Morgunblaðið - 01.02.1997, Side 24

Morgunblaðið - 01.02.1997, Side 24
24 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 VIKII m MORGUNBLAÐIÐ UTI AÐ BOR0A MEÐ DOMINIQUE PLEDEL-JÓNSSO Tvennir tímar Tæpir þrír áratugir ÞAÐ hefur margt breyst á ís- landi á þeim tæpu þremur áratugum sem liðnir eru frá því Dominique Pledel-Jónsson steig fyrst fæti á íslenska grund sem ungur landafræðinemi er ásamt hópi annarra háskólanema lék forvitni á að kynnast betur þessu landi sem hvorki þau né kennarar þeirra vissu mikið um. Þessar breytingar hafa ekki síst orðið í öllu því er snýr að matarmenningu. Dominique hefur lagt sitt af mörkum í þeim efnum en sjálf segir hún stundum erfitt að greina á milli þess hvort maður sé þátttak- andi í þróuninni eða einungis áhorfandi. Þessi dugmikla kona, sem talar betri íslensku en margir íslendingar, virðist hins vegar óþreyt- andi í því að kynna land sitt og koma frönskum áhrifum á framfæri. Hvort eru liðnir frá því að leið Dominique Pledel-Jónsson, verslunarfulltrúa Frakka á Islandi, lá fyrst til íslands. Hún hefur unnið ötullega að því að kynna allt það sem franskt er á þeim árum sem síðan eru liðin og yfír kvöld- verði á Naustinu ræddi hún við Steingrím Sigur- geirsson um kynni sín af íslandi og eitt nýjasta verkefnið, sem er að skipu- leggja vínþjóna- keppni fyrir ís- lenska þjóna. þessa dagana. Mat- seðlinum er veifað til að leggja áherslu á umræðuna þar til við áttum okkur á að kannski væri nú ekki vitlaust að kíkja á innihald hans. Við reynd- umst mjög samstíga í matarvalinu og varð niðurstaðan sú að við völdum okkur bæði sama forrétt- inn, humarhala í kampavínssósu, en með því var ákveðið að drekka flösku af Puligny-Montrachet 1992 frá Pierre André, sem við dreyptum á meðan beðið var eftir for- réttinum. Hann birtist fljótlega og reyndist rétturinn vera fallega upp- settur og vel útilát- inn. Smjördeigstum í miðju og kampa- vínssósan greinilega tómatbætt af rauða litnum og bragðinu að dæma. „Þetta er mjög gott,“ segir Domin- ique þar sem við veltum því fyrir okkur hversu greinilega mætti Morgimblaðið/Kristiim DOMINIQUE Pledel-Jónsson: „Metnaður hefur aukist á fslandi, jafnt meðal almennings sem á veitingahúsum og vínþekkingu fleygt fram.“ við Puligny. Það rann ljúflega sam- an við humarinn og eina sem maður saknaði var sú einstaka samþjöppun sem má greina í stærri árgöngum en 1992. Bræddi úr sér í Bíldudal sem í því felst að koma á viðskipta- samböndum milli íslenskra og fran- skra fyrirtækja, skipuleggja ferðir á franskar vörusýningar, fá gesta- kokka til landsins eða, líkt og nú er verið að gera, halda vínþjónakeppni fyrir íslenska framreiðslumenn. Við erum varla sest í setustofu Nausts fyrr en umræðumar hefjast og Dominique fer að útlista það nýjasta í skipulagningu vínþjóna- keppninnar, sem á hug hennar allan greina kampavínsbragðið í sósunni. Tómaturinn var nokkuð ríkjandi og vorum við sammála um að rétturinn yrði enn betri með því að tóna hann ögn niður. Hins vegar vorum við ekki alveg sammála um smjördeigs- tuminn. Mér fannst hann í stærra lagi og jafnvel óþarfur en Domin- ique var í alla staði sátt við hann. Vínið vorum við hins vegar bæði sátt við enda vart við öðru að búast af víni frá hinum unaðslegu ekrum Dominique kom hingað til lands í fyrsta skipti árið 1969. Hún var þá í framhaldsnámi í landafræði við Par- ísarháskóla og segir að það hafi vak- ið töluverða forvitni hóps nemenda við skólann að eitt Evrópuríki var nánast autt á landakortinu. Einungis þnr rauðir punktar voru merktir inn á ísland á korti í skólanum og voru allir punktamir tákn fyrir eldfjöll. „Okkur fannst ekki hægt að sitja uppi með tómt kort og varð því úr að við fórum í námsferð til íslands þetta sumar, en þetta var nokkurt ferðalag á þessum árum, sex til sjö klukkustunda flug frá Lúxemborg. Þegar til Islands var komið leigðum við okkur tvær Volkswagen-bjöllur en ekki vildi betur til en svo að önnur þeirra bræddi úr sér í Bíldudal. Það var satt best að segja meira en ævin- týri að fiima fólk sem talaði ensku á þessum slóðum. Eina erlenda orðið sem fólk virtist þekkja var Moulin Rouge. Okkar eina tenging við ís- lenskuna var lítil bók með þýðingum á algengum frösum úr frönsku yfir á íslensku þar sem allir vora mjög há- tíðlegir og þéraðu hver annan.“ Dominique segir að það megi vissu- lega segja að hún hafi séð tímana tvenna á íslandi. Þegar hún kom hingað fyrst hafi nær enga ferða- menn verið að finna á íslandi og þjónusta við ferðafólk því eftir því. „Nær einu útlendingamir sem við rákumst á þetta sumar vora Eng- lendingar, sem við hittum hér og þar um landið og vora hér að stunda jarðeðlisfræðirannsóknir. Okkur varð vel til vina og höldum enn sam- bandi. Einn þessara Englendinga fór síðar til Fiji-eyja í rannsóknar- leiðangur og hitti þar rússneska skipverja af rannsóknarsldpi er reglulega hafði viðdvöl á Islandi. Hann bað skipverja um að bera mér kveðju til íslands sem þeir og gerðu næst er þeir komu til hafnar í Reykjavfk." Kennarana í París segir hún í fyrstu ekki hafa trúað því að hópurinn ætlaði virkilega til Islands og töldu í hæsta máta vafasamt að hægt væri að skrifa heila ritgerð um þetta undarlega land. Fóra þeir því fram á að nemendumir gerðu í verk- efnum sínum samanburð á íslandi og Irlandi. Fyrsta sandiráðs- starfid glugga- þvuttur „Við ætluðum öll að skrifa meistaragráðuritgerðina okkar um ísland, sumir í jarðfræði, aðrir í landafræði eða vistfræði. Sjálf ákvað ég að skrifa doktorsritgerð um það hvemig almenn þjónusta dreifðist í jafnstijálbýlu landi og kom því aftur til íslands. Til að halda mér uppi tók ég að mér ígrípavinnu hér og þar og vann m.a. við gluggaþvott hjá franska sendiherranum. Þegar hann komst að því að ég væri að ljúka doktorsnámi fannst honum ekki hægt að ég væri að þvo glugga og vildi útvega mér starf í tengslum við sendiráðið. Eg varð hins vegar að fara aftur til Frakklands í millitíð- iiuii og þar sem ég var efhalítill námsmaður varð ég að finna ódýrari leið en miUilandaflug. Það varð því úr að mér tókst að fá far með Langá til Evrópu. Áður en hægt var að leggja af stað yfir AtJantshafið sigldi skipið hins vegar hringinn í kringum landið til að saftia saman síld. Þetta var í janúarmánuði og bijálað veður. Til dæmis vora tólf vindstig er við sigldum frá Seyðisfirði áleiðis til Sví- þjóðar. Það var því mikill léttir þeg- ar innsiglingin til Gautaborgar hófst.“ Þetta var langt og mikið ferðalag og þegar Dominique kom loksins heim til Parísar lágu fyrir henni skilaboð þar sem hún var beð- in um að mæta í viðtal í utanríkis- ráðuneytinu daginn eftir. Hér verður Dominique að gera hlé því að þjónninn birtist með aðal- réttinn og umræðan færist ósjálf- rátt út í aðra sálma. Leiðir skildu þegar kom að kjötinu því Dominique ákvað að panta sér lambahrygg Dijon með bláberjum en ég nauta- lundir Béamaise, ekki af nýjunga- gimi heldur góðri reynslu úr eldhúsi Afhverju þykir mér ekki jafnvænt um öll börnin mín? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég er móðir fjögurra bama á aldrinum 6-12 ára. Það era þrjár telpur og einn drengur sem er yngstur. Eg finn að ég geri upp á milli þeirra, sé ekki sól- ina fyrir syni mínum og læt allt eftir honum, en hef alltaf verið strangari og kröfuharðari við dætur mínar. Af hverju þykir mér ekki jafnvænt um öll bömin mín? Svar: Böm þurfa misjafnlega mikið á báðum foreldrum sínum eða móður sinni sérstaklega að halda, ungbamið að sjálfsögðu mest. Það byggist þó ekki alfarið á því hve vænt móðurinni þykir um bamið, heldur þarfnast það einfaldlega meiri umönnunar og athygli en eldri bömin. Yngsta bamið hefur nokkra tilhneigingu til að halda þessari sérstöðu sinni jafnvel löngu eftir að það er vaxið upp úr slíkri umhyggjuþörf. Því er stundum hætta á að dekrað sé við yngsta bamið meira en hin eldri, jafnvel að það verði of- vemdað. Þá er það farið að þjóna þörfum móðurinnar, sem á erfitt með að sleppa umhyggjuhlutverki sínu og hjálpa baminu til sjálfs- bjargar og sjálfstæðis. Það er ekki aðeins foreldramir sem sinna þörfum barna sinna. Öll börn þjóna þörfum foreldra sinna að meira eða minna leyti. Ástin er að hluta til eigingjöm, líka móður- ástin. Það er margt fleira en aldurs- röðin sem hefur áhrif á tilfinning- ar og afstöðu foreldra til bama sinna. Sum böm era „óskaböm“. Það getur t.d. verið drengurinn sem fæðist í kjölfar þriggja telpna og beðið hefur verið eftir, eða á sama hátt telpan sem sem kemur inn í strákahópinn. Útlitið getur lika skipt máli, ekki endilega hvort bamið er fallegt eða ófrítt, heldur fremur hverjum það líkist og hvaða persónueiginleikar birt- ast í því. Líkist það afa sínum sem mamman var svo tengd eða ömm- Móðurást unni sem pabbinn var í sérstöku uppáhjaldi hjá? Vekur bamið upp minningar um horfinn ástvin? Ber það kannski nafn hans? Þá hefur það áhrif hvemig foreldramir spegla sig sjálf í baminu, hvaða eiginleika þeirra sjálfra þau sjá í baminu og hvaða vonir og drauma þau hafa um að það uppfylli fyrir þau. Það er mikilvægt að gera greinarmun á þeirri umhyggju og athygli sem bamið fær og ást móðurinnar til þess í samanburði við hin börnin. Sum börn hafa meiri sérstöðu en önnur og þurfa meiri tima og umönnun. Þetta á t.d. við um böm sem búa við lang- vinna sjúkdóma eða fotlun og era e.t.v. oft á sjúkrahúsi. Það fer ómældur tími í að sinna þeim, auk þess sem vandamál þeirra og veikindi hvíla stöðugt á for- eldranum og valda þeim áhyggj- um. Það fer ekki hjá því að þau njóti meira atlætis en hin heil- brigðu bömin sem þá kunna að verða afskipt. Hið sama á að ein- hverju leyti einnig við um böm með hegðunarerfiðleika eða erfitt skap. Þótt þau geti tekið á taug- amar á foreldranum fá þau engu að síður athygli, í bland neikvæða og jákvæða, sem gefur þeim oft meira rúm í hugum foreldra sinna og skapa að vissu leyti sterkari tengsl við þau en rólegu og þægu bömin gera. Heilbrigðu og þægu bömin tengjast foreldram sínum á sinn hátt. Þau fá kannski ekki jafnmikið af tíma foreldra sinna og verða því oft afbrýðisöm, en séu tengslin að öðru leyti hlý og náin, skila þau sér í traustu og þroskuðu tilfinningasambandi og væntumþykju á báða bóga fyrr eða síðar. Það getur því verið ákaflega skiljanlegt að móðir sinni einu bami sínu meira en hinum, jafnvel að henni þyki vænna um það. Mörgum foreldram finnst það vera skylda sín að láta sér þykja jafnvænt um öll bömin sín og gæta þess vel að gera ekki upp á milli þeirra. Ef þau era spurð svara þau gjaman: „Auðvitað þykir okkur jafnvænt um þau öll.“ En það er ekki sjálfgefið. Þeir sem era sér meðvitaðir um að hafa mismunandi tilfinningar til barna sinna af því að þau era ólík og höfða á mismunandi hátt til þeirra, era einnig lfldegri til að vera vakandi fyrir tilfinningaleg- um þörfum þeirra hvers og eins. •Lesendur Morguu blaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan lOog 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.