Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samherji eignast Fiskimjöl og lýsi hf. í Grindavík Greitt með hluta- bréfum í Samheija SAMHERJI hf. hefur keypt Fiskimjöi og lýsi hf. í Grindavík. Eigendur Fiski- mjöls og lýsis fá greitt fýrir fýrirtæk- ið með hlutafé í Samheija. Ekki fékkst uppgefið um hve mikið hlutafé er að ræða, en að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, eins af aðaleigendum Samheija, verður það upplýst í lok febrúar þegar Samheiji fer á almenn- an hlutabréfamarkað. Fiskimjöl og lýsi verður áfram rek- ið í óbreyttri mynd sem hlutafélag í eigin nafni og með sömu yfirstjóm og fyrr. Finnbogi Alfreðsson, fram- kvæmdastjóri Fiskimjöls og lýsis, seg- ir að Fiskimjöl og lýsi hafi leitað til Sam'heija um samstarf vegna þess hversu sveiflukenndur og áhættusam- ur fiskimjölsiðnaður er á íslandi og að samkeppni hafi stöðugt aukist í greininni. „Flestar loðnuverksmiðjur landsins era nú í eigu hlutafélaga sem era á hinum almenna hlutafélaga- markaði eða einingar í stærri fyrir- tækjum. Því vildum við minnka áhættuna í starfsemi fýrirtækisins, þrátt fyrir að afkoma fyrirtækisins sé góð, með því að fara í samstarf með stóram aðiia. Samheiji varð fyr- ir valinu vegna fjölþættrar starfsemi fyrirtækisins hérlendis og erlendis og hafa samningaviðræður staðið yfír í nokkra mánuði. Það er engin launung að við hjá Flskimjöli og lýsi höfum haft áhuga á þvi að auka starfsemina hér í Grindavík en við eigum tvö frystihús sem era eingöngu nýtt fyrir loðnu og síld.“ Rótgróið fjölskyldufyrirtæki Meirihluti hlutafjár í Fiskimjöli og lýsi hefur verið í eigu fyölskyidu Pét- urs Antonssonar frá árinu 1956 en fyrirtækið á 50 ára afmæli á þessu ári. Fyrirtækið starfrækir fiskimjöls- verksmiðju og frystihús fyrir síld og loðnu og á samhliða því útgerðarfyr- irtækið Sigluberg hf. sem á tvö nóta- veiðiskip, Háberg Gk 299 og Jón Sig- urðsson Gk 62. Aflahlutdeild Siglu- bergs er 5.400 þorskígildistonn, aðal- lega í loðnu og síld og með samningn- um er Samheiji með um 10,7% af loðnuhlutdeildinni hérlendis og um 11,1% af síldarhlutdeildinni en Sam- heiji á einnig Friðþjóf hf. á Eskifirði sem einnig er í sfldar- og loðnuvinnslu. Að sögn Margrétar Gunnarsdóttur, forseta bæjarstjómar Grindavíkur, era bæjaryfirvöld ánægð með samn- ing fyrirtækjanna og segist binda vonir við að atvinnutækifæram muni ijölga í Grindavík með komu Sam- heija í bæinn. í ár verður hafist handa við að dýpka innsiglinguna hafnarinn- ar og er áætlað að því verki verði lokið eftir 6 ár. Þorsteinn Már segir að með sam- einingunni muni hlutafé í Samheija aukast og í raun sé hlutur þriggja stærstu hluthafa fyrirtækisms að minnka eftir kaupin á Hrönn á ísafirði og á Fiskimjöli og lýsi. Hlutur land- vinnslunnar er alltaf að stækka hjá Samheija og segir Þorsteinn að rúm- lega helmingur tekna fyrirtækisins sé tilkomnar þaðan. „Með kaupunum á Fiskimjöli og lýsi er fyrirtækið kom- ið í allar greinar sjávarútvegar og era ekki uppi nein áform um að stækka fyrirtækið frekar á næstunni á innan- landsmarkaði." SKIPTIN VÖIUJÍTLÖND" Verðmæti vöruút- og innflutnings v-— jan-" deS- 1995 °9 1996 1995 1996 Breyting á (fob virði í milljónum króna) jan.-des. jan.-des. föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 116.606,7 126.200,5 +8,3% Sjávarafurðir 83.873,1 92.579,7 +10,5% Ál 12.303,0 12.104,1 -1,5% Kísiljárn 3.211,5 3.813,4 +18,9% Skip og flugvélar 4.108,1 4.047,6 -1,4% Annað 13.111,0 13.655,7 +4,3% Innflutningur alls (fob) 103.539,5 124.854,7 +20,7% Sérstakar fjárfestingarvörur 3.567,2 6.414,3 +80,0 Skip 2.713,5 6.175,0 Flugvélar 793,6 104,6 Landsvirkjun 60,1 134,7 Til stóriðju 6.681,0 8.646,9 +29,6% íslenska álfélagið 5.944,1 7.678,3 +29,3% íslenska járnbiendifélagið 736,9 968,6 +31,6% Almennur innflutningur 93.291,3 109.793,5 +17,8% Olía 7.048,8 9.292,5 +32,0% Alm. innflutningur án olíu 86.242,5 100.501,0 +16,6% Vöruskiptajöfnuður 13.067,2 1.345,8 Án viðskipta íslenska álfélagsins 6.708,3 -3.080,0 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 3.692,8 -3.558,1 * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-desemberl 996 0,1 % lægra en á sama tíma árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS -Morgunblaðið/Frímann Ólafsson KRISTJÁN Vilhelmsson, Samherja, Anton Pétursson, F&L, Jón Pétursson, F&L, Þorsteinn Vilhelmsson, Samheija, Sesselja Péturs- dóttir, F&L, Finnbogi Alfreðsson, F&L, og Þorsteinn Már Baldvins- son, Samherja, gengu frá samningi fyrirtækjanna í gær. Vöruskiptajöfn uðurinn 11,8 milljörðum lakari í DESEMBERMÁNUÐI voru flutt- ar út vörur fyrir 11,4 milljarða króna og inn fyrir 10,7 milljarða fob. Vöruskiptin í desember voru því hagstæð um 0,7 milljarða kr. en í desember 1995 voru þau hag- stæð um 0,8 milljarða króna á föstu gengi. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands fyrir árið 1996 voru fluttar út vörur fyrir 126,2 milljarða króna en inn fyrir 124,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 1,3 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 13,1 milljarða á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn er því 11,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma í fyrra en um 8,9 milljörðum lakari að frátöldum innflutningi og útflutningi á skipum og flugvélum, segir í frétt frá Hagstofu Islands. 8% aukning verðmætis Árið 1996 var verðmæti vöruút- flutningsins 8% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávaraf- urðir voru 73% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 11% meira en á sama tíma árið áður. Þá var verðmæti útflutts áls um 2% minna en verðmæti kísiljárns 19% meira en á sama tíma árið áður. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ingsins árið 1996 var 21% meira á föstu gengi en sama tímabil árið áður. Innflutningur sérstakrar fjár- festingarvöru, svo og innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöldum reynist annar vöruinn- flutningur hafa orðið 17% meiri á föstu gengi en á árinu 1995. Fólk Nýir starfs- menn hjá Handsali Á UNDANFÖRNUM mánuðum hafa talsverðar breytingar átt sér stað á starfsliði verðbréfafyrirtæk- isins Handsals hf. Starfsmanna- fjöldinn hefur einnig aukist og eru fastráðnir starfsmenn 16 talsins. Jafnframt hefur nýtt skipurit fyrir- tækisins tekið gildi. Eftirtaldir starfsmenn hafa gengið til liðs við Handsal hf. að undanfömu: • AGNAR Jón Ágústsson, 33 ára. Agnar hefur umsjón með erlendri verðbréfamiðlun ogviðskiptum með hlutabréf. Agnar lauk BA prófi í viðskiptafræði frá Ohio University 1987 ogMA gráðu í hagfræði frá sama skóla 1989. Hann starf- aði áðurhjáVerð- bréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins hf. (síðar Fjárfestingarfélagið Skandia hf.) frá 1989 sem ráðgjafi og síðar for- stöðumaður erlendra viðskipta og framkvæmdastjóri Almenna hluta- bréfasjóðsins hf. Agnar er kvæntur Helgu Grétu Kristjánsdótturog eiga þau eitt bam. • KATRIN Sverrisdóttir, 33 ára. Katrín hefur umsjón með innlendri verðbréfamiðlun. Katrín er við- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands vorið 1989 og löggiltur verð- bréfamiðlari. Hún starfaði áður hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfé- lagsins hf. (síðarFjárfestingarfé- lagið Skandia hf.) meðal annars sem útibússtjóri í Kringlunni og síð- ar sérfræðingur á stofnanasviði. Katrín er gift Kjartani Hjaltested heildsala og eiga þau tvö börn. • SIGURÐUR Þór Sigurðsson, 32 ára. Sigurður hefur umsjón með viðskiptum á Verðbréfaþingi ís- lands og tölvumálum. Sigurður er viðskiptafræðingur af fjármála- og reikningshaldssviði frá Háskóla ís- lands vorið 1991. Sigurður starfaði áður hjá Samskipum hf. sem deild- arstjóri fjárreiðudeildar, hjá Dresdner Bank AG Frankfurt am Main í Þýskalandi við innra eftirlit í höfuðstöðvum, hjá F. Hoffmann-La Roche í Istanbúl í Tyrklandi í fjár- máladeild oghjá Landsbanka ís- lands. Sambýlis- kona Sigurðar er NG Lee Keng viðskiptafræðingur. • SIMON Þór Jónsson, Símon sér um mat á verðbréfum. Símon er lögfræðingur frá Háskóla íslands vorið 1996. í byij- un síðasta árs vann Símon verk- efni fyrir Verð- bréfaþing íslands en ritgerð Símons til kandidatsprófs var um skráningu hlutabréfa á þinginu. Þá hefur Sím- on skrifað greinar í Vísbendingu og Viðskiptablaðið um skipulegan hlutabréfamarkað. • VALDÍS Eggertsdóttir, 34 ára. Valdís er deildarstjóri bókhalds. Valdís er við- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands vorið 1986. Valdís starfaði undanfarin ár hjá P. Samúelssyni ehf. Vaidís ergift Ingólfi V. Guð- mundssyni, við- skiptafræðingi og forstöðumanni hagdeildar Sparisjóðs Kópavogs, og eiga þau 2 börn. • MAGNEA Ragna Ögmunds- dóttir, 35 ára, bókari í fjárvörslu. Magnea er stúd- ent og starfaði áður hjá bílaleig- unni Geysi. Magnea er gift Jóni Inga Ingi- marssyni, lager- stjóra hjá Sól hf., og eiga þau 3 börn. • ÁSTA Óskars- dóttir, 32 ára, bókari. Ásta er sjúkraliði og stúd- ent og starfaði áðurhjá Aða- lendurskoðun hf. ogKPMGEndur- skoðun hf. Ásta á eitt bam. • SÓLEY Ás- geirsdóttir, 35 ára, bókari. Sóley starfaði áður í fj ármálaráðuneyt- inu og á Endur- skoðun Hjartar Péturssonar. • LINDA Han- sen, 35 ára. Linda starfar í bak- vinnslu. Linda er með verslunarpróf og starfaði áður hjá V átryggingafélag- inu Skandia hf. og á Lögmannsstofu Jóns Egilssonar. Linda á eina dóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.