Morgunblaðið - 26.01.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 26.01.1997, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Yngvi Þór Ein- arsson var fæddur i Reykjavík 11. febrúar 1922. Hann lést á Land- spítalanum hinn 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Einars- son frá Kálfshamri í Kálfshamarsvík og kona hans Inga Hansína Péturs- dóttir, en þau bjuggu þá í Reykja- vík og eru bæði lðngu látin. Hinn 23. desember 1943 kvæntist Yngvi Valgerði Mar- gréti Valgeirsdóttur, f. 8.3. 1922. Hún er dóttir Valgeirs Júlíusar Guðmundssonar frá Seyðisfírði og konu hans Guð- laugar Ólafsdóttur frá Akra- nesi, sem bæði eru látin. Bðrn Yngva og Valgerðar eru: 1) Inga Þórs Yngvadóttir, f. 4.2. 1942, d. 23.2.1986, sjúkraliði, var gift Magnúsi Andréssyni vörubfl- stjóra og eru bðrn þeirra fjög- ur. 2) Hrafnhildur Þórs Yngva- Yngvi var alinn upp í Reykjavík og dvaldi þá ekki alltaf hjá foreldr- um sínum, en þau slitu samvistir þegar hann var ungur drengur. Hann fór því til vandalausra, ýmist hér í Reykjavík eða hann var sendur f sveit, þar sem hann dvaldi lengur eða skemur, oft við misjafnt atlæti. Bemska hans og æska var því oft erfið. Menntunarskilyrði ungmenna á þessum tíma voru með öðrum hætti en nú gerist. Þeir, sem máttu sín einhvers gátu sent böm sín í skóla, en allur almenningur átti ekki kost mikiliar menntunar, hvað þá þeir, sem urðu að sjá fyrir sér sjálfir allt frá bamsaldri. Hann varð því að láta sér nægja bamaskólann sem menntun fyrir lífsstarf sitt. Yngvi byijaði að vinna fyrir sér strax á unglingsaldri. Hann vann sveitastörf að sumrinu, en fór ann- ars til gos á togumm og stundaði þess í milli almenna verkamanna- vinnu. Hann lærði snemma að aka bíl og varð það síðan hans ævi- starf. Hann keypti sinn fyrsta vöra- bfl 1943 og stundaði akstur frá vö- rabflastöðinni Þrótti í 27 ár. Valgerður og Yngvi bjuggu mest dóttir, f. 13.4. 1946, ritari í menntamála- ráðuneytinu, gift Sævari Vigfússyni skrifstofustjóra og eiga þau fímm bðrn. 3) Guðlaug Þórs Yngvadóttir, f. 27.6. 1950, ritari hjá Raf- magnsveitu Reykja- víkur, gift Grétari Felixsyni rafeinda- virkja og eiga þau þijú bðm. 4) Val- gerður Júlía Þórs Yngvadóttir, f. 1.7. 1951, d. 11.9. 1968. 5) Ingunn Ása Þórs Yngvadótt- ir, f. 14.2. 1956, búsett í Banda- ríkjunum, gift Michael Mency og eru bðm þeirra fimm. 6) Einar Þór Yngvason, bygging- armeistari, kvæntur Elínu Guð- rúnu Jóhannsdóttur og eiga þau tvö bðm. Bamabörn Valgerðar og Yngva em 19 að tölu og baraabamabðmin 180. Útfðr hans verður gerð frá Bústaðakirkju á morgun, mánu- daginn 27. janúar, og hefst at- hðfnin klukkan 13.30. af sínum búskap í Reykjavík og þá á ýmsum stöðum, en árið 1970 tóku þau sig upp og fluttu til Svíþjóðar með yngstu böm sín tvö, sem þá vora á fermingaraldri. Þar vann Yngvi hjá skipasmíðastöðinni Koc- ums í Malmö, eins og fjöldí íslend- inga gerði á þessum árum. Þá var lítið að gera hér heima og vörabfla- akstur í lágmarki eins og margt annað. Margir flentust þar, en þau festu þar ekki rætur og fluttu því aftur heim eftir þriggja ára vera. Yngvi tók aftur til við vörabflaakst- ur og undi því næstu þijú árin. Aftur tóku þau sig upp og fóra nú á nýjar slóðir í Svíþjóð. Nú bjuggu þau í Arlöv og Yngvi starf- aði hjá Skoogs Electriska við af- greiðslu og akstur næstu þijú árin. Yngvi ræddi oft um þessa vera þeirra í Svíþjóð og hafði frá mörgu að segja, hvemig þar hagaði til. Hann hafði næmt auga fyrir því, sem gerðist í kring um hann og hver væri munur á lífsháttum þeirra og okkar. Hann var maður rökræðn- anna og vildi gjaman reyna að bijóta til mergjar orsakir og afleið- ingar hinna ýmsu kringumstæðna, sem sköpuðu fólki mismunandi við- horf til lífsins og umhverfisins. Hann naut því á margan hátt ver- unnar erlendis en komst að því, eins og margir á undan honum, að hollt er heima hvað. Þau fluttu því endan- lega heim til íslands árið 1976 og undu hér eftir það. Þau byggðu sér hús ásamt Einari syni sínum í Birki- hlíð 42 og hafa átt þar sitt íallega heimili allt til þessa dags. Eftir seinni heimkomuna færði Yngvi sig aðeins um set í starfi og fór nú að aka sendibfl frá Nýju sendibílastöð- inni og stundaði það starf eins lengi og heilsa hans ieyfði. Yngvi var alla tíð mjög fróðleiks- fús og naut þess í ríkum mæli að lesa góðar bækur. Ljóð vora í miklu uppáhaldi hjá honum og kunni hann ógrynni af slíku. Hann þekkti líka sum skáldin, eins og Vilhjálm frá Skáholti, en hann var í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Enda er mér nær að halda að hann hafi kunnað öll hans ljóð og fór með þau af sér- stakri tilfinningu þegar svo bar und- ir. Yngvi hefði notið þess að fá meiri skólagöngu á yngri áram, en hann var bam síns tíma og þurfti því að bæta sér það upp með lestri og viðtölum við fólk. Kannski höfum við, sem eftir lifum, ekki alltaf ætl- að honum nógan tíma til þess. Yngvi hafði ekki gengið heill til skógar undanfarið. Hann var skor- inn upp vegna hjartasjúkdóms fyrir nokkram áram, en fékk ekki við það fullan bata. Það skerti því starfs- orku hans til muna þó það henti hann, eins og marga sem una sér best í sinni vinnu, að ætla sér ekki af. Hann virtist gera sér fulla grein fyrir, að hveiju dró. Hann nefndi það við mig, þegar ég ræddi við hann fyrir stuttu síðan, að endalok- in væra skammt undan og hann væri mjög sáttur við það. Ég er þess fullviss að svo hefur orðið. Að lokum viljum við Erla senda Valgerði systur minni og öllum hennar bömum okkar inniiegustu samúðarkveðjur og biðjum þann, sem öllu ræður að vera með henni nú og um alla framtíð. Gísli S. Sigurðsson. Þegar ég sit hér og reyni að skrifa nokkrar línur í minningu tengdaföð- ur míns kemur mér nú fyrst í huga þegar við hittumst fyrst fyrir rúm- lega 17 árum og hvað hann var nú með miklar áhyggjur af dóttur sinni þar sem ég var nú ekki íslending- ur. Enda höfum við oft rætt þá daga síðan og brosað. Við Yngvi urðum mestu mátar og var alltaf alveg sérlega gott og gaman að fá þau hjónin í heimsókn til okkar hvort heldur sem var til Bandaríkj- anna eða Þýskalands. Það var þó alltaf alveg sérlega gaman hjá okk- ur Yngva þegar þær mæðgumar fóra í verslunarleiðangra og við þurftum ekki að hanga með þéim, því þá skemmtum við okkur heima við á meðan. Ekki var nú síður gott fyrir okkur að koma til Yngva og Völlu í frí þau sumur sem við gátum komið. Alltaf var Yngvi boðinn og búinn að gera sitt besta fyrir okkur. Yngvi var mér góður tengdafaðir og mun ég sakna hans mikið. Elsku Valla mín og allir aðrir aðstandend- ur, ykkur vil ég með þessum fátæk- iegu orðum mínum votta innilega samúð mína. Guð blessi og styrki ykkur öll. Michael E. Mency. Elsku afí minn, nú ert þú farinn frá okkur. Það er söknuður í hjarta mínu en ég trúi því að nú líði þér vel. Þegar ég hugsa til baka um allar þær stundir sem við áttum tvö sam- an kemur strax upp í huga minn er ég bjó hjá ykkur ömmu í Birki- hlíðinni. Mér leið svo vel hjá ykkur, að hlusta á ykkur á kvöldin þegar þú last upp úr blöðunum fyrir ömmu upp í rúmi og þegar þú eitt sinn komst með trefil og ullarsokka upp í rúm og amma spurði hvort þú vild- ir ekki fara í úlpuna líka. Og manstu þegar amma var að vinna og við tvö sátum í stofunni, ég með pijónana meðan þú last upp úr bókum fyrir mig. Þetta era dýrmætar minningar sem ég mun geyma. Þú hefur alltaf haft mikla trú á mér og staðið með mér í gleði og sorg og fyrir það er ég mjög þakklát. Ég var ekki nema 16 ára þegar ég flutti til ykkar fyrst. Þá skrifað- ir þú mér bréf og bauðst mig vel- komna til ykkar með von um góða hegðun. Ég held ég hafi staðið mig ágætlega því alltaf tókstu á móti mér með faðmlagi og kossi þegar ég kom, hvort heldur í helgarheim- sókn eða ég kom í kaffispjall. Þú hafðir yndi af lestri, hvort heldur sem þú last í hljóði eða upp- hátt fyrir okkur ömmu og eins varstu mikið fyrir tónlist. Það era eflaust ekki margir sem geta stært sig af því að eiga afa sem er aðdá- andi Bubba, en það varstu og ósjald- an hef ég hlustað á plötumar hans hjá þér. Sögumaður varstu mikill og era þær margar sem ég hef hlust- að á í gegnum árin. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér og nú ert þú orðinn frísk- ur. Ég sakna þín sárt en hitti þig aftur seinna þegar minn tími kem- ur. Hafðu það sem allra best og líttu eftir englunum mínum, ég skal líta eftir ömmu. Þín dótturdóttir, Áslaug Hansen. Kalð er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund, Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Á morgun, mánudaginn 27. verð- ur til moidar borinn frá Bústaða- kirkju tengdafaðir minn Yngvi Þór Einarsson bifreiðastjóri. Ég hitti Yngva fyrst fyrir um tuttugu áram, þegar ég mægðist inn í fjölskyld- una, í stuttri heimsókn í Svíþjóð þar sem hann bjó og starfaði þá. Það var ekki fyrr en fyrir um tólf árum er fjölskylda mín flutti alfarið til Reylgavíkur að ég fór að kynnast Yngva betur. Yngvi gat verið hrana- legur í tali en ávallt var stutt í kímni og stríðni. Oft naut hann þess að etja fólki saman til kappræðna og hélt hann þá uppi skoðunum, sem í raun voru ekki hans sannfæring. En undir hijúfri skel Ieyndist gott hjarta. Ef eitthvað bjátaði á var hann fyrsti maður sem bauð fram aðstoð sína og þá var ekkert til sparað. í umræðum okkar var gjaman talað um bfla enda Iengst af hans starfsvettvangur þeim tengdur. Sil- ungsveiðar heilluðu Yngva og fór hann gjaman í slíkar veiðiferðir. Einnig hafði hann gaman af lestri og ljóð vora í uppáhaldi og vitnaði hann gjaman í þau við ýmis tæki- færi. Það áhugamál Yngva sem heillaði hann mest var manntafl. Eitthvað tefldi hann við starfsfélaga sína á bflastöðvunum, en fyrir nokkram árum var honum gefin skáktölva og sat hann löngum yfir henni í flóknum skákum. Oft var mér skemmt þegar Yngvi var að tefla við tölvuna, því hann ræddi við hana sem mennskan mann, skammaði hana fyrir ranga leiki, að hans mati og svo ég ekki tali um, þegar hann tapaði illa, þá fékk tölvan það óþvegið. Fyrir nokkram áram greindist hjartasjúkdómur hjá Yngva og fór hann í nokkrar aðgerðir þar að lút- andi. Fyrir mann sem aldrei féll verk úr hendi er slíkur dómur þung- ur. Ég er sannfærður um að oft hafi þcautir og vanlíðan vegna þessa sjúkdóms verið meiri en látið var uppi því Yngvi var ekki mikið £ið flíka sínum tilfinningum. Nú ert þú farinn yfir landamærin og við sem eftir sitjum hugsum til þín með söknuði þar til leiðir mætast á ný. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi,' hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sævar. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, . YNGVi ÞÓR EINARSSON bifreiðastjóri, Birkihlíð 42, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 27. janúar kl. 13.30. Vatgerður Valgeirsdóttir, Hrafnhildur Þórs Yngvadóttir, Sævar Vigfússon, Guðlaug Þórs Yngvadóttir, Grétar Felixson, Ingunn Þórs Yngvadóttir, Michael Mency, Einar Þór Yngvason, Elín Jóhannsdóttir, barnabörn og barnbarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SIGVALDA KRISTJÁNSSONAR, Skipasundi 12, Reykjavík, Ingibjörg Guðbjörnsdóttir, Guðbjörn Sigvaldason, Jónína Marta Árnadóttir, Kristján Jóhann Sigvaldason, Silja Hlín Guðbjörnsdóttir, Gísli Freyr Guðbjörnsson. * YNGVIÞOR EINARSSON Nú kallið er komið, og við sem siljum eftir lútum höfði í söknuði yfir því sem áður var. í mínum huga er afi farinn heim en minning- una um hann eigum við eftir og getum yljað okkur við hana og lært af lífsgöngu hans. Síðustu árin var farið að draga úr hans lík- amlega þreki. Gafst þá meiri tíma til samræðna. Afi hafði skoðanir á mönnum og málefnum og vora þær fastmótaðar og óhagganlegar hvort sem okkur líkaði betur eða verr, því vel fylgdist hann með því sem gerðist í fréttum. Afi var einn af þeim mönnum sem ekki era mikið gefnir fyrir að biðja aðra um hjálp og reyndi hann því að gera allt sjálfur eins lengi og honum var unnt. Afi kunni vel að meta fallegan einsöng og af ljóð- um hafði hann einnig gaman. Það vora ófá skiptin þegar komið var við hjá afa og ömmu í Birkihlíð að við fengum að hlusta á fallegan söng eða að hann las úr bók eða athyglisverða grein sem hann hafði rekist á og var mikið að hugsa um og vildi heyra álit okkar á. Ekki má gleyma því að ófáar stundimar sat hann við taflmennsku og kenndi hann drengjunum okkar meðal ann- ars sín fyrstu spor í taflmennsk- unni og var alltaf reiðubúinn að leiðbeina þeim. Afa var það umhug- að að fara vel með alla hluti og bar umgengni hans vott um snyrti- mennsku og virðingu fyrir bæði sínum og annarra eignum. Fyrir skömmu bað ég ömmu um að hjálpa mér að sauma gluggatjöld og vora þau hjónin mætt hér upp úr há- degi. Varð afa þá litið upp í skáp og kom auga á gamla silfurhluti sem honum þóttu ekki nógu vel fægðir. Bað hann því um klút og fægilög og eyddi löngum tíma í að fægja þangað til hlutimir höfðu fengið þann gljáa að þeir gætu notið sín. Þessi minning er mér mjög dýrmæt. Afi sagði mér eitt sinn að betri eiginkonu hefði hann ekki getað eignast, og, elsku amma mín, þar var ég honum hjartanlega sam- mála. Þú hefur alltaf staðið eins og klettur honum við hlið hvemig sem vindar blésu í lífi ykkar. Ég þakka Guði fyrir þá fullvissu sem býr í hjarta mér að hann dvel- ur í örmum Drottins og þegar okk- ar tími kemur munum við hittast á ný Qarri hryggð og táram, erfíð- leikum og eymd. Drottinn er minn hirðir,' mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vðtnum, þar sem ég má næðis Anjóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafiis síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert ilit, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fyndum mínum; þú smyrð höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Davíðssálmur 23) Valgerður M. Magnúsdóttir. Við hugsum með söknuði til langafa okkar en við eram samt glaðir að vita að hann hvflist nú og er á besta stað sem til er sem er himnaríki. Við vitum að hann er nú laus við alla sjúkdóma og áhyggjur og hvflist nú hjá Drottni. Eins og Jesús sagði í Jóhannes 11,25-26: „Ég er upprisan og lífið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver, sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Þetta vers hefur sagt það sem við ætluðum að segja. En elsku langamma og allir sem syrgja hann elsku langafa okkar, munið að Drottinn vakir yfir ykkur og að við getum alltaf leitað skjóls hjá hon- um. Einar Benedikt og Magnús Benedikt Sigurðssynir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.