Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 12
P8 JPP( ',!Mfir.'-j',;,; -t <, 12 B ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Óðurinn um vin- áttuna og dauðann BOKMENNllR Söguljóð GILGAMESKVIÐA Stefán Steinsson þýddi og skrifaði inngang. Oddi prentaði. Mál og menning 1996. - 221 síða. GILGAMES konungur, gömul stytta. GILGAMESKVIÐA er meðal elstu kvæða súmersk að uppruna en hefur tekið ýmsum breytingum og verið löguð til af fræðimönnum og þýðendum. Súmersku Stefán Steinsson kvæðin um Gilgames voru rituð um 2100 árum fyrir Krist, forn-babýlónska gerðin um 1700 f. Kr. og gerð sú sem kennd er við Sin-lekí-únninní um 1300 f. kr. Stefán Steinsson fer eftir enskri þýðingu Maureen Gallery Kovacs úr frummálum, en hefur stuðst við ýmsar aðrar þýðingar. „Öll þýðing er að einhverju leyti túlkun og fer eftir stíl þýðanda og túlkun hans á textanum," skrifar Stefán. Hann þýðir undir merkjum einfaldleikans og fyrnir ekki mál sitt þótt það sé ekki laust við hátíðleik á stundum. Þýðingin er sem slík nálægt því að vera versjón eða útlegging. Þegar þýtt er án allrar uppgerðar hljóm- ar þessi texti vel. Enkídú er syrgður: Þegar hin fyrsta dagskíma var á lofti ávarpaði Gilgames vin sinn og mælti: „Enkídú, móðir þín gasellan og faðir þinn, villiasninn, gátu þig af sér, fjórar viíitar ösnur ólu þig á mjólk og hjarðirnar vísuðu þér veginn um bithagana. Megi vegur Enkídús að sedrusviðarskóginum harma þig og hvorki þagna nótt né dag. Megi öidungar hinnar torgbreiðu Úrúk harma þig Megi lýður allur, er blessaði för okkar, harma þig. Aftur á móti tekst síður að mínu mati í eftirfarandi dæmi, einnig úr Áttundu töflu: Roðasteinsskál fyllti hann hunangi, kóngablásteinsskál fyllti hann smjöri. Fagurlega skreytti hann borðið og færði fórn Sjamasi. Þetta er auðvitað smekksatriði, en er ekki effum ofaukið í ekki lengri texta? Orðaröð verður ekki heldur ljóðrænni þótt hún sé uppskrúfuð. I stuttu máli fjallar Gilgameskviða um konunginn í Úrúk, hinn einstaka Gilgames og atgervi hans. Sá ljóður er á ráði þessa far- sæla og mikla konungs að hann kúgar unga menn og konur í ríki sínu. Guðirnir senda honum verðugan andstæðing, frummanninn Enkídú. Árekstur verður þar með milli menningar og náttúru. Einn áhrifaríkasti kafli kviðunnar er um hættuför til sedrusviðar- skógarins sem þeir Enkídú og Gilgames fara saman og lýkur með dauða hins fyrrnefnda. Gilgames heldur til dauðaríkisins í því skyni að komast að leyndardómum eilífs lífs hjá Útnapistím, eina mannin- um sem hefur náð því takmarki að verða eilífur. Gilgameskviða hefur af fræðimönnum verið kölluð verk um vin- áttuna og dauðann og er það ekki fjarri sanni. Ferðin í átt að dauðaríkinu og sigling Gilgamesar á Vatni dauð- ans eru hámark kviðunnar og afar sannfærandi skáldskapur þótt augljóst sé að ljóðið er í brotum. Yfir allri frásögninni er jafnvægi og ró þrátt fyrir ógnvænlegt efni. Einkum er það í lokakviðunni, tólftu Töflu sem ekki er víst að tilheyri í raun kviðunni sem skáldskapurinn rís. Orðalag er hástemmdara, ákafara: Gilgames fór að hitta mánaguðinn, aleinn, einn maður. „Faðir Sin, daginn sem trumban var mér slegin í undirheimum og trumbuslagarinn rotaður hjá jarðaröskrinu, hremmdu undirheimarnir Enkídú. Hann fór ofan að leysa þau úr haldi. Namtar hremmdi hann ekki, sjóplágudjöfullinn hremmdi hann ekki heldur. Undirheimamir hremmdu hann. Hinn grimmi erindreki Nergals, örlagaguðs, hremmdi hann ekki, jarðaröskrið tók honum tak. Ekki féll hann á vígvelli manna. Jörðin hremmdi hann." Það eina sem ég get fundið að þessari þýðingu er að jarðarö- skrið hafí tekið honum tak, einum of hversdagslegt þykir mér það orðalag. Inngangur, skýringar og aðrar greinar sem fylgja útgáfunni hljóta að vera vel þegnar, enda eru þær til glöggvunar. Gilgames fær sína uppreisn nú því að heyrst hefur að önnur þýðing sé væntanleg á þessu gamla ljóði, en hún mun vera styttri en þýðing Stefáns Steinssonar. Jóhann Hjálmarsson Grundvöllur kristninnar BÆKUR Kristin t'r'ú og nútíminn LJÓS ÍHEIMI eftir Einar Sigurbjörnsson. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. Stærð: 208 blaðsíður, innbundin. Viðmiðunarverð 2.980 kr. DR. Einar Sigurbjörnsson er manna best fallinn til að rita bók eins og þessa. Hann hefur verið prestur um árabil, og kennari í trú- fræði við guðfræðideild Háskóla íslands í meir en 20 ár, lengst af sem prófessor. Hann hefur ritað meira en nokkur núlifandi íslend- ingur um trúfræði. Merkar bækur eftir Einar eru Credo sem er krist- in trúfræði og Kirkjan játar, sem fjallar um játningarrit íslensku þjóðkirkjunnar. Ljós í heimi er byggð upp eftir trúarjátningum kristinnar kirkju og hefst á Postullegu trúarjátning- unni og Níkeujátnjngunni. Bókinn skiptist í fjóra aðalhluta, sem hver um sig skiptist í marga kafla, auk þess sem hver kafli er brotinn oft upp með millifyrirsögnum. Fyrsti aðalhlutinn er inngangur og fjallar um undirstöðuatriði kristinnar trú- ar. Þar er fjallað um hugtök eins og þrenningarkenninguna, hvernig Biblían getur verið áreiðanleg heimild um kristna trú, hvernig hún er Guðs orð, tilurð o£ tilgang játn- inga kirkjunnar b.fl. í öðrum aðal- hlutanum byrjar fræðslan út frá trúarjátningunni. Hann fjallar um fyrstu grein trúarjátningarinnar, þ.e. um Guð, skaparann. Fjallað er um Guð sem almáttugan, skap- ara, um sköpunarsögurnar og tengsl þeirra við nútím- ann, trú og vísindi, hvort vísindin hafi af- sannað trúna, synd, þjáninguna í heiminum o.m.fl. Þriðji aðalhlut- inn er um aðra grein trúarjátningarinnar, Guð, sem frelsar í Jesú Kristi. Ævi Jesú er rakin, starf hans og kenning, dauði og up- prisa og merking þess fyrir kristna menn. Fjórði aðalhlutinn og sá síðasti fjallar um þriðju grein trúarjátn- ingarinnar, heilagan anda. Hvað gerir heil- Einar Sigurbjörnsson agur andi og hvernig starfar hann? Fjallað er um bæn, skírn, altaris- sakramentið, líf kristins manns, kirkjuna, eðli hennar og köllun, dauðann, endurkomu Krists, dóms- dag, eilíft líf og glötun. Bókin Ljós í heimi jeitast við að útskýra fyrir nútíma íslendingum innihald krist- innar trúar á einföldu og aðgengi- legu máli. Texti bókarinnar er mjög einfaldur og auðskilinn. Höfundur vitnar mikið í Biblíuna og tekur með helstu texta hennar um það efni sem hann fjallar um hverju sinni, máli sínu til skýringar. Það eykur skilning lesandans og hjálpar honum að skilja biblíutextana. Auk þessa eys höfundur ótæpilega af sálmasjóði kirkjunnar, fornum og nýjum. Á annað hundrað ljósmynd- ir prýða bókina og gera hana enn aðgengilegri fyrir lesandann. Flest- ar þeirra eru teknar sérstaklega fyrir hana. Efnistök höfundar eru yfirleitt mjög fagmannleg, enda hefur hann yfirburðaþekkingu á viðfangsefn- inu. Umfjöllunin um kristniboð er afskaplega stutt og efnislítil. Þetta er bagalegt í ljósi sam- þykkta prestastefnu og tveggja undan- genginna kirkjuþinga um að stefnt skuli að því að gera þetta mál- efni að eðlilegum þætti safnaðarlífs. Mér hefði þótt eðli- legra að kaflinn um þetta málefni hefði verið hluti af kafian- um um kirkjuna í stað kaflans um líf kristins manns, þó að vissu- lega tengist það því efni líka. Hvergi er heldur fjallað neitt um hjálpar- starf, þó svo að heil stofnun innan kirkjunnar starfi að þessum mála- flokki. Umfjöllunin um endurkom- una og efsta dag fannst mér ekki alveg nógu sannfærandi. Þekking nútímamanna á helstu þáttum kristinnar trúar og trúar- hefð kristinnar kirkju hefur hrakað mjög á undanförnum árum. Þetta er mikið alvörumál þegar haft er í huga að menning okkar er sprott- in af þessum rótum og samfélag okkar hefur mótast af kristnum gildum um margra alda skeið. Bók sem þessa hefur skort tilfinnan- lega. Það er því mikill fengur að henni og hún bætir úr brýnni þörf á stuttu og aðgengilegu skýringar- riti um helstu atriði kristinnar trú- ar. Allir, sem vilja öðlast skilning á helstu grundvallaratriðum kris- tinnar trúar munu lesa sér til gagns í þessari bók. Þessa bók er hægt að nota í fræðslu. Fólk, t.d. í sókn- arnefndum og kirkjukórum, ætti að lesa hana. Kjartan Jónsson Merkisbók um merkisdaga BÆKUR Fræðirit MERKISDAGAR Á MANNSÆVINNI eftir Arna Björnsson. Mál og menning, Reykjavík 1996,487 bls. MIKIL bók er þetta og mun meiri en titillinn segir til um. Af honum mætti ætla að einungis væri fjallað um einstaka daga, en svo er auðvitað ekki. Fremur að um tímamót sé að ræða, áfangaskil eða eitthvað þess háttar. Enska heitið á útdrætti í bókarlok segir þetta ef til vill skýrar: „Land- marks ...". Þetta er auð- vitað ekki sagt sem gagnrýni síður en svo. Miklu fremur til að benda á að í þessari bók má búast við miklu. Og ekki er það ofsagt. Bók- in er veisla fyrir almenn- an lesanda, þjóðhátta- fræðinga, mannfræð- inga og raunar alla þá sem hafa áhuga á menningarsögulegum fróðleik. Aðalkaflar bókarinnar eru níu talsins: Lífið kviknar, Fæðing, Nafngjöf og skírn, Afmæli, Ferming, Festar og trúlofun, Brúðkaup, And- lát, Útför. Þarna er manninum fylgt frá upphafi til enda eða réttara sagt þeirri þjóðfélagslegu umgerð sem umlykur hann, siðum hvers konar og venjum. Alít er þetta rakið eins langt aftur og ritað mál á íslandi nær. Raunar er farið víðar en til ís- lands til samanburðar og frekari fróðleiks. Það er ekki hægt annað en undrast og dást að því hvílíkum kynstrum af upplýsingum höfundur hefur aflað sér. Um það ber textinn Árni Björnsson glöggt vitni, langar skrár tilvísana í lok hvers kafla og geysilöng heim- ildaskrá í bókarlok. Þar koma við sögu prentaðar heimildir og óprent- aðar, um 120 heimildamenn þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafns og um 30 viðmælendur. Það lætur að líkum að bók sem þessi hefur verið lengi í smíðum. Þó að ekki séu nákvæmar upplýsingar um það í inngangi höfundar hygg ég ekki fjarri að ætla að komið sé á fjórða áratug síðan fyrst var farið að efna til hennar. Gleðilega kemur það manni á óvart þegar saman fer prýði- íega vel ritaður texti á ágætu máli og yönduð fræðimennska. í þess- ari bók er þetta svo. Árni Björnsson er hinn ágætasti rithöfundur. Og hann hefur svo næmt auga fyrir hinu kímilega að oft má skemmta sér við lestur- inn. Ekki er annað að sjá en prófarkir hafi verið vel lesnar, því að ekki kom ég auga á prent- villur. Eina ritvillu rakst ég þó á: skyn- dauður. Það hef ég van- ist að skrifa skindauður (þ.e. sýnd- ar-, gervi-). En vera má að hitt megi réttlæta. Ekki er ég málfræðingur. Áður hef ég minnst á heimilda- skrár. Auk þeirra er hér langur upp- lýsingalisti um myndir. Þær eru á fimmta hundrað og margar hverjar góður bókarauki. Þá er að lokum skrá yfir manna- og staðanöfn og helstu heiti á viðkomandi merkisdög- um. Á undan hverjum aðalkafla fer stutt efnisyfirlit afmarkað frá aðal- texta með dekkri grunni. Af hálfu útgáfunnar hefur verið vandað til þessarar bókar að öllu leyti. Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.