Morgunblaðið - 26.01.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.01.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ TENNIS SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 15 HIIMGIS smellir kossi á blkarinn góða. Reuter Sextán ára meistari Svissneska stúlkan Martina Hingis sigraði Pierce auðveldlega í úrslitum Martina Hingis frá Sviss varð í fyrrinótt yngsti tennisspil- arinn til að sigra á einu af fjórum stóru mótunum í tennis, en Hingis lagði frönsku stúlkuna Mary Pierce 6-2 og 6-2 í úrslitum. Hingis er aðeins 16 ára gömul, þremur mán- uðum og 26 dögum betur og skráði svo sannarlega nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne. Árið 1887, löngu áður en tennis var orðið jafn vinsælt og það er nú, sigraði Lottie Dod á Wimbledonmótinu og var hún aðeins 15 ára og tíu mánaða, en á þeim tíma var ekki talað um stóru mótin fjögur. Hingis skráði einnig nafn sitt á spjöld sögunnar í fyrra þegar hún varð yngst allra tennisspilara til að sigra í tví- liðaleik á einu af stóru mótun- um, en hún vann í tvíliðaleik á Wimbledon í fyrra. Hingis, sem er fædd í Tékkóslóvakíu og var í fjórða sæti heimslistans, var talinn sigurstranglegri fyrir leikinn enda hafði hún leikið vel í mótinu. Það eina sem menn töldu að gæti komið í veg fyrir sigur hennar var að hún yrði of taugaóstyrk í fyrsta úrslitaleik sínum á einu af fjórum stóru mótunum. En það var ekki að sjá að táning- urinn hefði nokkrar taugar. Hún lék af yfirvegun og ná- kvæmni gegn hinni höggföstu Pierce, sem sigraði í Melbo- urne árið 1995 en hefur ekki unnið stórmót síðan, og sigr- aði í tveimur settum og var ekki lengi að því, aðeins 59 mínútur. „Martina 'lék frábærlega og var allt of góð fyrir mig í dag,“ sagði Pierce við verð- launaafhendinguna og bætti því við að tennisáhugafólk ætti eftir að sjá miklu meira af táningnum frá Sviss. Hing- is lék eins og sannur meist- ari. Það var sama hvað Pierce reyndi, Hingis virtist eiga ráð undir rifi hverju og var fljót að svara öllum tilraunum Pi- erce til að ná yfirhöndinni. Um leið og Hingis fékk síð- asta stigið hljóp Melaine, móðir hennar og þjálfari, og óskaði henni til hamingju. Melaine er fyrrum tékkneskur meist- ari í tennis og hefur stutt dóttur sína með ráðum og dáð til að ná eins langt og raun ber vitni. Hingis er nú kominn í annað sæti heimslistans og markmiðið er skýrt: „Ég stefni að því að leika vel á næstu mótum og auðvitað að kom- ast í efsta sæti heirnslistans," sagði hún eftir sigurinn í Ástralíu. „Þetta met er bara eins og hvert annað met sem ég hef sett á síðustu árum. Næsta ár ætla ég líka að keppa í tvenndarleik, það væri gott að vinna þar líka,“ sagði hún við áhorfendur um leið og hún þakkað fyrir sig. MARTINA HINGIS Fædd: 30. september 1980 í Kosice í Slóvakíu. Skýrð í höfuðið á tékknesku tennisstjörnunni Martinu Navratilovu. 2ja ára: Byijaði að ganga og mamma hennar lét hana hafa tennisspaða til að hefja æfingar. 5 ára: Fyrsta mótið. 7 ára: Fluttist með móður sinni frá Tékkóslóvakíu til Sviss. , 12 ára: Yngst allra til að sigra á Opna franska meistaramótinu. 13 ára: Sigraði á ungmennamótinu á Wimbledon og varð yngsti sigurvegari þess móts. 14 ára: Tók þátt í fyrsta atvinnu- mannamótinu og sigraði Patty Fendick 6-4 og 6-3 í Ziirich. Varð þar með yngst til að vinna leik í atvinnumanna- móti. Komst inná topp 20 á heimslist- anum. 15 ára: Yngsti sigurvegari á Wimble- don, sigraði í tvíliðaleik ásamt Helenu Sukovu frá Tékklandi. 16 ára: Komst á topp 10 á heimslistan- um viku eftir að hún varð 16 ára og viku síðar sigraði hún í fyrsta sinn í einliðaleik á atvinnumannamóti. Hún lagði Monicu Seles 6-2 og 6-0 á móti í Oakland og var þetta versta tap Seles á ferlinum. Varð yngst allra tennisleikara, karla og kvenna, til að komast yfir milljón dollara markið í verðlaunafé á einu tímabili. Skrifaði undir 10 milljóna samning við íþrótta- vöruframleiðanda til fimm ára. Yngsti sigurvegari í einliðaleik á Opna ástr- alska meistaramótinu. LISTIR 100 vinsælustu bækurnar í Bretlandi á öldinni Tolkien á toppnum „HRINGADRÓTTINSSAGA" JRR Tolkiens var fyrir skemmstu valin besta bók ald- arinnar í viðamiklu vinsælda- vali í Bretlandi. Alls tóku um 25.000 manns þátt í valinu og átti hver að velja fimm bækur. Flestar bækurnar eru orðnar sígild skáldverk en þó mátti sjá ljóðabækur, barnabækur, vís- indaskáldsögur og mat- reiðslubækur innan um á listanum yfir 100 vinsælustu bækurnar. Það voru Water- stone-bókaverslanirnar og bókaumfjöllun Stöðvar 4 í Bretlandi sem stóðu að valinu. í öðru og þriðja sæti urðu verk George Orwelles; 1984 og Félagi Napóleon. Þá komu Ódysseifur James Joyce, Catch-22 eftir Joseph Heller og Bjargvætturinn I grasinu eftir J.D. Salinger. Af nýlegum bókum má nefna Trainspotting eftir Irvine Welsh sem var í 10. sæti og Villta svani eftir Jung Chang í því 11. Á meðal þeirra höfunda sem ekki kom- ust á listann yfir 100 bestu BRETAR halda mest upp á Hringadróttins- sögu Tolkiens. Næstir honum komu George Orwell, James Joyce og Joseph Heller. bækurnar má nefna Ernest Hemingway, Doris Lessing, Samuel Beckett og TS Eliot. Aðeins 13 konur komust á listann, Jung Chang varð þeirra efst en næst komu Alice Parker höfundur Purp- uralitarins og Margaret Mitc- hell, höfundur Á hverfanda hveli. Skáldsögur voru í meiri- hluta en af öðr- um verkum má nefna Dagbók Önnu Frank í 26. sæti og Sögu tímans eftir Stephen Hawking, í 79. sæti. Nýr Sibelius? MINNISVERÐUR tónlistarviðburður átti sér stað í Helsingfors í síðustu viku. Tón- skáldið Magnus Lind- berg stjórnaði þá í fyrsta sinn flutningi eigin verka, þ.á m. frumflutningi Arena II sem leikið var af Avanti hljómsveitinni. „Lindberg stjórnaði af sérstökum glæsi- brag, með aðlaðandi fegurðarblæ og þeim alvöruþunga sem til þurfti og hinir frábæru tónlistarmenn í Avanti-hlj ómsveitinni virtust ekki vera í neinum vandræð- um með að fylgja honum eftir“, segir gagnrýnandi Hufvudstads- bladets, Mats Liljeroos. Magnus Lindberg sem er 38 ára gamall er nú það tónskáld finnskt sem oftast eru leikin verk eftir, að Sibelius einum frátöldum. Hann aflaði sér m.a. frægðar bæði heima og erlendis fyrir hljómsvgitarverkin Kraft (1983-85), Ur (1986), Ki- netics (1988-89) og Marea (1989-90). Erlendis hefur hann haslað sér öruggan völl og þar fer mikið orð af honum vegna fjöl- breyttra verka sem pöntuð hafa verið hjá honum og m.a. leikin á tónlistarhátíðum þar sem flutt hefur verið nútímatónlist. Kammertónlist hef- ur hann samið bæði fyrir Sænsku ríkiskon- sertana og Westde- utscher Rundfunk og vitaskuld fyrir finnska útvarpið sem pantaði hjá honum Sónötur fyrir fiðlu og píanó þegar árið 1979 er Lindberg var 21 árs gamall, en þá sat hann sjálfur við píanóið sem er hljóðfæri hans. Tónlistargagnrýnandinn Mats Liljeroos ber hann beinlínis saman við Sibelius. „Það er áberandi hve margt er líkt með þeim. Báðir hófu feril sinn í takt við evrópska straum og stefnur sinnar samtíðar, báðir gáfu sér góðan tíma til þess að skapa sér persónulegan stíl sem setur mark sitt á tónverk þeirra, báðir eru þeir menn mikilla hljóm- sveitarverka og á beggja dögum var finnska þjóðin sem fer sínar eigin leiðir furðu fljót að átta sig á hvílíka snillinga hún hafði eignast." Magnus Lindberg Nýjar bækur Ofurmennið og eilíf endurkoma FJÓRÐA ritið í ritaröð Heimspeki- stofnunar um heimspeki er komið út. Hér er á ferðinni eitt af höfuðrit- um Nietzsche Svo mælti Zaraþústra, bók fyrir alla og engan. Þar setur Nietzsche fram nýstár- lega sýn á lífið og gefur því nýja merkingu. Hann ræðir ekki aðeins um tilgang á tímum tilgangsleysis, heldur telur hann einnig að ógerlegt sé að vita neitt með vissu um hinstu rök tilverunnar. Nietzsche lætur Zaraþústru boða að ofurmennið sé „tilgangur jarðarinnar", markmiðið sem Nietzsche segir að maðurinn skuli stefna að. Með því að játa af- dráttarlaust að enginn æðri tilgang- ur sé til leysir ofurmennið sköpunar- krafta úr læðingi sem gera því kleift að ljá lífinu merkingu og gefa því tilgang. Kenn- ingin um eilífa endurkomu hins sama verður honum eins kon- ar tilvistarleg skylduboð um að viðurkenna lífið eins og það er. íslensk þýðing bókarinnar er eftir Jón Árna Jónsson, en Sig- ríður Þorgeirsdóttir ritaði inngang. Háskólaútgáfan og Heimspeki- stofnun Háskóla Islands gefur út. Bókin er 314 bls. að lengd. Hún er fáanleg í hörðum spjöldum á kr. 3.490 og kiljuformi á kr. 2.890 og fæst í öllum helstu bókaverslunum. Friedricli Nietzsche Síðasta vika Svansins SÝNINGUM á Svaninum í Borgarleikhúsinu fer nú að Ijúka, en í fréttatilkynningu segir, að eftir að fréttist að Ingvar, sem leikur Svaninn, væri á förum til útlanda hafi selst upp á allar auglýstar sýn- ingar og biðlistar myndast. Aukasýningum var bætt við og verða þær sunnudaginn 26., þriðjudaginn 28. og mið- vikudaginn 29. janúar og þær síðustu sunnudaginn 2. febr- úar kl. 17 og 20. Leikritið er eftir Elisbeth Egloff og er það leikfélagið Annað svið sem setur verkið upp í samstarfi við LR á Litla sviði Borgarleikhússins. •ARGENTÍNSKI rithöf- undurinn Luis Maria Pesc- etti vann á fimmtudag hin árlegu Casa de la Americ- as-verðlaun (Hús Ameríku) sem Kúbumenn veita. Hlýt- ur Pescetti-verðlaunin fyr- ir skáldsögu sína „E1 Ciudadano de Mis Zapatos" (Borgari í skóm mínum) en þar fléttar hann saman fjöl- skyldusögu og sögu dag- legs lífs og stjórnmála í Argentínu á níunda ára- tugnum. Auk Pescetti hlutu verð- laun Kúbumaðurinn Ron- aldo Menedez Plasenica fyr- ir smásagnasafnið „Réttur hinna hengdu til að sparka", landi hans Ramon Fajardo Estrada fyrir ævisögu söng- og leikkonunnar Ritu Mont- aner, hin brasiliska Angela Leite de Souza fyrir ljóða- safnið „Þessar mörgu sprengjur" og Sonia Rivera- Valdes frá Kúbu hlaut sér- staka viðurkenningu höf- unda sem skrifa á spænsku en gefa verk sín út í Banda- ríkjunum. Hús Ameriku- verðlaunin hafa verið veitt frá því að Fidel Castro komst til valda á Kúbu árið 1959. Dómnefndina skipaði 21 rithöfundur og mennta- maður frá 10 löndum en um 500 handrit frá 22 löndum bárust dómnefndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.