Morgunblaðið - 26.01.1997, Side 30

Morgunblaðið - 26.01.1997, Side 30
*30 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM BREYTT VIÐHORF TIL UPPGRÆÐSLU OG GRÓÐURVERNDAR ENN einu sinni hefur orðið fjaðrafok út af alaskalúpínu (hér eftir nefnd lúpína). Tilefnið að þessu sinni er úrskurður skipulagsstjóra ríkisins varðandi mat á umhverfis- áhrifum vegna uppgræðslu Hóla- sands. Þar er fallist á framkvæmd- ina, en þó með þeim skilyrðum að vissrar varúðar sé gætt við dreif- ingu lúpínu. Umræða og deilur um notkun lúpínu og tilraunir til að takmarka útbreiðslu hennar hafa nú staðið um nokkurt árabil í fjölmiðlum. Umræðan hefur oft á tíðum verið ómálefnaleg og fremur til þess fall- in að etja mönnum saman en að ' skýra nákvæmlega um hvað er deilt. Af þessari umræðu hefur oft ekki verið hægt að ráða annað en að fólk skiptist í mjög andstæðar fylkingar, þá sem vill nota lúpínu og klæða landið grænum skrúða af hvaða uppruna sem er og hina sem vill svarta sanda eða a.m.k. burt með allt sem er innflutt. Stað- reyndin er sú að fáir eða engir eru þeirrar skoðunar að ekki eigi að hefta jarðvegs- og gróðureyðingu, en færri og færri telja að lúpínu eigi að nota hvar sem er. Flestum finnst að auka eigi veg og virðingu íslenskra tegunda og að nota megi útlendar tegundir þar sem það á við, ef þær reynast öflugar land- græðslutegundir og eru óskaðlegar íslensku lífríki. Notkun lúpínu er þó einungis hluti af því sem skiptar skoðanir eru um varðandi uppgræðslu lands. Mörgum finnst skorta á að mörkuð sé framtíðarstefna í uppgræðslu og skógrækt. Val á uppgræðslutegundum Gera á miklar kröfur til tegunda sem notaðar eru til uppgræðslu. Þær þurfa að skila árangri í upp- ■^jgræðslu en mega ekki ógna sér- kennum íslenskrar náttúru eða leiða Úrskurðurínn er vel rökstuddur og byggður á niðurstöðum vísindalegra rannsókna, segir Guðrún Jóns- dóttir, og því er dapurlegt að hann skuli hafa verðið kærður. til fábreyttari gróðursamfélaga. Einnig þurfa þær að vera auðveldar í notkun og ódýrar. Rannsóknir á vistfræði lúpínu hérlendis, sem Borgþór Magnússon og Sigurður Magnússon hafa unnið að á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (RALA), staðfesta að lúpínan upp- fyllir þetta nema það grundvallar- skilyrði að ógna ekki íslenskum gróðurlendum. Niðurstöður rann- sókna sýna að hún er víða mjög ágeng við íslensk gróðurlendi og hefur yfirburði í samkeppni við lág- vaxinn móagróður. Hún getur því jafnvel lagt undir sig gróðursamfé- lög, breiðst út yfir stór flæmi og orðið einráð í gróðurfari. Einnig benda rannsóknir til að hún geti orðið viðvarandi í gróðurfari um langan tíma, jafnvel til frambúðar á svæðum þar sem hún hefur náð fótfestu, en hörfi ekki alltaf fyrir öðrum gróðri eins og oft hefur ver- ið haldið fram. Þótt uppgræðsla stefni m.a. að því að verja Iíffræðilegan fjölbreyti- leika, með því að hindra að gróður og jarðvegur eyðist, geta tegundir sem notaðar eru til uppgræðslu orðið til hins gagnstæða. Ef að- komutegund eins og lúpínan hefur yfirburði í samkeppni við tegundir sem fyrir eru, á landi sem er gróið að einhverju leyti, leiðir það oftast til þess að tegundum fækkar. Teg- undum er þannig útrýmt svæðis- bundið, sumum einungis tímabund- ið en öðrum til frambúðar og þar með þeim hluta af erfðafræðilegum breytileika þeirrar tegundar sem geymdur var í viðkomandi stofni. Einhvetjum kann e.t.v. að virðast að lítt skoðuðu máli sem það geti ekki verið mikill skaði þótt fjöl- breytni erfðaefnis íslenskra mela- eðá móaplantna minnki en enginn veit hvaða afleiðingar slíkt hefur í framtíðinni. Erfðabreytileikinn er hráefni það sem þróunin vinnur úr í aldanna rás og rýrnun hans hefur áhrif á þróun lífríkisins. Alls staðar í heiminum er verið að útrýma teg- undum eða staðbundnum stofnum tegunda og okkur ber að stemma stigu við slíku eftir því sem frekast er unnt. Vegna þess hve öflug land- græðsluplanta lúpínan er telja margir þeir sem gera sér grein fyrir hættunni samfara notkun hennar, réttlætanlegt að nota hana við uppgræðslu örfoka lands ef henni er haldið þar í skefjum. Þeir sem aðhyllast óhefta notkun lúpínu hljóta að byggja afstöðu sína á því að þeir véfengi niðurstöður vísinda- manna, skilji þær ekki eða telji landgræðslu með hvaða meðulum sem er mikilvægari en aðra náttúr- vernd. Það eru eignleikar Iúpínunnar sem gera hana varhugaverða en ekki það að hún útlend tegund. Á hinn bóginn má segja að íslenskum tegundum hafi verið of lítill gaum- ur gefinn þegar leitað er að tegund- um til landgræðslu. íslenskar teg- undir hafa lifað við íslenskar að- stæður, veðurfar og önnur náttúru- öfl í aldanna rás og ætti það að vera góð vísbending um hæfni þeirra til að lifa af þær aðstæður sem upp koma í íslenskri náttúru. Auk þess bera íslendingar ábyrgð á að vernda og styrkja íslenskt líf- ríki á jörð sem á sífellt minna af upprunalegu lífríki sínu. Hér er ekki verið að leggja til að innflutn- ingur tegunda verði bannaður eða notkun erlendra tegunda í landgræðslu verði hætt, en æskilegt væri að leggja aukna áherslu á að rannsaka íslenskar tegundir með tilliti til notkunar í landgræðslu. í ljósi reynslu margra ann- arra þjóða af ágengum tegundum sem fluttar hafa verið inn er að- kallandi að setja regl- ur um innflutning plantna er taki ekki einungis á þeirri hættu að sjúkdómar geti bor- ist til landsins heldur einnig því að tegundir geti verið ógnun við íslensk vistkerfi. Uppgræðsla er umhverfismál Meginmarkmið landgræðslu hlýtur að vera að stöðva jarðvegs- og gróðureyðingu sem er eitt alvar- legasta umhverfismál okkar og varðar alla landsmenn. Eðlilegt er að fólk vilji að gerðar séu áætlanir um landgræðslu, markmið og leiðir skoðuð og skýrð, og áhrif aðgerða metin frá sjónarhóli þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Land- græðslu ætti að fella að áætlunum um framtíðarnotkun landsvæða og öðru skipulagi. Krafa um að fram fari mat á umhverfisáhrifum stór- felldra landgræðsluaðgerða er sjálf- sögð, því hún leiðir til þess að undir- búningur og áætlanagerð fyrir slík- ar aðgerðir verður vandaðri en al- mennt hefur tíðkast. Umhverfismat gefur almenningi og hagsmunaðil- um einnig kost á að koma fram með skoðanir sínar á landgræðslu á hveiju svæði og minnkar um leið líkur á mistökum og árekstrum sem vissulega geta orðið. Fleiri þurfa nú landrými og til fjölbreytilegri starfsemi en áður var þegar land- búnaður var nánast eini landnot- andinn. Borgarbúar, sem er orðin stór meirihluti þjóðarinnar, gera æ meiri kröfur um útivistarsvæði til Ijölbreyttra nota. Ferðaþjónustan er einnig vaxandi atvinnuvegur sem margir byggja afkomu sína á. Hún er stór landnotandi og byggir tilvist sína í mörgum tilvikum á umhverf- inu, oft villtri náttúru og víðáttum. Það eru því komin fram önnur sjón- armið en einungis þau sem telja verndun gróðurs mikilvæga vegna hefðbundinna nytja til framleiðslu landbúnaðarafurða. Sjónarmið sem byggjast m.a. á að mikilvægt sé að vernda það sem er íslenskt hvort sem það mat er byggt á vísinda- legri þekkingu á gildi hins íslenska t.d. erfða- efnis í íslenskum líf- verustofnum, smekk fólks, tilfinningu fyrir því sem er sérstætt í íslenskri náttúru eða því að það sérstæða sé uppspretta lífsfyllingar fyrir fólk og söluvara til ferðamanna í nútið og framtíð. Viðhorfin breytast Viðhorf til upp- græðslu eru að breytast og eðlilegt að líta á hana sem umhverfis- mál. Viðhorfin til notk- unar lúpínu hafa einnig breyst. Síðan deilur um notkun lúp- ínu og heftingu útbreiðslu hennar hófust opinberlega fyrir nokkrum árum, hefur þrátt fyrir allt mikið unnist bæði varðandi þekkingu vís- indamanna og almennings vítt og breitt um landið á eiginleikum lúpín- unnar. Vísindamenn hjá RALA, sem unnið hafa í áratug að rannsóknum á vistfræði lúpínunnar, hafa birt niðurstöður sínar og kynnt þær í blaðagreinum og viðtölum. Þessar rannsóknaniðurstöður og reynsla margra af ræktun lúpínu hefur kennt fólki að líta lúpínuna öðrum augum en þegar hún kom fyrst í notkun. Almenningsálitið hefur breyst og er enn að breytast, víða þykir nú sjálfsagt í Ijósi þeirrar þekk- ingar sem er til staðar að nota lúp- ínu með varúð og stemma stigu við útbreiðslu hennar þar sem við á. Fjöldi fólks, t.d. margir sumarbú- staðaeigendur, sveitarstjómarmenn t.d. í Reykjavík, Neskaupstað og Egilsstöðum og ákafir landgræðslu- bændur með góða þekkingu á ís- lenskri náttúru, vinnur nú að því að hefta útbreiðslu lúpínu í löndum sín- um. Varúðarskilyrði varðandi notk- un lúpínu sem sett eru í úrskurði skipulagsstjóra ríkisins vegna upp- græðslu á Hólasandi eru í samræmi við þetta. Úrskurðurinn er vel rök- studdur og byggist á niðurstöðum vísindalegra rannsókna og virðingu fyrir þeim viðhorfsbreytingum sem eru að verða varðandi uppgræðslu lands. Það er dapurlegt að hann skuli hafa verið kærður, sérstaklega í ljósi þess hveijir hafa kært. Höfundur er gróðurvistfræðingur. Guðrún A. Jónsdóttir HEIMILISLÍNAN Ódýra heimilishjálpin! Hómer er einfaldur og þægilegur „Windows" hugbúnaður, sérstaklega ætlaður fyrir heimilis- bókhaldiö. Þú þarft ekki bókhaldsþekkingu til að nota hann, þú færir aðeins inn upphæð- irnar og Hómer sér um framhaldið. Hómer færðu í Búnaðarbankanum á 900 kr. og ef þú ert í Heimilislínunni kostar hann aðeins 450 kr. Meö Hómer veistu hvað þú átt - og hvað þú mátt! BÚNAÐARBANKINN < o - traustur heimilisbanki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.