). Um krossdauða Jesú segir hann m.a.: „Þá varð hinn nýi sáttmáli til, nýtt samband milli Guðs og manns, varanlegur bati í sjúkan líkama mannkyns. Og sá bati er þar að verki í leyndum þó að batamerkin séu dulin og verði það þangað til sigur krossins og upprisunnar verður opinber og hvert auga í alheimi sér og játar að Jesús er Drottinn. En að vera kristinn það er að vilja þiggja bat- ann, tileinka sér batann, lifa í aft- urbata, svara játandi, þegar Jesús spyr: „Viltu verða heill.““ Íhuganir Sigurbjörns eru frá- bærar. Þær eru ekkert andlegt skyndibitafæði. Það tekur um 25 mínútur að hlusta á hveija þeirra ásamt tónlistinni sem fylgir. Yfir þeim hvílir ró, sem sendir streitu daglegs lífs á braut og leiðir hlust- andann inn í íhugunina. í hverri íhugun er_ mikið andlegt fóður. Sigurbjörn sameinar einlæga og reynda trú, yfirburða þekkingu og stórkostlega andagift. Það er von mín að íhuganir Sigurbjörns verði notaðar sem víðast á landinu. Þær eiga svo sannarlega erindi til sam- tímans. Kjartan Jónsson Sigurbjörn Einarsson Brennusaga ákærðra konur. í Evr- ópu tók galdrafárinu að linna upp úrl680. „Síðasta galdra- brenna hérlendis fór fram á Vestfjörðum haustið 1683, en ári síðar gekk í gildi kon- ungleg tilskipun þess efnis að málum stór- brotamanna skyldi skotið til konungs,“ segir Matthías Viðar. Ekki hefur mikið varðveist af galdra- skræðum þar sem fár- ið geisaði, enda flestar Matthías Viðar Sæmundsson endað á bálinu líkt og hinir meintu galdramenn. Ein er Bókmenntlr F r æ ð i r i t GALDUR Á BRENNUÖLD eftir Matthías Viðar Sæmundsson 128 bls. Iceland Review/Storð 1996. Oddi prentvann. Verð 1.088 kr. SAUTJÁNDA öldin var öld galdrafárs á íslandi. Hér voru menn dæmdir á bálið fyrir undar- legustu sakir, svo tala má um of- sóknir. En varla þó í líkingu við þær sem stundaðar voru í V-Evr- ópu, þar sem þúsundir manna, eða réttara sagt: kvenna, voru teknar af lífi á árunum milli 1580 og 1660. Hérlendis er talið að brennu- öld hefjist með galdrabrennu sem fram fór í Eyjafirði árið 1625, þegar Svarfdælingur nokkur var brenndur fyrir að vekja upp draug. Aðeins tvö dæmi er að fínna í íslenskum heimildum um brennudóma fyrir þennan tíma, annað frá 14. öld, hitt frá upp-- hafi þeirrar fimmtándu. Aftur á móti var réttað í um 120 galdra- málum á tímabilinu 1554-1720, og „lætur nærri að sjötta hluta galdramála hafi lokið með dauða- dómi,“ segir Matthías Viðar í bók sinni. Heimildir geta um tuttugu karla og eina konu sem brennd voru fyrir galdra hérlendis á sautjándu öld. Eins og oft hefur verið bent á er þetta kynjahlut- fall öfugt við það sem gekk og gerðist annars staðar í álfunni, en þar voru um áttatíu prósent þó sú bók sem varðveist hefur og er það íslensk galdrabók eða Galdrabókin, en í henni „má finna töframyndir af kristilegum og gyð- inglegum toga, margbrotna stafa- gerð, rúnir og heiðnar særingar, sem eiga sér margvísleg markmið“ (12). Bókin er talin einstök í sinni röð meðal n-evrópskra galdrabóka fyrir heimildagildi sitt. Siðaskiptin ollu straumhvörf- um fyrir galdramenn á Islandi. Fyrir lútersku voru mörk bæna og særinga oft óljós, en með til- komu nýs siðar skýrðust mörkin, og margt sem áður taldist til kristnihalds var nú dæmt sem fordæða og fjölkynngi, krafta- kveðskapur varð að formælingum og kallaði öskudóm yfir skáldið. I galdri voru ýmist viðhöfð biblíu- leg nöfn eða heiðin, oft var Óðinn sjálfur ákallaður. Efni Galdurs á brennuöld er hið for- vitnilegasta, en bókin er að nokkru byggð á riti Matthíasar Við- ars, Göldrum á ís- landi, sem út kom 1992. í Galdri á brennuöld er farið ofan í ýmis brennu- mál, gerð grein fyrir rúnum og galdrastöf- um, sagt frá nátt- úrudulhyggju, þórs- fleygum og ægis- hjálmum og íslensk- um svartagaldri. í bókinni örlar, að mínu viti, nokkuð á helst til fræði- mannslegum stíl fyrir slíkt „al- þýðurit" sem henni er ærlað að vera. Mikið er vitnað orðrétt til gamalla texta á máli síns tíma, og er það oft sjarmerandi og eyk- ur trúverðugleika, en þær fleyga líka textann svo hann verður ágrips- eða jafnvel upptalningar- kenndur á stundum. Fræðileg vinna að baki þessu verki er hin vandaðasta. Síður með bleikum ramma í bókinni hafa að geyma myndir af handriti Islenskrar galdrabókar, rúna- og galdraletur og ýmsar rammagreinar, og brýt- ur það meginmálið skemmtilega upp. Allur frágangur og vinnsla bókarinnar er eins og best verður á kosið. í bókum sínum um galdra hefur Matthías Viðar ritað menningar- sögu sem mikill fengur er að. Kjartan Árnason Agnar í vagni tímans ÍVAGNITÍMANS heitir ný bók Agnars Þórðarsonar sem hef- ur að geyma endur- minningar hans og frásagnir af kynnum hans við fjölda per- sóna, þekktra sem óþekktra, sem urðu á vegi hans í Kaup- mannahöfn, London, París, Róm og New York. Menningarlíf hér á landi eftir stríð er tekið til umfjöllun- ar og þá sérstaklega samfélag skálda. Agnar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sér hefði fundist hann vera orðinn ansi gleymdur höfundur þegar hann fékk engin viðbrögð á síðustu skáldsögu sína, Stefnu- mótið, og hefði hcun því ákveðið að róa á önnur mið. „Þessi síðasta saga var víst nokkuð pólitísk og sennilega þess vegna sem hún fékk ekki meiri athygli en raun bar vitni, hún var bókstaflega þöguð í hel.“ - Þú fjallar meðal annars um menningarástandið hér á landi á kaldastríðsárunum. Ríkir ekki al- ger lognmolla hér nú miðað við það sem var að gerast þá? „Jú, manni finnst það nú. Það var auðvitað ógurlegt áfall að missa múrinn, að minnsta kosti fyrir spæjarasögurnar. Jú, það er algert logn. Ungt fólk er í lausu lofti, það veit ekki hvað það á að halda, sósíalismi og önnur hugtök eru orðin gatslitin og ekkert fyrir fólk að halda sér í. Það er helst að fólk sé að tengja sig einhverjum hálf- trúarlegum söfnuð- um, einhverri mýstík. Ég skrifaði leikrit sem heitir Lausnar- gjaldið árið 1973 sem fjallaði svolítið um mýstík og ég fékk ægilegar skammir fyrir. Þetta hefur eitthvað breyst. Mér finnst þessir tímar sem nú eru hálfömurlegir; menn voru þó fullir bjart- sýni þarna árið 1973 en svo er ekki nú. Menn skera niður til menningarmála, atvinna er af skornum skammti og vesturveldin - þótt maður sé hlynntur þeim - virðast ekki hafa nein undralyf við þessu.“ - Þykir þér þær bækur sem verið er að skrifa hérna núna vera merktar þessum doða? „Já, mér finnst þær ekki vera að fjalla um þau mál sem standa manni næst. Þær eru helst að fjaila um einhver einkamál, sálar- flækjur og ástamál. Mér finnst þessar bækur ekki bera þess vott að ungir höfundar séu alþjóða- hugsandi; þeir eru ekki að fjalla um það sem er að gerast í heimin- um, ekki frekar en Halldór Lax- ness þegar hann skrifaði Atóm- stöðina um Marshall-hjálpina og bein Jónasar árið 1948 þegar Rússar voru að leggja undir sig Evrópu. Einangrun íslenskra rit- höfunda virðist vera algjör nú, eins og þá. Agnar Þórðarson ÞAÐ VAR fastur liður í boðsferðum til Sovétríkjanna að fara með gesti Kremlarstjórnarinnar á Rauða torgið til að koma í graf- hýsi Leníns eins og það var enn kallað þó að Stalín væri kominn í glerbúrið til hans. Þegar Friðarsendinefndin sem við Steinn Steinarr vorum í undir forystu Hallgríms Jónassonar var leidd af túlkum Hins opinbera á Rauða torgið með forna múra og turna Kremlar í baksýn, blasti leghöllin við okkur, klunnalegur og gluggalaus óskapnaður úr slípuðum dimmrauðum granítbjörgum, í engu samræmi við Kreml sjálfa, dómkirkju heilags Basils, Boðunarkirkju heilagrar Guðsmóður og Uppstigningarkirkjuna, margra alda gamlar byggingar. Þennan heita júlídag 1956 beið margföld biðröð eftir því að fá að líta nái hinna elskuðu foringja samkvæmt orðalagi Júra túlks okkar. En þar sem við vorum gestir Friðarnefndarinnar og því forréttindamenn gátum við gengið vafningalaust inn framhjá allri halarófunni að dyrum leg- hallarinnar þar sem vopnaðir grængráir varðmenn stóðu til beggja handa með hríðskotabyssu um öxl, en innra stóðu aðrir tveir hreyfíngarlausir blý- menn, starandi augum í grafarþögn, umluktir annarlegri dulúð, en á miðju gólfi blasti við glerbúr þar sem þeir félagar lágu hvor á sínum beði í bleikri birtu sem minnti á kelirísljós í gamla daga, skafnir, olíusmurðir, hrikalegar rúnir í andliti Stalíns afmáðar að mestu og á allan hátt fansaðir í framan af listilegum líksnyrti. Brot úr í vagni tímans. Póstferðir á sjó o g landi PÓSTSAGA íslands nefnist nýjasta bók sagnfræðingsins Heimis Þorleifssonar. Hér er um að ræða ítarlegt heimildarverk um sögu póstferða og spannar hún tímabilið frá 1776 til 1873. „Ég tók saman sögu símans sem út kom árið 1986ávegum Póst- og símamála- stofnunar og í fram- haldi af því var ég beðinn um að skrá sögu póstsins," sagði Heimir Þorleifsson. „Þetta reyndist vera miklu meira verk en ég hafði búist við. í Þjóðskjala- safni og víðar finnst gífurlega mikið af gögnum sem tengjast póstsögunni. Þegar ég hafði kynnt mér gögnin ætlaði ég í fyrstu að- eins áð taka sýnishorn af þeim en ákvað síðan að fara í gegnum öll gögn sem eru beinlínis merkt póstinum í Þjóðskjala- safni. Vinnan við ritið hefur tekið um það bil tíu ár. Þessi bók byrjar árið 1776 en þá var reglugerð gefin út um póstþjónustu á ís- landi. Reglugerðin kom reyndar ekki til framkvæmda fyrr en árið 1782. Póstsagan nær til ársins 1873 en þá voru timamót i þeirri sögu að því leyti að þá var komið á opinberu póstkerfi með póstmeistara, póstafgreiðslu- mönnum og bréfhirðingarmönn- um en fram að því hafði þetta verið aukageta hjá ýmsum emb- ættismönnum svo sem sýslumönn- um ogamtmönnum. Árið 1873 Heimir Þorleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.