Morgunblaðið - 26.01.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 26.01.1997, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA er eitthvað í eðl- inu,“ sagði Elfa-Björk með sínu bjarta hlýlega brosi þegar haft var orð á því hve óvenjulegt væri að sleppa svo veigamiklum stöðum til að byija á nýju. Þyrfti kjark til. „Mitt líf virðist falla í þetta kerfi, ég söðla um á aðeins tæplega eða aðeins rúmlega 10 ára fresti. Þetta er bæði löngun til að endunýja sig og prófa nýtt. Þegar ég var t.d. búin að vera í 7 ár í þessu erilsama og ábyrgðarmikla starfi fram- kvæmdastjóra Ríkisútvarpsins byij- aði ég að ókyrrast. Fór að velta fyr- ir mér hvað ég gæti annað fundið mér til að gera í lífinu. Talan níu virðist dálítið fylgja mér. Ég er til dæmis fædd í níunda mánuði ársins, september." Til Ríkisútvarpsins kom Elfa- Björk reyndar ekki alveg ókunnug því þar hafði hún orðið hagvön allt frá barnæsku, komið bæði að fram- kvæmdahliðinni og dagskránni, áður en hún svo seinna á ævinni kom þar inn aftur sem framkvæmdastjóri. Hvernig stóð á því að útvarpið hafði þetta aðdráttarafl? „Ræturnar eru hjá Skeggja Ás- bjarnarsyni, kennara í Laugarnes- skólanum, sem var alveg einstakur maður. Þar byijaði ég í leiklist sem bam og frá 8 ára til 12 ára kom ég gegnum Skeggja inn í barna- tímana í útvarpinu, sem hann var þá með. Skeggi var listamaður, mik- ill fagurkeri og mjög nákvæmur. Gerði miklar kröfur. Það var ekkert sem hét elsku mamma hjá honum. Maður gerði eins vel og maður gat og ekkert minna. í barnatímunum las maður upp og tók þátt í leikritum og fór svo í framhaldi að lesa upp í öðrum þáttum líka. Upp úr því fór ég svo í leiklistarskóla LR. Eg var í Menntaskólanum í Reykjavík, en seinkaði þar um tvö ár af því ég missti heilsuna," útskýrir Elfa- Björk. Við viljum fá að vita meira um þessi veikindi sem hljóta að hafa verið erfið ungri stúlku með framtíð- ardrauma. Annað lífsmat upp úr veikindum „Það var hrein martröð. Ég fékk æxli í heiladingulinn í 4.-5. bekk og í 6. bekk varð ég að hætta um miðj- an vetur vegna höfuðkvala, nokkrum mánuðum áður en ég átti að taka stúdentspróf. Var þá send út á Rigs- hospitalet í Kaupmannahöfn í upp- skurð, sem var reyndar hætt við. Ég man alltaf það sem prófessorinn sagði: Hún er svo ung að við skulum reyna allt annað fyrst. Þetta var æxli á stærð við títupijónshaus, en gerði svona mikinn usla af því að það var í heiladinglinum. Þetta var sjúkdómur sem heitir Cushing, sem var mjög óvenjulegur á íslandi, svo að læknunum var viss vorkunn að þeir þekktu ekki einkennin. Þess vegna var ég látin ganga með þetta á þriðja ár. Þótt ekki sé lengra síðan hefur tækninni fleygt svo fram að þetta hefði ekkert orðið ef það hefði uppgötvast strax. Það voru höfuðkv- alimar sem björguðu mér því ef ein- hver er svona kvalinn verður að gera eitthvað. Ég varð að fara fimm sinnum á sjúkrahús til Kaupmanna- hafnar á rúmum þremur árum, sein- ast 1965. Þá var ég sest aftur í 6. bekk, orðin tveimur árum á eftir félögunum. En það var samt alveg æðislegt því mér hefur alltaf þótt gaman í skóla. Meðan ég var veik las ég og tók utanskóla stúdentspróf í frönsku. Fór í það til að vita hvort heilasellurnar mundu virka og það voru einu einkatímarnir sem ég hefi tekið á ævi minni. Þeir voru ekki hjá ómerkari manneskju en Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta íslands og þá kennara við MR, sem tók mig í nokkra einkatíma heim á Aragötu. Ég náði þessu prófi sem gaf mér byr undir báða vængi, svo ég settist í skólann aftur haustið 1964. Ég hefi alltaf tekið mikinn þátt í félagslífi, svo mig langaði til að vera með í skólanum." Það er ekki hægt að lýsa þeirri tilfinningu að fá heilsu aftur eftir svona veikindi," segir Elfa-Björk. „Maður nýtur þess svo að vera heilbrigður. Þetta lifir með manni alla ævi. Ég var að vísu mörg ár að ná mér, en komst alveg yfir þetta. Ekki er vafi á því að hefði ekkert verið að gert þá hefði ég lamast, ELFA-BJÖRK Gunnarsdóttir Morgunblaðið/Þorkell KUVENDIR A 10 ÁRA FRESTI Stundum er sagt að maður eigi að skipta algerlega um starf 3-4 sinnum á ævinni. Það hefur Elfa-Björk Gunnarsdóttir kosið að gera. Var áratug í Svíþjóð, borgarbóka- vörður 1975-85, þá rúman áratug fram- kvæmdastjóri Ríkisútvarpsins og staðgengill útvarpsstjóra. Sagði þá upp. Og hefur nú aftur snúið sér að bókunum, tekið við stjóm ' Sólheimaútibús. Elín Pálmadóttir spjallar við hana um þetta og fleira. lent í hjólastól og svo dáið. Mundi þá ekki sitja hér og tala við þig. Nú er ég 150% heilbrigð og hugsa alltaf vel um að lifa heilbrigðu Iífi. Verð örugglega hraustust allra kerl- inga.“ Þetta hefur ekki síður verið erfitt fyrir foreldra Elfu-Bjarkar, sem var einkabarn, þau Sigríði Halldórsdótt- ur, klæðahönnuð og saumakonu, og Gunnar Þóri Halldórsson húsasmíða- meistara. „Svona veikindi eru svo erfið að það breytir öllu lífi manns. En það getur líka verið gróði því maður bregður upp frá því allt öðru mál- bandi á alla hluti. Ævina á enda kann maður svo vel að meta að vera heilbrigður að maður nýtur lífsins miklu betur. Að því leyti má kannski segja innan gæsalappa að það besta sem fyrir mann geti komið sé að missa heilsuna innan við tvítugt," segir Elfa-Björk kímin. Ætlaði að verða leikari I menntaskólanum hafði Elfa- Björk tekið þátt í leiklistinni í Herra- nótt. Lék m.a. í Beltisráninu aðal- hlutverkið á móti Markúsi Erni Ant- onssyni, sem var útvarpsstjóri þegar hún síðar kom að Ríkisútvarpinu. Sýningin var í Gamla Iðnó sem Elfa- Björk segir að sér þyki fjarska vænt um. Voni að húsið standi ekki of lengi tómt og megi aftur hýsa leik- sýningar og aðra menningarstarf- semi. Iðnó hafi svo mikla sál, það ilmi af leikhúsi. Þaðan eigi hún ynd- islegar minningar, m.a. þegar hún vann í Sumarleikhúsinu við miðasölu í útbyggingunni sunnan við húsið og settist út á þröskuldinn með kaffi- bakkann sinn og jólakökuna frá henni Kristínu í Iðnó og naut þess að horfa á fuglana, en hljóp inn ef síminn hringdi. Stemmningin bland- aðist saman. Hún lýsi eins og sólar- geisli í minningunni. Kannski hefur það orðið til þess að Elfa-Björk fór í Leiklistarskóla LR þó hún lyki þar ekki prófi fyrir ytri atvik. Eftir stúdentspróf vorið 1965 vann hún á auglýsingadeild Ríkisútvarpsins við Skúlagötu fram að næstu áramótum. „Þá var ég trúlofuð íslendingi. Við höfðum verið saman frá því við vorum 16 ára gömul. Við fluttum út til Svíþjóðar daginn fyrir gamlárs- dag, bæði að fara í nám. Ég var búin að uppgötva að heilasellurnar virkuðu. Sveinn Einarsson var þá leikhússtjóri í Iðnó og kennari minn. Ég gleymi því ekki hve vel hann tók því að ég hætti, sagði að ég skyldi bara Ijúka prófinu þegar ég kæmi heim eftir 2-3 ár. Mér fannst þetta mikils virði því þá var ég með allan hugann við að verða leikari þótt mig langaði líka að fara út.“ En árin í Svíþjóð urðu tæp tíu, við nám og störf og þá voru áhugamálin breytt. Munaði ekki hársbreidd að hún yrði innlyksa í Svíþjóð, segir hún. „Eg kom heim 1974. Þá var ég orðin bókasafnsfræðingur. Hafði líka lesið ensku, enskar bókmenntir og bókmenntasögu. Ég vann mikið með náminu, enda var ég í því frá ársbyijun 1966 til desember 1973. Og flutti heim vorið 1974, ekki leng- ur trúlofuð. Leiðir skildu því hann fór fljótlega heim aftur í nám í Há- skóla íslands en ég var svona lengi í Svíþjóð. Var raunar alveg á mörk- unum að fá stöðu við Stockholms Stadsbibliotek. Hafði verið gefið í skyn að ég mundi fá hana ef ég sækti. Þar hafði ég unnið með nám- inu í mörg ár, allt frá fagsölunum inni í stóra safninu og til sjúkrahús- anna. Þetta er stærsta almennings- bókasafn á Norðurlöndum. Þar vann ég meira að segja eitt sumar með bækur á heimili eiturlyfjaneytenda og í annað skipti vikulega á heimili fyrir fatlaða og aldraða. Það var gaman að fá svona flölbreytta starfsreynslu. En hefði ég sótt um stöðu til frambúðar langaði mig til að vinna við fagbækurnar í sölunum í aðalsafninu, því þar eru erfiðustu bækurnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.