Morgunblaðið - 26.01.1997, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SÚ SKOÐUN er býsna al-
geng að íslenskt þjóðfélag
eigi eftir að vera tvítyngt
og menn varpa því fram
eins og hveiju öðru nátt-
úrulögmáli. Þar horfa
menn ekki síst til áhrifa
upplýsingabyltingarinnar,
sem hefur enn hert á
straumi af erlendu fræðslu- og afþreyingar-
efni hingað til lands, og allt á ensku. Um
leið líta þeir fram hjá þróun sem á sér stað
í Evrópu þar sem lítil málsamfélög hafa
styrkst og endurreisn á sér stað í ýmsum
tungumálum sem voru á fallanda fæti eða
jafnvel nánast útdauð. Þessi þróun á sér
ekki síst stað með aðstoð nýjustu tækni og
nefna má að kominn er vísir að sérstökum
málsamfélögum á veraldarvefnum og vex
óðum fiskur um hrygg.
Ofangreint er ekki síst fyrir atbeina Evr-
ópusambandsins, sem hefur beitt sér fyrir
ýmsum aðgerðum til að styrkja stöðu tungu-
mála innan Evrópu, meðal annars með því
að virkja tölvutæknina til að hagnýta málvís-
indi, en slík notkun hefur verið kölluð tungu-
málaverkfræði. Þá nýta menn tölvur sem
talgervla, þýðendur, leiðréttingarvélar, ritara
og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið verður
auðveldara fyrir notendur tölvutækni að leita
sér upplýsinga, ekki bara á ensku, heldur
einnig á frönsku, ítölsku þýsku eða hvaða
Evrópumáli sem er,
til að mynda með því
að smella á viðeigandi
hnapp á rápforriti
sem snarar fyrir hann
textanum á skjánum
á það mál sem hann
kýs eða les fyrir hann
textann og þýðir um
leið. Einnig má hugsa
sér að sá sem leitar
upplýsinga símleiðis
geti fengið tölvu til
að þýða fyrir sig svör
þess sem rætt er við
eða það sem hann vill
sjálfur segja. Svo
mætti lengi telja;
segja má að mögu-
leikarnir séu nánast
óteljandi og sífellt
bætast fleiri við eftir
því sem tölvutækni
fleygir fram. Til þess
að þetta megi verða
hefur Evrópusam-
bandið blásið til ýmis-
legs samstarf á sviði
tungumálaverkfræði
og nú stendur sem
hæst umfangsmikið
verkefni sem kallast
EUROMAP og er ætl-
að að kanna stöðu
þessara mála í Evr-
ópu; safna á einn stað
öllum upplýsingum
um þá sem eru að iðja
við tungumálaverk-
fræði ýmiskonar,
hvort sem þeir eru að vinna við talgervla,
þýðingarforrit, textalestrarforrit, leiðrétting-
arforrit eða textagreiningu. Niðurstöður
könnunarinnar verða svo grundvöllur frekari
vinnu í upplýsingamálum innan bandalags-
ins, en hún á meðal annars að skila af sér
tillögum sem síðan verða hluti af fimmtu
rammaáætlun Evrópusambandsins.
Sautjánda tungumálið
Öll er þessi vinna áhugaverð fyrir íslend-
inga, ekki síst fyrir það að tekist hefur að
koma íslensku í hóp þeirra tungumála sem
eru tekin með í þessari könnun og yrði þá
hluti af væntanlegri tillögugerð og ramma-
áætlun. Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir
íslendinga og íslenska menningu, því með
þessu móti komast íslensk fyrirtæki inn í
ýmislegt samstarf og komast yfir margvísleg
verkfæri sem nýtast við að smíða íslenska
þýðendur, leiðréttingarforrit og álíka. Ekki
skiptir minna máli að íslenskum hugbúnaðar-
smiðum, sem vilja helga sig tungumálaverk-
fræði, gefst kostur á að hugsa og hanna
framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað en ekki
bara fyrir ísland; íslenskur margmiðlunar-
diskur yrði um leið alþjóðlegur, því á honum
mætti með góðu móti og á ódýran hátt koma
fyrir upplýsingum á mörgum tungumálum,
svo dæmi sé tekið, en einnig myndu erlend
fyrirtæki sjá sér fært að framleiða slíkt efni
fyrir íslenskan markað samtímis stærrri
markaðssvæðum, því þó ekki sé hann stór
má hagnast á honum ef herkostnaðurinn er
ekki of mikill.
Lykilmaður í að lauma íslensku inn sem
sautjánda tungumáli í þessari áætlun Evr-
íslenskan
er dýr
Upplýsingabyltingin sem margir telja ógnun við íslenskt
mál getur orðið því stoð ef rétt er á haldið. Árni
Matthíasson ræddi við Heiðar Jón Hannesson og
Þorgeir Sigurðsson um möguleika íslendinga á svið
tungumálaverkfræði.
HEIÐAR Jón Hannesson og Þorgeir Sigurðsson.
ópusambandsins er Heiðar Jón Hannesson,
starfsmaður SKÝRR, sem hefur meðal ann-
ars unnið að samevrópsku verkefni sem kall-
ast MODE, eða M\jsic on Demand. Hann
fékk í lið með sér Þorgeir Sigurðsson, raf-
magnsverk- og íslenskufræðing, sem kalla
má tungumálaverkfræðing, en hann smíðaði
meðal annars talgervilinn Oðin, sem byggist
á bragfræði dróttkvæða og er því vel að sér
í samþættingu tölvutækni og málvísinda.
Heiðar Jón segir að Evrópusambandið
hafi haft áhuga fyrir því að Island yrði með
í EUROMAP verkefninu, en enginn hafí
sýnt því áhuga hérlendis. „Ég fékk upplýs-
ingar um EUROMAP frá Rögnvaldi Olafs-
syni í Brussel og fannst ótækt að við mynd-
um missa af því. Aðstandendur verkefnisins
hjá Evrópusambandinu þekktu til SKÝRR
og samþykktu því þátttöku íslendinga, en
þess má geta að færa þurfti til fjármuni
vegna þessa, því ekki var gert ráð fyrir að
við yrðum með.“
Þeir Heiðar Jón og Þorgeir segja að Island
hafi ekki síst komist í EUROMAP vegna
þess að innri gerð íslensks upplýsingaþjóðfé-
lags sé lenga komin en flestra Évrópulanda.
Hér á landi hafi menn verið fljótir að til-
einka sér tölvutækni og ísland keppi við
Finnland um að vera tölvu- og netvæddasta
land Evrópu.
Þeir segja að ekki sé síst hagkvæmt fyrir
íslendinga að taka fullan þátt í þessu sam-
starfí Evrópulanda, í ljósi þess hvaða fjár-
munir sparast til lengri tíma litið. Það er
dýrt að tala íslensku og sjálfsagt megi reikna
það út upp á krónur og aura hve hagkvæm-
ara væri að taka upp ensku sem opinbert
mál, en kostnaðinn við að nota íslensku
mætti minnka og um leið auka til muna fram-
boð á upplýsingum og efni á íslensku með
tölvutækni. Þannig er algengt að kennslu-
bækur til að mynda í menntaskólum séu á
erlendum málum vegna þess að ekki er talið
svara kostnaði að snara þeim á íslensku.
Þetta mætti auðvelda með því að hanna
nýtileg þýðingarforrit sem gætu líklega seint
skilað fullkomnum texta en flýtt verulega
fyrir þýðingarvinnu og auðveldað með því
að vinna hráþýðinguna. Annað dæmi sem
þeir nefna er að tölvur gætu „hlustað" á
ræðumenn, til að mynda alþingismenn, og
skráð textann jafnóðum, sem sparar gríðar-
lega vinnu og fé.
Þeir Heiðar Jón og Þorgeir segja að nokk-
uð sé í land að til sé nothæft þýðingarforrit
fyrir íslensku og ekki eftir neinu að bíða.
„Það hefur viljað brenna við að menn vilja
bíða og sjá hvað setur,“ segir Heiðar Jón.
„Upplýsingabyltingin fer ekki fram hjá nein-
um en það hefur verið eins og menn hafa
viljað hinkra við og sjá hvort hún gangi
ekki yfír, hvort þetta „vandamál" hverfí
ekki með tímanum. Það er ástæða fyrir okk-
ur að taka af skarið og ákveða hvert við
viljum stefna; hvort við ætlum að taka þátt
í upplýsingaþjóðfélaginu á okkar eigin for-
sendum og á okkar tungumáli," segir hann
og bætir við að innan menntamálaráðuneyt-
isins hafí menn tekið við sér, en fleiri þurfí
að koma að. „Við tókum álíka ákvörðun
þegar við ákváðum að skrifa fræðirit okkar
á íslensku en ekki á latínu og að prenta bibl-
íuna á íslensku en ekki flytja hana inn á
dönsku."
Þorgeir nefnir sem dæmi um hagnýtt gildi
samevrópskrar hugsunar að helstu tvær al-
netsleitarvélar í Evrópu, þ.e. tölvuforrit sem
hjálpa við að leita að upplýsingum á veraldar-
vefnum, séu í Svíþjóð og báðar bjóði þær
upp á íslenskt viðmót. „Þeir sem sjá þetta'
í fyrsta sinn geta ekki annað en undrast að
einhver skuli hafa lagt á sig þessa vinnu,
að þýða síðurnar og setja upp fyrir Islend-
inga. í öðru tilvikinu var sænska símafyrir-
tækið Telia að setja upp viðkomandi leitar-
vél og þótti sjálfsagt að hafa viðmót á ís-
lensku, því ísland er hluti af Norðurlöndun-
um og því Evrópu. Það er þó ekki sjálfgefið
að öllum fínnist það, og nægir að nefna að
í raun eru engin rök fyrir því að íslenska
sé með í upplýsingasamstarfí Evrópuþjóða,
þar sem nærri 50 tungumál eru töluð innan
Evrópska efnahagssvæðisins.
Það hjálpar okkur Íslendingum hve við
erum tæknivæddir og hve innri gerð upplýs-
ingaþjóðfélagsins er þróuð á íslandi, eins og
áður er getið, en við verðum að taka
ákvörðun um að vera með og greiða ákveðið
rúllugjald, ef svo má segja.“
Heiðar Jón segir að fleira sé í bígerð á
sviði upplýsingatækni á Evrópska efnahags-
svæðinu, því þrítugasta janúar verður kynnt
í París ný áætlun um margtyngt upplýsinga-
þjóðfélag, svokölluð MLIS-áætlun, sem teng-
ist EUROMAP verkefninu og miðar að því
að ýta undir notkun tungutækni í Evrópu.
Islendingar hafa
ákveðið að taka þátt
og sitja þar með við
sama borð og þjóðir
Evrópusambandsins
og íslensk fyrirtæki
og einstaklingar geta
sótt um styrki vegna
verkefna sem þeir eru
með á pijónunum og
tengjast tungumála-
verkfræði, en styrkir
verða fáir og vel vald-
ir að hans sögn.
Gagnagrunnar um
íslenskt mál
Meðal þess sem ís-
lendingar þurfa að
leysa er að búa til
gagnagrunna um ís-
lenskt mál sem hver
sem vill getur keypt
aðgang að til þess að
nota til að mynda í
hugbúnað eins og
leiðréttingarforrit eða
talgervil sem les fyrir
menn tölvupóst og er
stöðugt uppfærður,
því málið er sífellt að
breytast. Slík vinna,
hvort sem hún er unn-
in af opinberum aðil-
um eins og Orðabók
Háskólans eða einka-
aðilum, styrkir stöðu
íslenskunnar sem lif-
andi máls, en hún er
skammt á veg komin,
mun skemmra en sambærileg vinna í öðrum
Evrópulöndum. „Það má líkja þessu við vega-
kerfíð," segir Heiðar Jón. „Þjóðin á vegina
og heldur þeim við en síðan keppa einstakl-
ingar við að nýta þá á sem hagkvæmastan
hátt. Ef tungumál á að halda velli verður
slík innri gerð að vera til staðar í þjóðfélag-
inu sem notar það og slík grunngerð er ekki
bara til fýrir innfædda; hvaða fyrirtæki sem
er, innlent og erlent, verður að geta notfært
sér vegakerfíð til að tryggja þróun og fram-
gang. Það má grípa til líkinga eins og Skeið-
arárhlaups; við verðum að taka ákvörðun um
hversu góð verkfæri við viljum, hvort það
eiga að vera vegaslóðar sem skröltast má á
eða hvort við viljum fullkomin og nútímaleg
verkfæri til að tryggja að íslensku skoli ekki
út í hafsauga fyrir flóði upplýsinga á ensku.“
Eins og fram hefur komið eru þeir Heiðar
Jón og Þorgeir starfsmenn SKÝRR og segj-
ast hafa fengið góða aðstöðu til starfa sinna
hjá SKÝRR. Þeir leggja þó áherslu á að ekki
sé sjálfgefið að SKYRR styrki vinnu sem
þessa, því ekki hafi fyrirtækið beinan hag
af því að taka þátt fyrir utan gagnagrunns-
vinnu í EUROMAP. „Það kostar sitt að vera
með,“ segja þeir, „og til lengri tíma litið er
verið að tala um gríðarlega fjárfestingu, jafn-
vel fjárfestingu upp á milljarða á næstu árum
eða áratugum. Víst er það mikið fé, en það
kostar að tala íslensku og niðurstaðan úr
þeirri fjárfestingu gæti tryggt stöðu íslensku
til frambúðar.
Líklega horfa menn í peninginn vegna ís-
lenskunnar, vegna þess að menn hafa hingað
til talið að hún kostaði ekkert, og vissulega
er ekki sjálfgefið að við notum íslensku í
upplýsingasamfélagi framtíðarinnar.“
Morgunblaðið/Ásdls