Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Með annað augað á víkingatím- anum og hitt á öfgum og ofbeldi hópar af ýmsu tagi og bæði þar og í öðrum löndum kallast þeir „skin- heads“, því þeir eru krúnurakaðir. Þetta eru oft atvinnulausir og ómenntaðir ungir menn úr ömur- legu umhverfi úthverfanna. í Bret- landi koma skallamir oft við sögu í slagsmálum áhangenda fótbolta- liða, því þeir sækja líka í ofbeldi eitt sér. Sá orðrómur fylgir skalla- hópum að hægrisinnaðir lögreglu- menn komi líka við sögu í þeim og það sé skýringin á linku yfirvalda í málum þeirra. Dauðalistar nýnasista Danirnir, sem sendu sprengju- bréfín þijú um daginn, fóru yfir til Svíþjóðar og póstlögðu þau þar. Breska lögreglan hafði hins vegar haft veður af mönnunum og að beiðni hennar fylgdist sú danska með þeim og þá einnig sænska lög- reglan. Bréfin voru til Sharon Davi- es, þekktrar breskrar sundkonu og frægrar sjónvarpskonu, sem er hvít, en gift svörtum íþróttamanni. Ann- ar móttakandinn starfar fyrir and- fasísk samtök og sá þriðji er með- limur bresks nasistahóps, sem kall- ast Combat 18. Davies er ekki sú fyrsta í blönd- uðu hjónabandi, sem verður fyrir barðinu á nýnasistum, því þeir hafa einmitt beint spjótum sínum að frægu fólki í blönduðum hjónabönd- um. í Þýskalandi er tennisstjaman Boris Becker úthrópaður af nýnas- istum fyrir það sama. Combat 18 og aðrir hópar hafa gefíð út dauða- lista með myndum, heimilisföngum og upplýsingum um fólk, sem hóp- urinn álítur sérstaka óvini og á honum eru margir í sporum Davies og Beckers, en einnig fólk, sem berst gegn kynþáttahatri og vinstri sinnaðir stjómmálamenn. Combat 18 er á meðal best skipu- lögðu og ofbeldisfyllstu hópa í Bret- land. 1 er fyrsti stafur stafrófsins, A, og 8 sá áttundi, H, svo 18 er umritun upphafsstafa Hitlers og því ljóst hvar hrifningin liggur. Hópur- inn hefur haft tengsl við danska nýnasista síðan 1995 að þessir aðil- ar slógu sér saman í minningar- göngu um Rudolf Hess, einn af leið- togum þýskra nasista. Nú virðist Combat 18 hins vegar loga í inn- byrðis átökum um völd og fé og það gæti verið skýringin á hvers vegna ein sprengjan var ætluð ein- um í þeim hópi, en það gæti líka BAKSVIÐ Tilraun nokkurra danskra nýnasista til að senda bréfasprengjur til Bretlands nýlega hefur dregið athyglina að starfsemi slíkra hópa. Eins og Sigrún Davíðsdóttir bend- ir á, leita þeir meðal annars til fom-norr- ænnar goðafræði í hugmyndafræði sinni og sækja í ofbeldi. JONNI Hansen, leiðtogi danskra nýnasista, er maður á fertugs- aldri, sem viðrar kynþáttafordóma og þá skoðun sína að best væri að losna við alla útlendinga af öðrum kynþáttum en þeim hvíta. Hann er undir stöðugu eftirliti lögreglunnar og hefur nokkrum sinnum verið dreginn fyrir dóm fyrir ummæli sín. BRESKIR nýnasistar hafa komið félögum sínum í Danmörku til aðstoðar þegar til átaka hefur komið. NÝNASISTAR eru enn í fréttum eftir að sænska lögreglan fann bréfasprengjur fyrir skömmu, en fímm danskir nýnasist- ar sitja í varðhaldi vegna málsins. Eftir rannsókn kom í ljós að sprengjurnar voru án sprengiefnis, svo líklega var um hótun að ræða eða tilraun til að sjá hvort lögreglan væri á verði, því enginn vafí þykir á að viðkomandi kunni til verka. Frjálsleg löggjöf í Danmörku um tjáningarfrelsi hefur orðið til þess að útlendir nýnasistar hafa einnig hreiðrað um sig þar. Starfsemi þessara hópa er af ýmsu tagi, allt frá áróðursstarfsemi til eiturlyfja- sölu, óspekta og smáglæpa og auð- vitað nýta hópamir sér alnetið eins og aðrir. Hugmyndafræðilegur grundvöllur hópanna er sundurleit- ur og frumstæð hugmyndafræði þeirra er iðulega að hluta innblásin af fom-norrænni goðafræði í misaf- bökuðum útgáfum. í Svíþjóð kveður svo rammt að goðafræðiáhuga nýn- asista að hann hefur komið óorði á norrænu goðafræðina, rétt eins og nasistar komu á sínum tíma óorði á tónlist Richard Wagners með áhuga sínum á henni. Kynþáttahatur og hatur á vinstrisinnum er grunnhugmyndin í nýnasistahreyfingum hvar sem er í Evrópu. Þær eru til í Danmörku, en í enn ríkari mæli í Svíþjóð og Noregi og svo í Bretlandi, Þýska- landi og Frakklandi. í Danmörku hefur lengi verið til flokkur, sem kallast Danmarks nationalsocial- istiske Bevægelse, DNSB, sem lýt- ur forystu Jonni nokkurs Hansens. Hansen er maður á fertugsaldri, sem viðrar kynþáttafordóma og þá skoðun sína að best væri að losna við alla útlendinga af öðrum kyn- þáttum en þeím evrópska. Hann er undir stöðugu eftirliti lögreglunnar og hefur nokkrum sinnum verið dreginn fyrir dóm fyrir ummæli sín. DNSB og fleiri svipaðir flokkar starfa líkt og stjórnmálaflokkar, en um leið og þeir hafa orðið hefð- bundnari hafa sprottið upp enn öfgafyllri hópar. Þeir hafa kyn- þáttahatur á stefnuskrá sinni, eru ekki skipulögð samtök, heldur að- eins samfélög skoðanabræðra, sem þrífast utan hins hefðbundna stjórnmálasviðs og þar eru öfgafull- ir aðilar, sem hika ekki við að grípa til ofbeldis, eins og sprengjumar sanna. Hansen hefur lýst vanþókn- un sinni á bréfasprengjunum, en þeir sem þekkja til í þessu um- hverfi segja ósennilegt að nokkuð gerist meðal danskra nýnasista sem Hansen hafí ekki velþóknun á og potturinn og pannan í sprengjutil- ræðinu er fyrrum lífvörður hans. Það að Hansen skuli hafa lífvörð segir nokkuð um hugarheim þess- ara manna, en einnig að það eru harðir hópar, sem beijast gegn kynþáttafordómum og sumir þeirra eru heldur ekki frábitnir ofbeldi í þágu „rétts“ málstaðar. Einn af þeim, sem handteknir voru vegna sprengnanna, skaut í gegnum hurð- ina, þegar lögreglan kom og særði lögregluþjón, því hann hélt að eigin sögn að vinstrisinnar væru að ráð- ast á sig. í Svíþjóð hefur oftar en einu sinni komið til harðra hópátaka þessara hreyfínga, en sjaldan í Danmörku. Athygli danskra fjölmiðla hefur oft beinst að starfsemi þýskra ein- staklinga, sem starfrækja áróðurs- starfsemi frá Danmörku, bæði með póstsendingum, útvarpssendingum og nú orðið um alnetið. Einn slíkur Þjóðveiji hefur verið nefndur í sam- bandi við sprengjumar nú, því hann þekkti þá grunuðu, en fer huldu höfði nú. Hann býr í úthverfi Kaup- mannahafnar og rekur tvö fyrir- tæki, annað í Danmörku en hitt í Svíþjóð og gefur meðal annars út geisladiska með þeirri ofsafengnu rokktónlist, sem nýnasistar sækja í. í Svíþjóð eru margir nýnasista- verið að hún hafi verið send með fullri vitneskju hópsins og aðeins ætlað að leiða gruninn frá honum. Dýrkun goðafræði, miðalda og rokktónlistar Annar breskur hópur heitir „Blood and Honour“, Blóð og heið- ur, og leiðir hugann að miðöldum og fóstbræðralagi, enda er það ein hugmyndauppspretta slíkra hópa. Þegar fréttist um átök í Combat 18 hvatti Blóðhópurinn alla nýnas- ista til samstöðu og sagði leiðtoga Combat-manna annaðhvort vera „síonista" eða hættuleg fífl, sem gætu vel verið „síonistar“. Óvinirn- ir myndu þurfa að þola „Nótt hinna löngu hnífa“ og áttu þá við uppgjör nasista við vinstrisinna 1933. Mál- farið og hótunin segir sína sögu um hugarheiminn. Þeir fara leynt og koma ekki opinberlega fram nema með andlit- in falin. Þegar haldnar eru stórsam- komur á þeirra vegum eins og tón- leikar eru þær kynntar með flugrit- um, þar sem ungmennin venja kom- ur sínar. Menn greiða miðana með gíróseðlum og fá þá að vita hvar eigi að mæta. Þar eru þá yfirleitt rútur til taks og þess vandlega gætt að engir utanaðkomandi kom- ist með. Svo er keyrt á staðinn og þá aftur gengið úr skugga um við innganginn að engir óviðkomandi hafí smyglað sér með. Samtök nýnasista eru margvís- leg og eiga oft í innbyrðis átökum, svo ekki er hægt að skilgreina þau á neinn einn hátt, en einkennin eru alls staðar þau sömu. Þau beijast gegn gyðingum, fólki af öðrum kynþáttum og vinstrisinnum, rétt eins og nasistar gerðu á sínum tíma. Táknin eru fengin frá norræna vík- ingatímanum, líkt og goðafræðin, en inn í hana blandast einnig kelt- nesk goðafræði og önnur goða- fræði. Allt er þetta í einni bendu og heimildir fengnar úr ófræðileg- um endursögnum, þýðingum og vafasömum túlkunum. í Svíþjóð hefur kveðið svo rammt að þessu að þeir sem fást við nor- ræn fræði komast ekki hjá að taka eftir að áhugi skallanna hefur kom- ið óorði á norræna goðafræði. Lars Lönnroth prófessor í bókmenntum í Gautaborg hefur skrifað mikið um forn-íslenskar bókmenntir og sendi frá sér í haust bók, þar sem hann drepur meðal annars á þennan áhuga. í samtali við Morgublaðið segir hann að vissulega hafi áhugi skallanna komið óorði á norræna goðafræði og það þyki nánast grun- samlegt að vera of áhugasamur um þau fræði. Hins vegar segir hann að notkun skallanna byggist á mjög yfirborðskenndri þekkingu og goða- fræðinni sé iðulega blandað saman við allt mögulegt annað, svo úr verði sérkennileg blanda. Tónlistin er mikilvægur hluti af þeim menningarkima, sem nýnas- istarnir þrífast í. Þeir hlusta á ofsa- fengna rokktónlist, blöndu dauða- rokks og hermarsa og textarnir eru oft með goðafræðilegu ívafi, en lika fullir af þeim fordómum, sem hóp- arnir nærast á. Sænsk plötuútgáfa sem sérhæfir sig í þessari tónlist heitir Ragnarök, sem er lýsandi dæmi um notkun goðafræðinnar og skírskotunar til hennar. Nýnasistar: ógnun eða afmarkaður menningarkimi? Það er erfítt að gera sér grein fyrir hversu margir nýnasistar eru til dæmis í Svíþjóð og Bretlandi, því eitt er að ungmennin laðist að tónlistinni, göngunum og klæða- burðinum, en annað að þau séu reiðubúin að taka þátt í skipulögð- um ofbeldisaðgerðum eins og bréfa- sprengjum eða árásum á svokallaða óvini. I Svíþjóð er talað um að nokk- ur þúsund laðist að hinum ytri merkjum, en innsti og ofbeldis- fyllsti kjarninn er álitinn innan við hundrað manns. Breska lögreglan tekur þessa hópa þó af fyllstu alvöru og fylgist vel með starfsemi þeirra og sama hafa Þjóðveijar lengi gert. Við mið- stöð Interpol í Wiesbáden í Þýska- landi er einnig núorðið starfandi deild, sem fylgist með starfsemi nýnasista, því hóparnir eiga sam- skipti við erlenda hópa, eins og sést best í danska dæminu. En hóparnir eru líka í tengslum við aðra öfgahópa, eins og skæruliða á Irlandi og jafnvel hreinræktaða glæpahópa eins og mótorhjólagengi og dæmi eru um að þeir tengist eiturlyfjasölu, skjalafalsi og annarri ólöglegri starfsemi, sem þeir nýta til að safna fé til áróðursstarfsem- innar. Og utan lögreglunnar starfa svo samtök andfasista, sem njósna um nasistana og reyna jafnvel að ger- ast meðiimir og dreifa upplýsingum um þá eins og þeir geta og þá líka til lögreglunnar. Ein þeirra eru „Searchlight", sem eiga rætur að rekja til eftirstríðsáranna og starfa í Bretlandi og víðar. En spurningin er hversu alvar- lega þjóðfélagið þarf að taka þessa hópa. Það er vaxandi tilhneiging meðal ungmenna að skipa sér í hópa eða klíkur, sem sameinast um klæðaburð, tónlistarsmekk og stundum hugmyndafræði og glæpi. Í japönskum Manga-teiknimyndum, sem margir unglingar þekkja og fást á íslenskum myndbandaleig- um, segir frá samfélagi framtíðar- innar þar sem öfgahópar eins og nýnasistar hleypa réttarsamfélag- inu upp og berast á banaspjót. Hingað til hafa hópar nýnasista verið fremur frumstæðir í aðgerð- um sínum, en bréfasprengjurnar nú voru nákvæm tól manna, sem vita hvað þeir eru með í höndunum. Hvort þetta var bara stakur atburð- ur eða vísbending um markvissari aðgerðir á eftir að koma í ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.