Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ 1 I f LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 25 m Naustsins af þessari klassísku sósu, sem hefur verið misþyrmt svo herfi- lega af okkur íslendingum í gegnum árin. Með kjötinu pantaði ég flösku af Bordeaux-víni frá svæðinu Pomerol, Chateau Beauregard 1990. Dominique var mjög sátt með sitt val „Þetta er ljúft. Bragðmikið, vel samsett og einfaldlega alveg meiri- háttar. Yfirleitt finnst mér hins veg- ar Islendingar salta allan mat of mikið. Ég veit ekki af hverju það er en saltnotkunin er mun meiri en í Frakklandi. Mér finnst vel að menn gætu saltað minna þai’ sem salt- baukar eru nú yfirleitt á borðum fyrir þá sem vilja meira,“ segir Dominique og umræðan færist smám saman yfir í vínið sem leikur við bragðgómana. Byrjað að sýna af sér nokkurn þroska og flóknari bragð en býr þó enn yfir þeim fít- onskrafti sem einkennir stóru Bor- deaux-árgangana. Dominique lýsir einnig ánægju með að hæfilega hafi verið hellt í glösin og þau einungis fyllt um rúman þriðjung. „Það er leiðinlegur ósiður á veitingahúsum hér að hella allt of miklu í glösin. Þú ert bara með eina flösku hvort sem er og drekkur ekkert meira þótt hellt sé meira í glasið. Það eina sem gerist er að vínið nýtur sín ekki nærri nógu vel þar sem það fær ekki tækifæri til að opna sig í glasinu.“ íslenskur þjúnn í alþjóðakeppni Þetta stendur hins vegar vonandi til bóta því að nú í mars verður hald- inn hér á landi í fyrsta skipti sérstök vínþjónakeppni fyrir íslenska þjóna. Dominique hefur haft veg og vanda af skipulagi keppninnar sem haldin verður í samvinnu við Sopexa, markaðssamtök franska landbúnað- arins. Fær sigurvegarinn m.a. boð um að fara á heimsmeistaramót vín- þjóna í París sem áheyrnarfulltrúi og stefnt er að því að næst þegar keppnin verður haldin á Islandi muni sigurvegarinn taka þátt í úr- slitakeppninni. Sérstakir vínþjónar hafa ekki verið starfandi á íslensk- um veitingahúsum en á bestu veit- ingahúsum Frakklands, Bretlands, Þýskalands og Bandaríkjanna, svo nokkur dæmi séu nefnd, kemur ekki annað til mála en að hafa sérstakan vínþjón eða sommelier eins og starfsheiti þeirra útleggst á frönsku. Vínþjónninn hefur yfirum- sjón með vínlista veitingastaðanna, sér um skipulag, tekur við pöntun- um veitingagesta og gefur þeim góð ráð um það hvaða vín eigi best við þá rétti er pantaðir hafa verið á borðið. íslenska vínþjónakeppnin, sem haldin verður á Hótel Sögu, verður með svipuðu sniði og Sopexa-keppn- ir annars staðai’. Þátttakendur verða látnir svara skriflegu heima- prófi og rökstyðja skriflega álit sitt á tveimur vínum sem smökkuð verða blint. Sjö þjónar komast áfram í úrslit og mun reyna á þekk- ingu þeiira við blindsmökkun, um- hellingu og að velja saman vín við ákveðinn matseðil. Dominique seg- ist vona að þessi keppni, sem til stendur að halda reglulega, muni auka áhuga íslenskra þjóna á öllu sem viðkemur víni og framreiðslu þess á veitingahúsum. Hún segist verða vör við mikinn áhuga, ekki síst meðal yngri þjóna, varðandi þátttöku og greinilegt að súmir veit- ingastaðir leggi metnað í að þeirra þjónar nái góðum árangri. Þá hefðu íslenskir þjónar er starfa erlendis boðað þátttöku sína í keppninni. Þetta er ekki fyi-sta uppákoman af þessu tagi er Dominique tekur virk- an þátt í að skipuleggja en hún hef- ur verið einn helsti drifkrafturinn í því að fá hingað til lands franska gestakokka og sérfræðinga í sam- vinnu við íslensk veitingahús. Ber þar kannski hæst þemavikur þrjú síðustu árin á Hótel Holti þai’ sem tekin hafa verið fyrir víngerðarhér- uðin Bourgogne, Alsace og Champagne og vín þaðan sett 1 sam- hengi við matargerð héraðsins. En hefur Dominique alltaf haft þetta mikinn áhuga á mat og matargerð- ai’list? „Þarftu að spyrja að því? Þú sérð það nú bara á mér,“ segir Dom- inique og hlær. „I alvöru talað verð- ur hins vegar að segjast eins og er Uppskrift Lambahryggur Dijun med biá- berjum fyrir fjóra 1 stk. lambahryggur Dijon sinnep bláber timian rósmarin brauðrasp salt og pipar 2 stk. laukur 15 svört piparkorn Lambahryggvöðvinn er skorinn af hryggnum og rlfin látin fylgja með. Hryggjarsúlan er steikt í ofni, ásamt lauk og piparkornunum, sem síðan er sett í pott m/vatni og soðið í 3-4 tíma. Lambahryggvöðvinn er steiktur á pönnu og kryddaður með salti og pipar og síðan settur í ofnskúffu og smurður með Dijon sinnepi, bláberj- um, timian og rósmarin stráð yfir ásamt brauðraspinu. Soðið sett I ofn- skúffuna og bakað i ofni 112-14 min. við 180°C. Borið fram með fersku grænmeti og bakaðri kartöflu. Sabaziafrauð með fershum ávöxtum fijrir fjúra 400 ml þeyttur rjómi 150 ml eggjahvíta 3 stk eggjarauður 1 dl Sabazia 1 tsk. gulur matarlitur 400 g sykur vatn Blandið saman rjómanum og eggja- rauðunum ásamt Zabasi og matarlit og setjið í kæli. Sykurinn er soðinn i vatni við 120°C. Eggjahviturnar eru þeyttar létt og sykurleginum er hellt rólega út í og látið þeytast þar til hann er orðinn kaldur og svo er hon- um blandað saman við rjómann. Þetta er siðan látið vera í frosti yfir nótt. Borið fram með ferskum ávöxtum. að það hefur gífuriega mikið breyst í þessum efnum frá því að ég kom hingað fyrst og raunar hvað mest á þessum áratug. Fyrir einungis örfá- um árum hefði einungis verið hægt að borða mat í þessum gæðaflokki sem við höfum verið að fá hér í kvöld á Holtinu. Nú eru komnir margir veitingastæðir í mjög háum gæða- flokki í Reykjavík. Shnrtir fjnibreytni varðandii hráefni Helsti munurinn á Islandi og Frakklandi er kannski sá að þú hef- ur miklu meira val. Þú getur farið á ódýrt bistro og snætt einfalda mál- tíð fyrir 30 franka eða um 400 krón- ur. Þú getur hins vegar einnig eytt mörg hundruð þúsund tiltölulega auðveldlega á dýrustu veitingahús- um Frakklands. Helsti styrkur Frakklands er hins vegar að mínu mati hráefnin. Þau eru mjög góð og mun fjölbreyttari en Islendingar eiga að venjast. Frakkar eru aldir upp á góðum hráefnum og geta líka treyst því að óháð því hvort þeir snæði á ódýrasta eða dýrasta staðn- um sé hráefnið í fínu lagi. Það háir íslenskri matargerð helst hvað hrá- efnin eru takmörkuð og hversu mik- ið af hlutum fólk þekkir einfaldlega ekki. Það hefur þó mikið breyst hvað þetta varðar. En þótt leiðir hafi skilið í aðalrétt- inum náum við saman á ný er við skellum okkur bæði á Crépes Suzette, pönnukökur flamberaðar í appelsínusafa og líkjör. Hvorugt okkar varð fyrir vonbrigðum jafnvel þó að appelsínusafi hafi verið notað- ur en ekki mandarínusafi, enda bendir Dominique á að slíkt tíðkist líklega einvörðungu í frönskum kokkabókum. Pönnukökurnar, sem okkur til mikils léttis voru hæfilega sætar, runnu ljúflega niður með glasi af Pineau de Charente, sér- stökum drykk frá héraðinu Cognac, sem er framleiddur þannig að ný- eimuðu koníaki er hellt saman við óáfengan þrúgusafa. Naustið vekur upp ýmsar minningar hjá Domin- ique enda snæddi hún þar í fyrsta skipti árið 1970 með íslensku fólki, sem hún bjó þá hjá. „Það var þorra- matur á boðstólum þetta kvöld og voru þetta mín fyrstu kynni af hon- um. Ég hef alltaf farið eftir þeirri reglu að það skipti ekki máli hvaða mat er um að ræða ef hann er í réttu umhverfi. Sú regla átti ágætlega við þorramatinn." Við tökum nú aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið og Dominique rifjar það upp að hún hafi fengið fast starf við verslunar- deild franska sendiráðsins í Reykja- vík árið 1971 og var þar allt fram til ársins 1984. Arið 1979 giftist hún Jóni Jónssyni og eiga þau tvö börn saman. Þegar á þessum árum var hún orðinn ötull talsmaður franskr- ar matarmenningar og átti gott samstarf við Emil Guðmundsson, sem þá var hótelstjóri á Hótel Loft- leiðum. íslendingar reyndust hins vegai’ stundum sólgnari í hina for- boðnu ávexti að utan en gert hafði verið ráð fyrir. Fyrir eina franska viku var pantað mikið magn af ost- um frá Frakklandi og voru þeir sett- ir á bökkum fram á borð. Ostarnir, sem áttu að endast í viku, kláruðust fyrsta kvöldið og varð að fá nýja í snarhasti með flugi frá Lúxemborg. Stökhbreyting síð- ustu árin__________________ Árið 1984 hélt Dominique til starfa í sendiráði Frakklands í Dan- mörku og var þar í sex ár áður en hún hélt til Noregs. Eftir þriggja ára dvöl þai- tók hún við starfi sem versl- unarfulltrúi Frakklands á íslandi árið 1993. „í Danmörku hafði ég byrjað að vinna með Sopexa og var mikill áhugi þar á bæ á þróuninni hér á landi þrátt fyrir að íbúafjöldinn væri ekki mikill. Það var mikið að gerast þegar ég kom hingað heim og miklar breytingai’ að eiga sér stað. Ríkið var að losa tökin á áfengisinn- flutningi, nýir, ungir menn að koma til starfa hjá vínumboðunum og mik- il gerjun í veitingahúsalífinu. Það hefur það mikið verið að gerast það hratt að maður áttar sig ekki alltaf á því hvort maður sé þátttakandi eða áhorfandi að þessu öllu.“ Þegar ég spyr hana að lokum hverja hún telji vera skýringuna á þessari spreng- íngu segist hún telja að hana megi finna í því að metnaðurinn hafi auk- ist almennt á Islandi, jafnt meðal al- mennings sem á veitingahúsum. Þá hafi vínþekkingu fleygt fram. Lík- lega gerist þetta ekki síst vegna þess að margir Islendingar hafa flutt heim á þessum árum og flutt með sér menningu og ný viðhorf, jafnt leikmenn sem fagmenn." Stök teppi & mottur Persía AAAaAAAAAA aaAA Suðurlandsbraut 46 við Faxafen Sími: 568 6999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.